Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 26
26 Ö
!«ei .naqA .or auoAgunMue oiaAJgmjagQM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
DD tiEIMI rVIUMyNDANNA
Hentu mömmu af lestinni
Danny DeVito langaði alltaf til
að leikstýra bíómynd, alveg frá því
hann lagði út á leikarabrautina.
Hann gerði tvær stuttar myndir
snefnma á áttunda áratugnum í
samvinnu við konuna sína, Rhea
Perlman. Þegar hún sló minnihátt-
ar i gegn í Staupasteini í hlutverki
gengilbeinunnar Körlu lögðu þau
bíómyndagerð á hilluna. DeVito sló
meiriháttar í gegn í ævintýra-
gamanmyndum eins og „Romanc-
ing the Stone", „Ruthless People“
og „Tin Men“ og loksins fékk hann
tækifæri til að leikstýra almenni-
legri bíómynd á síðasta ári og hon-
um þótti takast mjög vel upp.
Myndin naut mikilla vinsælda í
Bandaríkjunum um síðustu jól og
verður sýnd á næstunni í Há-
skólabíói. Það er gamanmynd sem
heitir því einkennilega nafni
„Throw Momma from the Train“
(Hentu mömmu af lestinni) og
DeVito fer sjálfur með annað aðal-
hlutverkið í henni á móti Billy
Crystal.
„Hentu mömmu" er svört kóm-
edía sem byggir mjög lauslega á
Hitchcock-þrillernum „Strangers
on a Train" um tvo menn sem
skiptast á morðum. í mynd sinni
leikur DeVito Owen, verðandi rit-
höfund hvers mamma er hálfgert
ef ekki algert skrýmsli, er eins for-
Ijót og hún er illgjörn. Crystal leik-
ur Larry, rithöfund sem þjáist af
svonefndri rithöfundastífiu. Hann
kemur ekki orði á blað en ástæða
stíflunnar er fyrrverandi eiginkona
hans sem baðar sig í frægð og
frama eftir að hafa skrifað met-
sölubók, sem hann segir að hún
hafi stolið frá honum. Þeir hugsa
um það og tala leynt og Ijóst að
ekkert væri þeim ánægjulegra en
að koma þessum kvensniftum fyrir
kattarnef og atvikin haga því þann-
ig að þeir skiptast á morðum;
Owen skal sjá um eiginkonuna en
Larry um mömmuna. Því miðúr
fréttir Larry ekki af hinni djörfu
áætlun fyrr en eiginkonan hans
týnist allt í einu, hann sjálfur er
eftirlýstur fyrir morðið á henni,
hann hefur enga fjarvistarsönnun
og Owen væntir þess að hann
myrði mömmu hans.
„Leikari getur gert tilraun til að
skapa líf. Leikstjóri getur skapað
heila veröld og hann ræður frá
hvaða sjónarhóli hann sýnir hana,“
segir Danny DeVito í viðtali. „Ég
hafði fengið nokkur tilboð um að
leikstýra myndum eftir að mér fór
að ganga vel i bíómyndunum í
Hollywood (hann leikstýrði einum
þætti af „Amazing Stories Spiel-
bergs) en ég valdi „Hentu
mömmu" vegna svörtu kímninnar
í henni. Ég hafnaði sykursætu
grínmyndunum. Ég undirbjó mig
vel, teiknaði litlar afstöðumyndir.
Ég vil að vinklarnir séu á hreihu
þannig að ég vinn ekki sitjandi á
rassinum segjandi: Hvað á ég svo
að gera?"
Og áfram heldur hann: „Það var
ekki erfitt að sameina leikinn og
leikstjórnina. Mín hugmynd var sú
að reyna að gera allar persónurnar
raunverulegar og yfirbragðið
myrkt. Myndin sem ég hafði af
Owen, persónunni sem ég leik, var
af litlum strák sem hatar mömmu
sína. Áhorfendum finnst hann eitt-
hvað skrítinn þar til kemur að atrið-
inu þegar hann sýnir Larry mynt-
safnið sitt. Owen á enga vini en
þráir að eignast vin.“ Það byggir
De Vito að nokkru leyti á sinni eig-
in, einmanalegu æsku.
Framleiðandi myndarinnar er
Larry Brezneren handritshöfundur
er Stu Silver og með lítil hlutverk
fara m.a. Oprah Winfrey (Purpura-
liturinn) og leikstjórinn Rob Reiner
(„The Princess Bride"). Oprah leik-
ur sjálfa sig en hún stjórnar þekkt-
um samtalsþætti í Bandaríkjunum.
