Morgunblaðið - 07.04.1988, Side 26

Morgunblaðið - 07.04.1988, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 Farþegaþotu frá Kuwait rænt yfir Óman-flóa: Böndin berast að öfgafuH- um fylgismönnum Irana Bahrain, Reuter. MARGT þykir benda til þess að herskáir fylgismenn klerka- stjómarinnar í íran standi að baki ráninu á farþegaþotunni frá ríkisflugfélaginu í Kuwait sem vopnaðir menn tóku á sitt vald á þriðjudagsmorgun. Hins vegar leggja ráðamenn í Teheran, höf- uðborg írans, kapp á að sann- færa umheiminn um að þeir beri enga ábyrgð á ráninu en flug- stjórinn var neyddur til að lenda þotunni í borginni Mashad í norð- austurhluta Irans. Þar var þotan enn í gær en ræningjamir halda um 80 farþegum og áhöfn þot- unnar í gíslingu. Óþekktir menn rændu þotunni er hún var í áætlunarflugi frá Bang- kok í Thailandi á leið til Kuwait. Neyddu þeir flugstjórann til að sveigja af leið yfir Óman-flóa og lenda þotunni í Mashad. Ræn- ingjamir krefjast þess að 17 föng- um sem dveljast innan fangelsis- múra í Kuwait verði sleppt úr haldi. Fangamir tilheyra samtökum, sem hliðholl eru írönum. Ónefndur heimildarmaður Reut- ers-fréttastofunnar sagði í gær að margt benti til þess að félagar úr öfgasamtökunum „Jihad" (Heilagt stríð) stæðu að baki ráninu. „Jihad“ eru samtök öfgafullra múslima, fylgismanna klerkastjómarinnar í íran og halda samtökin meðal ann- ars frönskum og bandarískum ríkis- borgurum í gíslingu í Líbanon. Sam- tök þessi komu fram á sjónarsviðið í Líbanon árið 1983 er þau stóðu fyrir sprengjutilræði í bandaríska sendiráðinu í Beirút, höfuðborg Líbanon. Sömu kröfur og áður Heimildarmaður Reuters benti á að flugrán hefðu áður verið framin í þeim tilgangi að fá fangana í Kuwait leysta úr haldi. í desember árið 1984 var farþegaþotu frá Kuwait rænt og henni beint til Teh- eran. Ræningjamir kröfðust þess að föngunum í Kuwait yrði sleppt og myrtu tvo bandaríska embættis- menn sem vom um borð í þotunni. Eftir sex daga umsátur réðust íran- skar sérsveitir um borð í þotuna og náðu ræningjunum fjórum á lífi. íranir hafa ekki látið uppi hver urðu örlög ræningjanna og ónefr.dir embættismenn telja líklegt að ain- Reuter Þotan frá ríkisflugfélaginu í Kuwait á flugvellinum f Mashad. Myndin var tekin af sjónvarpsskermi á þriðjudag er íranska sjónvarpið skýrði frá flugráninu. KRGN / Morgunblaöiö / AM um þeirra hafi að minnsta kosti verið sleppt úr haldi. Fullvíst er talið að Iranir hafi verið ræningj- unum hliðhollir og nokkrir erlendir sendimenn á þessum slóðum full- yrða að klerkastjómin hafi staðið að baki ráninu. „Jihad“-samtökin kröfðust þess í október árið 1986 að föngunum 17 í Kuwait yrði sleppt í skiptum fyrir þijá Frakka sem samtökin hafa á sínu valdi í Líbanon. Síðar tilkynntu samtökin að þau mjmdu sleppa öllum erlendum gíslum sínum í landinu fengju fangarnir að fara fijálsir ferða sinna. Samskipti írana o g Kuwait-búa Frá því þotunni var rænt á þriðju- dagsmorgun hafa ráðamenn í Te- heran staðið í stöðugu sambandi við stjómvöld { Kuwait. Komið hef- ur í ljós að þrír meðlimir konungs- fjölskyldunnar í Kuwait em um borð í þotunni og hefur sú stað- reynd síst orðið til þess að minnka áhyggjur manna í Kuwait. Sam- skipti írana og Kuwait-búa hafa verið nánast fjandsamleg að und- anförnu þar eð hinir síðarnefndu styðja íraka í ófriðnum við Persa- flóa. Hafa íranir m.a. skotið flug- skeytum að Kuwait sökum þessa og haft í hótunum um frekari árás- ir og landvinninga. Fyrir skömmu lenti hersveitum frá íran og Kuw- ait saman á Persaflóa er íranskir fallbyssubátar gerðu árás á herstöð Kuwait-búa á eyjunni Bubiyan. Tveir hermenn frá Kuwait særðust í árásinni en þetta er í fyrsta skipti sem hermenn frá ríkjunum tveimur skiptast á skotum frá því ófriðurinn við Persaflóa braust út fyrir tæpum áttaámm. Þrátt fyrir þetta hafa menn þóst sjá ýmis merki þess að vænta megi batnandi samskipta ríkjanna á þessu ári. Margir sérfræðingar telja að árásin á Bubiyan-eyju hafi verið gerð fyrir mistök og í óþökk klerka- stjómarinnar. Bent hefur verið á að einungis tvö þeirra 13 olíuskipa sem íranir réðust á á Persaflóa í marsmánuði hafi verið tengd Kuw- ait á beinan eða óbeinan hátt. Kuwaitbúar munu vera reiðubúnir til að senda stjómarfulltrúa til Te- heran láti íranir og írakar af eld- flaugaárásum sínum en stjóm- málasamskipti ríkjanna hafa legið niðri frá því á síðasta ári er íran- skir byltingarverðir réðust inn í sendiráð Kuwait í Teheran. Ránið vel skipulagt Ekki liggur fyrir hvort ræningj- um þotunnar var kunnugt um að meðlimir konungsíjölskyldunnar í Kuwait væm um borð í henni. Sér- fræðingar em hins vegar á einu máli um að ránið hafi verið vel skipulagt. Samkvæmt frásögn IRNA, hinnar opinbem fréttastofu írans, tilkynnti flugstjórinn að þot- an væri að verða eldsneytislaus skömmu áður en hann lenti henni í Mashad. Sérfræðingar sem Reut- ers-fréttastofan ræddi við kváðust efast um eldsneytið hefði verið á þrotum og töldu líklegt að flugstjór- inn hefði átt eldsneyti til um tveggja klukkustunda flugs. Borgin Mashad er ein hinna helgu borga múslima í íran og er æði afskekkt í norðaust- urhluta landsins. FYRLUND svefnsófinn er hinn fullkomni svefnsófi. Hann er með grind úr massívri furu og klæddur með níðsterku áklæði, sem fæst í mörgum litum. Hann er með rúmfatageymslu og springdýnu og er stækkanleg- ur úr 90 cm í 115 cm og er 200 cm langur. VERÐ 23.090.- REYKJAVÍK GOBIIR SYEFN ER GIIUIBETRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.