Morgunblaðið - 09.04.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 09.04.1988, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Kosið í Iran Jjrátt fyrir árásir Iraka Nikosíu, Bagdad, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÍRAKAR héldu áfram árásum á Teheran og fleiri íranskar borgir í gær meðan þingkosn- ingar fóru fram i íran. Aðairit- ari Sameinuðu þjóðanna, Perez de CueUar, hefur að nýju hafið tilraunir til að koma á vopnahléi milli írana og íraka, og ræddi við aðstoðarutanríkisráðherra írans, Mohammad Jawad Lari- jani á miðvikudag og á fimmtu- dag. Iranska útvarpið skýrði frá því í gær að írakar hefðu skotið eld- flaugum á Teheran, hina helgu borg Qom og Esfahan, og íraskar þotur hefðu gert loftárásir á tvær borgir í Vestur-íran í gærmorgun, rétt áður en lqorklefar opnuðu vegna þingkosninganna. íranir hefðu svarað með því að skjóta fímm eldflaugum á Bagdad, Mosul og Al-Amarah. Útvarpið greindi ennfremur frá því að kosningamar hefðu gengið vel miðað við aðstæður. Hermenn hefðu tekið sér frí frá stríðinu til að greiða atkvæði og íbúar ein- angraðra þorpa hefðu látið at- kvæði sín í kjörkassa sem fluttir hefðu verið til þeirra með herþyrl- um. íranskir leiðtogar hvöttu al- menning til að sýna samstöðu og hug sinn til íraka í kosningunum. Iranskur sendimaður hjá Sam- einuðu þjóðunum sagði í samtali við fréttamann Reuters í gær að í fyrstu lotu viðræðna de Cuellars, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Larijanis, aðstoðarutanríkisráð- herra írans, hefði ekki verið farið út í smáatriði, heldur hefðu málin verið rædd almennt. Larijani ítrek- aði við komuna tii New York kröfu írana um að írökum yrði hegnt fyrir notkun efnavopna. Haft er eftir sendimönnum að de Cuellar vilji nú fá úr því skorið hvort íran- ir samþykki ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá júlí síðast- liðnum, þar sem krafist er tafar- laus vopnahlés. írakar segjast reiðubúnir að ganga að þeirri kröfu, að því tilskildu að Iranir geri það lflca. Fyrirhugað er að aðalritarinn ræði við sérstaka sendinefnd írösku stjómarinnar í New York á mánudag og þriðju- dag. Reuter Mótmælendur kveiktu í bandaríska fánanum og notudu hann tíl að bera eld að bifreiðum sem stóðu framan við sendiráð Bandaríkjanna í Hondúras. Hondúras: Mótmæli vegna fram- sals eiturlyfjasmyglara Handelsbanken í sam- starfi við sovézka banka Stokkhólmi. Reuter. Handelsbanken, næst stærsti banki Svíþjóðar, hefur gert sam- starfssamning við fjóra sovézka banka og er tilgangurinn að greiða fyrir fjölþjóða viðskipta- starfsemi í Sovétríkjunum. „Við teljum samninginn mikil- vægan þegar til lengri tíma er litið. Við gerum ráð fyrir því að í framtíðinni muni útlend fyrirtæki taka upp samstarf við sovézk fyrir- tæki og að samvinna þeirra verði stór hluti af utanríkisverzlun Sovét- manna þegar fram líða stundir," sagði talsmaður bankans í gær. Handelsbanken hefur haft skrif- stofu opna í Moskvu frá árínu 1974. Tegucigalpa, Reuter. HUNDRUÐ manna tóku þátt í mótmælum við sendiráð Banda- rikjanna i Tegucigalpa höfuð- borg Hondúras á fimmtudag til að mótmæla framsali Juans Ramons Matta til Banda- ríkjanna. Hann