Reiner leikur umboðsmann Larrys
og sparkar honum þegar rithöf-
undastíflan ætlar aldrei að bresta.
En þá var að finna mömmuna
hræðilegu. DeVito hafði leikið með
Anne Ramsey í „Goin’ South" en
það var langt, langt síðan. „Ég
frétti af því að hún hafi verið dá-
samleg í hlutverki móður Nick
Nolte í myndinni „Weeds“ og ák-
vað að hitta hana og vita hvort hún
hæfði mömmuhlutverkinu okkar.
Ég hafði ekki hugmynd um hverju
búast mátti við.“ En Ramsey kom
vel undirbúin. „Hún spýtti eldi, for-
mælti og var algerlega hryllileg,"
segir DeVito. „Ég hljóp upp til
hennar og þrýsti mér að henni og
kallaði „mamma". Hún barði mig
í hausinn með hnúunum og ég
sagði að hún fengi hlutverkið."
Ekkert elsku mamma; Anne Ramsey og Danny DeVito í Hentu mömmu
af lestinni.
Kínastúlkan
Regnboginn sýnir á næstunni
bandarísku myndina „China Girl"
(Kínastúlkan) sem býður uppá
blöndu af spennu og rómantík.
Hún er í kjarna sínum enn eitt
Rómeó og Júlíu-afbrigðið flutt á
götur New York. Myndin lýsir
taugatitringnum sem myndast á
milli glæpasamtaka Kínverja í Kína-
hverfinu og ítölsku Mafiunnar í
Litlu-Ítalíu þegar stúlka og strákur
úr sitt hvorum arminum rugla sam-
an reitunum.
Nýliðarnir Sari Chang og Rich-
ard Panebianco leika parið unga
en leikstjóri er Abel Ferrara. Með
aukahlutverk fara m.a. James
Russo (fautinn í „Extremities") og
James Hong.
„Við Nick St. John (handrits-
höfundurinn) höfum verið að gera
myndir frá því við vorum táning-
ar,“ segir Ferrara. „Þú veist, við
fórum bara út með myndavélina
og byrjuðum að taka. Kvikmynda-
gerðarmennirnir sem við dáðum
voru Pasolini og Godard og við
gerum það enn. En við vissum líka
af leikstjórunum sem þeir dáðu,
eins og Samuel Fuller og Anthony
Mann. Ég byrjaði sem leikstjóri.
Ég réð sjálfan mig. Ég hef í raun-
inni aldrei starfað í kvikmyndaiðn-
aðinum nema sem leikstjóri. Við
betluðum, tókum lán, stálum pen-
ingum frá hverjum sem áræddi að
setjast niður með okkur,“ segir
Ferrara um fyrstu sporin í kvik-
myndagerðinni.
Sagan í Kínastúlkunni er svona:
Tony og Tye hittast á dansleik þar
sem krakkar úr ítölsku og
kínversku hverfi eru að skemmta
sér. Gagnkvæm óbeit þessara
samfélaga hvort á öðru veldur því
að Tony má þakka sínum sæla fyr-
ir að sleppa undan flokki kínver-
skra ungmenna, sem veita honum
eftirför. Hann leitar til eigin hverfis
og slær þegar í brýnu með ítölsku
strákunum og hinum kínversku.
Auk þess sem ungmenni hinna
ólíku menningaheimi eigast við á
öngstrætum New York eiga þau í
erjum við eldri ráðamenn af sínu
eigin þjóðerni. Þeir hafa samið um
skiptingu hverfanna og vilja um-
fram allt halda friðinn.
Ástin á milli Tony og Tye magn-
ast og sama er að segja um ófrið-
inn á milli hinna stríðandi fylkinga.
„Undirbúningsvinnan stóð í tvo
mánuði, tökur stóðu í aðra tvo og
eftirvinnslan tók sjö mánuði.
Myndin kostaði þrjár og hálfa millj-
ón dollara og það var Vestron sem
studdi okkur fjárhagslega. Kína-
stúlkan er ekki heimildamynd um
líf og örlög ítölsku og kinversku
glæpaklíkanna en við tókum mynd-
ina í hverfum þeirra og kringum-
stæðurnar sem við byggjum á eru
til staðar.
