Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 31.03.1988, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1988 C 53 Stórkokkurinn Bocuse. stöðunum eru þekktar persónur í hópi matmanna. Hér mun látið nægja að nefna fjóra og fyrstan skal frægan telja stórmeistarann Bocuse í Lyon. Guérard í Eugénie- les-Bains, um fimmtíu kílómetra frá borginni Pau, matbýr léttfæði í hágæðaflokki. Aldursforseti í flokki listakokka heitir Roger Vergé í Mougins skammt frá Cannes. Ungl- ingurinn í hópnum er Georges Blanc í Vonnas nálægt Lyon. Fyrir þá sem vilja nýta sér upp- lýsingar í Michelin bókunum má geta þess að „rauðir Michelinar" koma á árinu út um Frakkland, Þýskaland, Spán og Portúgal, ít- alíu, Bretlandseyjar og Beneluxl- öndin. Að auki er gefin út bók sem kallast Helstu borgir Evrópu. Grænu bækurnar eru fleiri en hér verður talið og kortin sömuleiðis. Margir fleiri en Michelin gefa út leiðbeiningabækur um hótel og veit- ingahús. Til að mynda er Gault Millau þekkt bók um Frakkland og grannlönd þess, en ekki ber þeim sem þá bók semja alltaf saman við höfunda „rauða Michelin". Stjömu- merkingar í „Michelin" varða ein- ungis mat á veitingastöðum og snerta alls ekki gæði hótela. I Frakklandi eru hótel engu að síður stjömumerkt, en þar er farið að opinbem kerfi sem Fólk í fréttum kann lítil skil á. Blanc er yngstur fjögurra frægustu kokka Frakklands. Vergé, oft kallaður aldni meistarinn. SAGAN UM SKtVALDA OG FfÓRHJÓUÐ! * Þetta er sagan um Sigvalda, sem vann stóra vinninginn í happdrættinu. Hvorki meira né minna en Mercedes Benz. Hann seldi bílinn þegar í stað og keypti sér Kjarabréf í staðinn. Þetta er svo sem ekki óvenjuleg saga, ef það væri ekki staðreynd að Sigvaldi ekur nú, eins og greifi, á Mercedes Benz, konan hans á Toyota Corolla og dóttursonur þeirra var tekinn úr umferð á nýju fjórhjóli í fyrradag. Þetta byrjaði með miða... Þú kannast ábyggilega við hann Sigvalda. Hann er búinn að vinna hjá borginni í fjöldamörg ár. Konan hans, hún María, vinnur á lögmannastofunni austur í bæ. £>ú þekkir þau ábyggilega þegar þú sérð þau. Sigvaldi er mikill útilífsmaður. Hann er alltaf í einhverju ferðastússi allan ársins hring. Þess vegna komst hann ekki hjá því að kaupa happdrættismiða á árshátíð ferðaklúbbsins. Hann keypti að vísu ekki nema tvo miða. Vinningur í maí Árshátíðin var í mars, árið 1985. Nokkrum vikum seinna var dregið í happdrættinu. Það er að segja þann 20. maí 1985. Vinningurinn, Mércedes Benz 190 E árg. 85, kom á númerið hans Sigvalda. Nú voru góð ráð dýr. Venjulegir borgarstarfemenn eins og Sigvaldi aka ekki um á borgarstjórabílum, Slíkt bara gerist ekki. Happdrættismiði til sölu Það er ekki hægt að segja að hann Sigvaldi sé bjáni. Síður en svo. Að minnsta kosti segir hún María, að hann hefði átt að skella sér í pólitíkina, — í stað þess að vera félagi í SFRB. Það var ekki Iiðinn dagurinn þegar Sigvaldi var búinn að selja happdrættismiðann. „Ég fór bara og talaði við nokkra bíladellukarla. Einn þeirra borgaði miðann út í hönd,“ sagði Sigvaldi þegar hann kom heim með úttroðið veskið, rúmlega eina milljón í vasanum! Peningarnir á fast... Hún María gat ekki sofið um nóttina. Hún bylti sér á alla enda og kanta í rúminu. Hún sá fýrir sér innbrotsþjófa, gengisfellingar og alls kyns hörmungar. Sigvaldi aftur á móti svaf eins og ungabarn — með veskið undir koddanum. Morguninn eftir fór hann og ræddi við hann Pétur, ráðgjafa hjá Fjárfestingarfélaginu. Pétur ráðlagði honum að kaupa Kjarabréf, og aðstoðaði hann við kaupin. Þremur árum síðar... Laugardagurinn tuttugasti febrúar nítjánhundruð áttatíu og átta var stór dagur í lífi þeirra hjóna, Maríu og Sigvalda. Þau heimsóttu nýju söluskrifetofúna hjá Fjárfestingarfélaginu í Kringlunni strax og opnað var um morguninn. Þar fengu þau kaffisopa hjá Stefáni ráðgjafa og aðstoð við sölu á Kjarabréfúnum frá 1985. ... nýr bíll og meira til! Þegar Sigvaldi seldi happdrættisvinninginn árið 1985 fékk hann 1.050.000 krónur fyrir miðann. Hann keypti Kjarabréf fyrir 1.049-580 krónur. Við sölu Kjarabréfanna fékk hann 2.685.422 krónur. Þannig gat hann samdægurs keypt sér 1988 árgerð af Mercedes Benz. Nákvæmlega sama bíl og var í vinning á sínum tíma, en auðvitað spánýjan. Bíllinn kostaði hann 1.360.000 krónur sléttar. Hann keypti þar að auki Toyota Corolla bíl fyrir Maríu. Corollan kostaði 505.000 krónur. Þar af leiðandi átti hann eftir 820.422 krónur, sem nægðu honum til að gefa Jónasi dóttursyni sínum splunkunýtt fjórhjól í fermingargjöf. Þá átti Sigvaldi ennþá eftir 630.422 krónur, sem hann vill ekki segja hvað hann gerði við. Hann Stefán hjá Fjárfestingarfélaginu veit allt um það, þó að hann segi engum frá því. Hann Stefán selur nefnilega Kjarabréf. • Þetta er alvcg satt. Sögunni og nöfnum hefur að vísu verið breytt — af augljósum ástæðum! FJÁRFESnNGARFÉlAGÐ __Kringlunni 123 Reykjavík 0 689700_ VISÍ7BSQ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.