Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 T Morgunblaðið/ÓI.K.M. Sendinefnd Páfastóls ásamt Alfreð Jolson, biskupi kaþólsku kirkjunnar á íslandi. Á myndinni eru talið frá vinstri: Alberto Gasbarri, Vatíkaninu, Emil Tscherrig, Vatíkaninu, Le Maitre, erkibiskup, sendiherra páfa á Norðurlöndum, Pasquale Porena, Alitalia, Alfreð Joison, biskup, Gran, biskup, séra Roberto Tucci, sem hefur yfirumsjón með heimsóknum páfa, og Piergiorgio Reali, Alitalia. Undirbúin heimsókn páfa SJÖ MANNA sendinefnd á veg- um Páfastóls kom til landsins í gær til að kanna aðstæður og undirbúa heimsókn Jóhannesar Páls páfa til íslands á næsta ári. Sendinefndin fundaði í gaer með þeim Gunnari J. Priðrikssyni, Adolf Wendel, Þóri Ingvarssyni og sr. A. George, sem sæti eiga í íslensku undirbúningsnefndinni fyrir heim- sóknina. Auk þeirra eru í nefndinni þau Ásta Denise Bemhöft og Ólaf- ur Torfason. Þetta er fyrsta koma sendinefnd- arinnar hingað til lands til undir- búnings heimsókninni en ráðgert er að hún komi aftur í haust. Fyrir sendinefndinni er Roberto Tucci, sem hefur yfirumsjón með opin- berum heimsóknum páfa, en með honum em biskupar frá Noregi og Danmörku auk embættismanna frá Vatíkaninu og fulltrúum frá Alitalia sem munu kanna aðstæður varð- andi lendingarskilyrði. Enn hefur ekki verið ákveðin endanleg dagsetning fyrir heim- sókn páfa en búist er við því að hún verði í byijunjúní á næsta ári. Sturlu dæmdar 900 þúsund krónur — krafðist 6 milljóna Braut trúnað og fjárstjórn hans var ámælisverð en sakir ekki nægar til að réttlæta fyrirvaralausa brottvikningu að fullu Háskóli Islands: Rektor hlaut 82% atkvæða SIGMUNDUR _ Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands hlaut lið- lega 303 atkvæði af 369 eða lið- lega 82% atkvæða, i kosningu til rektors Háskóla íslands, sem fram fór i gær. Aðrir fengu mest 3% eða minna en allir skipaðir prófessorar í starfi við Háskólann eru kjörgengir. Sig- mundur Guðbjamason rektor er því endurkjörinn til næstu þriggja ára. Sverrir Hermannsson: Dómurinn fellst á aðekkivarð við unað „í forsendum dómsins koma þau aðalatriði málsins fram að viðkomandi braut trúnað við ráðuneytið og ráðherrann og braut starfsskyldur sinar með þeim hætti að ekki varð við un- að,“ sagði Sverrir Hermannsson. „Svo er annað mál, og ég hef ekkert um það að segja, að dómur- inn finni með einhverjum hætti málsbætur sem gera það að verkum að manninum eru dæmdar ein- hveijar bætur. Hins vegar tel ég að svona mál hljóti að fara til úr- skurðar hjá æðsta dómstigi. En það er ekki mitt að taka ákvarðanir þar um, heldur fjármálaráðherra," sagði Sverrir Hermannsson alþing- ismaður og fyrrverandi mennta- málaráðherra. FRAMKVÆMDIR vegna fyrir- hugaðrar ráðhússbyggingar við Tjömina hefjast á næstu dögum. Að sögn Þórðar Þ. Þorfojarnarson- ar borgarverkfræðings er gert ráð fyrir að fylla 6.250 fermetra út f Tjömina á meðan unnið er við kjallarann. Þar af eru bráða- birgðafyllingar 3.980 fermetrar, eftir standa 2.270 fermetrar sem skiptast þannig að vatn verður yfir 300 fermetrum af kjallaran- um Tjamarmegin og á 880 fer- metrum í lítilli tjörn og læk sem verður við Vonarstræti. Vegna frágangs á tjamarbakkanum skerðist Tjömin um 184 fermetra. Eftir