Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.04.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 33 Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Rússajeppinn sokkinn til hálfs niður um ís á Lagarfljóti og Lagar- fljótsbrúin í baksýn. Trúði ekki hundinum Egilsstöðum. Lágt fiskverð á brezku mörkuðunum: Tap á útflutningnum virðist óumflýjanlegt ÞAÐ GETUR verið betra að taka mark á hundinum sínum. Það fékk einn ökumaður hér að reyna um daginn er hann ók á eftir hundi sínum á ísilögðu Lagarfljóti. Skyndilega virtist hundurinn verða var við eitt- hvað framundan og lagði stóra lykkju á leið sina vitandi það að betri er krókur en kelda. Ökumaðurinn Sigurður Jónsson fór hinsvegar beint af augum og Ienti í keldunni því hann missti bQ sinn niður um ísinn. Bíllinn náðist fljótlega upp óskemmdur og segir Sigurður að hann muni framvegis trúa hundinum sinum. Akstur eftir ísilögðum Leginum er vinsælt sport hér á Héraði á vetrum hvort heldur menn eru á vélsleðum eða bílum. Nú er ís hins- vegar orðinn ótraustur og vakir víða. Þess vegna hefur fólk ítrekað verið varað við því að fara út á ísinn jafnt gangandi sem á vélkn- únum ökutækjum. Enda er vissara að fara að öl]u með gát á Lagar- fljóti því þar er dýpi víða mjög mikið eða á annað hundrað metra sumstaðar. Þannig að óvíst er hvort það sem niður fer náist nokk- um tíma upp aftur. Hann gerði lítið með þessar að- varanir ökumaður rússajeppans sem lagði á Lagarfljótið sl. föstu- dag. Enda varð ökuferð hans hálf endaslepp því bíllinn fór hálfur nið- ur um ísinn og sat þar. Ökumann- inn sakaði ekki og bíllinn náðist upp eftir nokkurt stímabrak. — Björn VERÐ á ferskum fiski er nú mjög lágt á brezku fiskmörkuð- unum. Skýringin liggur fyrst og fremst í miklu framboði héðan að heiman og góðri veiði hjá fiskiskipum ytra. Verð á fiski er oftast í lægri kantinum að lokn- um páskum og á sama tíma kem- ur sá fiskur héðan á markaðina, sem veiddur var fyrir páska, en ekki hægt að vinna heima vegna lögboðinna frídaga. Verð á þorski þessa vikuna hefur verið í kringum 50 krónur á kíló að meðaltali. Ottó Wathne NS seldi í Grimsby á þriðjudag og miðvikudag 172 tonn að verðmæti 8,8 milljónir króna. Aflinn var að mestu þorskur og meðalverð 51,05 krónur. Rúmlega 2.000 tonn af físki verða seld úr gámum héðan í þessari viku auk aflans úr Ottó og eins skips til við- bótar, sem selur í dag. Framboð héðan er því um 2.500 tonn. Aðalsteinn Finsen, fram- kvæmdastjóri Brekkes Fish Sales í Grimsby, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að búizt hefði verið við þessu. Of mikið væri sent út í þess- ari viku þar sem aðeins væri selt á mörkuðunum í fjóra daga. Ágætis veiði hefði verið hjá brezku bátun- um og bátum frá nærliggjandi lönd- um og heima fyrir hefðu menn ver- ið að losa sig við físk fyrir páska- fríið. Þar að auki slaknaði oftast á sölunni fyrstu dagana eftir páska. Þetta allt hefði þau áhrif að lágt verð fengist fyrir fískinn. INNLENT 757 tonn af físki úr gámum héð- an voru seld í Hull og Grimsby á þriðjudag. Heildarverð var 41 millj- ón króna, meðalverð 53,74. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 51,77 krónur, 59,08 fyrir ýsu og 51,66 fyrir kola. Á miðvikudag voru seld með sama hætti 622 tonn fyrir sam- tals 30 milljónir króna. Meðalverð var 47,89. Fyrir þorsk fengust þá 49,79, 53,44 fyrir ýsu og 40,73 fyrir kola. Samkvæmt lágmarks- verði Verðlagsráðs sjávarútvegsins Vinnumálasamband samvinnufé- laganna setti þá skilmála fyrir sam- þykki sínu á kjarasamningum við Verkamannsambandið að greitt yrði fyrir þeirri fjármagnsbindingu sem sláturleyfíshafar verða fyrir vegna geymslu á búsafurðum og