Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 16

Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Þannig mætti hugsa sér Tjarnarsvæðið og Ráðhúsið séð frá Austurvelli og Kirhjustræti. Tj örnin lengi lifi eftir Ragnar Þórðarson Ráðhús Reykjavíkur á að vera glæsilegur miðpunktur borgarinn- ar og borgarlífsins. Ég get ekki annað en hrópað húrra fyrir því að loksins skuli stjómendur Reykjavíkur fara að sinna útliti hennar. Það er þjóðarskomm hvað það hefur lengi verið forsómað. Ráðhúsið verður andlit höfuðborg- arinnar, það andlit, sem Reyk- víkingar og landsmenn allir verða stoltir af, ekki síst þegar gesti ber að garði. Umhverfí ráðhússins er ekki síður mikilvægt en húsið sjálft. Það er nauðsynlegt að svæðið norðan Ráðhússins verði skipulagt sem glæsilegur forgarður þess, Ráð- húsgarður, Ráðhústorg, og tengi Ráðhúsið við miðbæinn og opni um leið útsýni til Tjamarsvæðisins. — Það þarf þvi'þegar í stað að hefj- ast handa með vandaða skipulagn- ingu þessa svæðis, geyma ekki til eindaga að velja og safna saman listaverkum því til fegrunar, taka til við gróðursetningu strax á sumri komanda og stefna að því að þar verði allt fullmótað og frá- gengið, þegar Ráðhúsið verður opnað. Svæðið norðan Kirkjustrætis verður víst að teljast framlóð Reykjavíkurkaupstaðar allt frá þeim tíma að Skúli fógeti reisti „innréttingamar". Þar hefur verið rekin verslun. Það má segja að þessi „frumlóð" sé í algjörlega óviðunandi ástandi. Þama .standa ónýtir skúrar, sem vora víst sumir hverjir reistir í leyfísleysi og staðið hefur til um fjölda ára að fjar- lægja. Fyrir löngu átti að vera búið að opna götuna austan Aðal- strætis 9, svo hún tengdi „Hallæ- risplanið" við gamla kirkjugarðinn. Þama hefur því myndast lokað Ragnar Þórðarson sund, sem hefur ótrúlega vinsælt útisalemi, og Guð má vita hvað, í skjóli nætur. Þá era allar gang- „Nýtum Tjarnarsvæðið á þann hátt að Reyk- víkingar og aðrir lands- menn hafi not af þvi og það sé þeim til ánægju þegar þeir þurfa að reka erindi í miðbæ höfuðborgarinnar.“ stéttir og hellulagnir meira og minna ónýtar. Áður en Ráðhúsið verður full- gert er nauðsynlegt að endurskipu- leggja alla götufleti, hellulagnir og gróður á svæðinu og koma því í forsvaranlegt ástand. Það þarf að opna götuna austan Aðalstrætis 9 svo það sjáist í Ráðhúsið frá Aust- urstræti, sem verður líklega alltaf einn aðatviðkomustaður þeirra ferðamanna, sefn koma til Reykjavíkur. Einnig þarf að vanda mjög til svipmóts og frágangs hússins, sem byggt verður á lóðinni Aðalstræti 9. Þá þarf og að gefa vesturhlið „síma-hússins“ „nýtt andlit" í stað þess verksmiðjuútlits, er það hefur nú. Þá er nauðsynlegt að flóðkýsa allt þetta svæði — m.a. til að koma í veg fyrir óæskilega notkun þess að næturlagi og gefa miðbænum menningarlegra yfírbragð. Nú er ástandið á þessum bletti í hjarta Reykjavíkur algerlega óviðunandi og það er ekki nema sjáifsagt að Reykjavíkurborg og aðrir, sem eiga hlut að máli, greiði kostnaðinn af þessum fram- kvæmdum. En borgarstjórinn þarf HAFA SKAL ÞAÐ ER SANNARA REYNIST Arkitektum, borgar- verkfræðingi og borg- arstjóra svarað eftir Guðrúnu Pétursdóttur Mér era ekki vandaðar kveðjum- ar í grein arkitekta ráðhússins sem birtist í Morgunblaðinu 6. apríl. Það kemur mér á óvart að heyra þennan tón frá Margréti Harðardóttur, því í samtökunum Tjömin Lifí hefur það verið haft á orði, hve kurteis og elskuleg hún hefur verið þegar við höfum leitað til hennar eftir upplýsingum, þótt henni væri ljóst að við eram á öndverðum meiði. Það er alþekkt herbragð að reyna að gera andstæðinginn ómerkan þegar rök þrýtur og hann virðist ætla að hafa betur. Þá er málflutn- ingi hans ekki svarað beint, heldur er