Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1988 Svar til Bjarna Ólafssonar eftír Jón Baldvin Hannibalsson í bréfkomi til mín í Morgun- blaðinu 23. mars leggur þú fyrir mig nokkrar veigamiklar spurn- ingar sem ég vil ekki láta ósvarað. Svar við spumingunni sem felst í fyrirsögninni „Höfum við efni á því að greiða góðum kennurum góð laun“ er einfalt: Svarið er já. Tilvísuð ræða mín um þetta á Alþingi 1985 stendur enn fyrir sínu og ég er þér sammála um að hún þolir vel endurlestur. Hvað varðar þessa sérstöku deilu um laun kennara er það að segja að auðvitað verða menn að komast að sanngjamri niðurstöðu og ég treysti því að svo verði. Hins vegar þykir okkur ónákvæm- lega farið með tölur í áróðursstríði kennara en emm jafnframt vissir um að þeir vilja hafa það sem sannara reynist. Með svolítilli hótfyndni má segja að í tölunum sem okkur greinir á um séu fólgnar flestar kröfur kennara og því sé eina vandamál- ið að þeir fái að vita hvaða laun þeir hafa því þau em hærri en nemur þeim kröfum sem þeir segj- ast vera að bera fram. Svo einfalt er þetta samt ekki. Til að skýra launakjör kennara í HÍK og þróun þeirra er eftirfar- andi: 1. Meðallaun félaga í HÍK, f ramfærslu vísitala og kaup- máttur launa hefur verið sem hér greinir á árunum 1984 til 1987. Það er rétt að taka það fram, að hækkun heildarlauna á þessum tíma byggist ekki nema að hluta á auknu vinnuframlagi. Að mestu er um að ræða hækkun yfir- vinnutaxta og aukagreiðslna. Niðurstaða: Kaupmáttur fé- laga í HÍK hefur hækkað stór- lega sl. ár. Vonandi telur kenn- arinn ekki ámælisvert að aðrir launþegar hafa á sama tima notið kjarabóta, þó ekki hafi það verið í sama mæli og kenn- arar. 2. Meðaltalslaunin eins og þau vom kynnt á blaðamannafundin- um vora þar og hafa í þessu formi ætíð af fjármálaráðuneytinu verið greinilega tilgreind sem meðaltals- laun félaga í HÍK, aldrei sem meðallaun kennara einna. Til frekari upplýsingar vil ég benda á að launatölur í þessu formi hafa allt frá 1980 verið unnar með sama hætti. Formið var á sínum tíma ákveðið í samráði við samtök stéttarfélaga ríkisstarfsmanna. Þau hafa reglulega fengið tölur þessar og hafa notað þær og unn- ið með þær án athugasemda öll þessi ár. Niðurstaða: Tölur þær sem ráðuneytið hefur birt em réttar og á allan hátt réttilega tilgreind- ar af hálfu ráðuneytisins. Þegar kennarar birta rangar tölur verður auðvitað að leiðrétta það. 3. a) Ársmeðaltal fyrir félaga í HÍK sem starfa við framhalds- skóla er áætlað um 98.000 kr. miðað við launaverðlag í desember 1987. b) Launagreiðslur em breyti- legar milli mánaða vegna þess að Meðal. Heildar- Kr. mán. 1984 dagvl. 2L869 laun 31.750 1985 31.002 48.100 1986 41.086 64.272 1987 56.387 87.271 Framf- Kaupmáttur vísitala Dafvl Heildarl. 106,41 10ö,0 100,0 141,97 106,3 113,6 172,17 116,1 125,1 204,48 134,2 143,0 ýmsar greiðslur falla til með óreglulegum hætti svo sem greiðslur fyrir heimaverkefni, per- sónuuppbót o.fl. Þannig vom með- algreiðslur í desember 1987 til sama hóps og um ræðir í staflið (a) tæplega 125.000 kr. Til hækk- unar í þeim mánuði kemur einkum persónuuppbót. c) Greidd laun fyrir febrúar- mánuð sl. til félaga í HÍK sem vom í fullu starfi við framhalds- skóla dreifðust þannig: Laun Fjökii % Undir 70.000 117 17,4 70-90.000 162 24,0 90-110.000 171 25,4 110-130.000 125 18,5 130-150.000 50 7,4 yfír 150.000 49 7,3 Til að létta af þér áhyggjum af því hve rektorar brengla tölur þessar skal upplýst að 37 slíkir eru í safni þessu og meðal- greiðslur til þeirra um 138.000 kr. í framangreindum tölum er orlofsfé ekki meðtalið. Niðurstaða: Tölur þessar staðfesta að fyrri upplýsingar ráðuneytisins eru sannverðug lýsing á heildarlaunum við framhaldsskóla. 