Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 82. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Eþíópía: Napalm gegn skæruliðum Nairobi. Reuter. EÞÍÓPÍSKAR herflugvélar vörp- uðu napalmsprengjum á þorp í Tfger-héraði sl. laugardag en það hefur verið i hðndum skæruliða f nokkura tfma. Talsmaður skseru- liða sagði f gser, að auk mannfalls- ins hefðu allmiklar matarbirgðir frá erlendum hjálparstofnunum verið eyðilagðar f árásinni. Eþíópísku flugvélamar, orrustu- þotur af gerðinni MiG 21, réðust á þorpið, sem heitir Wukro, þegar skæruíiðar voru að dreifa matvælum til íbúanna. Péll 31 maður i napalm- sprengjuárásinni og mikill matur spilltist þótt ýmsu tækist að bjarga. Talsmaður skæruliða sagði, að árásin hefði átt sér stað aðeins stuttu eftir að Eþíópíustjóm hefði skipað öllum starfsmönnum hjálparstofnana burt úr sumum héruðum Eritreu og Tíger „til að auðvelda sér glæpaverk- in án erlendra vitna". Skæruliðar í Eritreu og Tíger hafa sótt mjög fram að undanfömu og ráða nú sums öllu landi að undan- skildum stærstu borgunum. Einn ræningjanna flaug vélinni sjálfur Kuwait, Reuter. EINN flugræningja kuwafsku far- þegaþotunnar er flugmaður og tók sjálfur við stjórainni þegar vélin sveimaði yfir Beirút á föstu- dag, segir í frétt dagblaðs í Kuwa- it á sunnudag. í stuttri frétt þar sem ekki er getið heimilda segir blaðið al-Qabas að flugræninginn hafí gert átta til- raunir til að lenda á flugvellinum í Beirút. Það þykir líka hafa komið fram í máli flugræningjanna er þeir eiga flarskipti við flugmálayfirvöld að þeir búi yfir góðri þekkingu á flug- máíum. Aðaltalsmaður þeirra kallar sjálfan sig „Kuwait 422“ með vísan til flugnúmers vélarinnar. Hann er greinilega vel heima í tæknilegum atriðum varðandi flarskipti, loftræst- ingu, rafmagnsgjöf til þotunnar á jörðu niðri, losun úrgangs úr vélinni og fleiru sem viðkemur rekstri og viðhaldi þotunnar. Fréttamenn sem fylgst hafa með fjarskiptum ræningjanna og flugum- ferðarstjómar á flugvellinum í Lam- aka segja að foringi ræningjanna hafí sagst vera flugvirki. Hann talar ensku reiprennandi með arabískum hreim. Ræningjamir halda ró sinni hvað sem á gengur og krafa um meiri Chirackærir Mitterrand Parfs. Reuter. JACQUES Chirac, forsætis- ráðherra, hefur kært Fran- cois Mitterrand, forseta, fyrir að láta hengja upp of stór kosningaveggspjöld vegna forsetakosninganna i Frakk- landi i vor. Chirac heldur því fram að Mitterrand hafi brotið reglur um hámarksstærð áróðursmynda. Krefst Chirac þess að forsetan- um verði skipað að taka niður veggspjöld, sem eru 36 fermetr- ar að stærð en mega aðeins vera 16 fermetrar. Chirac hefur einnig kært aug- lýsingastofur, sem dreift hafa grínmyndum af forsætisráð- herranum. matvæli er lesin i sama tóni og krafa um að föngum í Kuwait verði sleppt. Leiðtogi þeirra virðist gæddur stál- taugum, hann viðheldur ískaldri ró sinni í fjarskiptum og dregur i lengstu lög að framfylgja hótunum sínum. Hvort það er af mannúðar- ástæðum eða til þess að brenna ekki allar brýr að baki sér skal ósagt látið. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði í gær að ræningjamir væm átta: Tveir frá Bahrain, flórir frá Líbanon og tveir með óþekkt ríkisfang sem talið er að séu frá Kuwait. Yfirvöld í Bahrain sögðu að vegabréf fjögurra manna um borð i þotunni, sem bæm yegabréf þaðan, væm fölsuð. Myndin var tekin þegar Iík gfslsins, sem myrtur var í { til jarðar á flugvellinum í Larnaka á Kýpur. Líkið þotunnar og snúa fætumir upp. Shultz undir- ritar sam- komulagið um Afganistan Washingtoa, Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, tilkynnti í gærkvöldi að Bandarikjastjórn hefði sam- þykkt samkomulag um brott- flutning sovézku innrásarherj- anna frá Afganistan og að Ge- orge Shultz, utanrikisráðherra, myndi undirrita það. Reagan sagði að