Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 Opið bréf til ráða- manna heilbrigðismála eftírEyþórB. Kristjánsson Greinarhöfundur er búsettur í Noregi. Fyrir tæpu ári lauk hann 3 ára framhaldsnámi í þeirri grein innan sjúkraþjálfunar sem fjallar um sjúkdómsgreiningu og meðferð á kvillum í stoð- og hreyfíkerfi. Þegar mér barst til eyma að það stæði fyrir dyrum að löggilda nýja stétt innan heilbrigðisþjónustunnar, sjúkranuddara, rak mig í roga- stans. Satt að segja hélt ég að þetta væri grín þar til ég sá svart á hvítu að samin hafi verið reglugerð á vegum heilbrigðisráðuneytisins um þessi mál. Þar stendur í 4. grein: „Starfsvettvangur sjúkranuddara er á heilbrigðisstofnunum og á eig- in stofum. Með sjúkranuddi er átt við nudd í lækningaskyni sam- kvæmt tilvísun og ábyrgð læknis." Ekki nóg með þetta. Það eru uppi hugmyndir um að stofna sérstaka námsbraut við Háskólann á Akur- eyri til að mennta sjúkranuddara. Ef þetta verður að veruleika sýn- ir það einstaka fáfræði stjómmála- manna og þeirra manna er stjóm- málamennimir leita ráða hjá. Stað- rejmdin er sú, að sjúkranudd, sem meðferðarform eitt sér, hefur mjög takmarkað lækningagildi fyrir megin þorra sjúklinga sem þjást af einkennum frá stoð- og hreyfikerfi. Stoð- og hreyfikerfið samanstendur nefnilega ekki bara af vöðvum og það er ekki hægt að setja samasem- merki milli einkenna frá þessu kerfí ogvöðvabólgu. í hvert sinn sem læknir skrifar tilvísun á sjúkranudd hjá sjúkra- nuddara, sem Tryggingastofnunin borgar sinn hluta af, er hann á sama tima að skrifa ávísun á fslenska ríkiskassann fyrir meðferð sem hefur mjög takmarkað lækn- ingagildi og alls ekkert fyrirbyggj- andi gildi. Hefur hinn íslenski ríkis- sjóður efni á að eyða peningunum á þennan hátt? Ég gæti vel skilið þessa tillögu ef hún hefði verið sett fram í Kuwait eða öðm landi þar sem nóg er til af peningum. Nei, sjúkranudd eitt sér sem meðferðar- form á alls ekki heima í fslenska heilbrigðiskerfinu, þ.e.a.s. að íslenskir skattgreiðendur borgi þessa meðferð. Aftur á móti er ekkert þvf til fyrirstöðu að sjúkra- nuddarar starfi fyrir utan heil- birgðiskerfið og allir sem vilja geti fengið slíkt sjúkranudd enda borgi Framahalds- skólanemum boðið á „Hróp á frelsi“ Laugarásbfó hefur ákveðið að bjóða nemendum framhaldsskóla sérstakt kynningarverð á stór- myndina „Hróp á frelsi" (Cry Freedom), sem gerð er af Richard Attenborough. Sýningar þessar verða kl. 14 á virkum, hófust í gær, mánudag og standa til 15. apríl. Myndin er byggð á tveimur bókum Donalds Woods, „Biko“ og „Asking for trouble". Hann var sjálfur við- staddur töku myndarinnar og er hvert atriði sannleikanum sam- kvæmt Þetta er saga tveggja manna, annars vegar Bikos, sem var svört fangelsishetja Suður-Afríkumanna en hann var myrtur í fangelsi, og hins vegar ritstjórans Donalds Wo- ods. Lýsir myndin baráttu Bikos fyr- ir mannréttindum og flótta Donalds Woods og flölskyldu hans eftir að þau hafa verið bannfærð fyrir skoð- anir sínar. Kvikmyndin Hróp á frelsi er til- nefnd til þriggja óskarsverðlauna og lýsir á áhrifamikinn hátt ástandinu í Suður-Afríku. (<Jr fréttatakynningu) þeir alla meðferðina úr eigm vasa. Þetta er það eina rétta í þessu máli, bæði út frá læknisfræðilegu sjónarmiði og þjóðfélagsfjármála sjónarmiði. Ég trúi ekki að íslensk- ir ráðamenn séu svo blindir að þeir sjái ekki alvöruna í þessu máli. Þetta vil ég þó segja þeim til fróð- leiks með fullri virðingu. Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum stjórnmálamanni í hinum vestræna heimi að útgjöld til trygginga- og heilbrigðismála bara aukast og aukast. Sá þáttur sem eykst hvað mest er útgjöld vegna álagseinkenna frá hreyfi- kerfinu (ásamt hjarta- og æðasjúk- dómum). Þessum útgjöldum er gróft hægt að skipta í þrjá flokka. 1. Útgjöld vegna tapaðra vinnu- daga. 2. Útgjöld vegna læknismeð- ferðar á sjúkrahúsi. 3. Útgjöld vegna læknismeðferðar fyrir utan sjúkrahúsin. Hvaða útgjaldapóstur skyldi nú vera dýrastur? í Noregi var áætlað að útgjöld vegna kvilla í stoð- og hreyfikerfi hafi numið ca. 10 milljörðum norskra króna árið 1984. Um 3 milljarðar af þessari upphæð fóru í sjúkraþjálfarameð- ferð fyrir utan sjúkrahúsin. Af- gangurinn eða ca. 6,8 milljarðar króna fóru í að borga tapaða vinnu- daga. Þess má geta að þessar tölur eru fengnar frá Peer H. Staff, end- urhæfingaiækni á Ullevál-sjúkra- húsinu í Osló, og sagði hann enn- fremur að þessar tölur væru alltof lágar en þær sýndu vel hvemig útgjöldin dreifðu8t hlutfallslega milli einstakra kostnaðarliða við þessa álagssjúkdóma. Það er því augljóst að það mikil- vægasta fyrir þjóðfélagið og ein- staklinginn er að reyna að fækka töpuðum vinnudögum og fækka innlögnum á sjúkrahúsin. Þetta er eingöngu hægt með því að styrkja þá heilbrigðisþjónustu sem fer fram fyrir utan sjúkrahúsin, ekki bara að magni heldur líka að gæðum. Það þarf engan sérfræðing til að skilja hvílíka §ármuni er hægt að spara þó töpuðum vinnudögum og sjúkrahúsinnlögnum fækki ekki nema um t.d. 20%. Mér er því spum. Hvemig hafa íslenskir ráða- menn hugsað sér að styrkja heilsu landsmanna þannig að þeir verði minna frá vinnu vegna verkja I stoð- og hreyfíkerfi? Hvað hafa íslenskir ráðamenn hugsað sér að gera til að fækka innlögnum á sjúkrahús vegna einkenna frá stoð- og hreyfi- kerfi? Kæru ráðamenn, þið verðið að taka einhverja afstöðu fyrr eða seinna því þetta vandamál bara eykst að magni f takt með vél- og tölvuvæðingu þjóðfélagsins. Maður- inn er skapaður með flókið hreyfí- kerfi sem þarfnast vissrar hreyfing- ar til að geta starfað eðlilega. Hreyfikerfið samanstendur ekki bara af vöðvum (sinum og band- vefsslíðrum), þó þeir séu mikilvæg- ir hluti þessi, heldur líka af beinum, bijóski, liðpokum, liðböndum, hála- belgjum, mænubasti (dura mater), taugarótum og úttaugum. Milli þessara þátta á sér stað flókið lffafl- fræðilegt (biomekaniskt) samspil og allir þessir þættir eru því háðir hver öðrum til að geta starfað eðli- lega. Þessari „hreyfívél" er síðan stýrt af taugakerfinu. Eins og með önnur lfffærakerfí Ifkamans er ekki hægt að ijúfa hreyfíkerfið frá taugakerfinu. Fyrir utan að tauga- kerfið gerir okkur fært að hreyfa okkur, stýrir taugakerfið m.a. hraða, stefnu og stærð hreyfingar- innar og gerir okkur kleift að vera meðvituð um hreyfingar okkar. Það er ekki nóg að einstaka þættir hreyfikerfísins starfi aflfræðilega ‘rétt innbyrðis og stjómstöðin sé í fullkomnu lagi, heldur verður hreyfíkerfið líka að vera í jafnvægi við önnur líffærakerfi líkamans, umhverfi sitt (við vinnu og f frístundum) og sálarlff viðkomanda til að geta starfað eðlilega. Þetta er því margbrotið kerfi. Eyþór B. Kristjánsson „Mér er því spurn. Hjá hverjum hafa íslenskír stjórnmálamenn leitað ráða í þessu sjúkra- nuddaramáli? Ef það eru læknar sem eru með í ráðum hér, þvi ekki eru það sjúkra- þjálfarar, verð ég því miður að fullyrða að þeir sömu eru með ein- dæmum fáfróðir.