Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 Rafhitunarafsláttur og gjaldskrárbreyting Greinargerð um samþykkt stjórnar Landsvirkjunar eftírHalldór Jónatansson Á undanfömum árum hefur nið- urgreidd rafhitun íbúðarhúsnæðis verði mun ódýrari en olíukynding eða þangað til á sl. ári, er hinar miklu olíuverðlækkanir leiddu til þess að verð varð ódýrara að kynda hús með olíu en hita þau upp með niðurgreiddu rafmagni. Þessar miklu breytingar á samkeppnis- stöðu rafhitunar gagnvart olíu- kyndingu hafa leitt til þess að stjóm Landsvirkjunar hefur talið rétt að kanna hvaða möguleika fyrirtækið hafí á að stuðla að því að rafhitun haldist samkeppnisfær. Er niður- staða stjómarinnar sú að Lands- virkjun sé kleift að gera ráðstafan- ir í þessa átt, einkum með hliðsjón af því hve markaðsaðstæður virðast að öðru leyti ætla að verða fyrirtæk- inu hagstæðara í ár vegna hækk- andi álverðs í heiminum, sem leiðir til hækkandi verðs á rafmagni til ISAL. Auk þess bendir margt til þess að sala á rafmagni til almenn- ingsrafveitna verði meiri á þessu ári en gert hefur verið ráð fyrir og vextir af erlendum lánum með breytilegum vöictum vérði lægri en ætla mátti tii skamms tíma. Allt þetta veitir svigrúm til að bæta samkeppnisstöðu rafhitunar án þess að veikja §árhagsstöðu Lands- virkjunar. Þær ráðstafanir, sem stjómin hefur ákveðið að grípa til í framan- greindu skyni felast í því að veita afslátt frá 1. þ.m. og út þetta ár að fjárhæð allt að kr. 0,25 á kWst í beinni rafhitun íbúðarhúsnæðis, sem nýtur niðurgreiðslna í dag. Á þessi afsláttur að tryggja sam- keppnisstöðu þeirrar rafhitunar, sem hann tekur til miðað við olíu- kyndingu. Verður hér um að ræða afslátt, sem Landsvcirkjun veitir hlutaðeigandi dreifíveitum, sem munu sjá til þess að hann falli óskiptur í hlut hins endanlega not- anda. Verður afslátturinn gerður upp eftir á samkvæmt sérstökum reglum, sem settar verða þar að lútandi. Áætlað er að afslátturinn feli í sér allt að 14,0% lækkun á niðurgreiddu rafhitunarverði íbúð- arhúsnæðis. Sá afsláttur, sem hér um ræðir miðast við aðstæður í dag og verð- ur því endurskoðaður um nk. ára- mót með hliðsjón af þróun olíu- verðs, skattlagningar og annarra atriða, sem áhrif kunna að hafa á samanburð rafhitunar og olíukynd- ingar. Afslátturinn er í samræmi við fýrri ráðstafanir á vegum fyrirtæk- isins til að tryggja samkeppnisstöðu raforku. Á sviði iðnaðarins var þannig á sínum tíma ákveðið að tryggja Áburðarverksmiðju ríkisins lágt rafmagnsverð til að amoníaks- „Þessar miklu breyt- ingar á samkeppnis- stöðu raf hitunar gagn- vart olíukyndingu hafa leitt til þess að stjórn Lands virkj unar hefur talið rétt að kanna hváða möguleika fyrir- tækið hafi á að stuðla að þvi að rafhitun hald- ist samkeppnisfær.“ framleiðsla með rafmagni stæðist samkeppni við innflutt amoníak. Þegar innflutt amonfak var vegna olfuverðslækkana orðið mun ódýr- ara en innlenda framleiðslan var síðan á sl. ári samið um að lækka rafmagnsverðið til Áburðarverk- smiðjunnar og tengja það verð- breytingum á innfluttu amoníaki, sem háð er heimsmarkaðsverði á olíu á hvetjum tfma. Með þessu móti verður raforkan áfram sam- keppnisfær og Áburðarverksmiðjan býr nú við lægra raforkuverð en annar orkufrekur iðnaður. Á árinu 1986 gerði Landsvirkjun ennfremur samning um afsláttar- Halldór Jónatansson verð á rafmagni til Steinullarverk- smiðjunnar á Sauðárkróki og veitti á sama ári afslátt vegna rafhitunar 1985. Einnig má nefna sem lið í mark- aðssókn af hálfu Landsvirkjunar að á sl. ári samþykkti stjóm fyrirtæk- isins að kannaðar yrðu leiðir til nýtingar tímabundinnar umfram- orku. Verður það gert með sérstök- um afslætti til að efla nýjar íslensk- ar útflutningsgreinar, sem þurfa á meiri raforkunotkun að halda en hliðstæðar framleiðslugreinar er- lendra keppinauta. Með stoð í sam- þykkt þessari hefur þegar verið gerður samningur