Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 4

Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÍAUGARDAGUR 9. APRÍE 1988 Selfang- ari sökk norður af Jan Mayen Mannbjörg varð NORSKUR selfangari sökk 90 sjómflur fyrir norðan Jan Mayen um hádegisbil i gær. 14 menn voru í áhöfn skipsins og björguð- ust þeir allir í gúmbjörgunarbát og komust á ísbreiðu þaðan sem þeim var bjargað. Landhelgisgæslunni barst beiðni um hjálp frá Norðmönnunum um kl. 13. Þá var annar norskur sel- fangari, Harmoni, um 3 klukkutíma siglingu frá staðnum þar sem Vesle- kare sökk. ísflákar voru á svæðinu og gekk áhöfn Harmoni illa að finna skipveijana 14. Því átti að senda vél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, af stað til að beina Harmoni á stað- inn. Sú beiðni var afturkölluð áður en til kom þar sem Harmoni fann skipveijana heila á húfi. VEÐUR Utvarpsráð: Samþykkt vantraust á fréttastj óra sjónvarps Viðtalið var dropinn sem fyllti mælinn, segir Markús A Einarsson, varaformaður ráðsins 27 aðstoða Boy George POPPSTJARNAN Boy George kom til landsins í gær við 28. mann. Hann heldur tónleika í Laugardagshöllinni i kvöld og hverfur úr landi á sunnudag. Boy George er á stuttu tón- leikaferðalagi en hingað kemur hann frá París. 14 hljóðfæraleik- arar eru í fylgdarliði hans. ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sinum í gær vantraust á Ingva Hrafn Jónsson, fréttasijóra sjónvarps. Fjórir útvarpsráðsmenn greiddu atkvæði með samþykktinni, einn sat hjá og tveir voru fjarverandi. í samþykktinni segir meðal annars að vegna afstöðu fréttastjórans til rfldsútvarpsins, sem lesa megi út úr nýlegu tímaritsviðtali svo og ein- stakra atvika i starfi, vilji útvarpsráð taka fram, að fréttastjórinn njóti ekki trausts ráðsins. Markús Á Einarsson, varaformað- ur útvarpsráðs, sem stjómaði fundin- um í fjarveru Ingu Jónu Þórðardótt- ur, sagði í samtali við Morgunblaðið að óhjákvæmilegt hefði verið að taka málið upp á fundinum og fá viðbrögð yfirstjómar Útvarpsins við yfírlýs- ingum fréttastjórans. í framhaldi af þeim umræðum hefði umrædd sam- þykkt verið gerð, en hún er svohljóð- andi: „Útvarpsráð lýsir undrun sinni og I DAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gaer) VEÐURHORFUR I DAG, 9.4. 88 YFIRLIT f gar: Yfir austanverðu landinu er hæðarhryggur á leið austur en heldur vaxandi 1015 mb lægö skammt vestan af Snæ- fellsnesi, hreyfist austur. Hiti veröur víða um og undir frostmarki í kvöld og fram á nótt en síðar mun kólna í veðri, fyrst vestanlands. SPÁ: Norðaustanátt um allt land, víðast 4 til 6 vindstig, áljagangur um norðan og austanvert landíð en lóttir smá saman til syöra. Frost um allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Austan og norðaustan- átt um allt land og mjög kalt. Skýjaö og él um norðanvert landiö en þurrt og víða léttskýjað syðra. TAKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * ■# •* * * * * Snjókoma * # * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V. El = Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Nlistur —|- Skafrenningur Þrumuveður w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyrl +6 snjóél Reykjavík + alskýjað Borgen +1 snjóél Helsinki vantar Jan Mayen +12 úrkoma Kaupmannah. 10 iéttskýjað Narssarssuaq +2 léttskýjað Nuuk +6 skafrenningur Osió 4 skýjað Stokkhólmur S alskýjað Þórshöfn +1 snjóél Algarve 18 heiðsklrt Amsterdam 11 skýjað Aþena vantar Barcelona 17 hálfskýjað Berfln 16 skýjað Chlcago 4 léttskýjað Feneyjar 17 léttskýjað Frankfurt 14 mistur Glasgow S rigning Hamborg 9 skýjað Las Þalmas vantar London 10 akýjað Los Angeles 14 mistur Lúxemborg 10 mlstur Madrfd 11 þokumóða Malaga vantar Mallorca 18 léttskýjað Montreal 4 súld NewVork 8 alskýjað Parls 9 þokumóða Róm 16 hélfskýjað Vin 16 alskýjað Washington 9 þokumóða Winnlpeg vantar vanþóknun á ýmsum ummælum um Ríkisútvarpið og einstaka starfs- menn þess, sem Ingvi Hrafn Jóns- son, fréttastjóri sjónvarps, lét nýlega falla í tímaritsviðtali. Getur það vart talist við hæfí, að yfírmaður sem hann, rógberi stoftiun sína og rýri þar með álit hennar og virðingu meðal almennings. Vegna þeirrar afstöðu til Ríkisútvarpsins, sem lesa má úr orðum fréttastjórans í við- talinu, svo og einstakra atvika í starfí, er mat hans hefur verið í and- stöðu við almennar siðareglur frétta- manna, vill Útvarpsráð taka fram, að Ingvi Hrafn Jónsson, eins og málum er komið í dag, nýtur ekki trausts ráðsins." Aðspurður um