Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 31.03.1988, Síða 36
36 C &ORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 ÞEIR SKEMMTA OG ÖGRA FÓLKI í NÆTURKLÚBBUH OG SJÓNVARPIOG LEIKAIKVIKMYNDUM Rodney Dangerfield er einhver vinsælasti brandarakallinn í bandarísku sjónvarpi. Hann er líka eftirsóttur í næturklúbbum, enda á hann einn slíkan sjálfur. Eddie Murphy slær alla út hvað vinsældir varðar. Hér sést hann í allra nýjustu mynd sinni, Raw, en í henni leikur hann bara sjálfan sig og stendur uppi á sviði og segir brandara eins og honum einum er lagið. Woody Allen hóf feril sinn sem brandarakall í næturklúbbi en nú hugsar hann ekki um annað en kvikmyndir. Á þessari mynd, sem tekin var 1965 þegar hann lék í sinni fyrstu mynd, er hann 29 ára. Richard Pryor — fyrsti reiði brandarakallinn til að tala máli svertingja. Hann má muna fífil sinn fegri, enda er Eddie Murphy, sem þó dáði hann í eina tíð, farinn að gera grín að honum. Hann ráfar um sviðið og það ljómar af glit- klæðnaði hans þar sem hann stendur með hljóðnemann í hægri hendi og ryður úr sér bröndurum, einum léttum, öðrum klúrum. Það er ljónsunginn Eddie Murphy, tutt- ugu og sex ára gamall konungur grínsins. Hann hikar ekki við að gera stólpagrín að fyrirrennurum sínum, frægum mönnum, sem hafa gert það gott sem grínistar síðustu áratugina. Vinir hans, Richard Pry- or og Bill Cosby, fá hveija sneiðina á fætur annarri. Og Eddie Murhpy breytir sér á örskotsstundu úr einni persónu í aðra, eina stundina er hann hommi, aðra ítalskur kvenna- bósi, eða þá bara miðaldra karlmað- ur hvítur á hörund. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er Eddie Murphy ekki svo ósvip- aður honum Bob Hope sem fyrir þrem til fjórum áratugum var ókrýndur konungur grínsins. Báðir hæðast að frægu fólki síns tíma og komast ekki hjá því að gera grín að lífsstíl samtíðarmanna sinna. Þjóðfélagsádeilan er kjarni grínsins. Eddie Murphy er jafn klár Bob Hope að segja brandara, bros hans er jafn fyndið og sjálfstraustið álíka mikið. En þrátt fyrir allt eru þeir mjög ólíkir menn, listamenn sem koma hvor úr sinni áttinni. Fyrir það fyrsta er Eddie Murphy svertingi. Hann býr yfir sömu glæsilegu gáfunni og Bob Hope, enn þó er miklu ríkari í honum illvígi skrípaleikurinn, óvægna skopstæl- ingin, og brjálæðislegi gálgahúmor- inn sem í eina tíð einkenndi alla gamanleiki, enda leyfist miklu meira nú en á dögum Bobs Hopes. Hver man ekki eftir ærslafengnum bemskubrekum kvikmyndarinnar? Það var ekki fyrr en grínistar á borð við Lenny Bruce og George Carlin komu til sögunnar á sjötta og sjöunda áratugnum að reynt var að gera gálgahúmorinn ögn virðu- legri, gáfulegri, beittari. Það var Richard Pryor sem tók við af Lenny Bruce og var kóngur í ríki sínu þar til -Eddie Murphy datt niður á svið- ið. Það er eiginlega Pryor að þakka að gamanleikurinn, sem allt eins getur verið sóló, einleikur, er orðinn eftirsótt listgrein, meira að segja virðuleg. Það er ekki nóg með að skrípa- leikurinn sé orðinn virðulegur, ásamt skopstælingunni og gálga- húmornum, heldur hafa komið fram nýir listamenn, grínistar, og það eru þeir sem hafa lyft gríninu í nýjar hæðir. Hér er ekki aðeins átt við menn eins og Pryor og Murphy, heldur einnig sérkennilega háðfugla á borð við Rodney Dangerfield, sem er gamall skarfur gamanleiksins en varð að lifa í skugga stórmenna áratugum saman, og það var ekki fyrr en á allra síðustu árum að hann fékk uppreisn æru, og sló í gegn svo um munaði. Og það ér sérstaklega unga fólkið sem kann að meta grínista eins og Rodney, enda er hann einn sá villtasti, eins- konar Laddi Norður-Ameríku. Ekkert heilagt Rodney Dangerfield, sem á skemmtistað í New York er nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir, er upphafsmaður þess gamanleiks eða gríns sem einkennist af van- helgun, svívirðingu, jafnvel guð- lasti, lítillækkun hvers konar. Hon- um er sem sagt ekkert heilagt, ekkert frekar en lærisveinum hans eins og Sam Kinison, Andrew Clay og Bob Goldthwait. Þeir eru svo vinsælir í Bandaríkjunum að ein- göngu popparar komast nálægt þeim hvað vinsældir varðar. Það er sérstaklega fólk, sem ann báru-‘ jámsrokki, sem kann að meta grín þessara manna. Bámjárninu hefur verið lýst sem háværu gargi hættu- legu sálinni, þar sem í því er tjáð niðurbæld kynþörf og þjóðfélagsleg einangmn. Sjúkleg kímnigáfa sprettur upp af sama fýrirbæri og fær aðeins útrás í þess háttar gam- anmáli, segja sérfræðingar. En slíkir grínistar næðu aldrei þeim vinsældum sem þeir hafa nú