Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 52

Morgunblaðið - 09.04.1988, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 3-21 „ Mjög athygli&vert. Hva& sc^iSu um áb gcmót sk'ipti nemi Þetta segir mikið ... HÖGNI HREKKVÍSI „'NÆsta hola væeour aupv'eldari UM DAL OG DOGG Kœri Vclvakandi. í dálkum þinum þann 30. mars þeysa tveir einstaklingar út á rit- völlinn og eru tilefnin tvö, annars vegar bréf mitt um gjaldmiðils- breytinguna úr krónu í dal (eða nordal) — og hins vegar hugleiðing mín um skýringuna á hugtakinu dogg í íslensku máli. Fyrra bréfíð um gjaldmiðilsbreytinguna skrifar fyrrverandi skólabróðir minn og vinur Ottó Lindenbrock jarðeðlis- fræðingur, en hitt bréfíð kona nokkur sem kýs að kalla sig í síma Huldu Runólfsdóttur. Ég tel eðli- legt og rétt að svara þessu sóma fólki í þeirri röð sem tilsvör þeirra birtust, og byrja þá á bréfí Ottós Lindenbrocks fyrrverandi skóla- bróður míns bæði hér heima og við háskólann í Köln. Ég óttast að ef nafni íslenska gjaldmiðilsins yrði breytt úr krón- um í mörk, eins og Ottó leggur til, gæti það ruglað búandkarla, því þeir skilja orðið flármark (í fleirtölu Qármörk) sem ákveðinn útskurð sem gerður er á eyrunum á fé landsmanna strax við fæð- ingu, svo hver bóndi viti hvaða lamb honum tilheyrir. Að taka upp mörk, til að geta nefnt hinn sítóma ríkiskassa markleysa, leysir því færri vandamál en það skapar. Hins vegar er dalurinn miklu hagkvæmari — benda má á hug- takið dalandi gengi, og þá gæti dalalæða verið nýyrði fyrir neðan- j arðarhagkerfískrónur. Eins má og fullyrða að nordal gæti verið aðal- heiti gjaldmiðisins en hann síðan skipst í smærri einingar eins og gröndal, heiðdal, líndal og árdal. Þessir ólíku dalir yrðu síðan nefndir skildingar, sem er gífur- lega verðmætur gjaldmiðill sem var notaður hér forðum, eins og hin rándýru skildingafrímerki sanna. Ég skal þó viðurkenna að nordal er ekki eina hugtakið sem kemur til greina, heldur gæti snædal eða ísdal átt rétt á Sér hér á norðlægum slóðum, samanber á ísaköldu landi. En mér hefur borist til eyma að þær hugmyndir eigi ekki hljómgrunn í Seðlabankanum. Hina nýju seðla mætti hafa úr taui eða líni, og kalla þá líndal, og gæti þá Seðlabankinn hreinsað seðlana ef þeir skítnuðu í meðferð eins og gert er til dæmis við skyrt- ur. En nóg um gjaldmiðla í bili. Og sný ég mér nú að Huldu. Ég segi nú eins og skáldið: „Allt er á huldu um upprisinn dogg." Kona ein sem ferðaðist um Vest- fírði, kallaði bæði unga hákarla og seli, dogg. Var sagt að sú kon- an hefði lent í ástandinu á stríðsár- unum og ruglaði hún þessum skepnum saman við enska skips- hunda. Hefur þessi meinlolja síðan lent sem uppsláttarsannleikur í orðabók Menningarsjóðs (sjá síðu 138 í útgáfunni frá 1983). Hulda skyldi þvi fara varlega í að trúa slíkum bókum sem óvéfengjanleg- um sannleika. Dogg er enskusletta í íslensku máli og ber að refsa fólki fyrir notkun þess með því að spenna það fast í bílbelti við öll tækifæri. Gunnlaugur Sveinsson Þessir hringdu . . Ónýt myndbönd Elísa hringdi: „Fyrir páska fórum við hjónin á myndbandaleigu og fengum tvær spólur að láni. Þegar heim var komið kom í ljós að báðar spólunar voru gallaðar og reyndist ómögulegt að nota þær. Við hringdum í myndbandaleiguna en þá var komið að lokun og sagðist sá sem leigði okkur spólumar ekki hafa bíl og kæmist hann því ekki til okkar með aðrar. Eftir Víkverji rátt fyrir allt tal um sam- keppni þá ríkir hún greinilega ekki á öllum sviðum, a.m.k. ekki ef marka má reynslu kunningja Víkveija. Hann þurfti eitt sinn að næturþeli að leggja leið sína í Umferðarmiðstöðina í Reykjavík. Hugðist hann fá sér pilsner sér til hressingar. Hann hins vegar rak í rogastans þegar afgreiðslustúlkan rétti honum pilsnerflöskuna sem hún vildi fá áttatíu og fímm krónur fyrir. Kaupandinn mótmælti og sagðist geta fengið svona fíösku á tuttugu og sex krónur í Hagkaup. Stúlkan gaf sig hins vegar hvergi og sagði að það væri tvö hundruð prósent álagning á gosdrykki í nætursölu. Maðurinn var aðframkominn af þorsta og lét sig hafa það, en hafði orð á