Morgunblaðið - 09.04.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 09.04.1988, Síða 31
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL.1988 31 Ibúar við Tjarnargötu: Kæra stækkun á bygg- ingarreit ráðhússins og veitingu graftarleyfis Björg Þorsteinsdóttir myndlistarkona við eitt verka sinna. Norræna húsið: Björg Þorsteins- dóttir opnar sýningu ÍBÚAR við Tjarnargötu hafa kœrt til Jóhönnu Sigurðardóttur félags- málaráðherra afgreiðslu skipu- lagsstjómar Reykjavíkurborgar á beiðni borgarráðs um 46 fermetra stækkun á byggingarreit væntan- legs ráðhúss við Tjömina. Er þess farið á leit að ráðherra ógildi ákvörðun skipulagsstjómar á þeirri forsendu að ekki sé um óverulega breytingu að ræða og að skipulagsstjóra verði falið að fjalla samHmis um stækkun bygg- ingarreits og byggingarmagns. Þá er ennfremur kærð afgreiðsla byggingaraefndar, sem staðfest hefur verið af borgarstjóra, að veita verkefnisstjórn ráðhúss Reykjavíkur graftarleyfi, sem er heimild til að hefja framkvæmdir. Er óskað eftir að ráðherra ógildi graftarleyfið nú þegar. í greinargerð, sem fylgir kæru íbúanna vegna stækkunar á bygg- ingarreit ráðhússins, segir: „Við get- um ekki faliist á að umbeðin breyting sé minniháttar, og teljum að beiðnin sé villandi. Fylgiskjöl með beiðninni sýna ótvírætt að sá hluti byggingar- reits ráðhúss sem er úti í Tjöminni stækkar um rúmlega 300 fermetra eða um 16%. Heildarskerðing á yfir- boiði Tjamarinnar er þá orðin um 2.300 fermetrar í stað 1.980 fer- metra áður. Töluna 46 fermetra virðast borg- aryfirvöld fá með því að draga u.þ.b. 6 metra breiða landspildu milli gang- stéttabrúnar Vonarstrætis og útveggjar ráðhúss frá því svæði í Ijöminni sem fyrirhugað er að fari undir stækkun byggingarreits. Engin breyting hefur orðið á hlutverki þessa svæðis frá staðfestu skipulagi, og þvf er í hæsta máta óeðlilegt að draga það frá.“ Bent er á að nauðsyn á stækkun byggingarreits sé afleiðing þess, hve húsið hafi stækkað og telja íbúamir óeðlilegt að beiðni borgarráðs skuli aðeins taka til byggingarreitsins, þótt í fylgiskjölum komi fram hversu stór byggingin á að vera. Þegar eldri tölur em bomar saman við nýrri komi í ljós að byggingin hafí stækk- að um 28% að rúmtaki. „Því teljum við að borgarráð hefði átt að sækja samtimis um stækkun byggingar- reits og byggingar. Þar sem það var ekki gert hefði skipulagsstjóm átt að vísa erindi borgarráðs frá, með þeim tilmælum að endumýjuð um- sókn tæki til allra breytinga á bygg- ingarreit og byggingarmagni húss- ins, bæði hvað varðar hæð þess og stærð í fermetrum og rúmmetrum." í kæru ibúanna vegna graftarleyf- is segir: „í byggingarlögum og reglu- gerð er hvergi minnst á graftarleyfi, heldur aðeins talað um eina tegund byggingarleyfis, sbr. 9. gr. bygging- arlaga. Skýrt er kveðið á um skilyrði fyrir sliku leyfi. Þau fela m.a. í sér að áætlaðar framkvæmdir skuli vera i samræmi við staðfest aðalskipulag og samþykkt deiliskipulag, sjá 2. mgr. 9. gr. byggingarlaga og grein 3.4.5 í byggingarreglugerð nr. 292/1979. Eins og fram kemur í gögnunum, sem við höfum áður sent ráðherra, fullnægir áætluð ráðhús- bygging ekki þessum skilyrðum. Byggingin er hvorki í samræmi við ákvæði staðfests aðalskipulags né staðfests deiliskipulags af Kvosinni." Sfðar segir ennfremun „í 4. mgr. 9. gr. byggingarlaga er einnig kveð- ið á um að aðaluppdrættir af bygg- ingu skuli hafa verið samþykktir af byggingamefnd og áritaðir af bygg- ingarfulltrúa, áður en byggingarleyfí er afgreitt. Aðaluppdrættir að ráð- húsinu hafa enn ekki hlotið þessa afgreiðslu." Þátt fyrir að ekki séu forsendur fyrir veitingu byggingar- leyfis hafi byggingamefnd veitt heimild til að framkvæmdir heflist með því að veita graftarleyfi. Vitað sé um eitt dæmi þar sem graftar- leyfi var veitt þótt ágreiningur væri í byggingamefiid, en það var á lóð- inni við Aðalstræti 8 í Reykjavík. Svo fór að graftarleyfið var fellt úr gildi