Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 21 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 Umsjón: Sigurður H. Richter Iðnskólinn í Reykjavík. Iðnskólinn í Reylq’avík — Opið hús Fjöldi nema í dagskóla haustið 1987 Almennt nám 44 Klæðskurður 1 Bakaraiðn 19 Málaraiðn 18 Bifreiðasm. 10 Múrsmíði 2 Bifvélavirkjun 38 Netagerð 3 Blikksmfði 2 Offsetljósm. 5 Bflamálun 2 Prentiðn 23 Bókbandsiðn 5 Pfpulögn 13 Fatatækni 13 Rafeindavirkjun 127 Fomám 128 Rafvirkjun 51 Grunnd. háriðn. 53 Rafvélavirkjun 4 Grunndeild málmiðn. 62 Setning 12 Grunndeild rafriðn. 103 Skeyt. plötugerð 16 Grunndeild tréiðn. 37 Stálvirkjun 1 Grunndeild bókiðn. 33 Tækniteiknun 73 Gullsmfði 1 Tölvutækni 73 Hárgreiðsla 22 Undirb. fataiðn. 22 Hárskurður 26 Vélvirkjun 19 Húsasmíði 45 Öskjuhlíðarbraut 8 Húsgagnabólstrun 1 Samtals 1.160 Kjólasaumur 9 Kjötiðn 20 Fjöldi nema í kvöldskóla haustið 1987 Bókbandsiðn 3 Grunnd. rafiðn. 27 Grunnd. bókiðn. 9 Meistaranám 53 Rafeindavirkjun 26 Skeyting og plötugerð 13 Samtals 131 Rafeindavirkjun. Iðnskóladagur verður haldinn sunnudaginn 10. april (tengslum við Norræna tækniárið sem nú stendur yfir. Iðnskólinn á Skóla- vörðuholti verður þá opinn kL 13—17. Almenningi er boðið að koma og kynna sér starfsemi skól- ans. Veitingar verða á boðstólum. AlUr eru velkomnir. 1 Iðnskólanum læra nemendur þá list að beita hefðbundnu hand- verid iðnaðarmannsins og varð- veita þannig hluta af menningu landsins. A sama tfma búa þeir sig undir virka þátttöku í tækni- væddum heimi framtfðarinnar. Þó svo að Iðnskólinn í Reykjavík sé sérskóli sem býður jafnvel upp á námsbrautir sem ekki er að finna í öðrum fram- haldsskólum tengist hann einnig almennu framhaldsskólanámi eft- ir að námsgreinar skólans voru lagðar að samræmdum áfangalýs- ingum framhaldsskólanna. Með þvf hafa opnast ýmsir nýir mögu- leikar fyrir nemendur skólans um námsval og leiðir. Allt frá 1954 hefur Iðnskólinn í Reykjavfk verið til húsa við Skólavörðuholt þar sem megin- hluti starfseminnar fer fram. Að auki hefur skólinn húsnæði Vörðuskóla (áður Gagnfræða- skóla Austurbæjar). Loks má nefna húsnæði við Smiðjuveg f Kópavogi þar sem bifreiðasmíði og framhaldsdeild vélvirkjunar eru til húsa. Hlutverk Iðnskólans er að veita Trésmiði. nemendum sfnum haldgóða þekk- ingu f löggiltum iðngreinum, eftir- menntun í formi námskeiða og undirbúning undir frekara nám, svo sem við tækniskóla eða há- skóla. Sfauknar kröfur eru gerðar til Iðnskólans þar sem tækniþróun er mjög ör f iðnaði og skólinn vill fylgjast sem best með. Fjármagn til skólastarfsins er hinsvegar af skomum skammti og gerir honum erfitt að gegna hlutverki sfnu sem skyldi. Fataiðn. í grunndeild fá nem- endur undirbúningsþjálfun til starfa f fataiðnaði. Að lokinni grunndeild geta nemendur sótt um framhaldsdeild fataiðnaðr þar sem þeir sérhæfa sig í fatatækni, kjólasaum