Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 14

Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 t | l IBLÆTI ALLRA^ Skemmtileg afmælissýning Frlmerki Jón Aðalsteinn Jónsson Dagana 18.-20. marz sl. var haldin frímerkjasýning í sýningar- sal ASÍ til þess að minnast 20 ára afmælis Landssambands íslenzkra frímerlqasafnara. Sagt hefur verið svo rækilega frá aðdraganda þess- arar sýningar í frímerkjaþáttum, að þess gerist ekki þörf að fjölyrða frekar um hann f þessum þætti. Aftur á móti er sjálfsagt að segja nú nokkru ger frá sýningunni LÍFIL 88, þegar hún er um garð gengin, þó að ekki væri nema vegna þeirra safnara utan Reylqavíkur, sem áttu þess ekki kost að skoða hana. Sýningin var opnuð kl. 17 föstu- daginn 18. marz með stuttu ávarpi formanns sýningamefndarinnar. Að því búnu skoðuðu gestir sýning- arefnið, sem var ótrúlega fjöl- breytt. Var mikið af því þess eðlis, að það höfðaði meira til almennings en oft áður. Hér voru t.d. mjög skemmtileg mótíf-söfn og eins unglingasöfn, en hins vegar ekki eins sérhæfð söfn og oft áður. Er engum vafa undirorpið, að tiltölu- lega einfalt efni og oft mjög skemmtilegt fyrir skoðandann dregur miklu frekar að en mjög þröngt svið, sem getur engan veg- inn boðið upp á mikinn fjölbreyti- leika fyrir venjulegt auga. Enda þótt ég sjálfur hafi haft gaman af tiltölulega þröngu sviði í minni söfn- un og fremur erfiðu viðfangs og fengið út úr því verulega ánægju, er mér vel ljóst, að það höfðar alls ekki almennt til safnara. Og oft verður það sízt til að laða þorra manna að frímerkjasöfnun, þegar boðið er upp á mjög afmarkað sýn- ingarefni, þar sem sýndar eru margar prentanir sama merkis og afbrigði innan hverrar prentunar. Athugun slíks efnis kostar oft veru- legan tíma og jafnvel útskýringar, sem reynir á þolinmæði skoðand- ans. Þetta er staðreynd, sem menn verða að viðurkenna, enda hefur sérhæfingin víða orðið vandamál innan frímerkjasöfnunar. Af því hefur meðal annars leitt, að menn hafa snúið sér að ýmsu auðveldara efni og þá einkum mótíf-söfnún. Ekki er það af því, að hún þurfi að vera svo miklu léttari en önnur söfnun, heldur vegur hitt áreiðan- lega þungt, að hún kostar ekki eins mikla fjármuni og sérhæfingu. Margar póststjómir hafa notfært sér þetta nýja söfnunarsvið í æ ríkara mæli, bæði til að auglýsa land sitt og þjóð, en um leið, því miður, oft til þess að seilast ofan í buddu safnarans. Eru vissulega ekki allir hrifnir af þeirri' þróun. En mótíf-söfnun getur hins vegar gefið mönnum kost á alls kyns leið- um, ef þeir eru nógu hugmyndarík- ir. Þá hefur hún um leið oft ekki svo iítið fræðslugildi. Vil ég ein- dregið hvetja unga safnara til þess að fara inn á þessa braut og kynna sér góð mótíf-söfn og eins það, sem um þá söfnun hefur verið skrifað. Því miður hefur lítið birzt á íslenzku um slíka söfnun, en verulega góð bók hefur komið út á norsku eftir kunnan mótíf-safnara, Eivind Evengen. Nefnist'-hún Motivsamler- en. Er hún sannarlega þess virði, að menn kynni sér hana, áður en þeir hefla þess konar söfnun. Á LÍFÍL 88 voru í samkeppnis- deild mjög skemmtileg mótíf-söfn og eins í heiðursdeild. Er rétt nú að lokinni þessari sýningu að minn- ast á nokkur þeirra nánar