4. Þú heldur því fram að sífellt fleiri góðir og vel menntaðir kenn- arar leiti starfa utan skólanna. Það er ekki nýtt að hreyfanleiki sé á vinnuafli og ekki óeðlilegt. Stað- reynd er einnig að kennuram við framhaldsskóla hefur §ölgað mjög á undanfömum ámm. Spuming: Er það þitt mat að þeir séu verri eða verr menntaðir en áður var, eins og ætla mætti eftir röksemda- færslu þinni? Fróðlegt væri að heyra álit fleiri skólamanna á því. 5. Auknar yfirvinnugreiðslur síðari ár stafa ekki fyrst og fremst af aukinni yfirvinnu, heldur af hærri og fleiri auka- greiðslum en áður var og hærra Jón Baldvin Hannibalsson „Eg vona að þú sért einhverju nær — og báðir skulum við vera sammála um að þessa deilu verður að leysa áður en að enn einu sinni verði nemendur leiksoppar í deilum sem þeir geta ekki leyst en bíða af stóran skaða.“ yfírvinnuálagi. Hvað er gegndarlaus yfirvinna? Kennari með meðaltekjur og fulla kennsluskyldu nær þeim með því að kenna um 35 kennslustundir á viku í 26 vikur á ári og sjá um að prófa nemendur sína. Með bærilegu skipulagi er hægt að ljúka skóladeginum með yfírvinn- unni um kl. 14 að jafnaði. Hætt er við að þetta vinnuálag sé talið mismikið eftir því hver metur, t.d. kennarinn sjálfur eða sá sem stendur við færiband í fiskverkun- arhúsi í 48 vikur á ári. Því er nefnilega þannig farið að yfírvinnugreiðslur til kennara eins og reyndar margra annarra endurspegla fremur breytta samninga um vinnuskyldu fremur en lengingu vinnutíma. Þannig myndi nánast öll yfir- vinna kennara að meðaltali haf a rúmast innan fastrar vinnu- skyldu fyrir 10—12 árum. 6. Síendurteknar fullyrðingar um loforð í „bókunum" um stór- bætt kjör verða ekki staðreyndir þó endurteknar séu. Staðreyndir um tilvitnaða bókun með síðasta kjarasamningi em: a) Tilgangur hennar og efni er það eitt að koma á breytingum á vinnutilhögun og launakerfi kennara. b) Samningamönnum kennara var gert fullljóst að með samning- um vom fulltæmdir allir möguleik- ar á launahækkunum á því tíma- bili sem hann náði til, þ.e. til árs- loka 1988 að öðra leyti en leiða kynni af hærri samningum ann- arra. Með hliðsjón af þessu ætti að vera fróðlegt fyrir þig að líta á kröfugerð félagsins þíns og athuga hvort á milli krafna um launa- hækkanir, lækkun kennsluskyldu, krítarálags, fataálags, álags fyrir menntun, verkstjóm o.s.frv, leigu- greiðslur o.fl. finnast einhvers- staðar tillögur um breytingar á stöðnuðu vinnufyrirkomulagi. Tilboð ráðuneytisins sem þér fínnst sjálfsagt grútarlegt byggði þó á „bókunum" í meginatriðum. En þó leitað sé með logandi ljósi í kröfugerð kennara fínnst ekki vottur af því að fulltrúar ykkar taki neitt mark á þessum sömu margumtöluðu „bókunum". Ég vona að þú sért einhveiju nær — og báðir skulum við vera sammála um að þessa deilu verður að leysa áður en að enn einu sinni verði nemendur leiksoppar í deil- um sem þeir geta ekki leyst en bíða af stóran skaða. Höfundur er fjármálaráðherra. Stækkun ráðhússins Bréf ið sem minnst er á í greininni. eftir Guðrúnu Pétursdóttur í sambandi við fréttaflutning um stækkun ráðhússins langar mig að koma nokkmm upplýsingum á framfæri, sem sýna að staðhæfíng- ar um stækkun ráðhússins em ekki úr lausu lofti gripnar. Félagsmálaráðherra undirritaði skipulagsuppdrátt að Kvosinni 22. febrúar sl. og staðfesti þar með deiliskipulag Kvosarinnar. Á þess- um skipulagsuppdrætti er mynd af ráðhúsinu. Sú mynd var færð inn J. uppdráttinn vegna tilmæla borg- arstjóra í bréfí til skipulagsstjómar dags. 27. okt. 1987. Það bréf fylg- ir hér og em undirstrikanir mínar. Þetta erindi var samþykkt með naumum meirihluta í skipulags- stjóm, og á gmndvelli þessa bréfs var ráðhúsið fært inn á uppdrátt- inn, sem ráðherra staðfesti síðar. Lftum nú á hvað var staðfest og hvað er verið að biðja um bygging- arleyfí fyrir þessa dagana: Borgarstjóri segir húsið vera 2—3 hæðir. Skv. byggingareglu- gerð reiknast 3,30 m á hæð í skrif- stofuhúsnæði, nema sérstaklega sé beðið um annað. Það var ekki gert í þessu tilfelli. 