persónulegt álit á því, hvar draga bæri mörkin í málum sem þessum sagði Markús Á. Einars- son m.a.: „Ég lft svo á að þetta við- tal hafí verið dropinn sem fyllti mælinn því áður hafa birst viðtöl við Ingva Hrafn, þar sem hann hefur hakkað í sig þessa stofnun eða ein- staka starfsmenn hennar. Auk þess hefur oftar en einu sinni komið fyr- ir, að ákvarðanir hans hafa verið með þeim hætti, að það hefiir kostað utvarpið óþægindi, málarekstur og áminningar frá siðanefnd Blaða- mannafélagsins. Mín skoðun er því sú, að þetta viðtal hafí gert útslagið, en ekki að það eitt og sér hafi borið uppi þessa ályktun." Markús kvaðst ekki vilja gefa neinar yfírlýingar á þessu stigi hvort hann ætlaðist til ákveðinna viðbragða af hálfu út- varpsstjóra eða hvort hann teldi eðli- legt að Ingva Hrafni yrði vikið úr starfí f framhaldi af þessari sam- þykkt útvarpsráðs. Þeir fulltrúar útvarpsráðs sem greiddu atkvæði með samþykktinni voru Markús Á. Einarsson, Magnús Erlendsson, Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir og Rúnar Birgisson, sem kom- inn sem varamaður Bríetar Héðinsdóttur. Magdalena Schram sat hjá en Inga Jóna ÞÓrðardóttir og Guðni Guðmundsson voru fjarver- andi. Magdalena Schram sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir þvf að hún sat hjá og lét gera sérstaka bókun vegna þessa máls væri sú, að hún teldi að mælikvarði á hæfni starfsfólks ætti að miðast við hvemig það stæði sig í starfí og sá mælikvarði einn gæti orðið grund- völlur að afskiptum útvarpsráðs af starfsfólki Ríkisútvarpsins. „Mér fínnst réttur manna til að segja sínar skoðanir talsvert mikils virði, þótt með því sé ég alls ekki að taka und- ir yfírlýsingar Ingva Hrafns í þessu viðtali. En þegar útvarpsráð lýsir yfir vantrausti á starfsmann fínnst mér að það eigi einungis að byggjast á starfshæfni viðkomandi starfs- manns, en ekki skoðunum hans á stofnuninni eða einstökum starfs- mönnum hennar," sagði Magdalena. Ég hef aldrei haft traust útvarpsráðs - segir Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri „ÞETTA kemur mér ekkert á óvart, því ég hef aldrei haft traust útvarpsráðs. Ég minni á að ég fékk aðeins tvö atkvæði af sjö þegar ég var ráðinn fyrir þremur árum og útvarpsráð hefur aldrei haft traust á mínum störfum frá þeim tíma,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri Sjónvarpsins, er hann var inntur álits á sam- þykkt útvarpsráðs i gær. „Við rekum hér öflugan, sjálfstæð- an og óháðan fjölmiðil, höfum gert það undir minni stjóm og munum gera áfram ,“ sagði Ingvi Hrafn enn fremur. „Varðandi þau ummæli út- varpsráðs að ég hafí verið að róg- bera stofnunina vísa ég því alveg upp i hæstu himingeima. Ég talaði í þessu umrædda tímaritsviðtali hispurslaust og opinskátt um mikinn vanda Ríkisútvarpsins, sem er til kominn meðal annars vegna þess að ekki hefur verið staðið við lögboðin fram- lög eða tekjuleiðir stofnunarinnar í vaxandi og harðri samkeppni. Að tala um það sem rógburð er fjarri öllu lagi. Ef menn eru að velta því fyrir sér hvort ég ætla að segja upp störfum á Sjónvarpinu þá fer því víðs flarri," sagði fréttastjórinn að lokum. SAS hefur áætlunar- ferðir til Keflavíkur FLUGFÉL AGIÐ SAS hóf áætlun- arferðir á milli Kaupmannahafn- ar og Keflavíkur í gærkvöldi. Guðríður Tómasdóttur fulltrúi hjá SAS sagði að SAS myndi fljúga til Keflavíkur á föstudögum og til Kaup- mannahafnar á laugardögum. Far- gjaldið yrði það sama og hjá Flugleið- um á þessari leið, tæpar 16 þúsund krónur en SAS mjmdi rejma að veita betri þjónustu en Flugleiðir. Bogi Ágústsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að Flugleiðum litist mjög vel á að SAS héldi uppi þessum áætlun- arferðum. „Þær verða jafnvel til þess að fleiri farþegar fljúga með Flugleiðum á milli Islands og annarra Norður- landa en ella," sagði Bogi. „Far- þegamir koma ef til vill með SAS en fara aftur með Flugleiðum sem fþuga 27 til 30 ferðir á viku til ann- arra Norðurlanda í sumar, þar af 14 ferðir til Kaupmannahafnar. Far- þegum frá Norðurlöndum hefur fíölgað um 59% frá árínu 1986 til '87, úr 28 þúsundum í 45 þúsund og búist er við að þeim fari fjölgandi á næstu árurn," sagði Bogi. Vestur-þýska flugfélagið Luft- hansa flýgur á milli Keflavíkur og Diisseldorf á sunnudögum frá því í bjrijun júlí fram í september. Breska flugfélagið British Midland hefur hins vegar ekki fengið lejrfí fyrir áætlunarflugi milli Bretlands og ís- lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.