Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 28

Morgunblaðið - 09.04.1988, Side 28
Z8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fúlltrúar ritstjóra Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Áuglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Ný viðspyrna — ný tækifæri Með samningum þeim, sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gerði í fyrrinótt og ákvörðun Kennarasam- bands íslands um að fresta hugsanlegum verkfallsaðgerð- um til haustsins, má telja víst, að sæmilegur friði ríki í kjara- málum a.m.k. fram eftir þessu ári. Þetta er betri árangur en búast mátti við í upphafí þessa árs. Þá töldu menn líklegt, að þetta gæti orðið langur og harður vetur vegna erfíðra kjaradeilna en það hefur farið á annan veg. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að veruleg ólga hefur verið meðal launþega vegna launamála. Mikil and- staða við þá kjarasamninga, sem Verkamannasambandið gerði upphaflega, samþykkt þeirra samninga í sumum fé- lögum með litlum atkvæðamun og fall þeirra annars staðar, sýndi svo ekki varð um villzt, að umtalsverð óánægja var til staðar meðal launamanna. Þrátt fyrir þessa óánægju var bersýnilega ekki jarðvegur fyrir verkföllum. Það kom í ljós, þegar félögin, sem felldu VMSI-samningana, sömdu nokkru seinna án verkfallsað- gerða. Það kom líka í ljós í atkvæðagreiðslu í kennarafé- lögunum, þar sem sterk and- staða kom fram við verkfalls- boðun kennara. Við stöndum því frammi fyrir þeirri sér- kennilegu stöðu á þessum vetri, að launþegar eru óán- ægðir með kjör sín, en vilja ökki verkföll til þess að knýja fram meiri launahækkanir. Hvað veldur því, að svo lítill áhugi er á verkföllum nú? Sennilega eru tvæ megin- ástæður fyrir því. Önnur er sú, að launþegar hafa einfaldlega slæma reynslu af verkföllum. Þeir hafa kynnzt því, að löng og kostnaðarsöm verkföll hafa ekki fært þeim meiri kjarabæt- ur. Á hinn bóginn hafa marg- víslegar þjóðlífsbreytingar leitt til þess, að launþegar almennt treysta sér ekki út í viðamiklar verkfallsaðgerðir. Fólk hefur tekið á sig margvíslegar skuld- bindingar, sem það vill standa við. Löng verkföll koma í veg fyrir, að það sé hægt. Þess vegna kjósa menn heldur kjarasamninga, sem þeir eru ekki fyllilega ánægðir með. Sú óánægja, sem er til stað- ar með kjaramál, hlýtur að brjótast fram með einhveijum hætti, þótt það gerist ekki í verkföllum. Ekki er ólíklegt, að það mikla fylgi, sem Kvennalistinn hefur fengið í skoðanakönnunum á þessum vetri, sé til marks um, að óán- ægðir kjósendahópar leiti þangað'í töluverðum mæli. Það er nýmæli, að þeir leiti ekki til Alþýðubandalagsins, sem virðist vera búið að missa sinn fyrri sess, sem helzti málsvari óánægðra launþegahópa. Sú staðreynd, að tekizt hef- ur að gera kjarasamninga án verkfalla við fjölmenna hópa launþega styrkir stöðu ríkis- stjórnarinnar mjög, þótt hún hafí lítið komið við sögu þess- arar samningagerðar. Þessi friðsamlega niðurstaða í kjara- málum gefur ríkisstjóminni nýja viðspymu og nýtt tæki- færi. Þá skiptir máli, að ráð- herramir glutri ekki niður því tækifæri með orðaskaki á op- inbemm vettvangi, sem ein- ungis getur orðið til að skaða stjómarsamstarfið og stöðu ríkisstjómarinnar. Það ’hefur engin breyting orðið á þeim pólitíska veruleika, að annar kostur til myndunar ríkis- stjómar við núverandi aðstæð- ur er ekki fyrir hendi. Það er heldur ekki hægt að sjá, að nýjar kosningar muni leysa einhvem pólitískan vanda, sem er til staðar. Ríkisstjómin hefur gert margvíslegar ráðstafanir í efhahagsmálum frá því að hún tók við völdum. Það er hins vegar álitamál, hvort þær duga til. Svo virðist, sem við stönd- um frammi fyrir uppgjöri á mörgum sviðum