Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 09.04.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 55 HANDKNATTLEIKUR Páll slasaðist á öxl og er úr leik næstu mánuði Vona að ég missi ekki af öðrum Ólympíuleikum, sagði Páll í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, en hann var ekki með landsliðinu í Los Angeles 1984 vegna meiðsla PÁLL Ólafsson, landsliðs- maður í handknattleik, slas- aðist illa á vinstri öxl á œfingu hjá liði sínu, Turu Dusseldorf, í fyrrakvöld og verður frá œf- ingum í þrjá mánuði að þvf að talið er. Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni i Þýskatandi Ohappið varð á æfingu á mið- vikudagskvöldið. Leikmenn Dusseldorf voru að leika knatt- spymu í upphafi æfingarinnar er Páll hljóp harka- lega á vegg með þessum afleiðing- um. í fyrstu var ekki talið að hann hefði meiðst alvarlega, en annað kom á daginn. Læknir sá sem skoðaði hann fyrst sagði að hann yrði góður með nokkurri hvíld, en í fyrrakvöld fór Páll síðan til sér- fraeðings, sem komst að hinu sanna í málinu og skar sá Pál upp í gærmorgun. Ottaðist hann í fyrstu að Páll væri viðbeinsbrot- inn, en svo reyndist ekki, heldur eyðilagðist liðpoki og tvö liðbönd eru slitin. Svokallað liðhlaup varð í liðamótum herðablaðs og við- beins. Hífa varð öxlina upp og má Páll ekki hreyfa höndina í 15 daga. Get vonandi byrjaö að œfa í júnf maö landsliölnu „Ég verð að bíða í 1-2 daga eftir því að losna við verkina eftir að- gerðina í morgun," sagði Páll er Morgunblaðið náði sambandi við hann á sjúkrahúsinu f gærkvöldi, en hann er þar á einkastofu. „Ég vona að ég geti byrjað að æfa aftur þegar landsliðið fer að æfa í júní. Sérfræðingurinn sagði að ég gæti þurft að bíða í 3 mánuði eftir að verða góður aftur, en það gæti iíka farið niður í 6-7 vikur. Allt eftir því hve þetta verður fljótt að gróa. Ég verð bara að vona það besta," sagði Páll. Missl vonandiekkiaf öörum Ólympíulelkunum f röö „Það er kannski lán í óláni að þetta skuli vera vinstri öxlin og einnig að þetta skuli gerast nú en ekki eftir tvo mánuði," sagði Páll. Þú misstir af Ólympíuleikunum í Los Angeles fyrir fjórum árum vegna meiðsla. Það hlýt- ur af hafa komið upp í hugann eftir að þú meiddist nú og svona skammt er f leikana í Seoul? „Það var það fyrsta sem kom upp í hugann! Fyrir leikana 1984 meiddist ég á nára og ég vona að ég muni ekki missa af öðrum ólympíuleikum nú,“ sagði Páll. Fyrir leikana í Los Angeles meidd- ist Páll í leik með knattspyrnuliði Þróttar í 1. deildinni. Ingibjörg Snorradóttir, eiginkona Páls, tók í sama streng í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagðist telja það lán í óláni að Páll skyldi slasast nú en ekki síðar, „þó það sé slæmt fyrir Dusseldorf-liðið, því ég held ég myndi fara að heim- an ef hann hefði þurft að missa af öðrum Ólympíuleikunum í röð!“ sagði Ingibjörg. Það er ljóst að möguleikar Diiss- eldorf-liðsins á að vinna deildar- eða bikarkeppninna í Þyskalandi minnka mjög mikið við það að Páll er úr leik, hann leikur það stórt hlutverk hjá liðinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Páll Ólafsson í vamarhlutverki hjá Diisseldorf fyrir skömmu í leik gegn Grosswallstadt á útivelli. Þeim lauk með jafntefli, 17:17. ÍÞR&mR FOLK ■ LES Sealey, markvörður Lu- ton, sem meiddist á höfði í sam- stuði við Lee Chapman, Sheffield Wed., í vikunni, verður að öllum líkindum ekki í markinu gegn Wimbledon. Stöðu hans tekur þá Andy Dibble, 23 ára landsliðs- markvörður Wales, sem hefur að- eins leikið þijá leiki með Luton sl. tvö ár. Það verður ekki ljóst fyrr én rétt fyrir leikinn hvort að John Fashanu, sem hefur ekki misst úr leik í tvö ár, geti leikið með Wimbledon. ■ IPAUL McGrath, miðvörður Manchester United, frór fram á sölu frá félaginu í gær. McGrath, sem er 28 ára, hefur átt við meiðsli að stríða á hné og hefur hann ekki leikið nema þijá síðustu leiki félags- ins, eftir að hafa verið frá í fijóra mánuði. ■ DAVJD Robertson, sem er talinn besti bakvörðurinn á Bret- landseyjum, óskaði i gær eftir þvi að vera seldur frá Aberdeen. Ever- ton, Tottenham Manchester Un- ited hafa mikinn áhuga á þessum 19 ára leikmanni. „Ég er tilbúinn að borga 650 þúsund pund fyrir hann,“ sagði Terry Venebles, framkvæmdastjóri Tottenham. ■ VALUR sigraði