3 hæðir em þá 9,90 m auk þaks. Hæð ráðhússins sem nú er verið að biðja um byggingar- leyfí fyrir er ekki nálægt 9,90 m, heldur er hún 15,7 m! Það er nær því að vera 5 hæðir en 3! Þessar upplýsingar um núverandi hæð hússins era beint frá Margréti Harðardóttur arkitekt og reiknast frá gólfí fyrstu hæðar þannig að kjallarar em ekki meðtaldir. Stærð hússins er í bréfínu sögð vera, 4.600 m2 auk bílageymslu. Nú er beðið um leyfí fyrir byggingu sem er rúmlega 5.200 m2 Flatar- málið hefur því aukist um 15%. Rúmmál byggingar gefur enn betri hugmynd um stærð, því það tekur tillit til hæðarinnar. Borgarstjóri segir bygginguna vera 14.000 m3. Á grundvelli þessara upplýsinga er erindi hans samþykkt án þess að athugasemd sé gerð við þessar töl- ur. Tæpum mánuði síðar berst skipulagsstjóra bréf, þar sem borg- arstjóri vekur athygli á að þessir 14.000 m3 séu „augljós prentvilla" og eigi að vera 19.000 m3. Ég er ekki viss um að þetta flyti svona létt gegnum dómstól, en látum gott heita. Hvert er svo rúmtak bygging- arinnar í dag? Það er ekki 19.000 m3 heldur 24.336 m3! Húsið hefur sem sagt vaxið um aðra 5.000 m3, sem er 28% aukning. Til samanburðar bendi ég á að algengt er að einbýlishús séu 500 m3. Stækkunin ein nemur því um 10 einbýlishúsum. Ráðhúsið án bfla- geymslu er orðið stærra að rúmtaki en sjálf Hallgrímskirkja með tunii og útbyggingum. Hvert á svo þessi stækkun að fara? Upp í loft og út í Tjöm, enda er verið að biðja um stækkun á byggingarreit þessa dagana. Það er beðið um 46 m2, en sannleikurinn Guðrún Pétursdóttir „Til samanburðar bendi ég- á að algengt er að einbýlishús séu 500 m3. Stækkunin ein nemur því um 10 einbýlishús- um. Ráðhúsið án bíla- g'eymslu er orðið stærra að rúmtaki en sjálf Hallgrímskirkja með tumi og útbygg- ingum.“ er sá að Tjömin verður skert um 300 m2 í viðbót við það sem þegar er. Fyrir stækkun átti ráðhúsið að taka u.þ.b. 1.980 m2 af ’ljöminni, en nú mun það þekja u.þ.b. 2.300 m2. Hvaðan koma þá þessir 46 m2 sem verið er að biðja um? Það á að „skila aftur" spildu á landi, milli útveggjar hússins að norðan og gangstéttar Vonarstrætis. Flatar- mál þessarar ónýtu landspildu hefur verið reiknað og dregið frá 300 m2 aukningunni út í Tjömina. Þá koma út 46 m2. Þetta kalla ég kænlega að farið við að slá ryki í augun á fólki, og leitt að yfirvöld skuli telja sér það samboðið. Að lokum vil ég víkja að af- greiðslu málsins í skipulagsstjóm ríkisins, en aðdragandi hennar olii miklu Qaðrafoki nú í vikunni. Fyrir skipulagsstjóm lá erindi frá borgar- ráði þar sem beðið var um 46 m2 stækkun á byggingarreit. Ekki var tekið fram hvað ætti að vera á þess- um byggingarreit, en hins vegar kom núverandi stærð hússins fram í fylgiskjölum. Við óttuðumst að ef stækkun á byggingarreit yrði heimiluð athugasemdalaust myndu yfirvöld líta svo á að sú heimild tæki einnig til hússins, þar sem upplýsingar um stærð þess fylgdu bréfínu. Það hefði verið í samræmi við alla meðferð ráðhússmálsins til þessa. Yfírvöld hefðu bent á það, að þau væm ekki að biðja um stækkun á byggingarreit nema af því að þau ætluðu að byggja á hon- um. Við teljum að skipulagsstjóm hefði ekki átt að heimila þessa stækkun án þess að um leið yrði fjallað um hvað ætti að byggja þama. Engu að síður fögnum við því, að við afgreiðslu málsins var það tekið fram að stækkunin ætti aðeins við um byggingarreitinn, en ekki um húsið sjálft. Samkvæmt því verða borgaryfirvöld að sækja sérstaklega um heimild til þeirrar stækkunar, og þá mun koma í ljós hvort skipulagsstjórn telur að 28% stækkun á rúmtaki bygging- ar sé óveruleg. Geri hún það er hún að setja fordæmi sem mun hafa alvarlegar afleiðingar. Telji hún breytinguna hins vegar vem- lega fær ráðhús Reykvíkinga loks tækifæri til að fá lögboðna af- greiðslu. Höfundur er hiskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.