Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 25

Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 25
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 t 25 i f i * • Reuter Oskar undirbuinn Undirbúningur fyrir árlega afhendingu Óskarsverðlauna sem fram fer á mánudaginn í Los Angeles stendur nú yfir. Verka- menn unnu að því á fimmtudag að koma fyrir þessum átta metra háu afsteypum af hinum eftirsótta verðlaunagrip framan við Shrine hljómleikahúsið þar sem afhendingin fer fram. Tékkólsóvakía: Vandasamar forystu- breytingar á döfinni Prag, Reuter. MIÐSTJÓRN tékkneska kommúnistaflokksins kom saman í gær, en talið er að mannabreytingar í rikisstjórninni séu á næsta leiti. Enn er óvist hversu víðtækar breytingar þessar verða, en embættismenn flokksins sögðu ljóst að vegna áætlana um að fækka um þijú ráðu- neyti væri Jjóst að einhveijir af hinum valdaminni ráðherrum þyrftu að finna sér önnur störf þar sem hæfileikar þeirra nýttust betur. Aðalritari flokksins, Milos Jakes, flutti setningarræðu í upphafi fund- arins og var það fyrsta ræða hans frá því hann tók við embætti í des- ember síðastliðnum. Ræða hans hefur enn ekki verið birt opinber- lega, en á flmmtudag sagði Jakes að hann myndi fjalla um „endur- byggingu efnahagskerflsins og þró- un sósialísks lýðræðis." Að undanfömu hafa vestrænir stjómarerindrekar í Prag velt vöng- um yfír hugsanlegum breytingum og hefur mest verið rætt um framtíð Lubomirs Strougals, forsætisráð- herra. Hann þykir vera með fijáls- lyndari mönnum í forystusveit kommúnistaflokksins, en hann kann að gjalda þeirra staðrejmdar að hann er Tékki. í Tékkóslóvakíu er vaninn sá að helstu áhrifastöðum er skipt milli Tékka og Slóvaka, en eftir að Ja- kes var kjörinn aðalritari gegna Tékkar nú þremur af fjómm æðstu embættum landsins. - Kommúnistaflokkurinn á við nokkra valþröng að glíma í þessum efnum, þvi ef Strougal verður færð- ur rim neðar í valdastiganum mun það varla hljóta góðar undirtektir í Moskvu, en þar á bæ þykir mönn- um sem Tékkóslóvakar hafi verið tregir í taumi þar sem „glasnost" og „perestrojka" eru annars vegar. Japan: Innflutningnr hafinn á japönsk- um bílum frá Bandaríkjunum Tókýó. Reuter. HONDA-bílaverksmiðjumar jap- önsku hafa hafið innflutning á japönskum bílum, sem framleidd- ir era í Bandarikjunum. Er talið að hér sé fyrst og fremst um tákn- rænan viðburð að ræða, en engu að sfður mikilvægan áfanga í þeirri viðleytni að grynnka á þeim mikla gróða, sem Japanir hafa haft af viðskiptum við Banda- ríkin. „Við vonumst til að þessi innflutn- ingur verði til að draga úr spennu, sem ríkt hefur milli stjómvalda í Tókýó og Washington vegna við- skipta ríkjanna, og stuðli að meiri jöfnuði," sagði talsmaður Honda i gær. I fyrstu bílasendingunni voru 540 Honda Accord Coupe bílar, sem framleiddir voru í verksmiðjum fyrir- tækisins í Marysville í Ohio. Stefnir Honda að því að flytja inn 5.000 bíla í ár og um 50 þúsund bíla árlega frá árinu 1991. Til samanburðar má geta að allar bandarísku bíla- verksmiðjumar seldu samtals aðeins um 4.000 bifreiðar til Japans í fyrra. Sú tala virðist ennþá lægri þegar þess er gætt að Japanir seldu 2,2 milljónir bifreiða til Bandaríkjanna í fyiTa. Japanskar bílaverksmiðjum- ar seldu um helming framleiðslu sinnar til Bandaríkjanna í fyrra og á bílasalan einn stærsta þáttinn í hinum mikla hagnaði, sem Japanir höfðu af viðskiptum við Bandaríkin í fyrra. Um síðustu áramót var hagn- aður þeirra orðinn 52 milljarðar doll- arar, eða jafnvirði tvöþúsund millj- arða íslenzkra króna. Avinningur Bandaríkjamanna af innflutningi Honda er mikill. Fýrir hvem seldan bíl aukast líkumar á því að bandarískur launþegi haldi vinnu sinni. Þar með eflist atvinnu- og efnahagslífíð í Bandaríkjunum. H U I Ð ÍSLENSKA ÖRBYLGJUPOPPIÐ er SUPER POP, gæða popp-maís sem hefur 30 - falda poppun. Það er pottþétt fyrir alla sem stefna að frægð og frama í "poppheiminum". Örbylgjupoppið átti við örðugleika að stríða í upphafi, örbylgjupokamir voru ekki nógu góðir. Nú er það komið í nýja og betri örbylgjupoka. í nýju pokunum verður poppið meira og betra og við treystum því að örbylgupopparar verði ánægðir með árangurinn. Þetta örbylgjupopp er nú einnig til í ódýrari pakkningum, - prófaðu. Vatnagörðum 14,Reykjavík Sími: 3 80 80 SPÁÐU í SK0DANN G0TTAÐ KEYRANN AUÐVELT AD BORGANN Góö greiöslukjör. Handhöfum VISA bjóöum viö 25% útborgun og afganginn á 12 mánuöum. Verð frá kr. 176.600.- JÖFUR -ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.