eða klæðskurði karla. Málmiðnaður. Námið hefst með grunndeild sem samanstend- ur af almennu bóknámi, ásamt kynningaráföngum f fagbókleg- um og verklegum greinum. Síðan taka við framhaldsdeildir svo sem: bifi?eiðasmfði, bifvélavirlg'un, blikksmíði, stálsmfði, pípuiögn, rennismíði, vélvirkjun o.fl. Hársnyrting. Grunndeild hár- iðna er fyrir þá sem hyggja á nám í hárskurði eða hárgreiðslu. Nám- ið er bæði bóklegt og verklegt Að lokinni grunndeild veija nem- endur sérgrein, hárskurð eða hár- greiðslu og fara f verklega þjálfun á hárgreiðslu- eða rakarastofu. Að því loknu geta þeir sótt um inngöngu í framhaldsdeild við- komandi sérgreinar. Bókagerð — prentiðnir. Nám- ið hefst f grunndeild bókagerðar en tekur fljótlega mið af því sér- sviði, sem nemar hafa valið sér. Má þar nefna bókband, setningu, offsetljósmyndun, offsetprentun, skeytingú o.fl. Rafiðnir. Grunndeild rafiðna er undirstaðan undir nám í raf- virkjun, rafvélavirkjun og raf- eindavirkjun. Eftir eitt ár í grunn- deildinni velja nemendur hvort þeir halda áfram í rafeindavirkjun eða rafvirkjun. í framhaldsdeild rafeindavirkja læra nemendur út- varps- og sjðnvarpstækni, tölvu- og flarskiptatækni. Um er að ræða bæði bóklegt og verklegt nám. í framhaldsdeild rafvirkja skiptist námið f almenna rafvirkj- un og rafvélavirkjun, bóklegt og verklegt nám. Tréiðnlr. Þeir nemar sem hyggja á nám í tréiðn hefla náms- feril sinn í grunndeild tréiðna. Sfðan velja þeir námsbrautir eftir því hvaða sérsvið þeir hyggjast leggja stund á, húsasmíði hús- gagnasmíði, húsgagnabólstrun, tréskipasmfði o.fl. Auk almenns iðnnáms eru þijár aðrar námsbrautir f boði. Tæknlbraut sem er viðbót- arnám ofan á iðnmenntun og lýk- ur með tæknistúdentsprófi. Tölvubraut sem er 3ja ára al- mennt nám undirbúningsdeildar, ásamt námi f tölvugreinum sem skiptast í vélbúnað og hugbúnað. Tækniteiknun sem er eins árs nám S gerð uppdrátta og vinnu- teikninga af ýmsum hiutum og mannvirkjum. Öldungadeild er starfandi við skólann. Þar fá nemendur kennslu í bókagerð og rafeindavirkjun. Fornám hefur verið f gangi innan Iðnskólans um nokkurra ára skeið. Þar fá nýnemar aðstoð við að bæta námsstöðu sfna, hafi þeir ekki náð tilskildum árangri á grunnskólaprófí. Kennarar og nemendur munu leggja sig fram við að veita gest- um sem bestar upplýsingar um námsbrautir og verkefni. Boðið veiður upp á málverkasýningu, tískusýningu, myndbandasýningu o.fl. að ógleymdum veitingum I matsal skólans. Verið velkomin — pjótið dags- ins. HVERFISGATA 46 Ný meiriháttar 6 vikna vornámskeið að hefjast. Allt nýjir dansar og spor frá Tommie og Martin Innritun hafin kl. 13-18 í síma 621088. Afhending skirteina á Hverfisgötu 46, laugardaginn 9. aprí), kl. 14-18. Kennsla byrjar mánudaginn 11. apríl. 7-9 ára 10-12 ára unglingar VISA&

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.