eftir að nágrannar höfðu kært það. „Við lítum svo á, að graftarleyfið sem byggingamefnd hefur nú veitt og borgarstjóm staðfest, sé f raun dulbúið byggingarleyfi, og hér sé verið að finna leið til að hefja fram- kvæmdir áður en lögboðnum skilyrð- um hefur verið fullnægt. Við mót- mælum þessari meðferð málsins, kæmm veitingu graftarleyfis og för- um þess á leit við yður, hæstvirtur félagsmálaráðherra, að þér ógildið þetta graftarleyfí nú þegar." BJÖRG Þorsteinsdóttir opnar sýningu á verkum sinum í Nor- ræna húsinu í dag kl. 14. Á sýningunni em á milli 40 og 50 málverk, pastelmyndir og teikn- ingar. Þetta er 12. einkasýning Bjargar. Síðustu einkasýningar hennar f Reykjavík vom í Gallerí Borg og Norræna húsinu 1985. Björg Þorsteinsdóttir stundaði myndlistamám í Reykjavík, Stutt- gart og París og hefur unnið jöfnum höndum við grafík og málverk. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis, m.a. í „Scand- inavia Today" í Bandarfkjunum 1982, „Icelandic Art 1944-1979“ í Minnesota Museum of Art 1979, „Nordiska kvinnor málare och tekn- are“, sem var farandsýning um Norðurlönd 1980, og „íslensk ab- straklist í 40 ár“ á Kjarvalsstöðum 1987. Verk eftir Björgu era í eigu lista- safna á íslandi og ennfremur safna og stofnana á Norðurlöndum, Frakklandi, Hollandi, Póllandi, Spáni og Júgóslavíu. Björg hefur verið virk í félagsmálum íslenskra myndlistarmanna. Hún var for- stöðumaður Ásgrímssafns á ámn- um 1980-1984. Sýningin verður opin milli kl. 14 og 22 daglega til og með 24. apríl. Sænsk bókakynning í Norræna húsinu HALÐIÐ verður áfram að kynna bókaútgáfu ársins 1987 á Norðurl- öndum í Norræna húsinu i dag, laugardag, kl. 16 og að þessu sinni era sænskar bækur á dagskrá. Að vanda er rithöfundi frá viðkom- andi landi boðið og gestur frá Sviþjóð verður að þessu sinni Stig Larsson. Hann les upp úr bókum sínum, en sænski sendikennarinn, H&kan Jansson, kynnir helstu verk, sem komu út í Sviþjóð árið 1987. Stig Larsson er 32 ára gamall og er frá Skellefteá í Norður-Svíþjóð. Hann hefur búið f Stokkhólmi undan- farin 10 ár, þar sem hann stundaði nám við „Dramatiska Institutet" á sama tíma og Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Fyrsta bók hans „ Autist- ema“ (Hinir innhverfu) kom út árið 1979 og síðan hefur hann sent frá sér ýmis skáldverk: Fimm ljóðasöfn, þijár skáldsögur og flögur leikrit. Stig Larsson hefur lagt sitt af mörkum til þess að endumýja sænsk- ar bókmenntir. Það sem þykir ein- kenna verk hans er nokkurs konar „ofurraunsæi", þar sem hann nánast hæðist að því, sem hann skrifar um, með ýktri nákvæmni. Auk þess hefur hann nýstárlega afstöðu til siðferðis — sumir líta svo á, að hann bijóti gegn siðferðisskyldum listarinnar með því að forðast að taka siðferði- lega afstöðu f hlutlausu og kuldalegu raunsæi sínu. (FréttatUkynning) Kynningardagur Iðnskólans á morgun HINN árlegi kynningardagur Iðn- skólans i Reykjavík verður að þessu sinni f tengslum við Norrænt tækniár og verður opið hús frá kl. 13 til 17 á morgun, sunnudag- inn 10. aprfl. Allar verklegar deildir verða til sýnis og munu kennarar og nemend- ur veita upplýsingar, sýna verk nem- enda og námsgögn. Gestum verður leiðbeint um skóla- bygginguna sem er stór og geymir margar og mismunandi deildir. Starf- semi Iðnskólans er einnig í Vörðu- skóla, en þar verður myndlistarsýning á verkum fyrrverandi og núverandi iðnskólakennara. í Vörðuskóla er bakarí skólans og verða bakaranemar að störfum og sýna nýjungar f kökugerð og skreyt- ingum, einnig framleiða þeir kökur sem veittar verða með kaffi sem gest- um verður boðið uppá f matsal nem- enda Iðnskólans. Ungt fólk og aðstandendur þess em sérstaklega hvattir til þess að koma og kynna sér námsmöguleika f skólanum. Opid frá kl.12ti/18 Laugardaga frá kl.10til16 IDNADARMANNAHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1 (Fréttatilkynninff)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.