en hægt var að gera fyrir sýninguna. Þar fékk hæstu verðlaun safn norsks arkitekts, Jan Olav Reither, sem hann nefnir á sínu máli Nord- ens arkitekturhistorie fra middel- alderen til vár tid. Hér fjallar hann um húsagerðarlist á Norðurlöndum, eins og lesa má hana af frímerkj- um, póststimplum og umslögum. Er þetta safn einkar skemmtilegt og vel upp sett. Hlaut það gyllt silf- ur og að auki heiðursverðlaun, sem Póst- og símamálastofnunin gaf. Annað safn fékk einnig stórt silf- ur í þessum flokki. Hér hefur norsk- ur safnari, Norvell Skreien, dregið saman mjög áhugavert safn um norska tónskáldið Edvard Grieg. Rekur hann þar ævisögu Griegs með frímerkjum og öðru efni þeim tengt. Gerir hann þetta á svo skemmtilegan og frumlegan hátt, að það hlýtur að velq'a athygli og aðdáun allra þeirra, sem skoða safnið. Norðmenn hafa að sjálf- sögðu gefið út frímerki með mynd- um af tónskáldinu og eins gert sér- stimpla, tengda honum. Þá dvaldist Grieg víða erlendis og kjmntist mörgum mönnum á langri ævi. Þetta er allt sýnt eins vel og kostur er á með frímerkjum og stimplum. RNÁMSKEIÐ 7 vikna námskeið frá 11. apríl - 31. maí • MORGUNTÍMAR • HÁDEGISTÍMAR • SÍÐDEGISTÍMAR • KVÖLDTÍMAR ATH!: Sértfmar fyrir karla f hádeglnu Innritun hafin! S:15103 og 17860 1 Leikfimi 1 Dansleikfimi 1 Þolfimi KENNARAR: Bryndfs Petra Bragadóttir Elisabet Guðmundsdóttir Callie McDonald Hafdls Árnadóttir 1 Jassdans 1 Nútímadans 1 Ballett 1 Blues 1 Stepp KENNARI : Keith Taylor 1 Flamenco KENNARI: Concha (frá Granada) I Leikir-spuni (4-7 ára) KENNARI : Anna Richards I Jassdans (7-n ára) KENNARI: Keith Taylor I Leiklist fyrir börn og unglinga KENNARI : Sigríður Eyþórsdóttir s s s Mér varð hugsað til okkar hér heima í þessu efni. Ekki eigum við svo mörg slík stórmenni, að við getum sett saman mótíf-söfn um þau. E.t.v. mætti koma sér upp safni frímerkja um Jón Sigurðsson, ævi hans og störf, og leita þá að sjálfsögðu út fyrir landsteinana eft- ir efniviði í slíkt safn. En hér kom mér ekki síður í hug skáldið og athafnamaðurinn Einar Benedikts- son, sem miklar sögur fóru af í lif- anda lffí. Hann fór víða um lönd og hugur hans reikaði enn lengra og jafnvel til annarra hnatta. Ég held það gæti verið gaman fyrir einhvem ungan safnara að hyggja að einhveiju slíku efni innan íslenzkrar frímerkjasögu (fílatelíu) Sömu verðlaun f þessum flokki, stórt silfur, fékk safti, sem nefnist Fiskveiðar. Er það danskur maður, Jergen Jorgensen, sem hefur dregið þetta efni saman. Hér sýndi hann 80 blöð úr safni sínu eða í fimm römmum. Hins vegar gat hann þess í skýringum, að safnið allt væri'365 blöð. Hér fengum við því aðeins að sjá tæpan fjórðung safnsins. Af því má ráða víðfeðmi þessa safns. Höf- undur safnsins flokkar þetta efni m.a. eftir þjóðum, svo sem lesa má um á frímerkjum og stimplum, og sfðan í ýmsa undirflokka, svo sem gjaman er gert f mótíf-söfnun. Kemur þetta einkar vel út. Þannig tekur hann íslenzk frímerki, sem varða fiskveiðar í einhverri mynd. Sfðan fá allar aðrar þjóðir við Norð- ur-Atlantshaf sinn sess í safninu eftir sömu aðferð. Annar danskur maður átti þama safn, sem nefndist Hesturinn og not mannsins af honum. Stærð þessa safns sést bezt á því, að hér var