Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 13 Um moldarblönd- ur og umpottun Seinni hluti Blómapottar: Mest eru notaðir plast- eða leir- pottar. Að vísu eru plastpottamir langalgengastir en leirpottamir halda samt vinsældum sínum og áhrifum. En frómt frá sagt láta plöntumar sig litlu skipta hvora gerðina við veljum. Hins vegar verðum við að gera okkur grein fyrir því að við þurfum að haga vökvun misjafnlega eftir því hvort við notum plastpotta eða leirpotta. Leirpottamir eru þungir, sem get- ur komið sér vel þegar við emm með plöntur með mikla yfirbygg- ingu svo að þær em valtar og missa jafnvægið við minnstu hreyfíngu. Hins vegar er þunginn til baga í flutningi plantna milli staða. Leirpottamir anda og það gufar upp frá þeim frá öllum hlið- um. í því er fólginn mesti munur- inn frá plastpottum, við verðum því að vökva oftar en þær í plast- pottunum, þá á ég við venjulega einbrennda leirpotta. Glerjaðir eða málaðir leirpottar em alveg eins þéttir og plastpottar. Leirpottar þurfa að liggja í bleyti í sólarhring áður en þeir em notaðir. Plast- pottum er auðvelt að halda hrein- um og þeir brotna ekki svo auð- veldlega. Moldin í plastpottunum þomar ekki eins hratt og í leir- pottum, það er oftast kostur en getur lfka verið til baga ef við vökvum of mikið. Pottastærðir em staðlaðar og hlaupa upp um einn sm frá stærð 7, sem er 7 sm í þvermál, upp í stað 12, sem er 12 sm. Venjulega er hlaupið úr stærð 12 upp í 15, svo aftur í 18 síðan 20 - 22 - 26 - 30 eftir það víkka pottamir oftast örar. Hlífðarpottar gera gagn fyrir utan að fela hina eiginlegujurtapotta. Hlífðarpottamir hlífa rótunum gegn miklum sveiflum í hita, t.d. í sólríkum gluggum, þar getur óvarinn blómsturpottur orðið afar heitur ef sólin nær að skína á hann og rætumar geta bókstaf- lega soðnað og dáið úr hita. Hlífðarpottamir draga ur þessari hættu, þeir þurfa að vera vel rúm- ir og við eigum að geta dregið fíngur á milli blómsturpottarins og pottahlífarinnar. Ef við notum ekki pottahlífar, þurfum við að setja skálar undir pottana. Skál- amar eiga að vera í sama númeri og pottamir, þ.e.a.s. hafa sama þvermál og þeir eða jafnvel ögn víðari. Þá er síður hætta á að vatn flæði út um allt þegar vök- •vað er. Umpottun: Þegar við emm búin að meta hvort þurfí að umpotta og við emm búin að útvega okkur mold eins og við á i hveiju tilfelli, sömu- leiðis búin að koma okkur upp nokkm úrvali af pottastærðum, þá getum við hafíst handa. Það er langbest að safna saman öllum plöntunum sem við ætlum að potta um, á einn stað. Það er gott að hafa góða borðhæð, pláss og frið við verkið. Það fyrsta sem við gemm er að vökva allar plön- tumar rækilega a.m.k. klukk- utíma áður en við byijum. Ákjós- anlegast er þó að gera það daginn áður. Og þá er það sjálf umpottun- in. Venjulega er það ekkert mál að ná plöntunum úr pottunum séu þær ræktaðar í plastpottum. Það er oftast nóg að taka fast í plönt- una og halda utan um rótarháls plöntunnar og hvolfa plastpottin- um í greip sér, þá sleppir pottur- inn rótarkekkinum í heilu lagi. Aftur á móti getur verið ansi strembið að ná rótarkekkinum heilum úr leirpottum eða ílátum sem hafa óreglulega lögun. í þeim tilvikum er best að fara með löngu hnífsblaði meðfram veggjum pott- arins^eða sem næst útlínum ann- arra íláta og skera rætumar frá