Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 17 að hafa forystu um skipulagningu og framkvæmd þessa verks. Svip- mót bygginganna í nágrenni Ráð- hússins, t.d. hússins, sem Happ- drætti Háskólans hefur í hyggju að reisa á homi Tjamargötu og Vonarstrætis, svo og svipmót þess húss eða húsa, sem kunna að verða byggð austan þess Ráðhúsgarðs, sem hér er rætt um, skipta auðvit- að miklu máli. Þáu mega hvorki skyggja á eða yfírgnæfa Ráðhúsið eða Alþingishúsið. Þá er einnig eðlilegt að rejma að hafa áhrif á hvaða starfsemi yrði rekin í þessum húsum sem og þeim húsum, sem em þama fyrir. Það gæti t.d. verið æskilegt að sem flestar ferðaskrifstofur bæjarins og önnur ferðamannaþjónusta, með tilheyrandi minjagripaversl- unum og gjafavörubúðum, list- munaverslánir og tískuverslanir væm staðsettar þama og auk þess auðvitað töluvert af íbúðum og þjónustufyrirtækjum. Nýtum Ijamarsvæðið á þann hátt að Reykvíkingar og aðrir landsmenn hafí not af því og það sé þeim til ánægju þegar þeir þurfa að reka erindi í miðbæ höfuð- borgarinnar. Ijömin ætti að verða þáttur í daglegu lífí borgaranna — (en ekki bara andapollur). Aukin þjónusta og bætt og list- rænt umhverfí Tjamarinnar verður áreiðanlega til þess að auka gleði og ánægju mannsandans og ann- arra anda. Tjömin lengi lifí. Höfundur er gamall Reykvíking- ur, þekktastur sem RagnaríMark■ aðinum eða Ragnar i Glaumbæ. Það er furðulegt að ráðherra skuli ekki hafa verið kynnt áform um að stækka húsið, en allar teikn- ingar þar að lútandi vom lagðar fyrir byggingamefnd aðeins 3 dög- um eftir að ráðherra staðfesti skipu- lagsuppdráttinn. Æðsta stjómvald skipulagsmála virðist ekki undan- þegið óskammfeilni borgaryfírvalda frekar en almenningur. Næst vil ég svara háðsglósum varðandi skerðingu á Ijöminni og gmnnflöt ráðhússins. Samkvæmt tölum frá borgaryfírvöldum sjálfum nemur skerðingin á 'Ijöminni um 2.300 m2 eftir nýsamþykkta stækk- un á byggingarreit. Reiknisdæmið lítur svona út: byggingarreitur sá sem yfírvöld mörkuðu sér í upphafí nam 3.248 m2. Við hann bætist nýfengin 300 m2 aukning (því ég leyfí mér að afþakka að „skilað sé aftur" 6 m breiðri spildu milli gang- stéttar Vonarstrætis og norður- veggjar hússins). Þetta em 3,548 m2. þar af em 1,271 m2 á landi, en 2.277 m2 í vatni. Sé gmnnflötur ráðhúsbygginganna aðeins 1,721 m2 en þéssi byggingarreitur engu að síður nauðsynlegur, sýnir það hversu mikið pláss mun fara í bilið . á milli húsanna, vatnsþróna við norðurhomið, stéttir og annað sem húsunum tilheyrir, en ekki verður undanskilið þegar rætt er um fyrir- ferð þessa mannvirkis. Þá röksemd að Tjömin verði að- eins skert um 1% hafa menn séð í gegnum fyrir löngu. Vatnsþróin norður við húsin og rennan á milli þeirra koma ekki í stað þeirrar nátt- úmlegu 'Ijamar sem við viljum varðveita. Prósentureikningur virð- ist í raun fáránlegur í þessu sam- bandi, því sá skaði sem umhverfí Tjamarinnar og heildarsvipur þess mun bíða við þessar framkvæmdir verður ekki mældur hvorki í pró- sentum né krónum og aurum. Arkitektamir klykkja út með því að aðrar „rangfærslur", mér eign- aðar, hafí borgarverkfræðingur þegar hrakið. Ekki varð ég vör við það, en við skulum leita. Hann fer á kostum við að útskýra hvemig breyta megi 697 m2 stækkun í 258 m2, á þeirri forsendu, að mér skilst, að þorri þessarar stækkunar hafí verið nauðsynlegur. Það getur vel verið, en það breytir ekki því, að húsið hefur stækkað um tæpa 700 m2 frá staðfestu skipulagi. Hann minnist hins vegar ekki einu orði á þá staðreynd að húsið hefur vaxið um 5.000 rúmmetra. Það gera arkitektamir ekki heldur. Þau geta ekki snúið út úr þessum tölum, og geta ekki hrakið þær. En rúmtak byggingarinnar er ein- mitt það sem skiptir mestu máli í þessari baráttu tala ég fyrir munn þeirra sem hafa áhyggjur af því hvemig þetta hús mun líta út utan frá séð. Okkur varðar ekki svo mjög um gólffleti hér og