Morgunblaðið - 10.04.1988, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
B 27
I
Franska leikkonan Stephane Audran leikur aðalhlutverkið í „Veislu
Babettu".
Danmörk:
Gabriel Axel fær
loks uppreisn æru
Gabriel Axel er búinn að vinna
að gerð mynda fyrir bíó og sjón-
varp í mörg ár. Hann er búinn að
starfa við leikhús í fjóra áratugi,
hvort tveggja sem leikari og leik-
stjóri, en það er ekki fyrr en nú
að hann hlýtur viöurkenningu í
heimalandi sínu, Danmörku, og
vekur verulega eftirtekt í útlönd-
um. Það var á síðasta hausti að
hann frumsýndi mynd sína „Veisla
Babettu", sem hann gerði eftir
smásögu löndu sinnar, Karenar
Blixen, sem hlaut heimsfrægð í
annað sinn þegar Meryl Streep lék
hana svo eftirminnilega í „Jörð í
Afriku" fyrir þremur árum.
Gabriel Axel las fyrst þessa
smásögu fyrir hálfum öðrum ára-
tug og hefur að eigin sögn haft
hana á heilanum allar götur síðan.
Gabriel var sérstaklega hrifinn af
þvi hvernig Karen Blixen (sem oft-
lega skrifaði undir nafninu Isak
Dinesen til að fela þá staöreynd
að hún væri kona!) tókst að sýna
betur en nokkrum öðrum rithöf-
undi listamanninn sem blundar í
sérhverri sál.
„Karen blandar saman öllum
listgreinum í þessari sögu sinni,"
segir Gabriel hinn ánægöasti. „Og
það sem Karern hafði í huga var
að benda okkur á að hvaða list-
grein sem þú stundar þá þarf að
hlúa að henni með ýtrustu tækni
og tilfinningu jöfnum höndum. Hún
meinar að það sé jafn erfitt að
hanna góðan veitingastað og elda
síðan matinn ofan í fólk þannig aö
það sé ánægt og að skrifa ein-
hverja sögu af listfengi."
Gabriel á líka svolítið sameigin-
legt með Karen Blixen. Bæði þurftu
að ferðast til annarra landa til að
hljóta frægð og frama, til að fá
viðurkenningu að þau væru lista-
menn af lífi og sál. Bæði fyrirlitu
menningarklíkur og bæði fengu að
gjalda þess. Karen var ekki tekin
alvarlega af samlöndum sínum fyrr
en leið að dauða hennar og nú,
tæpum þrjátíu árum síðar, dá þeir
hana úr hæfilegri fjarlægð, og
Gabriel Axel hefur svo sannarlega
fengið að finna fyrir þeirri gömlu
visku að enginn er spámaður í eig-
in föðurlandi.
Honum tókst ekki að fá fjár-
magn í Danmörku til að framleiða
„Veislu Babettu". Hann varð að
leita til manna í Bretlandi og félag-
ar hans þar urðu að leita hófanna
í Bandaríkjunum. Það tókst að lok-
um. Og loks þegar myndin kom
vakti hún talsverða athygli en eng-
in verðlaun hlaut hún hjá dönsku
kvikmyndaakademiunni, þótt allir
væru sammála um ágæti hennar.
Sömu sögu er að segja um önnur
Kvikmyndaleikstjórinn Gabriel
Axel.
verkefni sem Gabriel hefur áhuga
á. Hann hefur til dæmis lengi lang-
að til að gera kvikmynd um gömlu,
upphaflegu goðsöguna um Hamlet
(amlóða), prinsinn í Danaríki.
Gabriel varð verulega frægur
árið 1967 þegar mynd hans um
klám og nekt var sýnd á Cannes.
Skömmu síðar kom hann með
myndina „Danish Blue" sem varð
mjög vinsæl á sínum tíma og gerði
höfundinn ríkan; hann keypti hús
á Spáni. En árið 1977 var farið að
þrengja um hann í Danmörku og
flýði hann á náðir Frakka, og þar
hefur verið hans annað heima æ
síðan. Hann er tæplega sjötugur
þótt hann liti ekki út fyrir að vera
nema 55 ára, og hefur verið kvænt-
ur franskri konu í 33 ár.
Sagan af Babettu er eitthvað á
þessa leiö: Hún flýr París eftir að
maður hennar og sonur eru skotn-
ir til bana á uppþoti á götu úti; og
sest að í Noregi (Danmörku í
myndinni), og fær starf sem mat-
reiðslumeistari hjá tveimur auðug-
um, öldruðum systrum. Svo líða
árin. Þar til aðra systurina langar
til að halda upp á hundrað ára
fæöingarafmæli föður þeirra. Ba-
betta, sem vinnur mikla peninga í
happdrætti um sömu mundir,
býðst til að halda upp á afmælið
með sérstakri veislu sem hún ætl-
ar að útbúa. Og það er ekki fyrr
en líða tekur á veisluna að ýmsir
leyndir þræðir í ævi Babettu koma
í Ijós.
„Veisla Babettu" hefur fengið
Óskarsútnefningu sem besta er-
lenda kvikmyndin árið 1987.
Vandaiar ódýrar
veggskápasamstæður
frá Finnlandi
H A1;N ARSTRÆTl 11
SlMl 1U40
Ath.: Ljóðakvöld f
Djúpinu kl. 20.30.
Verð kr. 55.800 (öll samstæðan).
Verslunin er flutt að Suðurlandsbraut 32
Yjf HUSGÖGN OG
INNRETTINGAR
SUÐURLANDSBRAUT32
68 69
Hagstætt verð
Borðstofuborð og 4 stólar.
Verð aðeins kr. 42.000,- kr. 38.000,- stgr.
Einnig örfá Barrokk-sófasett á sérlega hagstæðu verði.
VALHÚSGÖGN
Ármúla 8, símar 82275 og 685375.
hvítur RANGE ROVER árg. ’84. Vel með farinn.
Viðhaldið og þjónustaður reglulega af Heklu hf.
Einn eigandi. Ekinn 88 þús. km, að mestu innan-
bæjar. 4 dyra, beinskiptur 5 gíra, centrallæsing-
ar, útvarp/segulband.
Verð 1.150 þús. Bein sala.
Upplýsingar í síma 32233.
U
löfðar til
.fólksíöllum
starfsgremum!
Tviskiptir
kjólar
VFJHllÍhfÍjUl__
v/Laugalæk
s. 33755.