Morgunblaðið - 08.04.1988, Side 41

Morgunblaðið - 08.04.1988, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. APRÍL 1988 41 Guðfræðistofnun hefur útgáfu Ritraðar: V onandi lyfti- stöng fyrir alla guðfi’æðiumræðu - segir Jónas Gíslason ritstjóri Fyrsta heftið í Ritröð Guðfræðistofnunar Háskóla íslands er ný- lega komið út. Hefúr það að geyma ritgerðir eftir kennara guð- fræðideUdar. Ráðgert er að gefa út eitt eða fleiri hefti árlega eftir því sem efhi og aðstæður leyfa með efhi eftir kennara guðfræði- deildar og aðra guðfræðinga. Jónas Gíslason dósent er ritstjóri Rit- raðarinnar og hann er spurður um tilgang þessarar útgáfu: Með ritinu rætist gamall draum- ur kennara guðfræðideildar, að Guðfræðistofnun, sem komið var á fót árið 1975, standi fyrir útgáfu sem þessari. Þarna er kominn vett- vangur fyrir guðfræðilega umræðu sem okkur hefur fundist vanta. Hugmyndin er að bæði kennarar guðfræðideildar og aðrir guðfræð- ingar fái þarna inni með efni, rit- gerðir um rannsóknir sínar eða önnur fræðistörf sem þeir vinna að og við höfum reyndar nú þegar lagt drög að næstu þremur heftum. Fyrir alla — Er ritið þá eingöngu fyrir guðfræðinga? Efni þess verður náttúrlega eink- um fyrir guðfræðinga en þó er það skrifað þannig að þeir sem áhuga hafa á guðfræði geta lesið sér það til ánægju. Ritröð sem þessi verður alltaf fræðirit en innan ramma þess eru vissulega áhugaverð málefni sem höfða til hins almenna lesanda. Við getum sem dæmi nefnt efni næstu hefta. Það eru erindi frá námsstefnu um sálmafræði og nið- urstöður könnunar á trúarlífi og trúarviðhorfi Islendinga sem dr. Bjöm Bjömsson og dr. Pétur Pét- ursson önnuðust. Sem fyrr segir er það Guðfræði- stofnun sem stendur að útgáfu Ritr- aðarinnar. Sú stefna hefur verið mörkuð í Háskóla íslands að sér- stakar stofnanir starfí í tengslum við hveija deild. Jónas Gíslason er beðinn að lýsa nánar starfi Guð- fræðistofnunar: Með tilkomu hennar gefst betra tækifæri til að efla fræðistörf innan guðfræðideildar og um leið og þama er kominn vísir að rannsókna- stofnun vonumst við til að auka tengsl deildarinnar við presta og aðra guðfræðinga. Við getum hugs- að okkur að guðfræðingar sem hyggjast leggja stund á ákveðnar athuganir eða fræðistörf geti leitað til kcnnara deildarinnar eftir aðstoð og ráðleggingum og við vonum að Ritröðin verði mönnum hvatning til þess enda mætti birta þar niður- stöður slíkra rannsókna. Dr. Björn Björnsson skrifar kafla um Guðfræðistofnun í fyrsta hefti Ritraðarinnar og dr. Þórir Kr. Þórð- arson skrifar þakkarorð og kemur fram hjá þeim báðum að þáttaskil verða í sögu stofnunarinnar árið 1982. Þá gaf Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elli- og hjúkmnarheimilis- ins Gmndar eitt hundrað þúsund króna minningargjöf um stofnendur Gmndar og stofnaður var um leið Starfssjóður Guðfræðistofnunar. Hefur Gísli haldið áfram að efla Starfssjóðinn með minningargjöf- um. Dr. Þórir Kr. skrifar: „Frá upphafi samræðna okkar Æ. t t \ * r c é 1§ i IL __ , g Wmw Hk linm • Jónas Gíslason dósent er hér að kenna nokkrum nemendum guðfræðideildar. UUIM I MbULUOILA IbLANUILA HÁSKÓLi ÍSLANDS 1988 Forsíða fyrsta heftis Ritraðar- innar. Myndina teiknaði Ernst Backman. Gísla Sigurbjörnssonar var rætt um nauðsyn þess að hefja útgáfustarf- semi. Var rætt um útgáfu fræði- legra rita, enda brýnt að gefa út efni í guðfræði á íslensku, og þyrftu fleiri en guðfræðingar einir að geta haft not af. Á nýhafin útgáfustarf- semi stofnunarinnar því að vemlegu leyti rætur að rekja til hvetjandi umræðna og stuðnings í verki, sem skylt er að þakka Gísla Sigurbjörns- syni, um leið og árnað er heilla og blessunar mannúðarstarfi Elli- og hjúkmnarheimilisins Gmndar." Lyftistöng Efni fyrsta heftis Ritraðarinnar em þessar ritgerðir: Bjarni Sigurðs- son: Jólasálmar Lúters. Björn Bjömsson: Hjónabandið og fjöl- skyldan. Einar Sigurbjörnsson: Um kristna trúfræði. Jón Sveinbjörns- son: Lestur og ritskýring. Jónas Gíslason: Er þörf á endurskoðun íslenskrar kirkjusögu? Kristján Búason: Nýjatestamentisfræði - áfangar og viðfangsefni. Þórir Kr. Þórðarson: Spuming um hefð og frelsi. Má sjá af þessari upptalningu að hér er um forvitnilegt og fjöl- breytt efni að ræða. En hvað álítur Jónas Gíslason ritstjóri um við- tökumar: Þær em framar vonum og em áskrifendur þegar orðnir á þriðja hundrað. Eg vona vissulega að hér sé hafin útgáfa sem megi eflast og verða lyftistöng fyrir alla guðfræði- lega umræðu á íslandi. Framhald útgáfunnar ræðst að sjálfsögðu af viðtökunum sem hún fær hjá guð- fræðingum og áhugafólki um guð- fræði. Við höfum reynt að vanda til útgáfunnar en jafnframt reynt að hafa hana eins ódýra og kostur er. Efnið er tölvuunnið hjá okkur í deildinni og síðan offsetijölritað, segir Jónas Gíslason að lokum. Rit- ið fæst í lausasölu m.a. hjá Bóksölu stúdenta og Sögufélagi og einnig geta menn ennþá gerst áskrifendur að Ritröðinni. GOTT VERÐ! Ennþá bjóðum við frábært verð á úrvalsgóðu kjöti Til dæmis: Bajoneskinka 595.- kr/kg frí úrbeining London lamb 640 kr/kg engin fita Hamborgara reyktur svínahnakki 695.- kr/kg Úrb. hangilæri 895.- kr/kg Úrb. nangiframpartur 588.- kr/kg Lambalæri 495,- kr/kg Lambahryggur 475.- kr/kg Nautabógsteikur 395.- kr/kg Nautagrillsteikur 395.- kr/kg Nautahamborgari m/brauði 40.- kr/stk. Opið til Laugalæk 2, s. 686511 INIýtt grænmeti - gott verð íslenskar agúrkur aðeins 149.- kr/kg Úrvals gulrófur 68.- kr/kg Úrvals sveppir 455.- kr/kg Úrvalstómatar 390.- kr/kg Salathausar 93.- kr/kg kl. 20 í kvöld Garðabæ, s. 656400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.