þar innan stokks, en umfang hússins skiptir máli. Hversu hátt er það, hversu stórt er það? í lok nóvember skrifar borgarstjóri að þessi bygging sé 19.000 rúmmetrar. Nú er sótt um byggingarleyfí fyrir 24.336-rúm- metram. Þetta er 28% aukning. Ég skora á borgaryfírvöld og arkitekt- ana að hrekja þessar tölur ef þau geta. Síðari hluti greinar borgarverk- fræðings, þar sem rætt er um með- alstærð tillagna að ráðhúsi sem bárast í tugatali, fellur um sjálfa sig. Eina tillagan sem máli skiptir er verðlaunatillagan, og það era breytingar á henni frá staðfestu skipulagi sem nú er deilt um. I lok greinar sinnar benda arki- tektar á meðfylgjandi mynd af ráð- húsinu „eins og það var kynnt". Þessir uppdrættir hafa aldrei hlotið lögboðna kynningu, enda sýna þeir umdeilda stækkun. Þar sést, svo ekki verður um villst, að í nýjustu mynd sinni nær húsið mun lengra til austurs en áður var. Það má því með sanni segja að mynd segi meira en þúsund orð, því hvorki nefndu arkitektamir né borgarvferkfræð- ingur þessa stækkun einu orði. Ég tek undir hugleiðingar arkitekta um að menn skuli leita sannleikans og raunveraleikans, og vona að þau verði fundvísari í framtíðinni en hingað til, því raunveraleikinn er sá að nú er beðið um byggingar- leyfí fyrir ráðhúsi sem er 28% stærra en það var á þeim upp- drætti sem félagsmálaráðherra staðfesti. Borgarstjóri segist aldrei hafa þurft að búa við aðrar eins hártog- anir og falsanir og fram hafí komið hjá andstæðingum ráðhússins um stærð þess, eins og haft er eftir honum í Morgunblaðinu í gær. Þessum kvörtunum vísa ég til föð- urhúsanna, og tel að hugarvíl hans stafí fremur af því að loks rísa upp menn sem hika ekki við að standa uppi í hárinu á honum, og var sann- arlega kominn tími til. Höfundur er háakólakennari. * • / ÁRMÚLA 44. SÍMI 32035. Opið laugardag kl. 1 0.00-1 6.00 Flugstjórnarmiðstöðin tengist ratsjá á Stokksnesi: Ratsjársvæði miðstöðv- arinnar stækkar um 70% Flugstjómarmiðstöð Flugmála- stjómar i Reykjavik hefur tekið i notkun nýjan ratsjárbúnað, sem tengdur er ratsjárstöð Atlants- hafsbandalagsins á Stokksnesi. Við þetta stækkar radarsvæði flugstjórnarmiðstððvarinnar um 70%. Fyrirhugað er að flugstjóm- armiðstöðin muni einnig tengjast ratsjárstöðvunum sem em i bygg- ingu á Gunnólfsvikurfjalli og Stigahlið, svo og ratsjárstöð NATO í Færeyjum. í fréttatilkynningu frá Flugmála- stjóm segir að með bættum ratsjár- búnaði megi ipinnka mjög aðskilnað milli flugvéla og auka öryggi f flug- umferðarstjómun. Gert er ráð fyrir að eftir tvö til þrjú ár muni flugsfjóm- armiðstöðin geta fylgst nákvæmlega með 200-400 sjómflna breiðu belti frá Noregi og Bretlandi og vestur fyrir ísland. Það mun gera kleift að stytta vegalengdina milli flugvéla þannig að hún verði aðeins sjöttungur þess, sem skylda er annars staðar á Atl- antshafí. Frá 1984 hefur flugstjómarmið- stöðin tengst nýjum aðflugsratsjár- tækjum Vamarliðsins á Keflavfkur- flugvelli, og hafa Bandarfkjamenn tekið þátt í framkvæmd þeirrar áætl- unar, sem nú er að verða að vera- leika. Hugmyndir munu einnig vera uppi um að taka á móti ratsjármerkj- um frá ratsjárstöðvum Bandarfkja- manna á Grænlandi. GRÆNLAND Stækkun ratsjár- svæðisins með tengingu við rat- sjá á Stokksnesi Á þessu korti má sjá stækkun ratsjársvæðis flugstjómarmiðstöðvar- innar. Hringlaga svæðið með miðju i Keflavík er gamla radarsvæð- ið, en skyggða svæðið til hægri bætist nú við með tengingunni til Stokksness. Þegar tengingu verður komið á við ratsjárstöðvamar á Gunnólfsvíkurfjalli og Stigahlíð, auk ratsjárstöðvar NATO í Færeyj- um, mun ratsjársvæðið ná yfir um það bil allt flugumferðarsvæði íslendinga, sem sýnt er á kortinu. VELA-TENGI Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar Vesturgötu 16, sími 13280 NÝMÓÐINS, SÍGILD OG/EÐA GAMALDAGS ÓTALTEGUNDIR ALDREI MEIRA ÚRVAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.