afurðalán- avöxtum af óseldum birgðum. í efna- hafsráðstöfunum ríkisstjómarinnar í kjölfar kjarasamninganna var fyrir- heit um að tilhögun vaxta- og geymslugjaldsins yrði endurskoðað. Jón Helgason landbúnaðaráðherra sagði við Morgunblaðið að breyting í fyrra á tilhögun niðurgreiðslna fást að meðaltali yfír 30 krónur fyrir þorskkílóið og á fiskmörkuð- unum hefur verðið verið í kringum 40 krónur. Kostnaður við flutning á gámafiskinum er nálægt 25 krón- um á kíló, en erfítt er að meta inn í hann þyngdarrýmun og rýmun á kvóta. Tap virðist þó óumflýjanlega vera á þessum útflutningi. í Þýzkalandi lauk Vigri RE við sölu afla síns í Bremerhaven. Hann seldi alls 343,5 tonn fyrir 18,9 millj- ónir króna, meðalverð var 54,88. ríkisins á vaxta- og geymslugjaldi hefði valdið sláturleyfíshöfum erfíð- leikum og sagðist hann vona að þetta samkomulag nú létti stöðu þeirra. Hann sagðist giska á að á að um væri að ræða hátt á þriðja hundrað milljónir króna en það færi eftir hvemig sala afurðanna gengur á hverjum tíma. Jón sagði að nú yrði reynt að fínha ákveðnara fyrirkomulag á þessum málum svo ekki þyrfti að standa í jagi um þau árlega og væri gert ráð fyrir að breytingum á búvörulögum í upphafi næsta verðlagsárs. Hæstiréttur: Leystur vandi sláturleyfishafa Viðskiptabankar fjármagna vaxta- og geymslugjald SAMKOMULAG hefur náðst um að viðskiptabankarnir taki að sér að fjármagna vaxta- og geymslugjöld ai búsafurðum með auknum afurða- lánum. Að sögn landbúnaðarráðherra er þarna um að ræða hátt á þriðja hundrað milljónir til að brúa bilið út þetta verðlagsár. Samningar um vísinda- samstarf í sjónmáli ísland og Evrópubandalagið: Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins hefur farið þess á leit við ráðherranefnd þess að hún veiti framkvæmdastj óminni um- boð til að gera rammasamning við íslensk stjórnvöld um samstarf á sviðí vísinda og tækni. Búið er að vinna drög að samningnum sem tekur að öllu leyti mið af samskonar samningum sem hin EFTA-löndin hafa gert við EB. ísland er eina aðUdarríki EFTA sem á eftir að gera samning af þessu tagi. Innan ramma samn- ingsins verður hægt að koma á formlegu samstarfi við aðila inn- an Evrópubandalagsins um rannsóknaverkefni á ýmsum sviðum. Reiknað er með því að gengið verði frá samningnum snemma í sumar og þá verður hann sendur viðeigandi ráðherranefnd innan EB til staðfestingar. Jafnframt munu fara fram tvær umræður um samninginn á Evrópuþinginu í Strassborg. Reiknað er með því að umijöllun ráðherranefndarinn- ar og þingsins taki sex til níu mánuði þannig að samningurinn ætti að vera tilbúinn til undirritun- ar í lok þessa árs eða snemma á næsta ári. Sá timi mun þó að sögn embættismanna í Brussel nýtast til viðræðna um hvaða þætti samstarfsins íslendingar vilja leggja áherslu á, þannig að hægt verði að staðfesta þátttöku þeirra um leið og samningurinn hefur verið staðfestur. Samning- urinn mun kveða á um kostnaðar- skiptingu og störf sérstakra sam- skiptanefndar sem komið verður á fót. Hann verður þannig almenn forsenda þátttöku íslendinga í einstökum áætlunum samstarfs- ins. Samningar sem þessir hafa verið gerðir á milli EFTA-land- anna annars vegar og EB hins vegar á grundvelli Lúxemborgar- yfírlýsingarinnar, svo kölluðu, en hún var sameiginleg yfírlýsing utanríkisráðherra aðildarríkja bandalaganna beggja um aukna samvinnu á öllum sviðum, gerð á fundi í Lúxemborg 1984. Með tvíhliða samningum hafa EFTA- ríkin tryggt sér aðgang að um- fangsmiklum áætlunum EB á sviði rannsókna ýmiss konar. Ríkisstjóm íslands samþykkti árið 1986 að leita eftir samningum við EB um aðild að a.m.k. hluta þeirra verkefna sem unnið er að innan vísindasamstarfsins. COST-áætlunin