Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Borgarstjórn Reykjavíkur: Samþykkt að hefja framkvæmdir við byggingu ráðhúss við Tjömina BORGARSTJÓRN Reylgavíkur hefur samþykkt að heimila byrj- unarframkvæmdir við byggingu ráðhúss Reykjavíkurborgar að Tjarnargötu 11. Deildar mein- ingar eru um það í borgarstjórn hvort heimilt hafi verið að gefa svokallað „graftrarleyfi". All snarpar umræður urðu um þetta mál á fundi borgarstjómar síðastliðinn fimmtudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Kvl) fylgdi úr hlaði bókun frá fulltrúum allra minnihlutaflokkanna nema Fram- sóknarflokks. Bókunin er svohljóð- andi: „Við mótmælum því harðlega að heimilaðar verði byijunarfram- kvæmdir við fyrirhugaða ráðhús- byggingu. Viljum við í því sam- bandi vísa til eftirfarandi: 1. í byggingarlögum og reglu- gerð er ekkert til sem eftir „graftr- arleyfi". í 9. gr. byggingarlaga og í kafla 3.4 í byggingarreglugerð er aðeins kveðið á um byggingarleyfi og þau skilyrði sem uppfylla þarf áður en slíkt leyfi fæst. 2. Fyrirliggjandi uppdrættir af raðhúsi uppfylla ekki fyrmefnd skil- yrði. Má í því sambandi nefna að þeir eru hvorki í samræmi við stað- fest aðalskipulag né deiliskipulag, sbr. 3.4.4. í byggingarreglugerð. Þær teikningar sem nú liggja fyrir byggingamefnd gera ráð fyrir byggingu sem er 30% hærri og 28% stærri að rúmtaki en sú sem stað- festing ráðherra nær til. Skipulags- stjóm ríkisins hefur ekki fallist á að gera breytingu á deiliskipulaginu sem heimili svo mikið frávik. Sam- þykkt skipulagsstjómar frá 23. mars s.l. náði aðeins til stækkunar byggingarreits en ekki til hússins sjálfs. Ekki hefur verið sýnt fram á að við þessar framkvæmdir verði gerð- ar þær varúðarráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að hindra að bygging ráðhússins valdi skaða á lifríki Tjamarinnar. í þessu sam- bandi viljum við vísa til bréfs frá samtökunum Tjömin lifi dags. 29.3.’88, sem sent var Náttúru- vemdarráði og byggingamefnd Reykjavíkurborgar í afriti. Endurteknar rangfærslur Davíð Oddsson, borgarstjóri sagði að nú væri svo komið að and- stæðingar ráðhúsbyggingarinnar innan og utan borgarstjómar væru komnir í slíkt þrot, að engu væri tjaldað lengur nema falsrökum. Til að mynda væri því statt og stöðugt haldið fram að til stæði að byggja fjögurra hæða ráðhús, þó að flestir borgarbúar vissu að um væri að ræða þriggja hæða hús. „Ef til vill gera minnihlutafulltrúamir sér von- ir um að fá aðstöðu innan um kapla og leiðsiur á tækniloftinu," sagði Davíð og bætti því við á þessari fjórðu hæð gætu aðeins komið til með að vera fólk, 40-60 sm á hæð, en svo lágvaxið fólk þekkti hann ekki. Benti hann á að við þessar rangfærslur væri deilt í heildarhæð EFTIRLÆTI Al I RA 7 hússins með 3,30 m sem væri hin almenn hæð skrifstofuhúsnæðis í byggingarreglugerð en ekki horft á þá hæð, sem ráð væri fyrir gert í teikningum. Um stærð hússins sagði Davíð að við mat á henni væri miðað við nýtingarflöt og væri þá um að ræða 5,6% stækkun eða 258 fermetra frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í teikningum og væri það að sjálf- sögðu innan marka staðfests deili- skipulags. Væri það sambærilegt og salemi væri innréttað í iðnaðar- húsnæði. Benti borgarstjóri á að flatarmál ráðhússins væri um 5.000 fermetrar, og að það hefði þurft að fara fram yfir 8.000 fermetra til þess að fara út fyrir skipulagið. Tölur arkitektanna réttar? Guðrún Ágústsdóttir (Abl) dró í efa tölur arkitekta ráðhússins um stækkun þess og taldi og rangt að bera ráðhúsið saman við iðnaðar- eða íbúðarhúsnæði, þar eð hér væri um að ræða hús á einum viðkvæm- asta stað í borginni. Guðrún benti og á að mjög marg- ar athugasemdir hefðu borist frá borgarbúum um ráðhúsbygginguna með tilliti til þeirrar yfirlýsingar borgarstjóra að hann myndi aðeins horfa á þær og setja í skjala- geymslu borgarinnar. „Ef leyfi verður veitt í