hamrað á því að hann fari með rangfærslur, án þess að geta þess hverjar þær era. Jafnvel er vísað til að aðrir hafí þegar hrakið þær, þótt það sé ekki rétt. Því er treyst að það sem situr eftir í huga lesand- ans sé að viðkomandi hafi farið með rangt mál. Þessum brögðum er nú beitt gegn grein minni um stækkun ráð- hússins. Fátt er manni kærara en æran, og þvf ætla ég að svara lið fyrir lið málflutningi arkitektanna og grein borgarverkfræðings sem birtist í Morgunblaðinu 31. mars sl., og auk þess kvörtunum borgar- stjóra í blaðinu í gær. Röksemdum mínum um að húsið verði mun hærra en áætlað var þegar ráðherra’ staðfesti Kvosar- skipulagið er ekki svarað. Það er hvergi hrakið, að þá hafí verið beð- ið um 3 hæðir en nú séu þær 4, eins og glöggt kemur fram á teikn- ingum. Þessi flórða hæð hefur fulla lofthæð og vel það, þótt alltaf sé vísað til hennar sem tæknirýmis. Guðrún Pétursdóttir Hins vegar segja arkitektamir • að vegghæð hússins sé Íitlu hærri en byggingarreglugerð heimili og bera fyrir sig „eðlilega túlkun m.a. byggingarfulltrúa“. I umræðum í „Hann minnist hins vegar ekki einu orði á þá staðreynd að húsið hefur vaxið um 5.000 rúmmetra. Það gera arkitektarnir ekki held- ur. Þau geta ekki snúið út úr þessum tölum, og geta ekki hrakið þær. borgarstjóm sl. fímmtudag kom fram áð túlkun byggingarfulltrúa er ekki eðlilegri en svo, að hann miðar vegghæð ekki við gólf fyrstu hæðar, heldur við götuhæð Vonar- strætis og sleppir þar með u.þ.b. 80 cm neðan af húsinu, en ofan af veggjum sleppir hann u.þ.b. 90 cm á þeirri forsendu að þar sé veggur aðeins inndreginn. Þar að auki telur hann vegghæðina á langveggjum hússins, þar sem hún er lægst, en ekki á göflum eða á þeim langvegg sem að Tjöminni snýr, en þar er hún mun hærri. Þetta er í samræmi við annað í blekkingavef yfírvalda. En svo má spyija hvort almenningi sé ekki nokkuð sama um hæð hússins að þakbrún, — það er heildarhæð húss- ins sem skiptir máli. Hver er hún? Það er ekki auðvelt að átta sig á henni af þeim uppdráttum, sem al- menningi var ætlað að skilja á auka- kynningunni svokölluðu. Við bragð- um því á það ráð sem okkur fannst ömggast og heiðarlegast, nefnilega að spyija arkitektinn sjálfan. Því minni ég Margréti Harðardóttur á símtal laugardaginn 5. mars sl., en þá sagði hún að hæsti punktur ráð- hússins væri 15,7 m yfír gólfí fyrstu hæðar. Hafí sú tala verið röng er ekki við mig að sakast, heldur verð- ur hún að kippa þeirri flís úr eigin auga. Mig furðar þó, að endanlegar tölur skuli ekki hafa legið fyrir þegar arkitektinn svaraði okkur, því þá höfðu teikningar að stækk- uðu húsi þegar verið lagðar fyrir byggingamefnd ásamt umsókn um byggingarleyfi. í grein borgarverk- fræðings segir að endanleg hæð ráðhússins sé 14,4 m að hæsta punkti þaks. Annað hvort hefur harmónikkan dregist saman, eða borgarverkfræðingur miðar ekki við gólf fyrstu hæðar heldur við ein- hvem punkt upp á vegg. Hver sem skýringin er, breytir hún ekki því, að heilli hæð hefur verið bætt við ráðhúsið frá því ráðherra staðfesti skipulagið. Myndin sýnir austurgafla ráðhússins (sem snúa að Iðnó) eins og þeir voru á verðlaunatillögunni (með ljósum lit) og eins og þeir líta út á teikningunum sem nú liggja fyr- ir byggingarnefnd (með dökkum lit). I bakgrunni sjást útlínur Tjamargötu 10. Báðir uppdrættir voru teiknaðir með sama mælikvarða. Eini óvissuþátturinn er staðsetning stækkaða hússins, þvi útlínur húsa við Tjarnargötu voru ekki sýndar á þeim uppdrætti. Ekki verður um það villst, að nýja húsið er mun meira að umfangi og þegar við bætist að það hefur lengst til austurs, skal engan undra að um 5000 rúmmetra stækkun er að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.