það sýnt í 79 blöðum eða fimm römmum, en alls munu vera í safn- inu 437 blöð. Við fengum því aðeins að sjá tæpan fimmtung safnsins á LÍFIL 88. Þetta safn hlaut silfrað brons. Skiptist það í átta flokka, og er þar rakin saga hestsins frá örófi alda og fram á okkar daga. Er ljóst, að hér þarf oft mikla hug- kvæmni til og natni við að setja saman slíkt mótíf-safn eða þema- safn, eins og trúlega mætti einnig kalla það. Önnur söfn í þessari deild hlutu lægri verðlaun, en þau vom engu að síður mjög áhugaverð. Rúmsins vegna verður ekki rætt nánar um þau á þessum vettvangi. Áður hefur það komið fram í frímerkjaþætti, að frábært mótíf- safn um víkingatímabilið yrði í heið- ursdeild. Er þess vegna óþarft að endurtaka það, sem þar sagði. Hins vegar átti ég nú þess kost að skoða safnið betur en ég hef áður haft tök á og varð ekki fyrir vonbrigð- um, heldur hið gagnstæða. Gunnar Dahlvig hefur víða leitað fanga í söfnun sinni og sýnir með henni, hversu margt má tengja þessu þema. Hann sendi okkur til sýning-' ar á LÍFÍL 88 96 blöð úr safni sínu eða 6 ramma. Aftur á móti em alls 210 blöð í safni hans. Hann skiptir safninu í 13 aðalflokka og síðan í marga undirflokka. Hér get ég til ffóðleiks nefnt það, að 1. flokkur fjallar um upphaf víkinga. Þá er fjallað um daglegt líf þeirra í næsta flokki og honum skipt í störf þeirra við akuryrkju, veiðar og verzlun og svo borgarmyndun. Skip víkinga fá sérstakan kafia. Að sjálfsögðu er trúarbrögðum gerð skil, bæði Ása- trú og kristinni trú. Eklci er heldur skáldskap víkingatímans sleppt eða listum og skreytingu. Lagasetning fær einnig sinn sess. Þá fjallar Dahlvig um hemað víkinga og ný- lendustefnu þeirra í Vesturvegi. Þar verða ísland og Færeyjar stór þátt- ur og eins Grænland og Vínland. Loks er svo fjallað um leiðangra víkinga til íjarlægra staða, svo sem til Bretlandseyja og um meginland Evrópu og allt austur í Garðaríki og til Miklagarðs. Allt er hér sagt með frímerkjum, stimplum, umslög- um og ýmsu öðm því, sem tengja má þessu efni. Er sízt að undra, að safn þetta fékk stórt gyllt silfur á alþjóðafrímerkjasýningunni HAFNLA 87 í október síðastliðnum. Enn er ósagt frá mörgu því, sem sjá mátti á LÍFÍL 88. Verður því að skipta frásögninni í tvo þætti a.m.k. Kemur ffamhald hennar að viku liðinni. Heyrt og séð Mér hefur á stundum dottið í hug við lestur erlendra blaða og tíma- rita um frfmerki, að einhveijum les- enda þessara þátta gæti þótt gaman að því að fá stöku sinnum stuttan útdrátt úr slíku efni eða þá þýdda einhveija stutta umsögn um áhuga- vert eftii. Vissulega þori ég ekki að lofa því, að þetta geti orðið regla í hveijum þætti, enda er tími minn á stundum ærið stopull, bæði til lestrar ffímerkjarita og þá ekki síður til að setja þessa þætti sam- an. Ekki neita ég þvl svo, að mér væri þökk á að heyra frá lesendum, hvort þeim gæti þótt fengur í þess konar efni. Hef ég f huga að safna að mér ýmsu því, sem mér þykir forvitnilegt, og láta það koma hér smám saman í lok þáttarins og þá undir því heiti, sem ég hef gefíð þessum kafla. HITACHI HUÓMTÆKI HITACHI FERÐATÆKí ros&w /M* RÖNNING •//f// heimilistæki KRINGLUNNI - SÍMI 91-685868

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.