Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 9 VISUM TILVEGAR ÁVERÐBRÉFA Kaup, sala og endurfjárfesting. Kaupþing. Miðstöð verðbréfaviðskiptanna. WBSs I hf., Reykjavík, SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 7.APRÍL EININGABRÉF 1 EININGABRÉF 2 EININGABRÉF 3 LÍFEYRISBRÉF KAUPÞING HF Húsi verslunarinnar • sími 68 69 88 Óskhyggja Þjóðviljans Úrklippurnar hér að ofan eru forsíðufyrirsagnir á Þjóðviljanum. Hin efri er frá 9. mars og hin síðari frá 16. mars. í efri fréttinni er sagt frá verkfalli Snótar í Vestmannaeyjum en því var hætt hinn 18. mars án þess að samningar hefðu náðst, en í þeirri neðri eru Þjóðviljamenn að spá fram í tímann í verkfallsanda Alþýðubandalagsins. Segja þessar fyrirsagnir meira en mörg orð. í Staksteinum í dag er staldrað við þessar forsíður Þjóðvilj- ans en einnig við heitingar Tímans og framsóknarmanna í garð ungra sjálfstæðismanna og Þjóðviljann og kjarnorkubombuna. Dæmið gekk ekkiupp Hemaðaráætlun nýrr- ar forystu Alþýðubanda- lagsins vegna kjarannmn- inganna, sem nú eru viðast um garð gengnir, var sú að nota þá sér til framdráttar með einum eða öðrum hætti og var ófriður á vinnumarkað- inum með verkföllum ekki útilokaður i þvi sam- hengi. Enginn gat farið í grafgötur um að Ólafur Ragnar Grimsson og fé- lagar vildu að í kjara- samningunum yrðu menn varir við að nýir menn hefðu verið kjömir til forystu i Alþýðu- bandalaginu. Af verka- lýðsmönnum valdi Ólafur Ragnar formann verka- lýðsfélagsins Jökuls á Höfn i Homafirði, Bjöm Grétar Sveinsson, til samstarfs við sig i æðstu stjóm Alþýðubandalags- ins. Kom Bjöm Grétar talsvert við sögu, þegar samningamálin vom á sérstöku stigi, svo sem þegar deilt var um, hvort menn skyldu hittast til viðræðna i Reykjavík eða ekki; á hinn bóginn heyrðist minna frá hon- um þegar samningurinn sjálfur var gerður við félag hans og annarra á Akureyri. í stuttu máli er unnt að fullyrða að sú spenna skapaðist aldrei, sem Ólafur Ragnar og félag- ar vildu að myndaðist í kjaraviðræðunum, og forsíðufyrirsagnir Þjóð- viljans um verkföll vom þvi litíð annað en ósk- hyggja. Þegar rætt er um 'hlut Alþýðubanda- lagsins og forystusveitar þess í nýafstöðnum samningum er athyglis- vert að veha þvi eftírtekt að sjálfur forsetí Al- þýðusambandsins, As- mundur Stefánsson, kom aldrei við sögu samning- anna, að minnsta kostí ekki opinberlega. Ef til vill telur Ólafur Ragnar sig geta hrósað sigri inn- an flokksins með visan til þess, að sér hafi tekist að einangra forseta ASÍ í kjarasamningum? Sérkennileg- ur ofstopi Tíminn hefur gripið til sérkennilegs málflutn- ings i sambandi við PLO og Steingrím Hermanns- son, utanríkisráðherra. í forystugrein blaðsins á skírdag var farið áratugi aftur í tímann i stjóm- málaskrifum, þegar blað- ið hélt þvi annars vegar fram að ungir sjálfstæð- ismenn hafi lýst stuðn- ingi við kynþáttastefnu Suður-Afríku og sagði síðan: „Ungir sjálfstæðis- menn hafa nú sldpað sér í hðp með ýmsum öfga- öflum kenndum við ný- fasisma." Ami Sigfússon, for- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna, hefur i Morgunblaðsgrein mið- vikudaginn 30. mars svarað þeim sérkenni- lega útúrsnúningi fram- sóknarmanna á stefnu ungra sjálfstæðismanna, að þeir styðji aðskilnað- arstefnuna í Suður- Afríku. Sýnir það mál- efnafátækt og slæma málefnastöðu, að fram- sóknarmenn tejji sig þurfa slík vopn. Hitt er þó tíl marks um ótrúleg- an ofstopa, að kenna unga sjálfstæðismenn við nýfasisma. Staksteinar hafa litíð þannig á, að orðbragð af þessu tagi væri horfið úr íslenskri stjómmálabaráttu. Yrði það teldð upp fyrir til- stilli Tímans kæmu þeir vafalítíð fljótt fram á völlinn, sem héldu þvi blákalt fram, að þar sem nasistar vom á sínum tíma á mótí gyðingum hlytu þeir að vera nýnas- istar, sem tala gegn gyð- ingum nú á tímum. Þjóðviljinn ogbomban í forystugrein Þjóðvilj- ans í gær er enn einu sinni gælt við þá skoðun, að líklega séu nú kjam- orkuvopn hér á landi þrátt fyrir allt og allt. Eftír allt sem á nndan er gengið í umræðum um kjamorkuvopn og fsland er furðulegt að þær virð- ast hafa farið fram hjá leiðarahöfundi Þjóðvilj- ans. Hvemig væri að hann kynntí sér málið og meðal annars þá stað- reynd að órökstutt tal Þjóðviljamanna er ein- ungis tíl þess fallið að koma kjamorkustimpli á landið og gætí þess vegna orðið átylla fyrir hugsan- legan árásaraðila til að hóta okkur með kjara- orkuvopnum, svo að ekki sé meira sagt. iWBaíma Fyrirliggjandi loftþjöppur í stærðum frá 210-650 l/mín með eða án loftkúts Mjög hagstætt verð Útsölustaöir: LANDSSMIÐJAN HF. — Verslun Ármúla 23 - Slmi (91 )20680 STRAUMRÁS SF. — AKureyri Slmi (96)26988 / Qy LOFTÞJÖPPUR Dönsku fötin komin Verð aðeins kr. 9.450.- H GEtSÍB LANDSSMIÐJAN HF. W/////////////////////^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.