Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 56

Morgunblaðið - 07.04.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. APRÍL 1988 PÉTUR GUÐMUNDSSON Vegurinn upp á tind- inn er ekki beinn og breiður heldur holóttur og liggur oft niður á móti ÞAÐ þarf vart að kynna Pétur Guðmundsson hér á landi, svo mikið hefur verið rætt og ritað um þennan frækna íþróttamann sem á unga aldri lagðist í vesturvíking og leikur nú körfuknattleik meðal bestu körfuknattleiksmanna heims. Pétur ólst upp í Safamýrinni í Reykjavík og fór ungur að stunda bæði handknattleik og körfuknattleik með Val. Þegar svo tognaði heldur hressilega úr snáðanum snéri hann sér alfarið að körfuboltanum og vakti hann strax mikla athygli íyngri flokkunum. Þegar Maru Harsh- man, þjálfari Washington-háskólans í Seattle, kom hingað til landsins sumarið 1975 í boði KKÍ til námskeiðahalds fóru hjólin heldur betur að snúast í lífi „guttans" úr Safa- mýrinni. Maru var bent á Pétur og sá hann strax að hér var mikið efni á ferðinni. Hann útvegaði honum skólavist í menntaskóla (highschool) nálægt Seattle og að loknu prófi þaðan hóf Pétur nám íWashington-háskólanum og æfingar undir stjórn Maru Harshman. Pétur vakti mikla athygli þegar á fyrsta ári með skólaliðinu og þessi ár hjá Washington-háskólan- um voru mörg lærdómsrík og dá- ■■■■■■■ lítið frábrugðin Einar leiknum sem leikinn Bollason var. á skólamölinni skrífar vjð Álftamýrarskól- ann forðum daga. Hann komst í fréttir stórblaðanna þar vestra þegar hann átti einn stærsta þáttinn í óvæntum sigri Washington-skólans á UCLA- háskólanum í Los Angeles og það á heimavelli þeirra síðamefndu. í þessum leik skoraði Pétur 17 stig, tók ótal fráköst og skyggði alveg á stjömu UCLA, David Greenwood, sem leikur reyndar með Pétri núna hjá San Antonio Spurs. En dvöl hans í Washington-háskól- anum fékk óvæntan endi, því Pétri líkuðu ekki ýmsar starfsaðferðir þjálfarans, tók því saman pjönkur sínar og yfirgaf skólann. Rétt ákvörðun? Margir hafa velt því fyrir sér hvort frami Péturs hefði orðið skjótari ef hann hefði lokið námi og skilið við Horshman þjálfara í sátt og sam- lyndi. Undirritaður er þeirrar skoð- unar að æskilegra hefði verið að Pétur hefði lokið sínum 4 árum í háskólanum, enda hefði hann þá öðlast meiri leikreynslu, þá er og vitað að þjálfarar háskólaliðanna eru mjög valdamiklir og hefur vinur minn Maru Harsman sjálfsagt ekki tekið því þegjandi að missa Pétur svona á miðju tímabili. Hins vegar virði ég Pétur fyrir það að þora að hafa sínar eigin skoðan- ir í samskiptum sínum við þessa valdamiklu þjálfara og sjálfur er hann harður á því að hann hafi gert það eina rétta og það er jú það sem mestu máli skiptir. Fyrstu kynni af NBA og ekkl þau síðustu Veturinn ’81—’82 nær Pétur síðan þeim einstæða árangri að leika heil- an vetur með Portland Trailblazers í NBA-deildinni. Mun hann vera fyrsti Evrópubúinn sem nær því og sýnir það best hversu mikið afrek þetta er. Að loknum þessum vetri lék Pétur með ýmsum liðum bæði hér heima og erlendis en veturinn ’85—’86 markar þáttaskil í lífi hans. Stað- ráðinn í því að gefast ekki upp í baráttunni við að komast aftur í raðir þeirra bestu hóf Pétur að leika í CBA-deildinni i Bandaríkjunum en það er nokkurs konar neðri deild atvinnumanna í körfuknattleik þar vestra. Launin þar eru ekki há, a.m.k. ekki miðað við laun í NBA, en flestir leikmanna CBA-deildarinnar ala þann draum í bijósti að komast að hjá stóru liðunum í NBA-deildinni. Og draumurinn rættist hjá Pétri. Síðla veturs hringdi síminn og spurt var hvort hann væri til í að pakka niður, koma til Los Angeles og leika með sjálfum meisturunum, L.A. Lakers. Það var auðsótt mál og næsta dag skrifaði Pétur undir 10 daga samn- ing við Lakers. Síðan var sá samningur framlengd- ur út keppnistímabilið. Eins og allir muna kom Pétur held- ur betur á óvart og lék svo vel með Lakers að eftir tímabilið gerðu þeir 2ja ára samning við hann. En þá dundi ógæfan yfir. Gömul meiðsli í baki tóku sig upp og eftir erfiða læknismeðferð var sýnt að Pétur gæti ekkert leikið körfuknattleik sl. keppnistímabil. Seldur til San Antonio Spurs Það kom því ekki á