samkomulagið gerði ráð fyrir algjörum brottflutn- ingi sovézkra hersveita frá Afgan- istan og því væm Bandaríkjamenn reiðubúnir að tryggja að það næði fram að ganga. „Eg hef því beðið Shultz að verða okkar fulltrúi og undirrita samkomulagið í Genf síðar í vikunni," sagði Reagan. Samkvæmt samkomulaginu, sem náðist í Genf í síðustu viku, hefja Sovétmenn brottflutning um 115.000 hermanna sinna frá Afg- anistan 15. maí nk., eða tveimur vikum fyrir leiðtogafund risaveld- anna í Moskvu. ,Þetta samkomulag hefði ekki orðið að veruleika ef ekki hefði komið til hetjuleg barátta afg- önsku þjóðarinnar gegn erlendri hersetu. Við erum stolt af því að hafa stutt þjóðina til þessa sigurs og hún getur reitt sig á áfram- haldandi aðstoð okkar,“ sagði Re- agan. Sjá „Skæruliðar skjóta niður farþegaflugvél" á bls. 33. Utanríkisráðherra Kuwait: Gefumst ekki upp fyr ir flugræningj unum Annar gísl líflátinn í gær - Gíslarnir viku í helgreipum Laraaka. Reuter. SABAH al-Ahmed al-Sabah, utanríkisráðherra Kuwait, sagði á blaða- mannafundi í gærkvöldi að ekki yrði gengið að kröfum ræningja, sem hafa kuwaíska farþegaþotu á valdi sínu á flugvellinum í Larn- aka á Kýpur, um að 17 félögum þeirra, sem sætu í fangelsi fyrir hryðjuverk, yrði sleppt. Talsmaður stjórnarinnar sagði að það yrði öfgamönnum, sem hliðhollir eru írönum, hvatning til frekari of- beldisverka ef flugræningjunum væri sýnd linkind. Ræningjamir myrtu í gær annan gísl og hótuðu að lífláta fleiri ef kröfum þeirra um eldsneyti yrði ekki sinnt. Hafa 44 gíslar nú setið í grimmdarlegri prísund í viku, en þotunni var rænt að morgni sl. þriðjudags. Yfírvöld á Kýpur hafa harðneitað að setja eldsneyti á geyma þotunnar nema gíslunum verði sleppt. Bandaríkjastjóm hrós- aði í gær ráðamönnum í Kuwait og á Kýpur fyrir að sýna staðfestu og láta ekki bugast undan kröfum ræningjanna. Ræningjamir sögðust hafa misst þoiinmæðina þegar tveir frestir, sem þeir gáfu í gærmorgun til að setja eldsneyti á þotuna, vom út- runnir. Um hádegisbilið opnuðust síðan dyr fremst á þotunni og út var fleygt líki. Hermt er að hinn myrti hafi verið einn þriggja kuw- aískra liðsforingja, sem voru á heimleið úr fríi. Hafði léreftspoka verið smeygt yfir höfuðið á mannin- um og hann síðan skotinn í ennið. Lá fáklætt líkið í 20 mínútur fyrir neðan þotuna áður en ræningjamir leyfðu að það yrði sótt. Ræningjamir kröfðust þess í gær að fá 104 tonn af eldsneyti, sem mundi duga til 9 stunda flugs, til þess að geta flogið til óháðs ríkis, eins og það var orðað. Einn gíslanna kom í talstöð þot- unnar eftir morðið og af titrandi röddu hans var ráðið að hann væri andlega og líkamlega örmagna. „Ef eldsneyti verður ekki látið á flugvél- ina munu ræningjamir drepa fleiri gísla og lendir það á ykkar herð- um,“ sagði hann. Ræningjamir líflétu fyrsta gíslinn á laugardag og staðfestu læknar í gær að honum hefði verið misþyrmt illilega fyrir aftökuna. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sagði að ræningjunum væri stjómað frá Teheran. Fjarskiptasamband við þotuna lá að mestu niðri eftir morðið í gær en samningaviðræður stóðu yfir við ræningjana í allan gærdag. Reyndu Malath Abdo, fulltrúi PLO, og Mich- ael Herodotou, flugmálastjóri á Kýpur, að miðla málum, en sagt var að viðræðunum miðaði hvergi og að engin lausn væri í sjónmáli. Stóðu þeir á landgangi einum metra fyrir neðan dyr þotunnar meðan viðræður fóru fram. Þremur hervögnum var ekið inn á flugvöllinn í Laraaka í gær og var talið að það stæði I sambandi við hugsanlegt áhlaup á þotuna. Þeim var ekið á brott sfðar um daginn. Ræningjamir hótuðu að sprengja þotuna í loft upp ef upp- ganga yrði reynd; sögðust hafa komið sprengjum fyrir um hana alla og samtengt þær. Sjá fréttir og frásagnir af flugráninu á bls. 34 og 35.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.