við Hitaveitu Suðumesja um rafmagn til sjódæl- ingar í fiskeldisstöðvum á orku- veitusvæði hitaveitunnar og í undir- búningi er hliðstæður samningur við Rafmaghsveitur ríkisins. Þá hefur Landsvirkjun nýlega gert samning um afslátt af raf- magnsverði vegna Rafveitu Vest- mannaeyja til að tryggja að raforka verði fyrir valinu, sem sá orku- gjafí, er leysi hraunhitaveituna í Vestmannaeyjum af hólmi. Þótt fjárhagsstaða Landsvirkjun- ar leyfí fyrmefndan rafhitunaraf- slátt vegna bættra markaðsað- stæðna þegar á heildina er litið verður ekki horft fram hjá hinum óhagstæðu áhrifum gengisbreyt- ingarinnar í sl. mánuði á fjárhag Landsvirkjunar. Er gengisbreyting- in mjög íþyngjandi fyrir Landsvirkj- un, enda miðuðust fjárhagsáætlanir fyrirtækisins fyrir árið í ár við fast gengi, auk þess sem megin hluti rekstrargjalda fyrirtækisins er er- lendur kostnaður í formi vaxta af erlendum lánum og afborganir lána mestmegnis í erlendri mynt. Fjár- hagsáætlun Landsvirkjunar fyrir árið í ár hefur því verið endurskoð- uð með tilliti til gengisbreytingar- innar. Er niðurstaða þeirra endur- skoðunar sú að gjaldskrá Lands- virkjunar þarf að hækka um 3,7% til mótvægis við gengisbreytinguna. Stjóm Landsvirkjunar hefur því samþykkt í samráði við Þjóðhags- stofnun að slík hækkun taki gildi frá og með 1. maí nk. Er þá búið að taka tillit til tekjurýmunar vegna umrædds afsláttar í þágu rafhitun- ar. Jafnframt verður afslátturinn aukinn þannig að gjaldskrárbreyt- ingin leiði ekki til hækkunar á hlut- aðeigandi rafhitunarkostnaði. Höfundur er foratjóri Landsvirkj- unar. Hvaða 250 milljónir? eftírHerbert Guðmundsson Á meðan efíiahagskerfí þjóðar- innar er jafn grátt leikið og raun ber vitni þykir það sjálfsagt hégómi að gera veður út af 250 milljónum króna. Efnahagskerfíð og þar með allt atvinnulíf og viðskiptalif er stans- laust annaðhvort á slysadeild eða gjörgæslu. Hringiið^ sér engin tak- mörk og sífelldar breytingar á stefnu og aðbúnaði þjóðfélagsins em yfírþyrmandi böl. Franskar kartöflur Einn angi af þessum hamfömm sá nýlega dagsins ljós, þegar land- búnaðarráðherra skellti 190% gjaldi á innfluttar, franskar kartöflur, en það var 40%. Þar áður hafði sami ráðherra komið því svo fyrir að inn- flutningur á frönskum kartöflum var bannaður, en fjármálaráðherra nam það bann úr gildi. Hælkrókur landbúnaðarráðherra kostar neyt- endur franskra kartaflna nærri fjórðung úr milijarði á ári, þegar öll kurl verða til grafar komin. Þetta kemur fjármálaráðherra að sjálf- sögðu vel því hann fær 100 milljón- ir af þessari summu í ríkiskassan- um. 100—150 milljónir fara síðan ( aukinn fjármagnskostnað og til seljenda í hækkaðri álagningu, þótt hún hækki mun minna hlutfallslega en innflutningsverðið. Bjargráð sveitanna Einu rök landbúnaðarráðherra fyrir þessari gríðarlegu hækkun á innfluttum, frönskum kartöflum, em þau, að rétta verði tveim sveit- um hjálparhönd í neyð, Þykkvabæ á Suðurlandi og Svalbarðsströnd við Eyjaljörð. Það em sem sagt $ kartöfluverksmiðjur sem hafa lengst af barist í bökkum og em illa staddar. Upphaflega var þeim komið á fót til þess að auka verð- mæti kartöfluframleiðslu svæðanna og skapa um leið meiri atvinnu þar. Vandinn er hins vegar sá, að þær ísiensku kartöflur, sem á boðstólum em, henta ekki nema að litlu leyti í firanskar kartöflur vegna óheppi- legrar efnasamsetningar. Og ekki síður sá, að innflutningsverð er- lendra franskra kartaflna er ein- faldlega miklu lægra en fram- leiðsluverð þeirra (slensku. Því er haldið fram að hráefni erlendu framleiðslunnar sé niðurgreitt með einum eða öðmm hætti. Það er al- gerlega ósannað og skiptir ( raun- inni sáralitlu máli þar sem aðeins gæti verið um að ræða örfáar krón- ur á kíló og kartöflur em ekki nema þriðjungurinn af framleiðslukostn- aði franskra kartaflna, þótt órtúlegt kunni að virðast. Staðreyndinni um muninn á hrá- efninu erlendu