óvart er Lakers seldu hann og Brikowsky til San Antonio í skiptum fýrir Michael Thompson haustið 1986. Atvinnumennskan er harður heimur og ef þú ert meiddur þá skilar þú ekki pening í kassann, svo einfalt er það. Sl. vetur var erfiður tími fyrir Pétur en hann notaði þann tíma vel og sl. haust mætti hann í slaginn hjá San Antonio og hefur leikið með liðinu í vetur. Auðvitað hefur gengi hans verið misjafnt, í einum leik skorar hann yfir tuttugu stig og tekur fjölda frákasta en í öðrum fer hann ekk- ert inn á! Það er þó ljóst af viðtölum Pátur ásamt greinarhöfundi eftir leik San Antonio Spurs og Chicaeo fyrir skömmu. Pátur Guðmundsson hefur leikið með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í vetur. Hann segir að leikstíll þjálfarans henti sér ekki og vil reyna sig með öðru liði. við þá Bob Weiss, þjálfara San Antonio, og Doug Collins, þjálfara Chicago, að Pétur á alla möguleika á að ná langt. Hann verður aðeins að sýna þolinmæði og leggja hart að sér. Undirritaður hitti Pétur í Chicago að loknum leik San Antonio gegn Chicago á dögunum en þann leik sigraði Chicago nokkuð auðveld- lega. Ekki alltaf jólin í þessum „bransa"! Við báðum Pétur fyrst að segja okkur eitthvað um leikinn: „Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu enda við orðnir þreyttir eftir að hafa leikið 4 leiki á 5 dögum og það á útivöllum. Eg er mjög óánægður með mína frammistöðu í þessum leik, sérstak- lega þar sem ég fékk tækifæri til þess að bytja inn á. Mér gekk ágæt- lega í leiknum gegn Boston í fyrra- dag en svona gengur þetta fyrir sig, það eru ekki alltaf jólin í þess- um „bransa"! Annars hefur gengi okkar verið misjafnt í vetur. Stundum spilum við eins og englar en inn á milli gengur ekkert. Ég reikna með því að reynsluleysi hái okkur mest.“ - Hvernig kanntu við þig í Tex- as? „Ég kann vel við mig og þessi vet- ur hefur verið góður skóli fyrir mig. Annars gefst ekki mikill tími til annars en að æfa og keppa því við leikum að jafnaði 4 leiki í viku og alls 82 leiki á keppnistímabilinu fyrir utan æfingaleiki og úrslita- keppni. Ég hitti þó stundum íslendinga og held nokkru sambandi við íslenska frjálsíþróttafólkið í Austin. Víða þar sem við keppum mæta íslendingar á leikina og það iljar manni alltaf að hitta landann." „Dvöl mín hjá Lakers mjög skemmtlleg" - Ertu bitur út í Los Angeles Lakers? „Nei, ég held ekki. Maður verður að sætta sig við það að atvinnu- mennskan eru hörð viðskipti og ég var óheppinn, meiddist illa á versta tíma. Annars var dvöl mín hjá Lakers mjög skemmtileg og þessir frægu leikmenn þeirra eru mjög viðkunn- anlegir. T.d. ræddi ég oft við Jab- bar um fomsögumar og víkingana, enda hefur hann mikinn áhuga á sögu. Þeir tóku mér allir mjög vel og Jabbar varð hálf móðgaður yfir því að ég skyldi ekkert heimsækja hann yfir sumarmánuðina. Auðvit- að hefði verið gaman að vera áfram hjá Lakers en svo er líka spurning- in hvort maður eigi ekki meiri möguleika hjá liði sem ekki er svona stjömum skreytt eins og Lakers- liðið.“ „Fylgist alltaf meö körfu- boltanum á íslandi" - Hefur þú eitthvað fylgst með körfuboltanum heima á Islandi? „Já, maður fylgist alltaf með, fæ send blöðin við og við og rabba við kunningjana. Það er sorglegt til þess að vita að allt landsliðsstarf hefur legið niðri í vetur, reyndar furðulegt eftir margra ára mark- visst starf. Þrátt fyrir vonbrigði með EM í Sviss sl. haust, þýðir ekkert að leggja árar í bát. Það mætti halda að Islendingar hefðu aldrei tapað landsleik fyrr. Ég sjálfur á mjög ánægjulegar minningar frá lands- leikjaþátttöku minni, en það var sárt að tapa fyrir Portúgal í fram- lengingu í Sviss 1981 og missa þannig af sæti í B-riðli. Eg man ekki til þess að það hafi verið nein uppgjöf í mönnum þá svo ég skil ekki þetta helv ... væl núna.“ Landsliðiö er andlrt íþróttarinnar - Hvernig lýst þér á að ráða ungverskan landsliðsþjálfara? „Mér lýst mjög vel á það og þótt körfuknattleikur sé hvergi betri en í Bandaríkjunum þá er ég viss um að Evrópuþjálfari er mun betur fall- inn til þess að ná upp körfuboltan- um á Islandi. Hann þekkir betur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.