Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 fclk f fréttum Stóra systir les sögu undir svefninn. Hugdjörf lítil stúlka býður lífinu birginn Ioktóber 1986 var Michael Volkman á ferð með 9- ara syni sínum Avery og 4 ára dóttur sinni Sage í litlum þjóðgarði í New Mexikó. Hann hafði lagt hjólhýsi fjölskyldunnar á þar til gerðu stæði og snemma um morgunin fór hann að veiða ásamt syninum, en litla hnátan vildi lúra lengur. Það var af- drifarikt. Aðeins fimm minútum síðar sáu feðgarnir reykský stíga upp frá hjólhýsastæðinu og er þeir komu hlaupandi á vettvang sáu þeir að reykurinn stóð upp .«.<} þeirra húsvagni. Eldtungur umvöfðu hann og eirðu engu. Michael ruddist inn í eldhafið og kom augnbliki síðar út með dótt- ur sina ' meðvitundarlausa i bráðnandi svefnpoka. Svo brunn- in var hún að allir héldu hana liðið lik, faðir hennar þarmeð- taUnn. Hann vildi þó ekki una við þau málalok og hnoðaði dótt- ur sina svo fast að hún rifbrotn- aði við átökin. En það hreif. Hún fór að draga andann. En ef það hefði bara verið rifbrotið. Líkami hennar var þakinn 3 og 4. stigs brunasárum, nefið og annað eyrað brunnið burt, einnig báðar hendurnar framanverðar. Síðan eru liðnir 18 mánuðir og Sage litla er 6 ára. í fyrstu var henni vart hugað líf, en svo fór hún að braggast. Hún fór í átta húðgræðslur fyrstu dag- ana og fékk síðan lungnabólgu sem grandaði henni næstum. Mál henn- ar vakti athygli og samúð allra. Fólk brast í grát þegar það sá hana og vandamál fólks urðu eitthvað svo smávægileg við hliðina á henni. Það var ekki bara mein hennar, heldur barnið sjálft. Hún vakti sjálf at- hygli fyrir stóíska hugarorku sína. Greind hennar og raunsæi smitaði svo alla, að hún hreif með sér alla sem nærri henni komu. „Verst yar að pabbi skyldi brenna sig þegar hann bjargaði mér. Nú er ég þakk- lát að geta gengið aftur," sagði Sage litla. En hún er bara lítið barn og hélt til skamms tíma að fingur sínir myndu vaxa aftur rétt eins og tennur. Og oft segir hún við móður sína að hún vildj að líkama sínum „myndi batna". Hún kveinkaði sér aldrei í sársaukafull- um heitum böðum sem voru nauð- synleg vegna sótthreinsunar á milli aðgerða og þegar hún fékk fyrst að sjá sig í spegli eftir tveggja mánaða legu á sjúkrahúsi, sagði hún: „Já, það er rétt sem þið sögð- uð, nefíð er farið. Og annað eyrað líka. Jæja, það verður að hafa það." Nú er Sage komin heim. Húð henn- ar var í fyrstu svo strekkt að það var kvalræði fyrir hana að hreyfa sig. En þegar það átti að fara að hjálpa henni við eitthvað var það fyrsta sem hún sagði: „ég get þetta sjálf". Síðan er hún farin að hlaupa um og leika sér. Það háir henni þó enn, að annar fótur hennar er illa farinn eftir brunann og er í spelku. En barnið er lifandi og gætt því raunsæi og þeirri greind sem svo skaddað barn þarf í veganesti í harðri iífsbaráttu Með Denise móður sinni. C'PIB COSPER COSPER. 10668 — Gúmmísessu? Nei, takk. Ég nota karamellubúðinginn sem konan min bjó til. Elton John flottur á því Eigi alls fyrir löngu átti Renata, eiginkona poppstjörnunnar gamalkunnu Eltons John, 35 ára afmæli og sló John upp ógurlegri veislu með hundruðum gesta, eiginlega i trássi við konu sína, sem haf ði óskað eftír þvf að allt færi fram á rólegri nótunum. Elton mun hafa haft af þvi áhyggjur að hann kynni að móðga þá sem hann byði ekki og þegar hann var búinn að út- búa lista yfir þá sem varð að bjóða var sýnt að Renata fengi ekki afmælisboð óska sinna. En hún lét það svo sem ekki fara í taugarnar á sér, það var ekki eins og þetta væri eitthvað sem skipti einhverju fjárhagslegu máli og þetta var jú hennar dagur. Eins og sjá má á myndinni sem þessum pistli fylgir, var hún bara ánægð með daginn og kyssti bónda sinn fyrir. Það má einnig sjá, að hann hefur látið klippa sig í tilefni dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.