framleiðslunni í vil verður ekki breytt með handafli landbúnaðarráðherra. Veitingahús- in munu því áfram nota erlendar, franskar kartöflur, þótt dýrar séu orðnar, og eins þeir aðrir sem djúp- steilqa kartöflumar og gera sömu gæðakröfur. Aðferð ráðherrans mun þv( ekki duga til þess að auka íslensku framleiðsluna vemlega, en getur þó hugsanlega haldið líftóm í verksmiðjunum tveim með því að þær geta nú fengið nokkm hærra verð fyrir það litla sem þær fram- leiða og geta selt. 18 miiyóna „búhnykkur" Það er umdeilt, hvort hægt sé að bæta svo íslenskar kartöflur að þær verði jafn góðar og viöurkennd erlend uppskera ( franskar kartöfl- ur. Á hinn bóginn mun vera mögu- „Það er umdeilt, hvort hægt sé að bæta svo íslenskar kartöflur að þær verði jafn góðar og viðurkennd erlend uppskera í franskar kartöflur. Á hinn bóg- inn mun vera mögulegt að bæta vinnsluna í verksmiðjunum, en þá með verulegum til- kostnaði, sem vandséð er að geti borgað sig öðru vísi en að verk- smiðjunum verði tryggð einokun á mark- aðnum. Verðsamkeppn- in er alveg óhugsandi án vemdar, nema ein- staka ár ef uppskem- brestur verður stór- felldur á meginlandi Evrópu.“ legt að bæta vinnsluna ( verksmiðj- unum, en þá með verulegum til- kostnaði, sem vandséð er að geti borgað sig öðru vísi en að verk- smiðjunum verði tryggð einokun á markaðnum. Verðsamkeppnin er alveg óhugsandi án vemdar, nema einstaka ár ef uppskerubrestur verður stórfelldur á meginlandi Evrópu. íslensku verksmiðjumar tvær geta afkastað sem svarar allri inn- Herbert Guðmundsson anlandsþörf fyrir franskar kartöfl- ur, sem er um 1.600 tonn á ári. Raunveruleg þörf fyrir íslenskar franskar kartöflur, eins og þær eru núna, er samt ekki nema í mesta lagi 500—600 tonn á ári. Salan á síðasta ári hefur varla farið mikið yfír 400 tonn, því um 1.250 tonn vom flutt inn. Sé reiknað með 500 tonna sölu íslensku kartöfluverk- smiðjanna, eykst heildsöluverðmæt- ið frá þeim úr um 35—38 milljónum króna í 53—56 milljónir króna með þeim hækkunum sem verksmiðjum- ar geta nú leyft sér í skjóli vemdar og söluaukningar um 100 tonn frá síðasta ári, sem er þó hrein ágisk- un. Heildsöluverðmæti (slensku frönsku kartaflnanna gæti þannig aukist um heilar 18 milljónir króna frá síðasta ári — með þeirri aðferð landbúnaðarráðherra að hækka út- söluverð á öllum frönskum kartöfl- um um 200—250 milljónir króna. Er þetta ekki glæsilegt? Eða var einhver að kvarta um hátt matar- verð á íslandi? Pranskar kartöflur eru raunar svo snar þáttur í neyslu hér á landi að útsöluverð þeirra 1.600 tonna sem torgað er á ári var um 690 milljónir króna fyrir síðustu aðgerð- ir landbúnaðarráðherra en fer nú í 890—940 milljónir. Þar munar mest um meira en 1.00 tonna sölu veit- ingahúsanna, kemur um 20% kostn- aður við steikingu og að sjálfsögðu er söluskattur inni í öllu útsölu- verði. En bitinn er stór í þennan endann. Hver er bættari? Er svo einhver bættari eftir þá handavinnu landbúnaðarráðherra, að innheimta 200—260 milljónir króna hjá neytendum til þess að útvega þeim kartöfluverksmiðjum 18 milljóna króna tekjuhækkun? Vissulega eiga aðstandendur verk- smiðjanna undir högg að sækja. Þeir eru með í höndunum atvinnu- fyrirtæki sem búið er að (járfesta (, en standast svo ekki í sam- keppni, sem þýðir að gerð hafa verið alvarleg mistök í atvinnuupp- byggingu viðkomandi sveita. A að refsa allri þjóðinni fyrir þessi mistök? Ég býst við því að flestum þyki keyra um þverbak þegar haldið er á málum með þessum hætti. Vandi Þykkvabæjar og Svalbarðsstrandar er óleystur, en óhjákvæmilegum ákvörðunum um örlög þeirra er skotið á frest með einhverri mestu sjónhverfíngu íslandssögunnar. Og nú éta íslendingar dýrustu franskar kartöflur sem sést hafa á byggðu bóli. Það er eina niðurstaðan. Er þetta ekki aldeilis dásamlegt? Höfundur er félagafulltrúi Verzl- unarráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.