Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 Vantraust á fréttastjóra sjónvarps: Málið tekið fyrir á næsta fundi fram- kvæmdastj órnar - segirMarkús Orn Antonsson útvarpsstjóri „MEÐ þessari samþykkt útvarps- ráðs, þar sem lýst var vantrausti á fréttastjóra sjónvarps, hefur þetta mál tekið nýja stefnu og það er óhjákvœmilegt að taka það fyr- ir á nœsta fundi framkvæmda- stjórnar Ríkisútvarpsins, sem haldinn verður um nœstu helgi,“ sagði Markús örn Antonsson út- varpsstjóri er hann var spurður hvort einhverra viðbragða væri að vænta af hans hálfu í kjölfar samþykktar útvarpsráðs síðastlið- inn föstudag, þar sem því var lýst yfir að Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri sjónvarps, nyti ekki trausts ráðsins. Markús Öm sagði að fram- kvæmdastjóm hefði ekki vald til að taka ákvörðun um brottrekstur ein- stakra starfsmanna, slík ákvörðun væri alfarið í höndum útvarpsstjóra. Framkvæmdastjóm væri hins vegar ráðgefandi samstarfsnefnd með út- varpsstjóra og því vildi hann kanna viðhorf manna þar áður en hann aðhefðist nokkuð frekar í málinu. í framkvæmdastjóm Ríkisútvarpsins sitja formaður útvarpsráðs og fram- kvæmdastjórar útvarps, sjónvarps, fjármáladeildar, tæknideildar og tveir áheymarfulltrúar starfsmanna- félaganna, með tillögurétt. Útvarps- stjóri sagði að ákveðið hefði verið að bíða með framkvæmdastjómar- fundinn þar til formaður útvarps- ráðs, Inga Jóna Þórðardóttir, kæmi til landsins, en hún hefur dvalið er- lendis að undanfömu. Rysjótt tíðarfar: Fjallvegir víða illfærir FJALLVEGIR tepptust vfða um land í rysjóttri tfð um helgina, en f gær vann Vegagerðin að spjó- mokstri á nokkrum helstu leiðum. í gær var fært til Akureyrar og þaðan til Ólafsfjarðar, eftir að siy'ó- flóð hafði lokað veginum þangað. Eins var fært með ströndinni aust- ur á Bakkafjörð og Þórshöfn. í gær var fært um sunnanvert Snæfellsnes að Fróðárheiði og um Heydal og norðanvert nesið með ströndinni. Hins vegar var ófært á Fróðárheiði og Kerlingaskarði, en ráðgert er að moka þar í dag. Bratta- brekka var einnig ófær í gær og veg- imir fyrir vestan Búðardal, í- Svfna- dal og um Gilsfjörð og er ætlunin að Utvegsbankinn: moka þar í dag. Vegir í Strandasýslu em meira og minna ófærir, en í dag er ráðgert að moka alla leið til Hólmavíkur og þaðan áfram yfir Steingrímsfjarðarheiði og allt til Isa- flarðar. Frá ísafirði vom vegimir vestur yfir Breiðadalsheiði og Botns- heiði opnaðir í gær og var fært til Þingeyrar og Súgandafjarðar og eins frá Patreksfirði til Bfldudals. Á Austurlandi var mokað í Odds- skarði og á Fjarðarheiði í gær og ágæt færð er á flestum vegum á Fljóstdalshéraði og suður með fjörð- unum. Vatnsskarð eystra var ófært í gær og ekki ákveðið hvenær þar verður mokað. Mosfellsheiði hér syðra var þungfær í gær og ekki talin fólksbflafær og ekki búið að tímasetja mokstur þar. Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Franskur skuttogari á siglingu í ísnum á Dohmbanka. Myndin var tekin i ískönnunarflugi Land- helgisgæslunnar í gær. ískönnunarflug Landhelgisgæslunnar: Stakir ísjakar á siglinga- leið frá Aðalvík að Horni STAKIR jakar voru á siglinga- leið frá Aðalvík að Horni er Landhelgisgæslan fór í ískönn- unarflug vestur og norður af landinu i gærdag. Rönd meg- iníssins er um II sjómílur norð- ur af Kolbeinsey en dreifðar ísrandir eru mun nær landinu, um 2,6 sjómUur norður af Horni þar sem hún er næst Iandi. í ískönnunarflugi Landhelgis- gæslunnar var komið að ísbrún, 9/10 að þéttleika, á Dohmbanka, 65 gráður 52 mín. norður og 30 gráður vestur, og þaðan sam- kvæmt radar í 50 sjómflur í vest- suðvesturátt. Frá Dohmbanka var meginísnum fylgt í aust-norðaust- ur. Einnig var komið að ísbrún 9/10 að þéttleika 11 mflur norður af Kolbeinsey og lá hún f réttvís- andi 80°. Þéttar, en dreifðar ísrastir voru m.a. 7,5 sjómflur norður af Kögri, 2,5 sjómflur norður af Homi og þaðan í norð- austurátt að 22 sjómflum norð- austur af Homi, 30 sjómflur norð-austur af Geirhólsgnúp, 43 sjómflur norður af Skaga, 9 sjómflur suður af Kolbeinsey og þaðan í austurátt. ísrastir þessar voru misstórar, en flestar þéttar og ekki fært skipum í gegnum þær. Auður sjór með stökum jökum var á milli ísrastanna og stakir jakar vom á siglingaleiðinni frá Aðalvík að Homi eins og áður segir. Spáð er áframhaldandi norðlægum áttum á þessum slóð- um og má því búast við að sigl- ingaleiðir eigi eftir að teppast enn frekar á næstu dögum. Framsóknarflokkurinn: Segíst óbundinn af stjórnar- frumvarpi um viðskiptabanka Breytmgar á bankaráði BREYTINGAR verða á skipan fulltrúa ríkisins í bankaráði Út- vegsbankans hf. á aðalfundi bankans í dag. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra staðfesti þetta við Morgunblaðið i gær en vildi ekki gefa upp hvaða breytingar yrðu gerðar. Ríkið á flóra fulltrúa af fimm í bankaráði og Fiskveiðasjóður á einn fulltrúa. Á fundi sjóðsins í gær var samþykkt að ieggja til að Kristján Ragnarssonverði áfram aðalfulltrúi í ráðinu og Ámi Benediktsson vara- fulltrúi. í bankaráðinu sitja nú, auk Kristjáns, Gísli Ólafsson sem er formaður ráðsins, Baldur Guðlaugs- son, Björgvin Jónsson og Jón Dýr- fjörð. Togararnir halda uppi atvinnu TOGARAR Grundfirðinga hafa haldið uppi atvinnu við fisk- vinnslu í vetur. Vertíðin hefur brugðizt og afli nú er meira en helmingi minni en á sama tima í fyrra, þrátt fyrir verkfall sjó- manna i janúarmánuði í fyrra. Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Sæfangs á Grundarfírði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að togari fyrirtækis- PÁLL Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarflokksins, segir að flokkurinn hafi ekki tekið endanlega afstöðu til frum- varps sem viðskiptaráðherra hafi lagt fram sem sljómarfrum- varp um breytingu á lögum um viðskiptabanka og sé flokkunnn því ekki bundinn af frumvarpinu. Frumvarpið tengist ákvæði í frumvarpi, sem forsætisráð- herra flytur, um fjárfestingu ins, Runólfur, hefði frá áramótum aflað tæpra 1.200 tonna að verð- mæti um 45 milljónir króna. Það væri miklu betra en í fyrra, en þá hefði sama aflaverðmæti ekki náðst fyrr en um mitt ár. Krossnes tog- ari Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hefði einnig fískað mjög vel og segja mætti að mok væri bæði á karfa og þorski, en þorskurinn væri