Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 12

Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Strengjasveit Tónlistarskóians á tónleikum annað kvöld Rússnesk íhygli, en einnig léttleiki og glæsibragur Morgunblaðið/Bjami Gunnar Kvaran sellóleikari. Gunnar Kvar- an sellóleik- ari á Háskóla- tónleikum Einn er sá fastur liður í tónlist- arlífi höfuðborgarinnar, sem ekki fer mikið fyrir, en heldur þó sínu. Um það bil annan hvem miðviku- dag þann tíma sem Háskólinn starfar eru haldnir Háskólatón- leikar í Norræna húsinu kl. 12.30. Sumsé hádegistónleikar, sem standa í um það bil hálftíma. Nægilegur tími til að komast í andlegt samband við tónlistina sér til sálareflingar og -trausts í erli og ferli dagsins. Næstkomandi miðvikudag á venjulegum stað og tíma leikur Gunnar Kvaran verk fyrir ein- leiksselló. Þá dettur vísast ein- hveijum Bach í hug og mikið rétt Gunnar leikur einmitt svítu nr. 5 í C-moll fyrir einleiksselió en alls samdi Bach sex slíkar. Það hefur margt og margt verið ritað og rætt um þessar svítur hans Bachs, svo þama gefst kærkomið tækifæri til að heyra og hlusta eftir snilli Bachs, sem vísast skilar sér vel í leik Gunn- ars. Á MORGUN, sunnudag, heldur Strengjasveit Tónlistarskólans tónleika í Bústaðakirkju undir stjóm Marks Reedmanns. Sann- arlega ánægjulegt að aftur skuli vera komin upp strengjasveit við skólann, minnug ágætrar frammistöðu hóps, sem Reed- mann stjórnaði hér einu sinni. Dagskráin á morgun er einkar áhugaverð, verk eftir Sjostakov- itsj og eldri landa hans, Tsjækofský. En áður en er hugað að verkun- • um, víkjum þá ögn að flyljendun- um. Þau eru öll nemendur við Tón- listarskólann, utan hvað Richard Kom bassaleikari styrkir hópinn, sex á fiðlu, þrír á lágfiðlu, þrír á selló og tveir á bassa. Nemendum- ir era allir langt komnir og orðnir þaulæfðir, meðal annars úr Sin- fóníuhljómsveit æskunnar. Stjóm- andinn velur í sveitina og allt era það nemendur, sem stunda námið í fullri alvöra og vilja leggja sig alla fram, svo þama getur að líta fólk, sem öragglega á eftir að setja svip sinn á tónlistarlífið hér í framt- íðinni. Enginn efí á því... Dmitry Sjostakovitsj fæddist 1906, dó árið 1975, og lifði og starfaði á umrótatímum í heimal- andi sínu, Sovétrfkjunum. Var ýmist inni á gafli hjá valdhöfum eða úti í kuidanum. Saga hans er því rækilega samtvinnuð því sem gerðist í kringum hann og hún hefur meðal annars verið sögð á eftirminnilegan hátt í bók, sem Solomon Volkov gaf út 1979. Test- imony heitir hún á ensku. í ævi- sögu sinni segir söngkonan Galina Visjnefskaja, eiginkona Rostrópo- vitsj, heilmikið af vini sínum Sjos- takovitsj, um llf hans, hvemig maður hann var og hvemig vinátt- an við hann breytti lífi hennar og opnaði augu hennar fyrir landi þeirra og þjóð. Tilfinningaþrungin lýsing eins og Rússum er einkar lagið... Sjostakovitsj samdi fimmtán strengjakvartetta, þar af sjö síðasta áratuginn sem hann lifði. Verkið sem Strengjasveitin flytur er útsetning 8. kvartettsins fyrir Mark Reedman með Strengja- sveit Tónlistarskólans á æfingu nm daginn. litla kammersveit. Verkið er samið í minningu þeirra sem féllu í seinni heimsstyijöldinni, en hörmungam- ar sem gengu yfir landið á þeim áram mörkuðu tónskáldið mjög, eins og fleiri landa