“ Skilningur á starfsemi stoð- og hreyfíkerfís innbyrðis og samspili þess við önnur líffærakerfí, um- hverfí sitt og sálarlífíð hefur farið ört vaxandi undanfarin ár. Noregur er eitt þeirra landa sem hefur verið í fararbroddi í þessum málum á Norðurlöndum. Þetta má fyrst og fremst þakka duglegum norskum sjúkraþjálfurum sem í dag njóta alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir hæfileika sína. Þróun mála hér í Noregi hlýtur að vera forvitnileg fyrir íslenska ráðamenn sem stýra heilsugæslunni. í dag er hægt að stunda framhaldsnám í þremur greinum innan sjúkraþjálfimar í Noregi. í fyrsta lagi „manuell terapi", sem er 3ja ára viðbótamám f sjúkdómsgreiningu og meðferð á kvillum frá stoð- og hrejrfíkerfi og f öðru lagi „psykomotorisk“-sjúkra- þjálfun sem leggur áherslu á sam- spil hreyfikerfisins og sálarlífs við- komanda. Sjúkraþjálfarar með framhaldsnám í „psykomotorisk"- sjúkraþjálfun starfa gjaman í sam- Vífilsstaða- spítala færð gjöf SINAWIK-konur úr Garðabæ af- hentu nýlega hjúkrunardeild Vífilsstaðaspftala fullkomið sjúkrarúm að gjöf. Sinawik í Garðabæ var stofnað 19. febrúar 1985. Félagskonur eru 18 og er fundir haldnir fyrsta dag hvers mánaðar. Myndin var tekin við afhendingu sjúkrarúmsins. (Fréttatílkynniiig) vinnu við sálfræðinga. Nú í ár byij- aði svo þriðja framhaldsmenntunar- brautin, þ.e. svoneftit „ergonomia" sem fjallar um samspil líkamans, þá aðallega hrejifíkerfisins, við umhverfí sitt og hvemig er hægt að forðast að fá álagseinkenni frá stoð- og hreyfikerfí við vinnu sína. Engar hugmjmdir hafa verið uppi um það að stofna til sérstakrar menntunar eða löggildingar á nudd- umm innan heilbrigðiskerfisins hér. Hér í Noregi væri slík ráðstöfun það sama og að hverfa 30—50 ár aftur í tímann í staðinn fyrir að sjá framávið. Mér er því spum. Hjá hveijum hafa íslenskir stjómmálamenn leit- að ráða í þessu sjúkranuddaramáli? Ef það em iæknar sem em með í ráðum hér, því ekki em það sjúkra- þjálfarar, verð ég þvi miður að full- yrða að þeir sömu em með eindæm- um fáfróðir. Af hveiju leita ráða- menn ekki ráða hjá fólki sem hefur menntun og getu til að sjúkdóms- greina og meðhöndla einkenni frá stoð- og hrejrfikerfí? Það er enginn lejmdardómur að í læknanáminu er engin kennsla í hvemig á að greina og meðhöndla kvilla frá hrejrfikerf- inu. Síðast þegar ég vissi var eitt námskeið upp á 20—30 tíma sem hét endurhæfíngarmála. Þeir sem trúa þessu ekki geta bara flett upp í kennsluskrá háskólans. Aftur á móti er þetta kennt við námsbraut I sjúkraþjálfun við háskóla, sem þannig fyllir það tómarúm sem er í læknanáminu. Það em því sjúkra- þjálfarar en ekki læknamir sem em best hæfir til að greina og með- höndla þessa kvilla. Þetta er bara staðreynd sem flestum er ljós, líka læknunum þó kannski ekki allir við- urkenni það. Læknar gera frábæra hluti á mörgum sviðum en á þessu sviði vita þeir lítið hvað þeir em að tala um. Frá þessu em undan- skildir nokkrir læknar sem hafa sérhæft sig í endurhæfingarlækn- ingum, gigtarlækningum, tauga- skurðlækningum, bæklunar- og slysaiækningum og auk þess hafa sérstakan áhuga á álagssjúkdóm- um. Þetta er öllum sjúkraþjálfumm ljóst vegna þess að nær allar sjúk- dómsgreiningar sem við fáum frá læknum þegar um kvilla í stoð- og hreyfikerfi er að ræða em út í hött. Algeng sjúkdómsgreining við bak- verk er bara bakverkur sem á latinu heitir dorsalgia. Önnur algeng sjúk- dómsgreining er vöðvabólga í baki sem á latínu heitir svo fínt sem myosis dorsi o.s.frv., o.s.frv. Þessai: sjúkdómsgreiningar segja sjúkra- þjálfaranum ekkert um hvað er að sjúklingum eða hvaða meðferð sjúklingurinn á að fá. En aftur á móti segja þessar sjúkdómgreining- ar mikið um getuleysi læknanna til að greina þessa kvilla. Það tekur mig um 45 minútur að skoða bak- sjúkling til að komast að hvað er að honum. Fjrrst þá get ég ákveðið hvaða meðferð honum beri að fá og hvað honum