því við Víkverja að álagning- in á þessum stað væri með ólíkind- um. I framhaldi af því velti Víkverji því fyrir sér hvort ekki væri tíma- bært að fjölga slíkum nætursölu- stöðum til að láta reyna á hvort fijáls samkeppni getur lækkað verðið. Að sjálfsögðu er ljóst að álagning verður að vera eitthvað hærri á nætumar en er þetta ekki fullmikið af því góða? XXX páskana fór ég með spólumar og skilaði þeim. Eg fékk að vísu end- urgreitt en ekki var beðist afsök- unar á þeim óþægindum sem við höfðum af þessu. Samkeppni milli myndbandaleiga virðist ekki mikil eftir þessu að dæma." Sérstaka peninga í stöðumæla Guðrún Helgadóttir hringdi: „Það er allaf verið að eyði- leggja stöðumæla til að ná úr þeim peningunum og veldur þetta miklu tjóni. Væri ekki hægt að selja sérstaka peninga sem aðeins væri hægt að nota í stöðumæla. Ef þetta væri gert fengju stöðu- mælamir að vera í friði. Mig langar einnig til að minn- ast á annað. Ég vil ráðleggja fólki sem ætlar í ferðalög á bílnum sínum í sumar að hafa meðferðis mátulegan plastdúk og límband skrifar egar Reykjavíkurborg átti 200 ára afmæli árið 1986, sem lengi verður í minnum haft, vom hverfafélög og foreldrafélög í skól- um borgarinnar eindregið hvött til þess að láta hendur standa fram úr ermum við að fegra umhverfíð. Almenningur brást vel við þessari áskomn, hreinsaði msl af lóðum, gróðursetti, snyrti og snurfusaði sitt nánasta umhverfí. Það vakti hins vegar athygli Víkveija á þessum tíma að þetta átak í almennri snyrtimennsku náði ekki til nánasta umhverfis höfuð- stöðva æðstu stjómar ríkisins, sjálfs stjómarráðshússins. Eins og veg- farendur hafa tekið eftir liggur milli stjómarráðsgarðsins og Bankastrætis steinveggur einn, ekki óvirðulegur og í anda stjómar- ráðsins. Þessi veggur hefur aftur á móti um árabil verið í megnustu niðumíðslu. Víkveiji stóð sannast sagna í þeirri trú að á afmælisári höfuðborgarinnar yrði þessum vegg sýndur sami sómi og öðm í um- hverfi borgarinnar. Svo var ekki gert. Nú nýlega var stjómarráðs- húsið sjálft tekið til gagngerrar andlitslyftingar, pússað og málað upp á nýtt. Þá hefði verið tilvalið tækifæri til að dytta að þessum ágæta vegg í leiðinni. Enn bólar ekkert á slíku. Veggurinn heldur áfram að grotna niður svo að víða ef framrúða skyldi brotna. Þetta kostar mjög lítið en getur komið sér vel.“ Hálsmen Gullplata af hálsmeni merkt JB fannst við Otrateig fyrir nokkra. Eigandinn getur hringt í síma 33835. Ólöglega lagt Göngumaður hringdi: „Með auknum bflafjölda hefur það farið mjög í vöxt að bflum sé lagt ólöglega, t.d. er algengt að bflum sé lagt uppá gangstétt- ir. En gangstéttir em fyrir gang- andi fólk en ekki bfla og það verða • ökumenn að gera sér ljóst. Ég tel að of lítið sé fylgst með þessum málum, að minnsta kosti í Þing- holtunum og víðar í grennd við Miðbæinn. Þar þyrfti lögregla að vera oftar á ferð og sekta þá sem leggja ólöglega." er farið að sjást ryðgað steypujám- ið. Spumingin er hvort þetta fram- taksleysi stafi af því að veggurinn hafí dottið upp fyrir í kerfinu, þ.e. hvort hann sé á mörkum yfirráða- svæða ríkis og borgar. Hvort til dæmis Reykjavíkurborg eigi að annast viðhald veggjarins Banka- strætismegin en húsameistari ríkis- ins eigi að dytta að honum stjómar- ráðsmegin? XXX Apáskadagskrá ríkissjónvarps- ins var fátt sem kom Víkveija á óvart, enda hafði hann séð flest af því efni áður. Þess vegna hrökk Víkveiji við þegar sýnd var heim- ildamynd í tveimur hlutum um lífsstarf Guðjóns heitins Samúels- sonar, fyrsta húsameistara ríkisins. Þar brá fyrir metnaðarfyllri og hug- kvæmari vinnubrögðum en venja er til í heimildamyndagerð okkar. Þótt töluvert hafí verið um endur- tekningar og brotalamir í upp- byggingu sáust myndleg tilþrif sem bám þess vitni að höfundar hafa tekið sér til eftirbreytni margt af því besta sem við sjáum til erlendra fagmanna á þessu sviði. Ef til vill er þetta ávöxtur hinnar fíjálsu samkeppni Og ef til vill á kunningi Víkveija eftir að geta keypt pilsnerinn á vægara verði að næturþeli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.