Morgunblaðið - 10.04.1988, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
RÆTT VIÐ SIGRIÐI
SIGURÐARDÓTTUR
MENNTASKÓLANEMA
Skrítin til-
hngsun að
kveðja skólann
Morgunblaðið/Sverrir
Nú eru fyrirheit í lofti og fugl-
arnir orðnir ofurlítið leyndar-
dómsfullir, enda margvislegar
annir sem kalla senn að hjá þeim.
Mannfólkið hefur líka i mörgu að
snúast, ekki sist skólafólk, sem
brátt fer að hyggja að prófum.
Við Rauðagerði í Reykjavík er
gamalt hús sem búið er að yngja
upp með með nýrri viðbyggingu.
Þar innan veggja búa þijú systk-
ini, öll um og yfir tvítugt, ásamt
foreldrum sinum, þeim Guðrúnu
Tómasdóttur og Sigurði Sumar-
liðasyni. Systkinin heita Tómas,
Sigríður og Kolbrún. Sigríður er
nýlega tvítug og hefur undanfarin
fjögur ár stundað nám i Mennta-
skólanum við Sund.
Það er að kvöldi til sem ég legg
leið mína inn í Rauðagerði. Þær syst-
ur Sigríður og Kolbrún sitja inni í
stofu og er Kolbrún önnum kafin við
skriftir. Hún segir mér að hún sé á
listabraut í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti en hafi áður lokið tveimur
vetrum í Menntaskólanum við Sund.
Hún segist vera ánægð með skiptin
en sakna þó bekkjakerfísins. Sigríður
systir hennar er sama sinnis hvað
snertir bekkjakerfið, finnst notalegt
að tilheyra bekk, vera ein úr þeim
fasta kjama sem skólabekkur er.
„Mér finrtst skrítin tilhugsun að
kveðja skólann og það fólk sem ég
hef verið samtíða þar undanfarin
§ögur ár,“ segir hún og bendir mér
um leið að ganga upp tréstiga og inn
í bjarta og fallega stofu uppá loft-
inu. Við setjumst í sinn hvom sófann
og tökum að spjalla saman.
Sigríður er fædd í Reykjavík, „á
Fæðingarheimilinu nánar til tekið,“
segir hún og hlær. „Ég man þó fyrst
eftir mér á Grettisgötunni þar sem
við bjuggum þar til ég var tólf ára
þegar við fluttum hingað. Ég var því
mest allan bamaskólann í Austur-
bæjarskólanum og líkaði þar vel. Ég
sat hins vegar í tólf ára bekk í
Breiðagerðisskóla og fór síðan í Rétt-
arholtsskóla. Mér finnst að sá undir-
búningur sem ég hlaut í þeim skólum
báðum hafi dugað mér vel eftir að
ég kom í menntaskóla. Menntaskól-
inn við Sund er hverfisskóli hér um
slóðir og þangað fór flest það fólk
sem mér hafði verið samtíða í Réttar-
holtsskólanum."
Ég spyr hvað hafi valdið því að
hún valdi sér náttúrufræðibraut.
„Ætli áhuginn hafi ekki legið þar,“
segir hún. „Mér finnst líffræði mjög
skemmtileg, fróðlegt að læra um
líkamann og lífið yfir höfuð. Mér
finnst ég skilja ýmislegt betur i
umhverfi mínu eftir að hafa gluggað
í líffræðina.
Ég hóf nám í Menntaskólanum við
Sund haustið 1984 og það sama
haust var verkfall hjá flölmörgum
ríkisstarfsmönnum og þar á meðal
fór húsvörðurinn í skólanum í verk-
fall. Það varð til þess að öll kennsla
lagðist niður í skólanum í tvær vik-
ur. Okkur fannst dálítið furðulegt
að einn maður gæti stöðvað alla
kennslu í skólanum en vissum jafn-
framt að það má ekki ganga í verk
annars svo þá má segja að við gerð-
um okkur þá vel ljóst hvað húsvörð-
urinn væri nauðsynlegur maður.
Þetta verkfall setti strik í reikninginn
og gerði það að verkum að allt varð
heldur losaralegt. Öll kennsla raskað-
ist og við slepptum t.d. stærðfræði-
prófi og tókum skyndipróf í öðrum
greinum og þurftum að auki að lesa
ýmislegt heima sem áður hafði verið
kennt í skólanum. Við fengum náms-
áætlun og áttum að fylgja henni
heima. Við urðum því að leggja meira
af mörkum sjálf. Það er þó mjög
misjafnt eftir fögum hve auðvelt er
að læra heima, stærðfræðibækumar
eru t.d. ekki skrifaðar með heimanám
í huga og þess vegna strandar mað-
ur þar fljótt og þarf hjálp.
