Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 29

Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 29 Miðausturlönd: Shultz lofar Hussein en óánægja í Amman Reuter George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ásamt Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels. Shamir hefur hingað til ekki viljað ljá máls á friðartillögum Bandaríkjastjórnar. Grænland: Kaup á notuðum tog- skipum hafa gefist illa Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKU landstjórninni Kairó, Amman. Reuter. GEORGE Shultz, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, kom i gær tO Kairó í Egyptalandi í friðarferð sinni um Miðausturl- önd og lofaði þá viðbrögð Jórd- aniumanna við tillögum Banda- ríkjastjórnar. í Amman i Jórd- aníu virðist ánægjan hins vegar vera eitthvað minni og þar hættu fjölmiðlar við að birta viðtal við Shuitz. Við brottförina frá Ben Gurion- flugvelli í Jerúsalem sagði Shultz, að Hussein Jórdaníukonungur spyrði margra spuminga um frið- artillögur Bandaríkjamanna og sýndi áhuga á þeim þótt hann væri ekki sáttur við þær að öllu leyti. Er litið svo á, að með orðum sínum hafí Shultz verið að sneiða að Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sem margir telja mestan Þránd í Götu friðartillagn- anna. Shultz gekk í gær á fund Hosn- is Mubaraks Egyptalandsforseta og skýrði honum frá viðræðum sínum við ráðamenn í ísrael, Jórd- aníu og Sýrlandi en mun síðan fara aftur til Ammans á fund Husseins. Egyptar hafa tekið hvað best í tillögur Bandaríkjastjórnar. í gær hættu fjölmiðlar í Jórd- aníu við að birta og sýna viðtal við Shultz og er ákvörðunin talin endurspegla óánægju Jórdaníu- stjómar með friðartillögurnar og það hvernig að þeim er unnið. I viðtalinu gaf Shultz í skyn, að Bandaríkjastjóm myndi ekki leggja hart að ísraelum að breyta stefnu sinni eða hverfa frá öllu arabísku landi, sem þeir tóku 1967. Fjölmiðlar í Jórdaníu hafa tekið þessari afstöðu Shultz ákaflega illa og segja það nú augljóst, að Bandaríkjamenn geti ekki tekið að sér sáttasemjarastarf í Mið- austurlöndum, til þess séu þeir allt of hallir undir Israela. þykir kaup á notuðum togurum hafa gefist svo illa, að hún hefur ákveðið að kaupa aðeins ný skip héðan í frá. Landstjórnin gerir út 17 skip og segist reka stærstu togaraútgerð á Norður-Atlants- hafi. Notuðu togararnir eru ódýrir í innkaupi, en endurnýjun og breytingar hafa reynst svo kostnaðarsamar, að útgerð skip- anna hefur ekki getað skilað arði. Landstjómin hefur auk þess á pijónunum að fækka togurum af spamaðarástæðum eða binda nokkra þeirra við bryggju. Einnig á að spara í vinnslunni. Hefur land- stjómin fyrirskipað spamað upp á alls 160 milljónir danskra króna (um 960 millj. ísl. kr.) á þeim vett- vangi. Fjórðungur sparnaðarins kemur niður á fiskiðnaðinum á þessu ári. Það hefur í för með sér, að fresta verður byggingu tveggja fiskvinnsluhúsa á Suður-Græn- landi. Frakkland: Menningarvitar fylkja sér um Francoise Sagan París, Reuter. MENNINGARVITAR, kvik- myndagerðarmenn, leikarar og þekkt fólk úr tískuheiminum hefur fordæmt meinta herferð gegn frönsku skáldkonunni Francoise Sagan, sem ákærð hefur verið fyrir eiturlyfa- neyslu. Sagan hefur viðurkennt að hafa neytt kókaíns en heldur því fram að hægri sinnaðir stuðningsmenn Jaques Chiracs, forsætisráðherra Frakklands, vilja láta hana gjalda þess að hún er yfirlýstur stuðnings- maður Francois Mitterrands Frakklandsforseta í forseta- kosningunum, sem fram fara um næstu mánaðamót. Sagan, sem er 52 ára að aldri, var ákærð í síðasta mánuði er