Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 21

Morgunblaðið - 07.04.1988, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 21 Falleg bæn í Kópavogskirkju annaö skilið en að þiggja ölmusu. Villigötur Þegar fyrsta kaupfélag íslands, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað árið 1882 áttu íslenskir bændur og almenningur allur í baráttu við hálf- danskt kaupmannavald. Kaupfélög- in, sem stofnuð voru um og eftir aldamótin, fólu þannig í sér hvort tveggja í senn; viðleitni til bættrar afkomu íslensks almennings og andóf gegn erlendu valdi. Kaup- félögin voru þannig snar þáttur í efnahagslegri og pólitískri sjálf- stæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar. Samband íslenskra samvinnufé- laga spratt af samtakaviðleitni íslenskra kaupfélaga og tók í arf markmið þeirra og hugsjón. Gildi þess starfs sem Sambandið vann á fyrstu áratugum aldarinnar í þágu umbjóðenda sinna verður ekki ve- fengt. Auðvitað stóð oft styrr um SÍS, ekki síst á hinum pólitíska vettvangi, en vilji þeirra, sem löng- um stóðu í forsvari fyrir þessa hreyfingu, til að standa vörð um hagsmuni umbjóðenda sinna verður ekki með góðu móti dreginn í efa. í þeim skilningi var SÍS raunveruleg fjöldahreyfing, sprottin af fólkinu, vegna fólksins og fyrir fólkið. Það er gömul saga og ný að fjöldahreyfingar, sem leyfa valdinu að safnast í fárra hendur, hætta að vera til fyrir fjöldann — nema á tyllidögum. Því miður urðu þetta örlög Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Hreyfíng, sem orðið hafði til vegna fólksins og fyrir fólk- ið, komst á villigötur — varð tæki í höndum fámennrar forystu, sem týndi hugsjóninni og tók að skara eld að eigin köku. Islensk samvinnuhreyfing er enn á þessum villigötum og ef til vill miklu frekar en nokkru sinni fyrr. Forysta hreyfingarinnar er ekki lengur í hlutverki þeirra sem bera eiga hagsmuni umbjóðenda sinna fyrir brjósti. Þvert á móti stendur þessi forysta að ýmsu leyti í sömu sporum og hið hálfdanska kaup- mannavald á 19. öld, kaupmanna- valdið sem samvinnuhreyfingunni var upprunalega ætlað að sporna gegn. Hið hálfdanska kaupmannavald 19. aldar vildi mergsjúga viðskipta- menn sína, íslenskan almenning, en enga ábyrgð bera á afkomu þeirra. Hið hálfdanska kaupmannavald nútímans er Sambandsforystan, sem vill mergsjúga kaupfélögin en enga ábyrgð bera á afkomu þeirra sem að félögunum standa. Svona undarlega getur sagan endurtekið sig — þar sem menn hefðu þó síst átt á slíku von. Þess þurfa nú þeir að gjalda sem gengust í ábyrgð fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar — þeir sem standa nú uppi eignalaus- ir öreigar. Vegna hugsjónar, sem þeir áttu en aðrir hafa týnt. Höfundur er sagnfræðingur. eftir Önnu S. Snorradóttur Greinarstúfur skrifaður líklega í janúar leið komst aldrei lengra en í skúffuna. Þegar hann er dreginn fram í dagsljósið er það vegna þess að ég las nýverið í blaði, að út væri að koma námsefni um bænina eða fræðsluefni og að námskeið væru að hefjast í Grindavíkurkirkju um sama efni. Eflaust er margt hægt að kenna fótki um bænahald og fyrirbænir þótt áður fyrr væri það að jafnaði móðirin sem kenndi bami sínu vers og bænir, er fylgdu því mann fram af manni. Sumum kann að þykja það undarlegt, að það skuli þurfa að kenna fólki að biðja, en svona er nú þetta, og prest- amir þekkja margt fólk, hafa mikla rejmslu og vita eflaust betur en flestir hvers er vant. Það er sjálf- sagt ekki öllum létt að opna hjarta sitt og „tala við Guð“, eins og einn lítill vinur minn segir, þegar hann fer með bænirnar sínar. Bænin í Kópavogskirkju Það var nokkru fyrir jólin, að undir- rituð var stödd við hátíðlega athöfn í Kópavogskirkju. Þetta var ekki venjuleg guðsþjónusta, heldur var verið að minnast þess, að 25 ár voru liðin frá vígslu kirkjunnar og einnig var tekið í notkun við þessa athöfn nýtt píanó sem kirkjunni hafði áskotnast. Hrefna Eggerts- dóttir píanóleikari vígði hljóðfærið en auk hennar léku þeir Kjartan Óskarsson klarínettuleikari og Martial Nardeau flautuleikari, en allt er þetta unga fólk tónlistar- kennarar við Tónlistarskóla Kópa- vogs. Þessi þáttur var framlag skól- ans til athafnarinnar, en kirkjan hefir mjög oft hýst tónleika og ýmsar samkomur skólans. En það var ekki þetta, sem er minnisstæð- ast þótt fallegt væri, heldur bæn prestsins í lok athafnarinnar, en henni hefi ég ekki getað gleymt. Öll þekkjum við hina opinberu bæn, þar sem beðið er fyrir fóstur- jörðinni, forsetanum, ríkisstjóm- inni, beðið um farsæla atvinnuvegi Kópavogskirkja til lands og sjávar, beðið fyrir sjúk- um og sorgmæddum og alltaf hefir mér þótt vænt um bænina „vertu þeim líf og ljós sem famir em á undan okkur“. En presturinn í Kópavogskirkju lauk bæn sinni með því að biðja fyrir öllum ófæddum börnum og menningarlífi í landinu. Það mætti fara mörgum orðum um það, hversu aðkallandi slík fyrir- bæn er, en það verður ekki gert hér. Aftur á móti skal endurtekin þökk til prestsins fyrir þessa óvenju fallegu bæn, sem ekki gleymist. Kannski gæti hún orðið innlegg, þegar tekið verður að fyalia um bænina almennt á væntanlegum námskeiðum, er minnst var á í upp- hafi. . Höfundur er húsmóðir i Reykjavík. Óumdeilanlega koDurinn sem stendur upp úr... ...þegar íslenskt efni er annars vegar. Það leiðir könnun Félagsvísindastofnunar í ljós. Manninn Ómar Ragnarsson þarf vart að kynna. Hann hefur stiklað á stóru í starfi sínu hjá Sjónvarpinu í fjöldamörg ár og það er næsta öruggt að þegar Ómar er væntanlegur á skjáinn setjast íslendingar í sjónvarps- stólana og kveikja á Sjónvarpinu Athyglisvert fyrir auglýsendur. Tf SJÓNVARPIÐ ekkert rugl. \

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.