beri að gera og ekki gera. Nudd fyrir baksjúkling t.d. er oftast bara litill hluti af meðferðinni. Það fer eftir því hvað hann hefur verið þjáður lengi, hvað vöðvamir em spenntir. Fmmorsök mjóbaksverkja er sjaldan í vöðvun- um. Aftur á móti hafa vöðvamir í vamarspennu til að reyna að hindra hreyfinguna í bakinu sem er sárs- aukafull og þannig vemda þann stað eða vef sem er skaðaður. Þetta þekkir hinn almenni læknir vel i sambandi við t.d. botnalangabólgu, en þá spennast vöðvamir í kvið- veggnum af sjálfu sér til að rejma að hindra hrejrfinguna á bolnum sem er sársaukafull. Öllum er ljóst að það þýðir lítið að nudda kviðvöð- vana á sjúklingi með botnlanga- bólgu til að fá sjúklinginn betri. Það sama er upp á teningnum hjá baksjúklingi sem hefur skaða hiyggþófann sem er algengasta orsök verkja i mjóbaki. Bakvöð- vamir fara í vamarspennu og það er sama hvað við nuddum vesalings sjúklinginn hart og lengi í þessu tilviki vöðvaspennan hverfur ekki svo lengi sem orsökin fyrir þessari vöðvaspennu er fyrir hendi. Hér þarf aðra og sérhæfðari meðferð sem sjúkraþjálfarar einir era færir um að veita. Félag fslenskra sjúkraþjálfara telur fáa meðlimi og það er svo sannarlega tími til kominn að sjúkraþjálfaramir láti í sér heyra. Stundum gengur fáfræðin út í öfg- ar og þegar að auki heil starfstétt er svona gróflega móðguð eins og með þessu sjúkranuddaramáli, þá er mælirinn fullur. Hvað myndu læknar segja ef ákveðið yrði að mennta „lækna" sem lærðu að skrifa út fyfseðla til sjúklings án þess að kunna að sjúkdómsgreina sjúklinginn eða sjá einkennin í víðara samhengi? Nákvæmlega hið sama er upp á teningnum í þessu sjúkranuddaramáli. íslenskum heil- brigðisjrfirvöldum væri nær að styrkja námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Nemendur við námsbrautina era valdir eftir ströngum reglum og get ég fullyrt að þetta era nem- endur með mikla námshæfileika. Því ekki að styrkja þessa deild og gera nemenduma ennþá hæfari til að takast á við verkeftiin sem bíða þeirra? Námsbrautin hefur nú starf- að frá 1976 og eðlileg þróun er að stofnað verði til framhaldsnáms við deildina í nánustu framtíð til að auka gæði þeirrar heilbrigðisþjón- ustu sem sjúkraþjálfaramir veita. Möguleikamir era óteljandi og mjög spennandi og það er enginn vafi á því að sjúkraþjálfarar mjmdu taka slíkri hugmynd opnum örmum ef þeir fengju stuðning frá stjóm- völdum. Ef nuddaramir fá fram- gengt því sem þeir vilja mun það kosta þjóðarbúið mikla peninga sem á engan hátt skila sér $ bættri heilsu landsmanna. Sem síðasta fróðleiksmola get ég bætt því við að besta meðferðin fyrir „venjuleg- an“ spenntan vöðva er ekki nudd heldur sérstök teygjuaðferð þar sem viðkomandi spennir vöðvann fyrst og slappar svo af í því að vöðvinn er settur á svolítinn strekk. Þetta er hægt að kenna sjúklingnum að gera sjálfum þannig að hann verði sinn eiginn Iæknir. Ef orsökin fyrir vöðvaspennunni er að fullu andlegs eðlis verður að meðhöndla sjúkling- inn á sérstakan hátt vegna þess að það er ofvirkni í vissum vöðvum í heilanum sem veldur þessari jrfir- spennu í vöðvunum. Svo lengi sem þessi ofvirkni er í heilanum, vegna mismunandi orsaka, haldast vöðv- amir spenntir. Um þetta og miklu miklu meira hafa sjúkraþjálfaramir mikla þekkingu og ég hef því eitt lokaráð til ráðamanna í heilbrigðis- málum. Vinsamlegast hlustið á til- lögur og röksemdir sjúkraþjálfar- anna því þeir era sérfræðingar á þessu sviði. Með vinsemd og virðingu. Höfuodur er sjúkraþjálfari. Hann hefur verið við framhaJdsnám og störf ÍNoregi síðan 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.