stendur að Tjömin minnkar um 906 fermetra sem er um 1% af heildarstærð hennar. Þórður sagðist búast við að lóðin á homi Vonarstrætis og Tjamargötu STURLU Krtetjánssyni, sem Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra vék úr embætti fræðslustjóra f Norðurlandsum- dæmi vestra, vom f gær dæmdar, f Borgardómi Reykjavfkur, 900 þúsund króna skaðabætur úr rfkis- sjóði. Sturla höfðaði mál gegn fjármála- ráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, vegna brottvikningarinnar og krafðist 6 milljóna króna skaðabóta, auk vaxta yrði girt af um helgina, en að undan- fömu hefur hún verið nýtt sem bif- reiðastæði. Sfðan mun ístak hf., verktakafyrirtækið sem samið var við um jarðvinnu, heflast handa við að fjarlægja sökkla að Tjamargötu 11, sem flutt var í Skeijafjörð. í frétt frá verkefnisstjóm um byggingu ráðhússins er sérstaklega tekið fram að fylling vegna fram- kvæmdanna skagi mun meira út f Tjömina en ráðhúsið mun gera. Bent er á að hún er til bráðabirgða og verður flarlægð þegar ráðhúsið hefur verið steypt upp, sem væntanlega verður í ársbyijun 1990. „Gerð fyll- ingarinnar er nauðsynleg vegna at- hafnarsvæðis verktakans svo og til að stífa af stálþil sem rekið verður niður umhverfis grunninn. Reiknað er með að uppsteypa kjallara hefjist í ágúst í surnar." og málskostnaðar, enda hefði brott- vikningin verið fyrirvaralaus og án saka. Af hálfu ríkissjóðs var krafist sý- knu af kröfum Sturlu, enda hefði hann ítrekað brotið trúnaðar- og holl- ustuskyldur embættismanns mennta- málaráðherra og ekki sinnt áminn- ingum. I niðurstöðum dómsins segir meðal annars: „Dómurinn fellst á að fjár- stjóm stefnanda hafi verið ámælis- verð á árunum 1985 og 1986 og því eðlilegt að ráðuneytið gerði ráðstaf- anir til bóta. Samkvæmt stöðu sinni sem fræðslustjóri lýtur stefnandi skipunar- og boðvaldi ráðuneytisins í flármálaefnum og ber þar að fylgja þeim fyrirmælum sem fyrir hann eru lögð. Staða hans gagnvart sveitar- stjóm skerðir ekki þá skyldu. Einnig telur dómurinn að stefnandi hafi við stjómun embættisins og í opinberri umQöllun brotið trúnað við mennta- málaráðuneytið og ráðherra þess. í hvomgu tilviki þykja sakir hins vegar nægilega alvarlegar til að réttlæta fyrirvaralausa brottvikningu að fullu. Framkvæmd frávikningarinnar að formi til þykir og hafa verið ábóta- vant, sbr. fyrirmæli laga nr. 38/1954. í ljósi þeirrar meginreglu að starfs- manni sé fyrst vikið úr stöðu um stundarsakir, að sakir þær sem bom- ar voru á stefnanda voru ekki nýtil- komnar og að stefnandi var ekki sak- aður um refsivert athæfi, þykir að- ferð ráðherra við frávikningu stefn- anda úr starfi fræðslustjóra Norður- lands eystra hafa verið of harkaleg og fyrirvaralaus og verður ekki talin lögmæt í skilningi laga nr. 38/1954. Ber honum því réttur til fébóta úr ríkissjóði. Við ákvörðun bóta þykir rétt að lita til þess að verulegir sam- skiptaörðugleikar hafa verið á milli stefnanda og menntamálaráðuneytis- ins og að stefnandi gaf tilefni til þess „Nú lýsti Sverrir Hermannsson þvi yfir meðan hann sat i ráð- herrastóli að hann myndi segja af sér ráðherradómi ef þessi gjörð yrði dæmd ólögmæt," sagði Sturla Kristjánsson. „Þvi vaknar nú þessi spuming: Hvað gerist nú þegar búið