Morgunblaðið - 08.04.1988, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.04.1988, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 Nýr meirihluti á Færeyjaþingi Kona í landsstjórn Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞEGAR Færeyjaþing kom saman i fyrsta skipti eftir páska hafði nýr meirihluti verið myndaður og kona tekið sæti i landsstjórn, Karolina Petersen að nafni. Stjóraarkreppan frá því fyrir páska hafði verið leyst með því Kristilegi þjóðarflokkurinn gekk úr meirihlutasamstarfinu og Framsóknarflokkurinn kom í staðinn, þannig að meirihlutinn hefur nú 17 þingmenn af 32, eins og áður. Stjómarkreppan hófst þegar full- trúar Kristilega þjóðarflokksins á þingi og í landsstjóm, Tordur Nic- lasen og Niels Pauli, riftu sam- Eþíópía: Höfuðstöðvar stjóraarhers Eþíópíu í borginni Afabet í Eritreu. Skæruliðar frelsisfylkingar Eritreu hafa náð borginni og stöðvunum á sitt vald. Starfsmenn hjálparstofnana reknir frá hungursvæðum Addis Ababa. Reuter. EÞÍÓPSK yfirvöld hafa skipað útlendingum, sem stunda hjálp- arstarf á hungursvæðunum í norðurhluta landsins, að hypja sig á brott. Var það gert á þeirri forsendu að starfseminni stafaði hætta af skæruliðum í norður- héruðunum Tiger og Eritreu. Samhliða brottvísun starfsmanna hjálparstofnana tilkynnti stjómin að landsmenn yrðu að herða sulta- rólina á næstunni vegna bardag- anna. Mengistu Haile Mariam, for- seti, sagði að allsheijar herkvaðning stæði fyrir dyrum vegna átaka við skæruliða og að allir vopnfærir menn yrðu að svara kalli. Varalið til átakasvæða Mengistu gaf ekki til kynna til Nagorno-Karabakh: Vongóðir um far- sæla lausn vandans Moskvu. Reuter. RÍKIS- eða héraðsstjórain í Nagorno-Karabakh, héraðinu í Azerbajdzhan, sem Armenar gera tilkall til, virðist vongóð um, að Sovétstjórnin muni færa það aftur undir Armeníu. Var þetta haft eftir einum embættismanni héraðsstjóraarinnar. hvaða aðgerða stjómin hygðist grípa í baráttunni gegn skærulið- um. Sendifulltrúar erlendra ríkja í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, sögðu í gær að allt varalið stjómar- hersins hefði verið kvatt til og sent til átakasvæðanna í norðurhluta landsins. Á sunnudag náðist óvænt samkomulag í landamæradeilum Eþíópíumanna og Sómala og var friðarsamkomulag undirritað sam- dægurs. Hermt er að Eþíópíumenn hafi gefið verulega eftir til þess að geta sent hluta hersveita sinna frá suðurlandamærunum sem fyrst til Tígre og Eritreu. Hermt er að skæruliðar Frelsis- fylkingar Eritreu (EPLF) hafi nú endurheimt svo til öll þau svæði, sem þeir misstu í sókn stjómar- hersins gegn skæruliðum í byijun níunda áratugarins. Að sögn opinberrar stofnunar, sem samræmir starfsemi hjálpar- stofnana í Eþíópíu, lætur nærri að um þijár milljónir manna búi við hungur í Tígre og Eritreu. Sigrar skæruliða Skæruliðar halda því fram að þeir hafi unnið hvem sigurinn á stjómarhemum af öðrum undanfar- ið. Segjast þeir hafa náð 12 borgum úr höndum stjómarhersins á hálfum öðmm mánuði. Er hermt að ófarim- ar gegn skæruliðum hafi lamað hugrekki og siðferðisþrek stjómar- hermanna og að agi sé nú lítill á þeim bæ. Bardagamir höfðu leitt til þess að hjálparstarf lá svo til alveg niðri. Milli 40 og 60 útlendingar hafa unnið að hjálparstarfi á vegum ýmissa líknarsamtaka á hungur- svæðunum, þar sem ástandið versn- ar með degi hveijum. Meðal þeirra, sem reknir hafa verið burt em starfsmenn stofnana Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða kross- starfsyfirlýsingu meirihlutans frá því fyrir rúmlega þremur ámm, eftir að lagt hafði verið fram fmm- varp um jafnrétti kynjanna á þing- inu. Flokkurinn gat hvorki fellt sig við innihald fmmvarpsins, né að það yrði tekið til afgreiðslu á þinginu, þrátt fyrir að flokkurinn hefði áður getað lagt fram skoðanir sínar á frumvarpinu í landsstjóminni. Fmmvarpið hafði verið lagt fyrir þingið, vísað til nefndar til frekari umfjöllunar, og því var ekki hægt að afturkalla það. Flokkurinn tók því þá ákvörðun að rifta samstarfs- yfirlýsingu meirihlutans. Stuttu eftir að meirihlutinn hafði verið myndaður eftir kosningamar í nóvember 1984 klofnaði Fram- boðs- og fískivinnuflokkurinn í tvo flokka, Kristilega þjóðarflokkinn og Framsóknarflokkinn. Eini þingmað- ur Framsóknarflokksins, Adolf Hansen, notaði tækifærið nú og gerðist 17. þingmaðurinn í meiri- hlutasamstarfinu, auk þess sem Karolina Petersen, úr sama flokki, fékk sæti í landsstjóminni. Hún fer meðal annars með félagsmál, og verður strax í eldlínunni því eftir fyrirrennara hennar liggja fleiri fmmvörp sem tilbúinn em til af- greiðslu á þinginu áður en sumar- hlé þess hefst. Karolina Petersen hefur sjálf kosið að kalla sig landsstjómar- mann, með hliðsjón af víðari merk- ingfu orðsins „maður,“ og hún hefur sagt að hún ætli að bæta ástandið í félagsmálunum vemlega, sérstak- lega hvað varðar málefni aldraðra. Þess má einnig geta að fyrirrenn- ari hennar í landsstjóminni, N.P. Danielsen, er prestur, en hún prestsfrú, gift prestinum Petur Pet- ersen. ERLENT í símaviðtali við embættismann- inn sagði hann, að nokkuð hefði dregið úr verkföllum í héraðinu en samgöngur væm þó enn í miklum ólestri. „Við höfum hætt mótmæl- unum að mestu en bíðum enn eftir formlegri ákvörðun Sovétstjómar- innar. Við vonum, að hún muni leysa vandann," sagði embættis- maðurinn. Deilumar milli Armena og Az- erbajdzhana hófust þegar héraðs- þingið í Nagomo-Karabakh sam- þykkti að krefjast þess, að það yrði fært undir Armeníu en það hefur tilheyrt Azerbajdzhan frá 1923. íbúamir em langflestir af armensk- um upprana. o> s < w RAFHLAÐA SEM ENDIST OG ENDIST W Kodak UMBODID P3 Nautin ognývirkið Það er vinsælt að hafa kýr í forgrunni þegar furðuverk mannskepnunnar eru fest á filmu. Illfyglið í fjarska er í raun nýstárlegur loftbelgur. í honum svifur einn þátttakenda í keppni um það hver er fljótastur í loftbelg milli Perth og Sydney í Ástralíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.