Morgunblaðið - 08.04.1988, Síða 9

Morgunblaðið - 08.04.1988, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 9 Stórglæsilegt kaffihlaðborð verður í félagsheimili Fáks, Víðivöllum, 9. apríl kl. 15.00. Kvennadeildin. DAGVIST BARIVA. BREIÐHOLT Fálkaborg — Fálkabakka 9 Starfsmaður óskast eftir hádegi nú þegar. Ennfremur óskast starfsmenn í afleysingar og ræstingar. Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 78230. Iðuborg — Iðufelli 16 Vantar fóstru í stuðning allan daginn á dag- heimilisdeild. Einnig vantar yfírfóstru á leikskóladeild frá 15. maí, svo og starfsmenn í sal eftir hádegi. Upplýsingar gejur forstöðumaður í símum 76989 og 46409. KLEPPSHOLT Laugaborg v/Leirulæk Eftirtalið starfsfólk vantar á Laugaborg: Deildarfóstru á vöggudeild frá 1. maí. Þroskaþjálfa í stuðning frá 1. maí. Annað starfsfólk í hálfar og heilar stöður nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 31325. VESTURBÆR Grandaborg v/Boðagranda Vantar fóstru eða annað starfsfólk nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 621855. Skáklistin og greiðslukortin Fyrir skömmu var lagt fram frumvarp á Alþingi um nýja tekjuöfl- unarleið fyrir Skáksamband íslands. Flutningsmenn frumvarps- ins vilja leggja sérstakan skatt á greiðslukortahafa sem renni óskiptur til Skáksambandsins. Málið kom til fyrstu umræðu í neðri deild skömmu fyrir páska og lýsti þá þingmaðurinn Geir H. Haarde því yfir að þetta væri ótæk tekjuöflunarleið. Hann sagðist vilja stuðla að því að fjárhagur Skáksambandsins yrði bættur en sérstakur skattur á greiðslukort stæðist ekki frekar en skattur á ávísanir, tékka, víxla eða aðra slíka pappíra. í Stak- steinum í dag er gluggað í ræður Geirs og Guðmundar G. Þórar- inssonar sem mælti fyrir frumvarpinu. Skattur á korthafa Þrír þingmenn, þeir Guðmundur G. Þðrarins- son, Albert Guðmunds- son og Steingrímur J. Sigfússon lögðu fyrir skömmu fram frumvarp þar sem kveðið er á um að greiðslukortafyrir- tœki skuli greiða sérstakt gjald sem renni óskipt til Skáksambands íslands. Gjaldið yrði 20 krónur af hveiju greiðslukorti og skilað mánaðarlega til rikisféhirðis sem siðan myndi skila þvi til Skák- sambandsins. Undan- þegnir gjaldinu yrðu þeir sem ekki hefðu greitt útskriftargjald en það eru þeir sem nota greiðslukort sitt litið eða ekld. Guðmundur G. Þórar- insson mælti fyrir frum- varpinu i neðri deild Al- þingis skömmu fyrir páska. í ræðu sinni sagði Guðmundur G. meðal annars: „Svo sem menn geta leitt getum að er þetta frumvarp flutt til að afla fjár og hlúa að skáklífi í landinu, en það hefur verið mikil gróska að undanfömu i skáklífi íslendinga. Skáksam- band íslands er hins veg- ar mjög vanbúið fjár- hagslega til að rækta þann gróður sem er í landinu. Verkefni em mörg framundan þjá skákhreyfingunni, en fé er afar litið.“ Kærkominn skattur Síðar i ræðu sinni sagði Guðmundur G.: „Þetta gjald á greiðslu- kortin ætti að vera þeim kærkomið sem greiðslu- kort hafa. Þá munar ekk- ert um þessa fjárhæð en hún er öfhigur stuðning- ur við skákhreyfinguna og skiptir sköpum. Ég segi einnig: Þetta gjald á greiðslukort er ekki mis- munum við aðra skatt- heimtu i landinu nema síður sé. Ég blæs á þau rök sem fram koma varð- andi það. Ég segi einnig: Þetta er ekkert fordæmi. íþróttahreyfingin og Ungmennafélag íslands hafa sérstakar tekjur af lottói. Þar er um við- kvæmt mál að ræða. Ef til vill hefði skákhreyf- ingin átt að vera með þar í upphafi. Ég hygg að það sé ekki ráðlegt að reyna að hreyfa við þeirri tekjuöflun og reyna að þrýsta þar fleir- um inn. Skákin er ná- tengd menningu íslands. Skáldn á sér langa hefð hér. í skákinni er sérstök gróska i dag. Það væri mikil blinda að reyna ekki fyrir íslendinga að gera þjóðinni eins mikið úr því ævintýri og irnnt er. Þess vegna treysti ég þvi að Alþingi íslendinga muni taka þessu frum- varpi vel og okkur taldst að gera það að lögum fyrir þingiok." Otæktekju- öflunarleið Geir H. Haarde tók einnig til máls í umræðu um málið. f ræðu sinni sagði Geir: „Ég get tekið undir hvert einasta orð síðasta ræðumanns um það merka starf sem unnið er á vegum Skák- sambands fslands og um hin glæstu afrek íslenskra skákmanna viða um heim. Ég get líka tekið undir það að fjár- framlög til Skáksam- bands Islands hafa verið skammarlega lág og þar þarf úr að bæta. Ég get hins vegar ekld fallist á þá aðferð til tekjuöflunar sem lögð er til i þessu frumvarpi. Ég tel að það standist ekki að leggja sérstakan skatt á hina nýju greiðsluaðferð sem felst í þvi að menn greiði fyrir vöru og þjónustu með svokölluðum greiðslukortum. Ég tel að það standist ekki frek- ar en að leggja til dæmis sérstakan skatt á ávisan- ir eða tékka, víxla eða aðra slika pappira. Ég tel þess vegna að sú Ieið sem valin er i frumvarpinu sé ótæk og get þess vegna ekki stutt frum- varpið eins og það er. En ég vil hins vegar gjarnan stuðla að þvi með flutningsmönnum að úr fjárhagserfiðleik- um Skáksambandsins verði bætt með einhveij- um hætti sem samkomu- lag gæti orðið um. Þar er nærtækast að líta til fjárveitinganefndar og fjárveitingavalds Alþing- is.“ Ferminga- studio-linie 8JaJir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.