hans. Eins kon- ar sorgaróður til hinna föllnu. Vegna þess að það var skrifað sem kvartett krefst það náins samspiis, eins og öll kammertónlist. Auk þess krefst það mikils f tónmynd- un, góðri stjóm f að halda löngum, seigum tónum og eins í tónalitun- um. Vel valið verk til að efla tónlist- arfólkið unga og auka reynslu þess og þekkingu ... og áheyrendur svo heppnir að fá tækifæri til að auka þekkingu sfna og reynslu í leið- inni. Tónskáldið hefur sjálft sagt um verk sín að „með því að fara Morgunblaðið/Sverrir tónlistarlífinu Sigrún Davíösdóttir í saumana á tónlist minni, komist þið að öllum sannleikanum um mig sjálfan, bæði sem mann og lista- mann“. Leggið því eyran vel við það sem gefur að heyra... Verkið eftir Tsjækofský er allt annars eðlis, þó engan veginn auð- velt, heldur reynir á aðra hluti f spilamennskunni. Það er serenaða fyrir strengi og iétt yfir henni. Ekki eins tilfinningahlaðið verk og það fyrra. Þar er að finna undur- fagran hægan kafla og vals á Tsjæ- kofska vísu. Verkið bfður flyfjend- um upp á að spreyta sig á ýmsum tæknilegum fyrirstöðum, ifka fullt af nótum... Og þegar svo fáir spila eins og f Strengjasveitinni, þurfa allir að vera býsna góðir. Ekki hægt að skýia sér bak við næsta mann, svo sérhver þarf að spila eins og einleikari. Sfðar í mánuðinum spilar Strengjasveitin á próftónleikum skólans. Einhveijir meðlimanna era á förum, en kjaminn verður eftir og á vonandi eftir að gieðja okkur með góðum leik og spennandi verk- efnavali næsta vetur undir stjóm meistara síns, Mark Reedmanns. En f bili þurfum við aðeins að hafa biðlund þangað til annað kvöld ... Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanó- leikari á tónleikum í London Ein þeirra samtaka, sem er að finna f tónlistarheiminum eru evrópsk samtök pfanókennara, European Piano Teachers Association, EPTA. Samtökin voru stofnuð 1978, eru starfandi f tólf Evrópulöndum, en meðlimi er lflta að fínna f öðrum löndum en þessum tólf og stöku austur- evrópskir kennarar hafa tengst samtökunum. Einnig hafa kenn- arar f Bandaríkjunum, Japan og Astraliu samband við EPTA. Markmið samtakanna er þríþætt: Að bæta pfanókennslu, að auka samband pfanókennara og pfanóleikara og að skipuleggja ráð- stefnur og vinnustefnur, þar sem píanókennarar geta komið saman og skipst á hugmyndum og miðiað reynslu sinni um píanókennslu. Á samkomunum er lögð sérstök áhersla á að bjóða ungum og efni- legum pfanóleikuram að halda tón- leika. Ariega er yfirieitt mót í Lon- don en auk þess fundir f öðram löndum. Samtökin eru byggð upp eins og önnur ámóta samtök með stjóm og stjómarmönnum frá þátttökul- öndunum. Auk þess tengist þeim hópur velvildarmanna og þar er að finna nöfn þekktra tónlistarmanna. Nægir að nefna menn eins og Ash- kenazí, Alfred Brendel, Peter Frankl, John Ogdon og Rudolf Serkin til að gefa til kynna að sam- tökin era stúdd heilshugar af öflugu tónlistarfólki. EPTA gefur út hið ágætasta tímarit, Piano Joumal, sem er dreift til féiaga og það eitt ætti að vgra ærin ástæða til að ganga í samtökin. í ritinu era ágæt viðtöl við píanóleikara og kennara, grein- ar um píanókennslu, ritdómar um bækur, og ekki síst er reynt að geta um allt kennsluefni og nótur, sem píanókennarar gætu haft gagn af. íslenskir píanókennarar