dag til að byija fram- kvæmdir er alveg verið að hundsa athugasemdir borgarbúa," sagði Guðrún og skoraði á borgarstjóra að draga skjalageymsluummæli sín til baka og verða maður að meiru. Guðrún gat þess enn fremur, að á næst fundi skipulagsnefndar myndi hún leggja fram tillögu um fomleifarannsóknir á ráðhúslóðinni. Kostnaðaráætlun liggi fyrir Bjarni P. Magnússon gagnrýndi vinnubrögð meirihlutans og emb- ættismanna borgarinnar. Taldi 'hann óráðlegt að byija fram- kvæmdir fyrr en nákvæm kostnað- aráætlun lægi fyrir, sérstaklega eftir stækkun ráðhússins. Bjami vitnaði og til skýrslu Almennu verk- fræðistofunnar um jarðvegsrann- sóknir á Tjamarsvæðinu, sem bentu til þess að mörgum spumingum væri enn ósvarað. Það að leyfa grunngröft á ráð- húslóðinni taldi Bjami vera brot á samkomulagi borgarstjómar og fé- lagsmálaráðherra um viðbótar- kynningu á KvosarskipulaginU. Davíð Oddsson, borgarstjóri taldi það fráleitan misskilning að leyfið væri brot á samkomulagi við ráðherra, enda hefði sérstaklega verið um það rætt að kynningin ætti ekki að teija framkvæmdir. Hilmar Guðlaugsson, formaður bygginganefndar gerði grein fyrir afgreiðslu nefndarinnar, sem hann sagði í samræmi við afgreiðslu bygginganefndar á fjölda bygginga um árabil. Benti Hilmar á að sam- kvæmt byggingarlögum væri óheimilt að hefja grunngröft nema með samþykki bygginganefndar og væri einmitt verið að veita slíkt leyfi nú. „Hér er ekki verið að veita byggingarlejrfi heldur graftarleyfi," sagði Hilmar. Taldi Hilmar því ekk- ert til fyrirstöðu, ljóst væri að ráð- hús myndi rísa á lóðinni, hveijar athugasemdir kæmu svo sem til með að koma um bygginguna sjálfa. Davíð linoðar leir Guðni Jóhannesson (Abl) taldi ráðhúsmálið vera búið að taka á sig æði furðulega mynd; lögskipuð „apparöt" til verndar hagsmunum almennings hefðu legið flöt og fijálslegum lagatúlkunum beitt. „Davíð Oddsson fer sínu fram og hnoðar stjómkerfi rikis og borgar eins og leir." Guðni kvaðst vera þeirrar skoð- unar að vandi stórrar mannvirkja- gerðar hér á landi væri hvað áætl- anir færu oft úr böndunum. Taldi hann stækkun ráðhússins vera merki þess. Enn fremur kvað hann allt benda til þess að alvarleg um- fjöllun hafi ekki átt sér stað um lífríkismál Tjamarinnar. „Eðlilegt væri að dokað væri við og tryggi- lega gengið frá öllum undirbúningi. Sigrún Magnúsdóttir, kvaðst hafa rætt við arkitekta hússins þennan sama dag. Hjá þeim hefði hún fengið þær upplýsingar að hæð hússins hefði verið reiknuð frá götu- hæð að veggbrún. „Húsið fer undir yfirborð Tjamarinnar og er því ekki eðlilegt að miða við gólfflöt. Sigrún tók undir þau ummæli Bjama P. Magnússonar að nákvæm kostnaðaráætlun þyrfti að liggja áður en í framkvæmdir yrði farið og taldi rétt að fresta staðfestingu graftrarleyfís til 5. maí. Þarf að ná samstöðu Tryggvi Þór Aðalsteinsson (Abl) taldi nauðsynlegt að vanda til undirbúnings ráðhúsbyggingar- innar, á það hefði nokkuð vantað. „Ég hefði talið að óreyndu að menn gætu hlustað á og tekið tillit til málefnanlegra raka í stað þess að rígbinda sig við ákveðna og fyrir- framgefna niðurstöðu og víkja ekki frá henni hvað sem raular og taut- ar.“ Tryggvi taldi lýðræðið hafa veri fótum troðið í þessu máli en enn væri tækifæri til þess að ná samstöðu um ráðhús, sem þungvæg rök mæltu með að risi almennt; samstaða væri ávallt mikilvæg í svo stórum málum. „Fram að þessu hefur þetta ekki verið haft að leiðar- ljosi og hvet ég meirihlutann • til þess að staldra við.