þjóðlífsins í senn. Kvótakerfíð í sjávarút- vegi getur ekki staðið nema stuttan tíma enn. í frystiiðnað- inum er þörf á mjög víðtækri endurskipulagningu. Það stendur yfír bylting í land- búnaði. Staða landsbyggðar- innar kallar á ný úrræði. Sam- vinnuhreyfíngin er á vegamót- um. Það hriktir í því þjóðfé- lagskerfí, sem við höfum byggt upp á undanfömum áratugum. Alþingi og ríkisstjóm þurfa að beina athygli sinni að þessum verkefnum. Frumvarp þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokks: Raunveruleg eign aðild- arfélaga SÍS verði upp- færð árlega í reikningum Hægt ad gera kröfu í eign viö gjaldþrot aðildarfélags ÞRÍR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins leggja á mánudaginn fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um sam- vinnufélög frá 1937. í frum- varpinu er lagt til að samvinnus- ambönd (SÍS) uppfæri árlega í reikningum sínum nettóeignar- hluta einstakra aðildarfélaga og sýni þar með árlega raunveru- lega eignastöðu og breytingar ár frá ári en einnig að kröfuhaf- ar geti við hugsanlegt gjaldþrot aðildarfélags gert kröfur í þessa eign og aðrar eignir þrotabús. „Samband íslenskra samvinnu- félaga er orðið voldugasta fyrir- tækjasamsteypa íslensku þjóð- arinnar og kemur við sögu í flestum greinum atvinnulifsins. Rekstarheild þess og ýmissa undirfélaga er viða um eða yfir 50% af heildarviðskiptum við- komandi greina. Það er þvi mik- ilvægt að eignarhlutdeild, ábyrgð og tfyggingar, eignarað- ild, komi skýrt fram á hveijum tíma þannig að þetta umfangs- mikla fyrirtæki sé hafið yfir allan grun í rekstrarlegu tilliti og sitji við sama borð og aðrir rekstraraðilar,“ segir meðal annars í greinargerð með frum- varpinu. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Guðmundur H. Garðarsson en meðflutnings- menn þeir Halldór Blöndal og Eyjólfur Konráð Jónsson. Rekstrarafgangxir í arðjöfnunarsjóð Samkvæmt frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að við 6. kafla lag- anna um samvinnufélög bætist ný grein svohljóðandi: „Verði rekstr- arafgangur hjá félaginu, getur aðalfundur ákveðið að leggja hann eða hluta af honum í sérstakan sjóð, er nefnist arðjöfnunarsjóður. Að öðru leyti skiptist rekstraraf- gangur á milli félagsaðila í réttu hlutfalli við viðskipti hvers og eins á árinu og færist á sérstakan reikn- ing hvers félagsaðila. Þetta fé skal teljast lán til félagsins. Félagsaðil- ar eiga arðjöfnunarsjóð og eignir félagsins umfram bókfært verð í réttu hlutfalli við viðskipti hvers og eins, endurmetið frá ársbyijun 1981 eftir verðbreytingarstuðli, sem miðast við breytingu á meðal- talsbyggingarvísitölu milli ára, reiknaðri út eftir lögum á hveijum tíma. Árlega skal gefið út eignarskír- teini, er sýni eignarhlutfall hvers félagsaðila við hver áramót. Félagsaðilar eiga ekki rltt á að fá greiddan út eignarhluta sinn í arðjöfnunarsjóði og öðrum eignum félagsins. Félagsaðilum er óheimilt að selja eignarskírteini sín, en hafí þeir hætt að vera félagsaðilar, ber félaginu að innleysa eignarskír- teinin og skal verðmæti þeirra vera óskiptur reikningslegur tekjuaf- gangur SÍS eða fyrirtækjum, sem SÍS á að öllu leyti eða hlutdeild í, að frádregnum útreiknuðum eign- arhlutum annarra eignaraðila. Verðmæti eignarskírteinis skal miðast við ársreikning við næstu áramót eftir að félagsaðili fer út úr félaginu eða hættir rekstri vegna gjaldþrots og breytist ekki eftir það, og skal tekið tillit til skatta,_ sem SÍS eða fyrirtækjum, sem SÍS á, ber að greiða vegna eignarhlutans hérlendis og erlend- is. Eignarhluti félagsaðila greiðist Eyjólfur Konráð Jónsson út á 10 árum með 3,5% vöxtum og verðtryggingu samkvæmt láns- kjaravísitölu. Gefín verði út skulda- bréf þegar