Éitt af þvi sem við vinkonumar
horfðum mikið til þegar við ákváðum
að fara í Menntaskólann við Sund
var svokallað „sleppiprófakerfi", seg-
ir Sigríður. „Þá taka menn mörg
skyndipróf og haustannarpróf og
síðan gefa kennaramir kennaraein-
kunnir eftir öllum þessum prófum
og verkefnum sem hver nemandi
hefur unnið. Ef fólk fær góða meðal-
einkunn út úr öllum kennaraeinkunn-
um getur það sloppið við að taka
vorpróf nema í stúdentsprófsáföng-
um. Þetta hefur því miður allt dottið
uppfyrir meðan ég hef verið í skólan-
um nema þetta eina ár sem ekki var
verkfall og það hefur mér og öðrum
þótt svolítið súrt í broti. Þetta eina
ár sem þetta gekk eftir þá losnaði ég
í lok apríl en ekki fyrr en nálægt
miðjum maí endranær.
I Menntaskólanum við Sund er
heilsárskerfi og það hefur valdið því
að fólk reynir þá frekar að þrauka
þó óvænt truflun komi í skólastarfið,
annars er heill vetur farinn fyrir bí.
Það voru tvö verkföll fyrsta árið sem
ég var í skólanum, fyrst um haustið
sem fyrr sagði og svo um vorið. Þá
voru það kennaramir sem hættu
vinnu. Svo fengum við frí.frá þessu
í eitt ár, en þriðja árið, í fyrravor,
var aftur verkfall og nú er víst eitt
slíkt hugsanlega yfirvofandi. Ég veit
þess dæmi að fólk hefur flosnað úr
námi vegna þessara verkfalla, sérs-
taklega í áfangaskólunum, en það
kom líka fyrir hjá okkur að fólk
hreinlega hætti og fór að vinna. Sá
sér ekki annað fært. Það kemur óhjá-
kvæmilega los á kennslustarf þegar
verkföll verða ár eftir ár.“
Það kemur í ljós í samtali okkar
Sigríðar að það er mjög mikið um
að nemendur vinni með námi í
Menntaskólanum við Sund og raunar
í flestum framhaldsskólum. Sigríður
er í hópi þeirra sem hafa unnið með
náminu.
„Ég er raunar hætt því núna,
hætti um jólin til þess að taka nám-
ið fastari tökum fyrir prófin í vor.
Ég vann lengi vel á veitingastaðnum
Pottinum og pönnunni og svo síðar
á veitingastaðnum Sprengisandi. Ég
tel ekki að vinnan hafí raskað mínu
námi að neinu marki. Ég hef þó tek-
ið fremur lítinn þátt í félagslífi í
skólanum, ég hef aðeins sótt
skemmtanir en ekkert starfað sjálf,“
segir Sigríður.
Ég spyr hvers vegna hún hafí
unnið með náminu og fæ það ein-
falda svar að hún hafi gert það pen-
inganna vegna.
„Við erum þrjú systkinin á svipuð-
um aldri og vorum á tímabili öll í
skóla og við töldum okkur einfaldlega
þurfa meiri peninga en foreldrar
okkar gátu látið okkur í té á þeim
tíma. Peningamir fara í skólabækur
og daglega neyslu, skemmtanir og
föt. Eg, eins og flestir, reyni að
„tolla í tískunni". Ég kaupi mér oft
blöð til þess að athuga hvað er í tísku
og eins fer ég í búðir og skoða. Ég
hef hins vegar saumað talsvert sjálf
á mig af fötum og svo hefur komið
fyrir að ég hef farið út og keypt
mér föt. Ég fór t.d. til Amsterdam
sl. haust og keypti mér heila hrúgu
af fötum. Þar eru fót miklu ódýrari
en hér og stundum jaðraði við að þau
væru ódýrari en heimasaumuð föt.
Hvað skemmtanir snertir þá hef ég
sótt allar skólaskemmtanir og farið
einnig ýmislegt annað, svo sem í leik-
hús og þess háttar. Eftir að ég varð
★ A ★
Við bjóðum fyrirtækjum og ein-
staklingum mjög vandaðar og
sterkar sænskar trefjaplast flagg-
stangir 6 og 8 metra.
Framleiddar af:
iotmenia ab
Þær eru nú með mest seldu flagg-
stöngum á Islandi og má sjá víða
við stofnanir, fyrirtæki og'heimHi.
Gestafyrirlest-
ur við guð-
fræðideild Há-
skóla Islands
PRÓFESSOR Dr. Hubert Irsi-
gler, yfirmaður deildar Gamla
testamentisfræða við kaþólsku
guðfræðideildina við háskólann
i Bamberg, kemur hingað til
lands í boði guðfræðideildar
Háskóla íslands og dvelur hér
12.—17. apríl nk.
Prófessor Irsigler er meðal þeirra
yngri Gamla testamentisfræðinga í
Þýskalandi, sem vakið hafa hvað
mesta athygli á síðustu árum. Hann
mun flytja fyrirlestur í V kennslu-
stofu í aðalbyggingu Háskóla ís-
lands miðvikudaginn 13. apríl nk.
kl. 10.15-12.00.
Fyrirlesturinn, sem verður fluttur
á ensku nefnist „Growth of Mean-
ing in Psalm 22“.
(Frétt frá Háakóla fslanda)