náð ef ekki væri til sjónvarp. Sjón- varpið er með öðmm orðum lykillinn að velgengni djörfu brandarasmið- anna. Þeim nægði í eina tíð að standa uppi á sviði í litlum nætur- klúbbi, umkringdir ölvuðu og hlát- urmildu fólki, sem vildi heyra gróf- yrði og kjamyrta þjóðfélagsádeilu; sú tíð er liðin og kemur ekki aftur. Nú em þessir menn tíðir heimilis- gestir milljóna manna í einu víðlendasta ríki heims, og þeir eru flestir einnig einhverjir eftirsóttustu kvikmyndaleikarar samtímans. Þeir eiga allir það sameiginlegt að fjalla að mestu leyti um mann- inn, mannskepnuna, í brandara- þáttum sínum. Redd Foxx gefst seint upp á bröndumm sínum um klósettferðir okkar og dýrslegu hvatirnar. Richard Pryor var miklu fmmlegri þrátt fyrir einhæft handapat og sífelldar augnagotur. Þegar hann var upp á sitt besta á ámnum 1976 til 1982 þótti hann hreint út sagt óviðjafnanlegur á sviði. Hann náði sér aftur á móti aldrei á strik í kvikmyndum. Það var aðeins þegar hann stóð frammi fyrir fólki sínu uppi á sviði að hann komst í gang, og var aftur gamli kjaftfori, kjamyrti brandara- og ádeilusmiðurinn. Pryor var senni- lega fyrsti grínistinn sem talaði sérstaklega máli svertingja í Banda- ríkjunum. Og baráttubrandararnir bám árangur. Eddie Murphy var bara sveinstauli í sandkassa þegar Pryor hóf sinn feril, og það var því ekkert skrítið þótt Eddie bæri mikla virðingu fyrir goðinu. Og gerir enn af trúarlegri innlifun þótt Eddie komist ekki hjá því að gera líka grín að téðum Pryor. Eddie finnst Pryor nefnilega vera farinn að selja sig of ódýrt. Feiti fyndni karlinn og allir hinir Hinn hálfsjötugi Rodney Dan- gerfíeld stendur skör lægra en Eddie Murphy á vinsældalistanum, en það hefur komið í hans hlut að halda uppi merkjum grínistans í næturklúbbunum og í sjónvarpi, eftir að Pryor og Murphy sneru sér að mestu að kvikmyndinni. Rodney hefur að vísu reynt fyrir sér í kvik- myndum, og verður ekki annað sagt en honum hafi tekist bærilega, því mynd hans „Back To School" varð meðal þeirra allra vinsælustu víða í heiminum árið 1986. Helsta einkenni þessa feita, fyndna manns er alþýðleiki hans; hann gerir grimmilegt grín að sjálfum sér vegna þess hve venjulegur hann er, og einmitt þess vegna snertir hann viðkvæma strengi í bijóstum ,svo margra sem kunna að meta slíkt sjálfsháð. Rodney nær til sama aldurshóps og Eddie Murphy, enda þótt hann sé fjörutíu árum eldri; það er sama fólkið og kaupir miða á rokktón- leika. Rodney segir aðallega brand- ara af sjálfum sér sem akfeitum manni, hann hefur sífelldar áhyggj- ur af því að ganga ekki í augun á kvenfólki, eins og hér í eina tíð, og mikla rellu gerir hann út af kynge- tunni, en reynslan segir honum að hún fari minnkandi með aldrinum! Það líkar Rodney Dangerfield alls ekki. Rodney hefur útlitið ýmist með sér eða á móti; það fer eftir hvern- ig á það' er litið! Hann segir sjálfur að útlitið vinni gegn honum þegar hann ætlar sér að leika kvenna- gull, og það finnst öllum sniðugt nema honum. Aftur á móti eru all- ir sammála um að útlitið sé með honum þegar hann bregður sér í gervi brandarakallsins. Kjafturinn á honum er stærri en drykkjarkrús, augun minna á fljúgandi furðuhluti og eru jafn stór en samt liðugri í hreyfingum en kötturinn. Og rödd- in! Þar slær Rodney Dangerfield alla út. Meira að segja raddmiklir kallar eins og Pryor og Murphy fölna við hliðina á honum. Hann gæti verið þungarokkari sem settist í helgan stein fyrir tuttugu árum en ákvað síðan að snúa aftur, eins og til að hefna sín á einhveijum, því röddin þrumar hærra en rödd snarbijálaðs herforingja. Það eru ekki mjög mörg ár síðan brandarakallar eins og Dangerfield komust inn í sjónvarpið með dag- skrár sínar. Það hafa alltaf verið til brandarasmiðir í sjónvarpi, en þar til fyrir nokkrum árum voru þeir kurteisari en prestar við alt- arið. Nú leyfist þeim næstum allt. Enda er farið að tala um kímnigáfu „sem leggur til atlögu gegn al- mennu velsæmi“ á sjónvarpsskján- um. Rodney og lærisveinar hans keppast um að ganga hver fram af öðrum, það er eins og þeir séu í keppni um hver geti verið óheflað- astur, hver skal kal'ast klúrasti kjafturinn. Sam Kinison verður tíðrætt um kynlíf hverskonar. Oftar en ekki berst talið að alnæmi. Hann segist ekkert hafa á móti hommum og lífsmáta þeira, en hann hefur ekki fyrr sleppt orðinu en hann rekur upp ómennskt öskur og þakkar þessu sama fólki fyrir að dæma yfir okkur svarta dauða tuttugustu aldarinnar. Annar lærisveinn Dangerfields,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.