Við notum ekki nema eina upp-
tökuvél og ákvarðanir eru teknar
þegar við mætum á tökustaðinn.
Kvikmyndatökumaðurinn okkar
nam við kvikmyndaskólann í Prag
og hafði aldrei tekið kvikmynd áður
í Bandaríkjunum. Núna er hann að
vinna með Paul Schrader að hans
næstu mynd."
Skipst á morðum; Crystal og De Vito.
DeVito bæði leikur í og lölkstýr-
ir einnig sínu næsta verkefni sem
er endurgerð Jean Renoir-myndar-
innar „La Chienne" frá 1931, sem
Fritz Lang byggði sína mynd
„Scarlet Street" á árið 1945 með
Edward G. Robinson í aðalhlut-
verkinu. „Ég hef ekki séð Renoir-
myndina en hin myndin gerist í
mjög Lang-ísku umhverfi. Ég breyti
ákveðnum hlutum. Það veröur
kímni í henni og svo veit maður
aldrei. Ég er mikið fyrir góð enda-
lok eða a.m.k. bjartsýnisleg. Mynd-
in verður tekin í Kaliforníu. Ég fékk
nóg áf frumskógum, eyðimörkum
og pöddum og bátum þegar við
gerðum ævintýramyndirnar „Ro-
mancing the Stone“ og Nílarstein-
inn.“
James Belushi og Louis Gossett jr. í myndinni Skólastjórinn.
Nýi skólastiórinn
Allt sem kennarinn Rick Latimer
gerir hefur tilhneigingu til að mis-
takast. Lukkan hefur sannarlega
snúið við honum bakinu. Konan
er farin frá honum, drykkjufélag-
arnir eiga fullt í fangi með að halda
honum frá slagsmálum við barinn
og skólanefndin veit ekki hvað hún
á að gera við þennan kennara sem
er til meiri vandræða en nokkurn
tímann nemendurnir.
Rétt þegar svo virðist sem ekk-
ert geti lengur farið á verri veg er
hann „hækkaður í tign“ úr kennara
í skólastjóra. Slæmu fréttirnar eru
þær að skólinn sem hann á að
stjórna er versti menntaskólinn á
svæðinu. Flestir nemendurnir eru
afbrotaunglingar og kennararnir
eru of hræddir við þá til að standa
gegn þeim. Skólinn er staður þar
sem ruslið, ef svo má segja, fer
aldrei úr tunnunum.
En Rick Latimer lítur þannig á
málið: Ég hef aðeins tvo kosti í
stöðunni; annaðhvort kem ég lagi
á liðið eða dey við að reyna það.
Þannig er það nú í spennumynd
Stjörnubíós sem heitir Skólastjór-
inn („The Principal") og er með
þeim James Belushi og Louis Gos-
sett jr. í aðalhlutverkum. Leikstjóri
er Christopher Cain en handrits-
höfundur er Frank Deese og er
þetta hans fyrsta mynd.
„Þessi mynd speglar raunveru-
leikann," segir Chris Cain. „Hún
er líka um einn mann sem getur
skipt, og skiptir, öllu máli. Ef ein-
hver boðskapur er í myndinni er
hann kannski sá að menn fá fleiri
en eitt tækifæri í lífinu, allir eiga
möguleika hver sem staða þeirra
í þjóðfélaginu er.“
Hlutverk nýja skólastjórans er
fyrsta aðalhlutverkið sem grínarinn
James Belushi hreppir. „Ég hef
alltaf litið á mig fyrst og fremst
sem leikara en ekki grinista," seg-
ir Belushi sem er m.a. eftirminni-
legur úr myndinni Salvador eftir
Oliver Stone þar sem hann lék
dópaðann drykkjusvola.
Leikstjórinn Cain hefur hlotið lof
fyrir tvær fyrri myndir sínar, „The
Stone Boy" með Robert Duvall og
Glenn Close og „Where the River
Runs Black". Það voru tvær
ástæður fyrir því að hann tók að
sér gerð Skólastjórans. „Önnur var
tækifærið til að vinna með Jim
Belushi. Hann hefur hæfileika til
að segja og gera hluti sem aörir
leikarar gætu ekki gert og samt
verið viðkunnanlegur. Hin ástæð-
an er sú að mig langaði annað-
hvort til að gera fullkomna gaman-
mynd eða mynd sem léti sig varða
um eitthvað." Og Skólastjórinn
varð fyrir valinu.
í
I