Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 31 málefni Palestínumanna. Kemur þetta fram í sérstakri yfirlýsingu sem Elías hefur meðal annars sent alþingismönnúm „vegna mót- sagnakenndra frétta um afstöðu utanríkisráðherra íslands í Pal- estínumálinu". í útvarpsviðtalinu við Elías sagði Steingrímur í svari við spumingu, hvemig væri að bjóða sjálfum formanni PLO, Yasser Arafat, til íslands: „Það væri afar fróðlegt og kæmi vel til athugun- ar. Við íslendingar höfum tekið ánægjulegan þátt í mjög mikil- vægum viðræðum þjóða, þá mirini ég á stórveldafundinn. Og ég hef oft sagt að mér sýndist að Island gæti orðið staður þar sem stríðandi öfl gætu hist, fyrst og fremst til þess að draga úr þessari tor- tryggni. Þetta gæti orðið liður í þeirri viðleitni." Þessi orð verða varla misskilin? Utanríkisráðherra taldi það koma til athugunar að bjóða sjálfum Arafat hingað til lands. Hann gef- ur jafnframt til kynna, að hér kunni að verða haldin einhver ráð- stefna sem tengist deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Kannski ráð- stefna undir handaijaðri Samein- uðu þjóðanna? Hitt hlýtur að vera misminni hjá ráðherranum að við höfum tekið þátt í Reykjavíkur- fundi þeirra Gorbatsjovs og Reag- ans. Eitt er að leggja til húsnæði, annað að sitja fundi. í Tímanum 23. mars ítrekar utanríkisráðherra þá skoðun, að „nauðsynlegt sé að viðurkenna PLO sem forystu Palestínu, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þeir verði kjömir talsmenn Pal- estínumanna á þá ráðstefnu, sem haldin yrði til að stofna ríki þeirra. Ella finnist engin lausn á deil- unni“. í þessum orðum er ekkert dregið undan. Þau birtust í Tíman- um sama dag og Steingrímur hitti fulltrúa PLO í Stokkhólmi, sem sendi strax út fréttatilkynningu um fund þeirra. Daginn eftir, 24. mars, segir Steingrímur í Tímanum: „Eg hef ekki boðið fulltrúa PLO til ís- lands. Hann spurði hins vegar hvort ég væri til reiðu búinn að ræða við slíkan mann, ef hann kæmi til íslands. Ég sagði honum að ég væri það, ef hann óskaði að koma sjálfur. Hann spurði mig einnig að því, hvort ég mundi þiggja boð að koma til Túnis og hitta fulltrúa þeirra þar. Ég sagð- ist mundu taka það til athugunar. Það var ekki gengið frá slíku . . . Ég vil taka það skýrt fram, að það er alrangt, að ég hafi lýst því yfír, að við viðurkenndum PLO. Það hef ég ekki gert.“ í fréttatilkynningu frá dr. Eug- ene Makhlouf, fulltrúa PLO, segir m.a.: „Samkomulag varð um að boð verði gefíð út til fulltrúa PLO um að hitta hann á íslandi, og að ísienski ráðherrann muni síðan ferðast til Túnis til að hitta for- ystu PLO.“ Eins og Steingrímur sagði í Tímanum lét hann það í ljós við dr. Makhlouf að kæmi Makhlouf sjálfur yrði tekið á móti honum hér af sjálfum ráðherran- um. Eftir fundinn í ríkisstjórninni 29. mars sl. sagði Steingrímur á hinn bóginn um formlegar viðræð- ur við PLO: „Ég hef lýst því yfír að ef um væri að ræða slíkar við- ræður þá legg ég það fyrir ríkis- stjómina. En hinsvegar mun ég sjálfur ákveða hvort ég ræði við þá á göngum eða hótelherbergjum, hjá Sameinuðu þjóðunum eða ann- ars staðar þar sem okkar leiðir kunna að liggja saman.“ (Morgun- blaðið 30. mars.) Svarið við spum- ingunni um hvort ekki mætti bjóða sjálfum Arafat hefur þróast á þann veg, sem lýst er í ofangreindum orðum utanríkisráðherra. Varla kemur dr. Makhlouf við þessar aðstæður? Það er sem sé misskilningur hjá dr. Makhlouf að hann eða annar PLO-maður eigi eða hafí átt von á formlegu boði frá utanríkisráð- herra íslands. Til að undirstrika ótrúverðugleika dr. Makhloufs greip utanríkisráðherra til þess óvenjulega ráðs að senda fjölmiðl- um frásögn, sem Þórður Einars- son, sendiherra íslands í Svíþjóð, ritaði en hann sat fund Steingríms og PLO-fulltrúans. í frásögninni segir m.a.: „Ráðherra sagði að hann hefði ekkert á móti því að hitta fulltrúa og framkvæmda- stjóm PLO að máli, en hvenær það gæti orðið og hvar yrði að ákvarðast nánar. Eflaust væri betra að slíkur fundur ætti sér stað í Túnis fremur en í Reykjavík, a.m.k. í fyrsta sinn.