var handtekinn á fimmtudag grunaður um að vera forsprakki í viðtæku eitur- lyfjasmygli. óttast er að fimm hafi faílið er kom til átaka við ' sendiráðið. Útvarpsstöð í Hondúras sagði frá þvf að fjórir hefðu fallið í skot- bardaga milli mótmælenda og manna I séndiráðsbyggingunni. Stúlka lést er mótmælendur kveiktu í bifreið hennar. Nokkrir særðust í átökunum. Ekki hefur verið staðfest hversu margir létu lífíð en að sögn lækna var komið með tvo látna menn á stærsta sjúkrahús borgarinnar. Sjónarvottar segja að til átaka hafí komið eftir að nokkrir úr hópi 1.500 mótmælenda brutust inn í bygginguna þar sem sendiráð Bandaríkjanna er til húsa og kveiktu í eftir að hafa Iátið greipar sópa. Ekki komust þeir inn í skrif- stofur sendiráðsins. Virtist sem skotið hefði verið á mannfjöldann úr byggingunni og svöruðu mót- mælendur í sömu mynt. Starfsmað- ur bandaríska sendiráðsins sagði að enginn á þeirra vegum hefði skotið á mannfjöldann úti fyrir. ítalska ríkissjónvarpið undir- býr útsendingar til Póllands Varsjá. The New York Timee ÍTALSKA ríkissjónvarpið, RAI, verður líklega fyrsta vestræna sjónvarpsstððin, sem fær hindr- unarlausan aðgang að áhorf- endum austan járntjalds. Verið er að senya um tilraunasend- ingar þess í Kraká i Póllandi. Eru nokkrir Pólveijar þegar farnir að læra ítölsku til að geta notið sendinganna sem best. Samningurinn um sýningarrétt RAI, sem lfklega kemur til fram- kvæmda síðar á þessu ári, er tal- inn til marks um að ásókn vest- rænna stöðva í að hefja sjón- varpsrekstur austan tjalds sé að byija að bera árangur. Áhorfend- ur í Austur-Þýskalandi hafa um nokkurt skeið getað horft á vest- ur-þýskt sjónvarp frá stöðvum handan landamæranna, og í Tékkólslóvakíu og Ungveijalandi hafa menn náð í sjónvarpsgeisla frá Vestur-Þýskalandi og Aust- urríki. f sumum héruðum Júgó- slavíu horfir fólk á ítalskt sjón- varp. Stefan Staniszewski, talsmaður pólska utanríkisráðuneytisins, sagði að Pólverjar hefðu valið aðalrás ftalska ríkissjónvarpsins meðal annars vegna ítölskunnar, hana væri „tiltölulega auðvelt að læra“. Hann bætti við, að sjón- varp ítala hefði „þjóðlegt og vin- sælt yfírbragð" og þar væri einn- ig að fínna efni „sem kynni að vekja ánægju hjá pólskum áhorf- endum". Stuðningxir páfa Fréttir herma að Jóhannes Páll páfí II, sem er frá PóIIandi, hafí verið því eindregið fylgjandi, að ítalska sjónvarpið næði augum pólskra áhorfenda. Ekki er ólík- legt, að það eigi rætur að rekja til áhuga páfa, að tilraunasendin- gamar eru í Kraká, sem er fyrrum sókn hans. Á fyrstu rás ítalska ríkissjón- varpsins er sýnt alhliða efni, frétt- ir, fræðsluefni og skemmtiefni. Stöðin hefur hins vegar alltaf þótt fhaldssöm í skoðunum og hliðholl sjónarmiðum páfa og ka- þólsku kirkjunnar. Kalla Italir hana stundum „rás páfans". Nú eru tvær sjónvarpsrásir í Póllandi og að sjálfsögðu stjómar ríkið því, hvað þar er sýnt. Einnig er unnt að ná í fyrstu sovésku rásina í Varsjá. Pólveijar sem geta komist yfír erlendan gjald- eyri eða eru vel efnaðir sælqast í vaxandi mæli eftir loftnetum, sem duga til að ná í sendingar gervihnatta. Sjást þau nú á þó nokkrum húsum. Þá eru mynd- bandstæki