ílátinu sem þær hafa bundið sig í. Síðan grípum við plöntuna í greip okkar, höldum henni og ofan á moldina með annarri hendinni, hvolfum pottinum við og sláum pottbarminum létt við borðbrún. Þegar rætumar em komnar í ljós þarf að skoða þær vandlega. Ef við tökum eftir einhveijum fúa- blettum í þeim, er eitthvað að. Þessa bletti skemm við eða klipp- um burt og í svona tilvikum borg- ar sig ekki að stækka pottinn. Því setjum við þær í nýjan pott af sömu stærð en fyllum auðvtað á með nýrri og frískari mold, í holrúmið sem myndast við upp- skurðinn. Séu rætumar frískar og plantan af því taginu að við viljum að hún stækki öll, þá setj- um við hana í tveggja til fjögurra númera stærri pott. Einstaka plöntur hafa tilhneigingu til að mynda geysilega stórar og fyrir- ferðarmiklar rætur og lyfta sér oft upp úr pottunum. í flestum tilvikum getum við að meinlausu skorið neðan af og utan úr þann- ig rótum án þess að vinna plöntun- um tjón. Þannig er t.d. varið með veðhlaupara og margskonar asp- asa, svo sem skógarhár og skóg- arsigð. Einnig flesta pálma og drekaliljur, þannig að við þurfum ekki alltaf að stækka pottana mjög mikið. Sama gildir um marg- ar blómstrandi plöntur sem við klippum niður árlega, eins og havairósir, pelargóníur og fúksíur, þessar plöntur getum við ræktað ár eftir ár í sömu stærð af pott- um, en við verðum þá að klippa mikið af rótum og limi og láta plöntumar samsvara sér. Mörg stofutré geta staðið árum saman í sama potti og haldist heilbrigð svo fremi að við end- umýjum yfírborðið á moldinni með nýrri mold reglulega. En það kemur þó fyrr eða síðar að því að við vérðum að stækka pottana við þau eða umpotta þeim. í flest- um tilvikum má skerða talsvert af rótunum ef við gætum þess að stýfa af greinum og sprotum í leiðinni þannig að samræmi hald- ist. Nú, þegar við erum búin að setja plöntumar í nýja mold og aðra potta, þurfum við að vöka vel með volgu vatni og lofa plönt- unum að standa og jafna sig í ró og næði eftir aðgerðina. Láta þær standa á björtum stað án þess að sterkt sólskin geti sviðið þær. Það þarf líka að vera þokkalega hlýtt á þeim og umfram allt þarf að varast að hafa dragsúg. Eftir svo sem viku til tíu daga em þær búnar að ná sér, sé allt annað með felldu. Kannski fella þær nokkur blöð en það er óþarfi að hafa áhyggjur af því. Blaðfall em eðlileg viðbrögð við breytingum -en nývöxtur fer að koma í ljós innan viku frá þvi að plöntumar fengu nýja mold. H.H. GOTT VERÐ! Ennþá bjóðum við frábært verd á úrvalsgóðu kjöti Til dæmis: Bajoneskinka fri úrbeining London lamb engin fita Hamborgara reyktur svínahnakki Úrb. hangilæri Úrb. hangiframpartur Lambalæri Lambahryggur Nautabógsteikur Nautagrillsteikur Nautahamborgari m/brauði 595.- kr/kg 640 kr/kg 695.- kr/kg 895.- kr/kg 588.- kr/kg 495.- kr/kg 475.- kr/kg 395.- kr/kg 395.- kr/kg 40.- kr/stk. Opið í dag frá 8-16 ■Uýtt grænmeti HST á Laugalæk J| Islenskar agúrkur aðeins 149.- kr/kg Úrvals gulrófur 68.- kr/kg Úrvals sveppir 455.- kr/kg Úrvalstómatar 390.- kr/kg Salathausar 93.- kr/kg Bananar - meistaraflokkur aðeins 119.. kr/kg EPl' - rauð 9o,. kr/kg Appelsinur 69. kr/kg Opið í dag frá 8-18 í Garðabæ KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2, s. 686511 KJÖTMIOSTÖÐIN Garðabæ, s. 656400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.