Morgunblaðið - 06.04.1988, Síða 67

Morgunblaðið - 06.04.1988, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1988 67 RAUÐI KROSSINN Aldraðir í skemmtiferð til höfuðborgarinnar Hópur eldri borgara frá Fá- skrúðsfirði og Breiðdalsvík heimsótti höfuðborgina á vegum Rauða kross íslands nýlega. Fólkið gisti í Hótel Lind, sem rekið er af Rauða krossinum, og skoðaði söfn, kirkjur og stofnanir og sótti leiksýn- ingar meðan á dvölinni stóð. Leið- sögumaður hópsins var Hólmfriður Gísladóttir. Að sögn Hólmfriðar eru ferðir þessar nýmæli í öldrunarstarfi Rauða krossins, en samþykkt var fyrir nokkrum árum að leggja skyldi áherslu á öldrunarmál í starfí sam- takanna á áratugnum. Samþykktinni hafur verið fylgt eftir með ýmsum hætti í 47 deildum Rauða krossins víðs vegar um landið. Ákveðið var að nýta hótel Rauða krossins, þegar það er ekki fullskip- að, til að hýsa eldri borgara utan af landi er þeir dvelja sér til yndisauka í höfuðborginni. Rauði krossinn skipuleggur dagskrá í skemmtiferð- anna til Reykjavíkur í samráði við heimamenn og greiðir niður kostnað. Hópurinn frá Fáskrúðsfirði er ann- ar hópurinn sem kemur til höfuð- borgarinnar á vegum Rauða kross- ins, en Selfíssingar riðu á vaðið. Fólkið var í §óra daga í borginni og fór víða. Litið var inn í Bessastaða- kirlqu, Víðistaðakirkju, Hallgrims- kirkju og Kristskirkju. Alþingi, nýja útvarpshúsið, Sjónstöð Islands og blindrabókasafnið var heimsótt. Sjó- minjasafn íslands, Byggðasafn HafnarQarðar, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Listasafnið og Þjóðminja- safnið var skoðað. Hópurinn brá sér í bæjarferð, leit inn í Kringluna og sá Don Giovanni í íslensku ópe- runni. Jafnframt sá fólkið leikritið Síldin kemur...Og ekki má gleyma félagsvistinni og dansinum í Templ- arahöllinni. Hólmfríður Gísladóttir _ segir iíklegt að hópar aldraðra frá ísafirði og Norðurlandi komi til Reykjavíkur í vor. Kveðst hún vonast til að hægt verði að taka upp þráðinn með ferð- imar næsta haust, en leggjast þær niður yfir sumarið_ þar sem Hótelið er þá fullbókað. Á Hótel Lind eru 44 herbergi, en Rauði krossinn festi kaup á húsinu árið 1986. Þess má geta að byggð var ein hæð ofan á húsið, þar sem nú er Sjúkrahótel Rauða krossins sem margir kalla Heilsulind. Morgunblaðið/Sverrir Eldri borgarar frá Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík heimsóttu höfuðborgina nýlega á vegum Rauða kross- ins og skemmtu sér dável. Hér sést hópurinn í Listasafni íslands ásamt Rakel Pétursdóttur safnakennara. innflutningur á fatnaði á besta stað. Gott húsnæði í mið- bænum. Góður lager að upphæð kr. 4.700.000 selst með lager og innréttingum á kr. 3.000.000 til 3.300.000 sem má greiðast á kaupieigu til 3-4 ára. Ekkertút. Upplýsingar í síma 13150 á skrifstofutíma. Volvo árgerð 1982 F-1027 tekinn nýr í notkun í ágúst ’83. Tveggja drifa. Upplýsingar í síma 96-21673 eða bílasíma 985-25444. möro * it *★★ KYNNIR ásamt söngvurum og hljóðfæraleikurum skemmta gestum Broadway af sinni alkunnu snilld. Verð aðgöngumiða með glæsilegum þríréttuðum kvöldverði kr. 3.200.- Miða- og borðapantanir daglega frá kl. 9.00-19.00 í síma 77500. ALLAR HELGAR skrautfjöðrin í íslensku skemmtanalífi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.