er að dæma að ráðherra hafi brotið lög á starfsmanni sínum. Hver verða eftirköstin fyrir ráð- herrann?" Sturla sagðist enn seni komið er aðeins hafa heyrt úrdrátt úr dómsnið- urstöðunum í síma. Hann gæti því lítið tjáð sig um hann og kvaðst ekk- að ráðuneytið gripi til brottvikningar um stundarsakir." Bætur voru taldar hæfil.ega ákveðnar 900 þúsund fyrir stöðu- missi, álitshnekki og önnur óþæg- indi, auk lögákveðinna dómvaxta frá birtingardegi stefnu til 14. apríl 1987 en með hæstu innlánsvöxtum, á hveijum tíma, frá 14. apríl til greiðsludags. Einnig voru Sturlu dæmdar 180 þúsund í málskostnað. Dóminn kvað upp Hjördís Hákon- ardóttir borgardómari og meðdóms- mennimir Guðmundur Amlaugsson fyrram rektor og Jón L. Amalds borgardómari. ert geta sagt um hvort áfrýjað yrði til Hæstaréttar. „f dóminum er tekið undir ýmsar þær aðfinnslur sem fram hafa komið um mín störf. En með þeim formerkjum að það sé eðlilegt ef upp komi ágreiningur að menn fái að njóta þeirra lagaréttinda að víkja til hliðar meðan hlutlausir aðilar skoða málið. Það sjá allar skyni bom- ar verar að skoðun mála við þær aðstæður er á allt öðru plani en sá harði leikur sem hér hefur átt sér stað. Þegar búið er að fremja slíkan verknað er auðvitað lagt allt kapp á að veija hann og að vinna málið,“ sagði Sturla Kristjánsson. Aprílgabb í útvarpi Rót: Mikið óhæfuverk breytni í grámóðu hversdagslífsins, enda er hér um að ræða græsku- laust gaman sem kryddar sam- félagið. Fjölmiðlar hafa tekið upp þennan gamla sið og yfirleitt farið vel með hann. Við munum eftir ýmsum skemmtilegum 1. apríl „at- burðum". Þar sem ég er svo spurður álits á aprílgabbi, sem fór fram á föstu- daginn langa, er það álit mitt, að þann dag hefði verið eðlilegt að slíkt félli niður. Það ætti að vera óþarfi að rökstyðja þá skoðun, slíkt er innihald föstudagsins langa. Því finnst mér það fyrst og fremst mikið óhæfuverk, þegar krossdauði Jesú var á þessum degi hafður að aprílgabbi á einni útvarpsstöðinni." segir biskup BISKUPI íslands, herra Pétri Sigurgeirssyni, finnst það mikið óhæfuverk þegar krossdauði Jesú var hafður að aprflgabbi á föstudaginn langa. Kom þetta fram hjá biskupi, þegar Morgun- blaðið leitaði álits hans á þvf, sem sagt var f útvarpsstöðinni Rót 1. aprfl sfðastliðinn, föstu- daginn langa, þegar haft var f flimtingum, að Jesús Kristur hefði ekki verið krossfestur. í dagskrárþættinum Umrót, sem var fluttur í útvarpsstöðinni Rót klukkan 17.30 á föstudaginn Ianga, 1. apríl sl. var meðal annars sagt frá því, að fomleifafræðingar, sem unnið hafi að uppgreftri á Golgata- hæð, hafí komist að því, að Jesús frá Nazaert hafi ekki verið kross- festur, heldur hengdur. Síðan sagði, að páskaleyfi kirkjunnar manna um heim allan hefði verið afturkallað og myndu þeir ásamt steinsmiðum, blikksmiðum og tré- smiðum leggja dag við nótt fram á páskadag við að skipta krossum út fyrir gálga. Morgunblaðið sneri sér til herra Péturs Sigurgeiresonar biskups og ieitaði álits hans á þessu uppá- tæki. Biskup sagði: „Aprflgabb hefur á liðnum árum verið mjög svo skemmtileg til- TJörnin skerðist um 6.000 fm meðan framkvæmdir standa Hver verða eftirköst- in fyrir ráðherrann?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.