einnig að festa rætur í Póllandi, er talið að þar séu nú 700.000 slík tæki en íbúar lands- ins eru 35 milljónir. Myndbands- tæki eru keypt fyrir erlendan gjaldeyri og kosta á bilinu 17.000 til 20.000 krónur. Piotr Gawel, sem hefur rann- sakað neysluvenjur Pólveija, sagði í grein í vikublaðinu Polityka, að með hliðsjón af mikl- um skorti á neysluvörum f Póll- andi væru myndbandstæki orðin að stöðutákni Pólveija. Færðu menn gjaman miklar fómir til að geta eignast slík tæki. Þíða í samskiptum austurs og vesturs Opinberlega segir pólska stjómin að samningaviðræðumar við ítalska ríkissjónvarpið endur- spegli þíðuna í samskiptum aust- Urs og vesturs. Og stjómvöld við- urkenna að rafeindatæknin sé að breyta veröldinni í eitt „sjónvarps- þorp“. Staniszewski segir að al- þjóðasamvinna í sjónvarpsmálum sé upphaf þróunar, sem muni mótast að verulegu leyti af ástandinu í Evrópu og þó sérstak- lega samskiptum austurs og vest- ítalska sendingin verður um gervihnött og á hana er meðal annars Iitið sem viðleitni pólsku stjómarinnar til að afla sér vin- sælda meðal þjóðarinnar. Hefur hún þegar leitast við að gera þetta með því að lífga upp á dagskrár pólska sjónvarpsins. Til marks um þetta er, að um nokkurra mánaða skeið hefur verið boðið upp á dag- skrá seint á laugardagskvöldum undir hinni vafasömu yfírskrift: Eros og bókmenntimar, en á bak við hana leynast létt-djarfar fran- skar kvikmyndir. Brot úr sendingum bandarísku fréttastöðvarinnar US Cable News Network, CNN, eru stund- um sýnd í pólska sjónvarpinu en þess er jafnan gætt að samhliða komi fréttabútar úr sovéska sjón- varpinu. Áður hafði verið kveikt í 20 bifreið- um sem stóðu fyrir utan og er tal- ið að stúlka hafí brunnið inni í ein- um bílanna. Vopnuð óeirðalögregla var kölluð tfl og dreifði mannfjöld- anum. Talsmaður ríkisstjómarinnar í Hondúras sagði í yfírlýsingu í út- varpi í gær að stjómin færi þess á leit við fólk að það héldi stillingu sinni. í yfírlýsingu stjómarinnar er framsal Matta, sem er Hondúras- búi, réttlætt, þrátt fyrir að stjómar- skrá landsins banni framsal á ríkis- borgurum. Matta hefur verið lýst af banda- rískum stjómarerindreka sem ein- um stórtækasta eiturlyfjasmyglara í heimi. Hann var handtekinn á fímmtudag af sveit sérþjálfaðra Iögreglumanna og fluttur til Bandaríkjanna. Stjómmálamenn og fjölmiðlar í Hondúras hafa gagnrýnt meðferðina á Matta og segja að þama hafí verið framið mannrán. Grænland: Veður hamlar leit að tveim rjúpnaskyttum Nuuk, frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. LEITAÐ er að forstjóra skipa- smíðastöðva grænlensku stjóm- arinnar, Henrik Siegstad, og yfirmanni tæknideildar græn- lenska útvarpsins, Kaj Sivert- sen, en þeir fóru á rjúpnaveiðar um páskana og hafa ekki sést síðan. Mennimir lögðu af stað frá Nuuk á litlum bát 30. mars, og sögðust ætla og koma aftur 2. apríl. Skip og þyrla hafa leitað þeirra síðan, en án árangurs. Á fímmtudag hætti þyrlan leitinni vegna veðurs. Sjálfboðaliðar ætl- uðu að he§a leit á hraðbátum, en veðrið hefur verið svo slæmt und- anfama daga að slíkt hefði verið tilgangslaust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.