eignarhlutinn liggur fyrir. Krafa um eignarhluta fymist á 10 árum frá því félagsaðild lauk. Eignarskírteinin veita engan rétt til afskipta af stjóm félágsins eða rekstri. Heimilt er stjóm fé- lagsins með samþykki aðalfundar að ákveða, að eigendum eign- arskírteina skuli greiddir vextir af eign sinni samkvæmt eignarskír- teinum. Stjóm félagsins getur sett nánari reglur um gerð og meðferð eignarskírteina." Allar eignir samvinnusambanda, þar með taldi varasjóðir og stofn- sjóðir eiga einnig að falla undir eignauppgjör í samræmi við ákvæði þessarar greinar. Gildandi lög úrelt í greinargerðinni segir að gild- andi lög um samvinnufélög séu algjörlega úrelt og alls ófullnægj- andi fyrir bæði eignaraðila, sam- vinnusambönd (SÍS) sem og þriðja aðila sem kynni að eiga bótakröfu á hendur þeim við gjaldþrot. Hlið- stæð rök eigi við um mörg önnur ákvæði umræddra laga. Það sé því brýnt að ýmis ákvæði laga um samvinnufélög frá því árið 1937 verði tekin til endurskoðunar og þeim breytt til nútímahorfs. Þetta eigi einkum við þau ákvæði lag- anna er lúti eignavörslu og upp- færslu raunvemlegra eigna aðild- arfélaga samvinnusambanda, þ.e. SÍS. Það verði að teljast eðlilegt að félagsskapur sem telji tugi þús- unda félagsmanna innan sinna vébanda uppfæri árlega í reikning- um sínum nettóeignarhluta ein- stakra aðildarfélaga og sýni þar með árlega raunverulega eignar- stöðu sem og breytingar ár frá ári. Óvissa um hver á SÍS Síðan segir í greinargerðinni: „Samband íslenskra samvinnufé- laga er orðið voldugasta fyrir- tækjasamsteypa íslensku þjóðar- innar og kemur við sögu í flestum greinum atvinnulífsins. Rekstrar- hlutdeild þess og ýmissa undirfé- laga er víða um og yfír 50% af heildarviðskiptum viðkomandi greina. Það er því mikilvægt að eignarhlutdeild, ábyrgð og trygg- ingar, eignaraðild, komi skýrt fram á hveijum tíma þannig að þetta umfangsmikla fyrirtæki sé hafíð yfír allan grun f rekstrarlegu tilliti og sitji við sama borð og aðrir rekstraraðilar. Þaðan af síður get- ur löggjafínn unað þeirri óvissu, sem nú er um það, hver sé raun- Guðmundur H. Garðarsson Halldór Blöndal verulegur eigandi Sambands íslenskra samvinnufélaga og dótt- urfyrirtælqa þess.“ Tilgangur frumvarpsins sé að ná þessu markmiði sem og að tryggja að einstakir eignaraðilar samvinnusambanda, kaupfélög og önnur samvinnufélög, viti hver sé raunveruleg eign þeirra í viðkom- andi samvinnusambandi, umfram stofnsjóð, jafnframt því sem kröfu- hafar geti við hugsanlegt gjaldþrot aðildarfélags gert kröfur í þessa eign og aðrar eignir þrotabús. Eins og nú hátti um eignauppgjör sam- vinnusambanda sé slíkt útilokað, enda ekki gert ráð fyrir sundurlið- uðu uppgjöri í núgildandi lögum. Sá háttur sem hér er lagður til við eignauppgjör er viðhafður í sambærilegum stórfyrirtækjum hérlendis sem erlendis. Lögin til framkvæmda við reikningsuppgjör 1988 Viðskiptaráðherra er falið að annast framkvæmd þessara laga og SÍS og aðildarfélögum þess er gefínn hæfilegur frestur til að gera nauðsynlegar breytingar á sam- þykktum sínum og reikningsupp- gjörum til að fullnægja ákvæðum þessara laga. Gert er ráð fyrir að lögin verði komin til fullra fram- kvæmda við reikningsuppgjör árs- ins 1988 og að viðskiptaráðherra geri Alþingi grein fyrir hvernig framkvæmd laganna líði er Alþingi kemur saman haustið 1988. Komi upp vafaatriði eða ágrein- ingur um eignatengsl, eignamat, uppgjör eigna eða önnur veigamik- il atriði er varða stöðu samvinnu- sambanda, SÍS, eða eignaraðila, skal ráðherra heimilt að kveða til sérfróða menn er úrskurði um ágreiningsatriði. Þá er ráðherra heimilt að gefa út reglugerð við lausn slíkra vandamála.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.