smár. Þess mætti geta að Runólfur hefði fyrir nokkru fengið um 70 tonna hal. Það hefði verið of mikið, trollið hefði gefíð sig og lítið náðst. Guðmundur Smári sagði að ver- erlendra aðila i íslenskum at- vinnurekstri um að útlendingar geti eignast 25% í hlutafélags- bönkum og segist Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hafa lagt það fram í góðri trú enda hafi Fram- sóknarflokkurinn samþykkt frumvarpið um erlenda fjárfest- ingu. Páll sagði að framsóknarmenn hefðu í gær séð á borðum sfnum frumvarp prentað sem stjómar- tíðin væri hins vegar hörmung. Afli væri meira en helmingi minni en á sama tíma í fyrra. Aðkomubát- ar væm nú engir, en heimabátar þrjózkuðust við. Einn þeirra hefði verið að landa þremur tonnum úr netunum, sem legið hefðu ódregin í þijar nætur. Þessi bátur hefði allt- af aflað vel, en nú væri þetta orðið anzi aumt. Þrátt fyrir þetta væri atvinna næg. Togaramir sæju fyrir nægum físki, en enginn toppur hefði komið í vinnuna eins og undan farin ár. Sjá vertíðarfréttir á bls. 37.- - frumvarp sem þeir hefðu ekki feng- ið tækifæri til að taka afstöðu til og teldi flokkurinn sig hafa óbundn- ar hendur varðandi það. í þessu frumvarpi væri það ákvæði um að útlendingar megi eiga 25% í hluta- félagsbönkum sem flokkurinn hefði ekki samþykkt. Hann sagðist þó telja þetta mistök og hafa engin eftirköst. Jón Sigurðsson sagðist hafa fengið bréf frá þingflokki fram- sóknarmanna um samþykkt fmm- varps um erlenda fíárfestingu og í því er ákvæði um að útlendingar geti eignast allt að fjórðung í hluta- félagsbönkum. Sama ákvæði væri í fmmvarpi um breytingu á lögum um viðskiptabanka og sagðist Jón hafa kynnt það fmmvarp í ríkis- stjóminni í október. Jón sagði að lengi hefði verið beðið eftir samþykkt stjómarflokk- anna á þessu fmmvarpi en hann hefði talið það vera komið yfír þann hjalla þegar þingflokkur Framsókn- arflokksins samþykkti að flytja mætti frumvarpið úm erlenda flár- festingu. Hann hefði samt lagt bankafrumvarpið fyrir séretaka samstarfsnefnd þingflokkanna sem vinnur að gerð frumvarps um fjár- magnsmarkaðinn en þar á Fram- sóknarflokkurinn fulltrúa. Jón sagðist því hafa litið svo á, að höfðu samráði við ráðherra Framsóknar- flokksins að óhætt væri að leggja framvarpið fram, þótt ekki væri þar með sagt að allir þingmenn flokks- ins féllust á allt sem í því stæði. Mikið um sinubruna í Reykjavík Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út fimm sinnum i gær vegna sinubruna. Sinueldarnir munu ekki hafa náð að skapa hættu fyrir hús og tijágróður, en þeir ullu slökkviliðinu óþæg- indum, þar sem mikið af Iiði þess var bundið við að slökkva eldana með þar til gerðum klöppum. Að sögn slökkviliðsins var dagur- inn í gær fyrsti dagurinn á þessu ári sem eitthvað er um sinubmna á höfuðborgarsvæðinu, en sinan brennur nú vel vegna þess hve þurrt er. Þeir sinueldar sem slökkviliðið þurfti að hafa afskipti af vom vfðsvegar um borgina og á einum stað í Kópavogi og stuttu fyrir mið- nætti var enn verið að slökkva elda á tveimur stöðum i Fossvoginum. Grundarfj örður: Vetrarvertíðin hefur brugðizt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.