“ Viðræður Kennarasambands íslands: Sé ekki grundvöll til viðræðna á næstunni - segir Arthur Morthens „NIÐURSTAÐA Félagsdóms hefur ekki bætt möguleikana á að ná samningum," sagði Art- hur Morthens, kennari í Árbæj- arskóla og stjórnarmaður i Kennarasambandi íslands. „Ég sé ekki fram á að það sé grund- völlur til viðræðna við ríkis- valdið á næstu dögum, en ef samninganefnd ríkisins óskar eftir viðræðum við okkur mun- um við að sjálfsögðu mæta á slikan fund. Fulltrúar rikisins hafa ekki lagt fram neitt skrif- legt tilboð i þá 90 daga sem við höfum verið að tala saman og næsta skref hlýtur að koma frá ríkinu ef þeim er annt um skólahald á íslandi." „Við töldum að með samþykkt fulltrúaráðs KÍ frá 7. mars, þar sem dagsetning á verkfalli kemur fram, værum við í fullum rétti, þó svo að dagsetningin væri ekki tiltekin á atkvæðaseðlinum. Nú hefur komið í ljós að Félagsdómur túlkar þetta á annan hátt og það er þá ótvírætt upp hvemig standa á að atkvæðagreiðslum í framtíð- inni. Ég tel þá aðdróttun ríkislög- manns að atkvæðagreiðsla KÍ hafí ekki farið leynilega fram af- skaplega ósmekklega. Þar er ráð- ist á áratuga hefð í kosningafyrir- komulagi innan BSRB, en ég er þeirrar skoðunar að það kosninga- fyrirkomulag innan BSRB og KÍ sé það besta sem gerist hjá sam- tökum launafólks. Þegar vegið er að samningsrétti opinberra starfs- manna með þessum hætti verða opinberir starfsmenn einfaldlega að standa vörð um þetta ákvæði. Ef ekki nást þeir samningar sem við teljum okkur geta sæst á er skólastarfí næsta haust stefnt í hættu og það getur vart verið skólastarfi á íslandi til framdrátt- ar að deilur af þessu tagi komi upp og þama verð ég að lýsa ábyrgð á hendur ríkisvaldinu. Við sættum okkur ekki við lakarí kaupmátt launa en var í október ’87. Ég tel að gmnnskólastarf á Islandi standi nú á krossgötum. Við stöndum frammi fyrir áfellis- dómi erlendra sérfræðinga, skóla- þróunarstarf og rannsóknarstarf Arthur Morthens eru í molum óg það er augljóst að við þurfum að veita auknu fjár- magni í skólahald ef við viljum standa öðmm þjóðum á sporði hvað varðar uppeldi og kennslu," sagði Arthur Morthens. Aðgerðaleysi myndi ankavaiula skólanna - segir Ragnhildur Skjaldardóttir „OKKAR næsta skref er að bíða eftir því að okkur bjóðist samn- ingur sem við getum skrifað undir, en við ítrekum það að við skrifum ekki upp á samning sem hefur kaupmáttarskerð- ingu í för með sér,“ sagði Ragn- hildur Skjaldardóttir, kennari í Siðuskóla á Akureyri og stjórnarmaður í Kennarasam- bandi íslands. „Auðvitað veldur það skólunum vandræðum ef við þurfum að hefja næsta skólaár með baráttuaðgerðum, en við leggjum áhcrslu á þá ábyrgð okkar að fólk fáist til kennslustarfa. Það er Iíka ábyrgðarhluti að gera ekki neitt.“ „Á Akureyri var vandinn við að manna skólana síðasta vetur gífurlegur. í Síðuskóla vantaði í tæpar tvær kennarastöður og bömin fá mjög skerta kennslu í sumum greinum og enga í öðrum. Vandinn er byijaður að koma í ljós í Reykjavík - þar var ráðinn aukinn fjöldi rettindalausra kenn- ara síðasta vetur - og þá fara menn kannski fyrst að taka eftir vandanum sem við erum búin að búa við lengi úti á landi. Mér finnast vinnubrögð samn- inganefndar ríkisins vera afskap- lega slæm og ekki heiðarleg. Full- trúar ríkisins eru til dæmis tilbún- ir að vefengja leynda atkvæða- greiðslu og það fyrirkomulag sem hefur tíðkast hér í áratugi og hefur aldrei verið fundið að áður. Félagsdómur hefur hins vegar Ragnhildur Skjaldardóttir. væntanlega dæmt eftir sinni bestu samvisku þó svo að ég sé ekki sammmála niðurstöðu hans. Okkur fínnst við ekki vera með óraunsæjar kröfur. Við erum fólk með þriggja ára háskólapróf að lágmarki og það segir sig sjálft að það gengur ekki að byija með 50.000 krónur á mánuði. Mér leið- ist það að það sé sífellt verið að etja okkur saman við samninga verkafólks. Ég tel að verkafólk sé svo sannarlega ekki of sælt með sína samninga, en mér finnst ekki rétt að vera sífellt að núa okkur því um nasir að við viljum taka frá því fólki með því að ná hærri launum. Við getum einfald- lega ekki horft upp á það að skóla- starf í landinu versni, því allar skýrslur benda til að það sé kannski ekki of beysið nú þegar," sagði Ragnhildur Skjaldardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.