Fram undir þetta hafa íslend-- ingar tekið að einhveiju leyti þátt í svokallaðri COST-áætlun sem er áætlun um samvinnu EFTA og EB á sviði umhverfís- og heil- brigðismála, samgangna og upp- lýsingatækni. Innan þess hefur lítt verið ijallað um þarfír atvinn- ulífsins sem er megintilgangur þeirra áætlana annarra sem í gangi eru en þær era um það bil tuttugu. Framlög þátttökuþjóða era reiknuð sem hluti af þjóðar- framleiðslu þeirra ásamt framlagi til sameiginlegs stjómunarkostn- aðar. Umsóknir sem berast era metnar af nefndum sem í era full- trúar ailra aðildarríkja samstarfs- ins, lögð er áhersla á samvinnu á milli landa og fyrirtækja og vísindastofnana. Styrkimir nema 50% til 100% af kostnaði við hvert verkefni, nokkuð eftir eðli þess og eins hvort um rannsóknarverk- efni á vegum háskóla eða fyrir- tækis er að ræða. Þegar um fyrir- tæki er að ræða er tekið tillit til möguleika þess á að bæta afkomu sína með verkefninu. Reikna má með því að íslendingar fengju alla 'jafnan meira í sinn hlut í formi styrkja en sem næmi framlögum þeirra til samstarfsins ef hæfír aðilar hafa á annað borð áhuga á að nýta sér þá makalausu mögu- leika sem þetta samstarf býður uppá. Sektir vegna út- leigu á myndböndum HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt eigendur myndbandaleigu til greiðslu sekta þar sem leigan hafði á boðstólum myndbönd, sem aðrir aðilar áttu höfundar- réttinn að. Þá voru myndböndin og hylkin um þau gerð upptæk. Þetta er fyrsti dómurinn sem fellur í Hæstarétti varðandi höf- undarrétt á myndböndum. Annar eigandi myndbandaleig- unnar keypti myndböndin erlendis og flutti þau til landsins og vora þau síðan leigð út. Hinn eigandinn sá ekki um útvegun myndbanda, en sú staðreynd þótti Hæstarétti ekki fírra hann refsiábyrgð, þar sem honum hefði ekki getað du- list, að hætta væri á brotum gegn einkarétti sem þeim, er málið tók til. Samningur var milli útgefanda myndbandanna, CIF Video, annars vegar og Háskólabíós og Laugar- ásbíós hins vegar. Óskuðu réttha- famir eftir opinberri málshöfðun á hendur eigendum myndbandaleig- unnar. í niðurstöðu Hæstaréttar segir, að myndböndin, sem deilt var um í málinu, hafí verið auðkennd með nöfnum höfundarréttarhafanna að hinni upphaflegu kvikmynd og að útgáfu hennar á myndbandi. Þau hafi þannig gefið nægilega til kynna, að þau féllu undir samning- inn. Var öðram eiganda mynd- bandaleigunnar, þeim sem sá um útvegun myndbandanna, gert að greiða 50 þúsund króna sekt til ríkissjóðs, en hinum var gert að greiða 10 þúsund krónur. Þá var báðum gert að greiða málskostnað. Myndböndin og hylki um þau vora gerð upptæk. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Guðmundur Skaftason og Benedikt Blöndal og Hjörtur Torfason, settur hæstaréttardóm- ari. FVamsóknarflokkurinn: Virðisauka- skattsfrum- varpið afgreitt ÞINGFLOKKUR Framsóknar- flokksins afgreiddi á fundi í gær frumvarp um virðisaukaskatt og hafa allir stjómarflokkarnir nú samþykkt frumvarpið. Páll Pétursson formaður þing- flokksins sagði við Morgunblaðið eftir fundinn að flokkurinn gerði ráð fyrir að framvarpið tæki breyt- ingum í nefndum og ákveðin atriði verði skoðuð þar betur. Páll sagði aðspurður að flokkur- inn hefði ekki afgreitt framvarp um aðskilnað dómsvalds og stjómsýslu- starfa enda væri þar margt sein orkaði tvimælis. Það framvarp hef- ur verið gagnrýnt af ýmsum aðilum, m.a. Sýslumannafélagi íslands sem sent hefur frá sér ýtarlega ályktun um drög að framvarpinu. Á mánu- daginn rennur út frestur til að leggja fram framvörp á yfirstand- andi þingi, án þess að leita þurfí undanþágu frá þingsköpum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.