uppvíst varð að hún hafði eiturlyf undir höndum. Mál þetta vakti mikla athygli í Frakklandi. Sam- kvæmt gildandi lögum ber lög- regluyfírvöldum að sjá til þess að mál sem þetta séu ekki gerð opin- ber þegar þau eru á rannsóknar- Játar eiturlýfja- neyslu en segist ofsótt stigi. Sagan kveðst ætla að kæra meðferð málsins þar eð lög um trúnaðarskyldu hafi verið brotin. Hún telur að með þessu vilji stuðn- ingsmenn Jaques Chiracs forsæt- isráðherra hegna henni því hún hefur lýst yfir stuðningi við helsta keppinaut hans, Francois Mitter- rand, Frakklandsforseta og fram- bjóðanda sósíalista, í forsetakosn- ingunum sem fram fara í lok þessa mánaðar. Þekktir mennta- og listamenn hafa undirritað yfírlýsingu til stuðnings Francoise Sagan og verður hún birt í tímaritinu Globe á föstudag. „Okkur kemur á óvart að við skulum ekki einnig hafa verið ákærð þar eð við gætum einn góðan veðurdag gerst „sek um“ fíkniefnaneyslu, ofneyslu áfengis eða kókaínnotkun," segir þar meðal annars. Undir þetta rita rita 32 þekktir mennta- og listamenn nöfn sín þeirra á meðal rithöfundurinn Marguerita Duras, tískuhönnuðurinn Jean-Paul Gaultier, breska söng- og leikonan Jane Birkin og gríski kvikmynda: gerðarmaðurinn Costa Gavras. í yfírlýsingunni er skýrt tekið fram að þeir sem undir hana rita séu andvígir eiturlyfjum og sölu fíkni- efna. Hins vegar sé Francoise Sagan einungis sökuð um að hafa neytt eiturlyfja og því sé meðferð dómsyfírvalda á máli hennar „vafasöm". Þá er fullyrt að fjöl- miðlum hafí verið beitt til að koma höggi á Sagan og segir í yfirlýs- ingunni að það framferði sé „hróplegt". Francoise Sagan „sló í gegn“ aðeins 18 ára gömul er fyrsta skáldsaga hennar kom út í Frakkl- andi. Hún nefnist „Bonjour Trist- esse“ og ijallar um gjörspillt af- kvæmi frönsku borgarastéttar- innar. □ WOODEMTOPS - WO- ODEN FOOT COPS OIM THE HIGHWAY Ein skæðasta von Breta í poppheiminum um þessar mundir er tvfmælalaust hljómsveitin Woodentops. Á „Wooden Foot...“ er að finna kraftmikla popptónlist eins og hun gerist best. Hér er á ferðinni tónlist úr hinni umdeildu kvikmynd um sjónvarpsprestana bandarisku. Viðfangsefnið er klassískt: Kynlrf, völd og peningar. Salvation inni- heldur fyrst og fremst áður óútgefin lög með NEW ORDERog Cabaret Voltaine. -^2fíÍRn/,OLARWfR t2“45 OG 7« yjaverstóm0la'a9Íð ke™“r í verslanir a morgun. NYJAROG ATHYGUSVERÐARLP □ LeonanlCohen - I'm Vour Man LP+CD □ HappyMondays-SquireíLP O MojoNixon&SkidFloper -Boáayaius O TalkingHeads-NakedLP+CD D VetvetEMsLP O TheMightyLennonDtDps -WoridWithoutEndLP O Ýmsir - The ENIGMA Conpilation 1988 O Aslan-FeelNoShamLP O AnnieAnxjety-JackaníioLP O Monissey-VivaHateLP+CD O Miris»nMakeba-S»tgomaLP O TheGunOub-MotherAjnoLP O AnnaÖomrio-ThsTimeLP O BettyBluelP+CD 0 NewOrder-SubstanœLP+CD O GeneLovesJezebet -TheHouseofDollsLP 0 JenyHanison-CasualGodsLP O ThœeMortalSouls -GetLjost(Don'tLie)LP 0 NkkCave-ABarLP+CD O Stranglere - All Uve And All Of The Night LP+CD O PrefabSprout-FromLanLeyPark toMemphisLP + CD O TPau - Bridges Of Spies LP + CD O SkinnyPuppy-CleansFoldLP O INXS-KickLP + CD O Robert Plant - Now & Zen IP + CD 0 GameTheory-LolitaNationLP + CD O Chris&Cosey-ExoticaLP O TerenceTrentD'Arby - IntroducingThe Hard Line LP + CD Sendum ipöstkröfu samdægurs. „Gæða tónlistá góðum stað“ LAUQAVEGI 17 - SÍMI 91-12040 □ THE SMITHEREEIXIS - GREEN THOUGHTS Eftir einhvem besta frumburð rokksveitar um ára- bil er komin ný og jafnvel enn betri plata frá Smit- hereens. Melódískt rokk í hæsta gæðaflokki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.