“ Eins og fram hefur komið verður slíkur fundur á göngum eða í hótelherbergjum, hjá SÞ eða annars staðar þár sem utanríkisráðherra kann að rekast á PLO-menn nema ríkisstjórnin samþykki annað. Hlutur PLO í fréttatilkynningunni segir dr. Makhlouf að þeir Steingrímur hafi verið sammála um, að PLO ætti að eiga fulltrúa á alþjóðlegri frið- arráðstefnu og síðan orðrétt: „Steingrímur Hermannsson end- urtók einnig viðurkenningu Is- lands á PLO sem lögmætum full- trúa palestínsku þjóðarinnar, og stuðning íslands við rétt Pal- estínumanna til að stofna eigið sjálfstætt ríki undir forystu PLO.“ Með orðinu „endurtók" vísar PLO-maðurinn til þess sem Stein- grímur sagði á Alþingi 17. mars og áður er getið, en Elías Davíðs- son hafði sent PLO skýrslu um það og aðrar yfírlýsingar utan- ríkisráðherra. Samkvæmt frásögn Þórðar Einarssonar sagði PLO- maðurinn við Steingrím: „Mér virðist að skoðanir yðar, ráðherra, og skoðanir þeirra samtaka, er ég fer með umboð fyrir falli í mjög svipaðan jarðveg." Samkvæmt frásögn Þórðar hafði Steingrímur á hinn bóginn talað í anda sam- þykktarinnar í Tromsö við PLO- manninn en ekki eins og hann gerði sjálfur á Alþingi 17. mars. Stefna PLO í fréttatilkynningu PLO í Stokk- hólmi um fundinn með Steingrími segir, að ráðherrann hafí lýst ánægju yfír því „að PLO hefðu viðurkennt allar samþykktir Sam- einuðu þjóðanna þeirra á meðal nr. 242 og 338." í frásögn Þórðar Einarssonar er þetta haft eftir PLO-manninum: „Við samþykkj- um og styðjum allar ályktanir SÞ í þessu máli, og þar í felst sam- þykki á tilveru ísraelsríkis." Þeir sem hafa kynnt sér málflutning PLO hljóta að staldra sérstaklega við þennan efnisþátt í viðræðunum í Stokkhólmi og einnig þá yfirlýs- ingu dr. Makhloufs að PLO líti þannig á, að tillögur George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, um frið milli ísraela og araba geti verið „gagnlegur grundvöllur til viðræðna" eins og segir í frásögn íslenska sendiherr- ans. I belgíska blaðinu Libre Belgique birtist 16. mars sl. viðtal við Farouk Kaddoumi, sem ber titilinn utanríkisráðherra PLO og var í Belgíu m.a. til að ræða við Leo Tindemans, utanríkisráðheira Belgíu, en Kaddoumi á sæti í nefnd sem Arababandalagið kom á fót vegna hörmunganna á herteknu svæðunum í ísrael og var í um- boði henriar í Brussel. í samtalinu við blaðið hafnar Kaddoumi tillög- um Shultz. Hann segir um sam- þykkt 242: „Við teljum að þessi samþykkt sé ekki heppilegur grundvöllur undir varanlegan frið á svæðinu að því leyti sem hún tekur ekki tillit til réttar Palestínu- manna og deilunnar milli Pal- estínumanna og ísraela." Þá segir blaðamaðurinn að í nýlegu sam- tali hafí Yasser Arafat sagt að samþykkt 242 gæti verið grund- völlur samninga. Og utanríkisráð- herra PLO svarar: „Þetta hlýtur að vera vitleysa. Hann hefur sagt að alþjóðleg ráðstefna gæti byggst á öllum samþykktum Öryggisráðs- ins.“ Hvers virði eru yfírlýsingar dr. Makhloufs um virðingu PLO fyrir ályktunum Sameinuðu þjóð- anna í þessu ljósi? Heimavinna nauðsynleg Mér virðist þetta allt bera að þeim brunni, að vilji ríkisstjórn Islands og sérstaklega utanríkis- ráðherra hennar hefja bein af- skipti af deilum ísraela og araba sé rétt að læra fyrst vel heima, áður en lagt er af stað út í heim. Skrif Tímans um Palestínumálið, en þar hafa nú birst þijár forystu- greinar um málið, sýna hvað gleggst, hve óskynsamlegt það er að ráðast á þennan garð illa undir- búinn. Síðasti leiðari Tímans um málið bendir eindregið til þess að framsóknarmenn hyggist gera PLO-málið að krossfararmáli gegn