starfa í Evrópusamtökunum og hér er starfandi deild innan samtakanna. Halldór Haraldsson er formaður íslandsdeildarinnar. Allmargir kennarar hafa sótt samkomur EPTA héðan, bæði sér til fræðslu og eins haldið þar tónleika. Halldór Haraldsson hélt fyririestrartónleika um íslenska píanótónlist 1979 og tónleika árið eftir ásamt Gfsia Magnússyni pfanóleikara. Jónas Ingimundarson hefur bæði haldið tónleika á samkomu EPTA og Morgunblaðifl/Bjami Þorsteinn Gauti Sigurðsson kynnt fslenskt pfanókennsiuefni. Anna Áslaug Ragnarsdóttir, Guð- mundur Magnússon og nú sfðast Þorsteinn Gauti Sigurðsson hafa öll komið fram á tónleikum samtak- anna. Eins og kom fram hérna að ofan vora samtökin stofiiuð 1978, en um daginn var haldið upp á tfu ára afmælið í sal Guildhall School of Music and Drama í Barbican-lista- miðstöðinni. Sá skóli hefur alla tíð verið nátengdur samtökunum, því kennari þar, Carola Grindea, var einn helsti hvatamaður að stofnun þeirra. Þann 14. febrúar sl. var haldið EPTA píanó-maraþon, sem svo var kallað. Þama var verið að alian daginn og meðal annars vora fimm ungir pfanóieikarar fengnir til að spila fyrir samkomuna, hver með um hálftíma dagskrá. Þeir vora frá Finnlandi, Austurríki, Þýskalandi, Belgíu og fslandi. Sá var Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Um kvöldið hélt svo enski pfanó- leikarinn John Lill tónleika. Nafn hans hljómar kunnuglega í eyram þeirra, sem eitthvert veður hafa af pfanóleik og -leikuram og Lill hefur meðal annars haldið tónleika hér. • Þorsteinn Gauti spilaði verk eftir Rahmanínov og Skijabín, verk sem hann er búinn að vera með f puttun- um um skeið. Spilaðu þau hann meðal annars á tónleikum f Nor- ræna húsinu fyrir jól. Hann spilaði næstsíðastur af þeim ungu pfanó- ieikuram sem vora fengnir til að spila þennan dag og sá eini, sem var klappaður upp og fenginn tii að spiia aukaiag. Ekki verra, þegar haft er í huga að salurinn var skip- aður fólki sem allt er á einhvem hátt sérfrótt um píanóleik. Svo for- frömuð samkoma kann að verka letjandi á einhveija. Að minnsta kosti var þýski fuiltrúinn, sem spil- aði sfðastur, sumsé á eftir íslend- ingnum, rennsveittur um lófana og skjálfandi á beinunum og hefur líklega ekkert munað um að taka á sig taugatitringinn fyrir Þorstein, ef einhver var, svo hann sté beint inn f tónlistina um leið og hann tók á hijóðfærinu. Á næstunni gefast nokkur tæki- færi til að heyra Þorstein Gauta leika. í enda apríl, eða maf spilar hann í kvartett á tónleikum Kamm- ermúsfkklúbbsins, spilar þar ásamt Laufeyju Sigurðardóttur, fiðiuleik- ara, Helgu Þórarinsdóttur, lágf- iðluleikara, og Richard Talkovskíj, sem öll leika með Sinfónfunni okk- ar og víðar. Kvartettar eftir Brahms og Mahier verða á dagskrá auk þess sem strengjaleikaramir flytja Beethoven-tríó. I maí verður Þorsteinn Gauti með einleikstón- ieika, spitar Liszt og fleira gott og á Listahátíð f júnf leikur hann með hljómsveit undir stjóm Hákonar Leifssonar, frumflytur verk eftir Leif Þórarinsson. Slær auk þess á aðra strengi á Listahátíð og spilar í jazzkvintett. Greinilega ýmislegt forvitnilegt áheymar og þá er ekk- ert annað en að leggja við eyran þegar þar að kemur, fyrst á tónleik- um Kammermúsfkklúbbsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.