Þrótt, 2:0, í leik liðanna í Reykjavíkurmótinu í knattspymu í fyrrakvöld. Það voru Gunnlaugur Einarsson og Þórður Bogason sem skoruðu mörk Vals í síðari hálfleik. ■ CESAR Luis Mcnotti hefur fengið tilboð um 18 mánaða samn- ing sem þjálfari frá brasflska liðinu Fluninense. Það eru engir smáaur- ar sem eru í boði því fyrir samning- inn mun Menotti fá eina milljón dollara, eða rúmar 40 milljónir ísl. kr. Það eru tíu kaupsýslumenn sem vita ekki aura sinn tal sem ætla að borga þessa upphæð fyrir að sjá Menotti stjóma Flumninense. Sigurður fór undir hnífinn SIGURÐUR Gunnarsson, lands- liðsmaður f handknattleik, fór í hnéaðgerð í gœr. „Ég hef haft óþægindi f hnó frá þvf að óg fór í speglun sl. sumar. Þeg- ar speglunin var gerð kom gat á sin faraman á hnónu," sagði Sigurður Gunnarsson. Sigurður sagði hann gæti byijað að æfa á fullu eftir viku og , yrði orðinn góður fyrir Evrópu- keppni lögreglumanna og Japans- ferð landsliðsins. „Þetta var aðgerð sem ég varð að fara í. Ég átti orð- ið erfitt með að hlaupa og var sprautaður fyrir leiki,“ sagði Sig- urður. Slguröur Gunnarsson HANDKNATTLEIKUR ÍÞRÖmR FOLK ■ AUSTUR-ÞÝSKA félagið Lokomotiv Stendal hefur verið skipað, af austur-þýskum knatt- spymuyfirvöldum, að leika næsta heimaleik sinn á hlutlausum velli. Þá var liðinu dæmdur síðasti leikur tapaður, 0:3 vegna óláta áhorfenda. Þeir réðust inn á völlinn þegar sjö mínútur voru til leiksloka í leik Stendal gegn Worwaerts Frank- furt. Stendal leikur því næsta leik á velli sem sem er rúma 100 km. frá heimavelli liðsins. ■ JOHN Toshack hefur fram- lengt samning sinn við Real Soci- edad til 1991. Hann tók við liðinu 1985, eftir að hafa verið hjá Sport- ing Lissabonn og hefur náð góðum árangri. SKIÐI / LANDSMOTIÐ Tveir Jugóslavar keppa sem gestir í alpagreinum TVEIR júgóslavneskir skfða- menn keppa sem gestlr f alpagreinum á skföalands- mótinu á Akureyrf, sem hefst f næstu viku. Ikvennaflokki keppir þekkt skíðakona, Mojca Dezman. Hún er fædd 1967 og er númer 33 á lista alþjóða skíðasambands- ins í svigi með 16,68 stíg og núm- er 98 í stórsvigi með 38,42 stig. Hún varð f 9. sæti f svigi á Ólympíuleikunum í Calgary og 18. í stórsviginu. Hún hefur keppt á heimsbikar- mótum þijú síðastliðin ár og stað- ið sig nokkuð vel í sviginu. í karlaflokki keppir Cujes Matej. Hann sigraði í Evrópukeppninni [Euro Cup] í svigi og stórsvigi í vetur, sem er svæðakeppni Evr- ópu, og næsta stig fyrir neðan heimsbikarmótin — stiginn upp { þau, ef svo má segja. Hann er í 176. sæti í svigi á lista alþjóða- sambandsins með 37,90 FlS-stig og í stórsvigi hefur hann 32,31 FlS-stig og þar f 117. sæti FIS- listans. Matej er einnig fæddur 1967. Upphaflega stóð til að Bojan Krizaj, þekktasti skíðamaður Júgóslava, kæmi sem gestur og einnig Mateja Svet, besta skíða- kona þeirra, en ekkert varð úr. Krizaj útvegaöi Akureyringunum hins vegar hina keppenduma í staðinn. Tveir skíðagöngumenn koma einnig á Landsmótið, eins og áður hefur verið greint frá. Það eru Svíamir Andres Larsson og Lars Holand, sem báðir eru landsliðs- menn. ■ TINDASTÓLL tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik f fyrsta sinn f sögu félagsins, með sigri yfir UÍA, 111:80. Tinda- stóll fer beint í úrvalsdeildina, en ÍS sem hafnaði í 2. sæti verður að leika aukaleik gegn Þ6r um sæti f úrvalsdeildinni. HANDBOLTI Gunnar léksem dáleidd- urværi Æt Arangur íslendingaliðanna Saab og IFK Malmö hafa vakið mikla athygli f Svíþjóð og sérstaklega hafa þeir Þorbergur ^gggggggg Aðalsteinsson og Frá Magnúsi Gunnar Gunn- Ingimundarsyni arsson verið f i Sviþjóð sviðsljósinu, en þeir hafa verið bestu leikmenn liða sinna f úrslitakeppninni. „Gunnar Gunnarsson lék sem dáleiddur væri f seinni hálfleik gegn Irsta - átti hreinan stjömuleik," var sagt í blöðum hér. „Ég skammast mín og á ekki orð til að afsaka þennan ósigur. Strákamir gerðu allt sem þeir gátu og léki vel. Það gekk ekki gegn IFK Malmö, sem hafði heppnina með sér í einu og öllu,“ sagði Claes Hellgren, markvörð- ur og þjálfari Irsta, sem óskaði IFK Malmö með sigurinn og hrósaði geysilega góðum sókn- arleik liðsins. Foráðamenn Irsta hafa nú mik- inn áhuga á að tryggja sér fslenskan leikmann fyrir næsta keppnistímabil.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.