Sjálfstæðisflokknum. Er Tímanum það sérstakt hjartans mál að þvo stimpil hryðjuverka af PLO um leið og blaðið segir: „Ungir sjálf- stæðismenn hafa nú skipað sér í hóp með ýmsum öfgaöflum kennd- um við nýfasisma." En hlut Stein- gríms Hermannssonar skýrir Tíminn með þessum orðum: „Ut- anríkisráðherra er ekki að bjóða sig fram í neitt sáttasemjarahlut- verk í viðkvæmri deilu, heldur er hann fyrst og fremst að gera skyldu sína sem utanríkisráðherra lýðræðisríkis að fordæma ofbeldi og kúgun, hver svo sem formerki hennar kunna að vera. „Sá er vin- ur er til vamms segir“ og þannig hefur Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra komið fram gagnvart ísraelsmönnum. Fleiri mættu af því læra þó fyrr hefði verið." Hvað sem Tíminn álítur hefur PLO-málið ekki snúist um fram- göngu Steingríms Hermannssonar gagnvart ísraelum heldur gagn- vart PLO. Hafí ráðherrann ætlað að vingast við PLO hefur hann haldið illa á því máli. Málgagn Framsóknarflokksins hefur hins vegar tekið upp hanskann fyrir PLO með sérkennilegum hætti. Niðurstaða málsins er líklega helst sú, að utanríkisráðherrann hefur basði glatað trausti ísraela og PLO-manna en deilumar fyrir botni Miðjarðarhafs em orðnar að flokkspólitísku átakamáli í íslensk- um stjómmálum. Ber þessi stór- furðulega málsmeðferð vott um mikla framsýni eða stjómvisku? Höfn: Kynning’ á fyrir- huguöu safnahúsi Höfn, Hornafirði. SÝNING á lokaverkefni Sig- bjöms Kjartanssonar arkitekts við Arkitektaskólann í Osló frá því fyrr í vetur var opnuð á páskadag á Hótel Höfn. Verk- efnið er teikning og hönnun safnahúss á Höfn. Hugmyndin er sú að húsið geti hýst öll söfn sýslunnar og Tónskólann um leið. Sigbjörn hefur staðsett húsið rétt norðvestan við hótelið, með það í huga að stutt sé fyrir gesti þess að líta inn. Og með því að byggja saman skóla og söfn, er tfyggt að umferð um bygginguna verði ávallt talsverð. Ástand í safhamálum Austur- Skaftfellinga er á þann veg að þau hafa allflest verið á hrakhólum með húsnæði og aðstöðu. Bókasafn hefur verið á eilífum faraldsfæti milli húsa og alltaf búið við þröng- an kost. Byggðasafn er löngu búið að sprengja af sér allt rými í Gömlubúð. Héraðsskjalasafn er í tveimur herbergjum í nýju húsi útgerðarfélagsins Borgeyjar hf. en þrengslin eru þar auðvitað mikil og ekki er þar tjaldað til eilífðar. Tónskólinn er hýstur á efri hæð Sindrabæjar á Höfn. Þar er hvorki vítt til veggja né hátt til lofts. Það er því eðlilegt að forsvars- menn safnanna og skólans líti hug- myndir Sigbjöms hým auga og ekki síður þar sem um mjög fal- lega byggingu er að ræða. í framhaldi af sýningunni var svo opinn fundur um málefni Tón- skólans og safnanna miðvikudag- inn 6. apríl og var helsta umræðu- efni framtíðarlausn húsnæðismála þeirra. Sigbjöm starfar nú í Noregi en kom heim til að kynna hugmyndir sínar. Hann er borinn og bam- fæddur á Höfn, sonur Kjartans Ámasonar fyrrverandi héraðs- læknis og Ragnhildar Sigbjörns-V dóttur, konu hans, sem bæði eru látin. Það kom fram hjá Sigbimi í kynningunni að hann hefur tals- vert litið til Norræna hússins í Reykjavík eftir Alvar Aalto en að auki í ýmsar aðrar áttir. - JGG Patreksfjörður: Bygg-ðastofn- un selur frystihús í annað sinn Frystihús, sem yar í eigu Vatn- eyrar hf á Patreksfirði, hefur verið auglýst til sölu. Húsið er f eigu Byggðastof nunar, sem keypti það á uppboði fyrr í vetur í kjölfar gjaldþrots Vatneyrar. Frystihúsið er einnig þekkt undir nöfnunum Kaldbakshús og Skjöldy ur. Þar er nú rekin fískverkun af aðilum, sem hafa húsnæðið á leigu. Að sögn Guðmundar Malmquist forstjóra Byggðastofnunar, er þetta í annað sinn sem stofnunin eignast þetta hús. Nokkrar fyrirspurnir hafa þegar borist um kaup, en ekki hafa borist nein tilboð enn, að sögn Guðmundar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.