Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 erðaskrifstofan Saga færir út kvíarnar: Islendíngar eiga eftir að kunna vel við sig á Kýpur - segir Andy Spyrou, forstjóri Honeywell Travel, umboðsaðila Sögu á Kýpur „VIÐ væntum okkur mjög góðs af samvinnunni við Ferðaskrif- stofuna Sögu og hlökkum til að taka á móti íslendingum,“ sagði Andy Spyrou, forstjóri Honeyw- ell Travel á Kýpur, sem annast móttöku og fyrirgreiðslu fyrir farþega Ferðaskrifstof unnar Sögu á Kýpur, en Saga býður nú upp á skipulegar hópferðir tíl þessarar sögufrægu eyju í Miðjarðarhafi. Að sögn Arnar Steinsen, forstjóra Sögu, hafa viðtökur íslendinga við Kýpur- ferðum verið nyög góðar og hafa nú þegar borist um 200 pantanir í þessar ferðir i sumar. Feðgam- ir Andy og Spyros Spyrou, sem stjórna Honeyweli Travell fyrir- tækinu hafa að undanfömu dval- ið hér á landi og af þvi tilefni ræddi Morgunblaðið við þá um Kýpur og aðstöðu þar til móttöku á ferðamönnum. „Helstu kostimir við Kýpur sem ferðamannaland eru að mínum dómi jákvæð viðhorf íbúanna til ferðamanna enda er „túrisminn" þar ekki eins yfirþyrmandi og víða annars staðar í Suður-Evrópu,“ sagði Andy er' hann var spurður hvað Kýpur hefði upp á að bjóða fyrir ferðamenn. „Af þessu leiðir að þjónustan verður betri og vin- gjamlegt viðmót Kýpurbúa gerir það að verkum að ferðafólkið kemst í nánari tengsl við land og þjóð. Allur aðbúnaður á hótelum er líka í hæsta gæðaflokki og þriggja stjömu hóteli á Kýpur má líkja við fímm stjömu hótel víða annars stað- ar í Suður-Evrópu. í annan stað má nefna mjög hagstætt verðlag, Qölskrúðugt mannlíf og ijörugt næturlíf. Og auðvitað þarf ekki að taka fram að veðursæld er þama mikil svo og náttúrufegurð." Spyros bætti því við að sögufrægð eyjunn- ar væri mikilvæg fyrir marga ferða- menn enda væri þar að finna marg- Vingjamlegt viðmót Kýpurbúa er einn af höfuðkostunum við Kýpur sem ferðamannaland, að sögn Andy Spyrou. að æ fleiri ferðamenn af yngri kyn- slóðinni telja Kýpur einn skemmti- legasta sumarleyfisstaðinn við Mið- jarðarhaf." Flogið er I áætlunarflugi til Lux- emborgar eða Amsterdam og hægt að stoppa þar í bakaleið ef óskað er. Við komuna til Kýpur taka far- arstjórar frá Sögu og Honeywell Travel á móti farþegum og aka þeim til gististaðanna. Hjá þeim er hægt að panta skqðunarferðir og ýmsa aðra þjónustu, en Honeywell Travel hefur umboðsskrifstofur á víð og dreif um Kýpur auk þess sem Andy Spyrou rekur bflaleigu. „Með þessum hætti getum við veitt um- bjóðendum okkar betri þjónustu en ella og hvar sem menn kunna að vera staddir á eyjunni, er stutt að leita aðstoðar okkar manna ef eitt- hvað kemur upp á,“ sagði Andy. Hann bætti því við að í hverri ferð frá íslandi yrði dregið um frían bfla- leigubfl í tvær vikur, og mun sú athöfn fara fram í flugvélinni á leið- inni út. Andy kvaðst að lokum von- ast til að hér væri um að ræða upphafíð ^ að happadijúgum sam- skiptum íslendinga og Kýpurbúa í framtíðinni og kvaðst sannfærður um að íslendingar ættu eftir að kunna vel við sig á Kýpur. Aukin umsvif Sögn Öm Steinsen, forstjóri, sagði að eftirspumin eftir sumarferðum Ferðaskrifstofunnar Sögu, það sem af er þessu ári, lofaði góðu og væri aukningin umtalsverð frá því í fyrra, en síðastliðið ár var í raun- inni fyrsta starfsár Sögu, sem var stofnuð 24. október 1986. í upp- hafi var starfsmannaflöldi á skrif- stofunni fimm manns, en eru nú fjórtán. Á fyrsta starsárinu flutti Morgunblaðið/Ámi Sæberg Örn Steinsen forstjóri Ferðaskrifstofunnar Sögu, feðgamir Andy og Spyros Spyrou frá Honeywell Travel á Kýpur og Inga Engilberts, sölustjóri hjá Sögu. ar merkar fomminjar frá tímum Rómveija og Krossfaranna. „Við skipuleggjum meðal annars ferðir til strandarinnar þar sem sagan segir að Afródite, gyðja ástar og fegurðar, hafi venjulega baðað sig og auk þess má nefna steinaldarbæ- inn í Khirokita, Apollo-hofið í Cur- ium og kastalann í Kolossi, svo fátt eitt sé nefnt.“ Andy benti ennfremur á, að eyjan er aðeins steinsnar frá þremur heimsálfum, Evrópu, Asíu og Afríku og því auðvelt og ódýrt að komast í ferðir til framandi staða fyrir botni Miðjarðarhafs. Meðal annars gefst kostur á stuttri skips- ferð til Israel og svo nokkurra daga ferð til Egyptalands. Sögufarþegar á Kýpur munu gista á suðurströndinni, í Limasol, sem er næst stærsta borg eyjunn- ar. „Ástæðan fyrir því að við völdum Limasol er meðal annars sú, að hún er mjög miðsvæðis og aðeins um einnar klukkustundar akstur frá alþjóðaflugvellinum í Lamaca," sagði Andy. „Borgin er stærsti ferðamannastaður Kýpur og fáir staðir á eyjunni bjóða upp á jafn fjölskrúðugt líf, jafnt að nóttu sem degi. Limasol er í mesta vínræktar- héraðinu og þar er fjöldi vínkjallara sem gaman er að heimsækja. í rauninni er Limasol fyrir fólk á öll- um aldri. Þú getur eytt deginum við sundlaugina eða á ströndinni, heimsótt einhvem af hinum fjöl- mörgu veitingastöðum, skroppið í bæinn til að versla eða farið í skoð- unarferðir. Á kvöldin er ekki langt að fara í næturlífið og má þar meðal annars nefna hið þekkta Hippodrome diskótek. Það er af nógu að taka og því engin tilviljun Hotel Miramare, eitt þekktasta og vinsælasta hótelið i Limasol, verð- ur eitt af dvalarstöðum Sögufarþega á Kýpur. Nikon ONE TOUCH myndavélin er alsjálfvirk, sjálfvirkur skerpustillir, sjálf- virk filmufærsla, sjálfvirk filmuþræðing, sjálfvirkt flass, sjálfvirk ASA-stilling og trekkir filmuna til baka inn í filmuhylk- ið þegar hún er búin. Canon TOP TWIN myndavélin er alsjálfvirk og er með aðdráttarlinsu, færanleg 40mm til 70mm linsa er föst á vélinni. I vélinni er innbyggður mjúklinsusía (soft-focus filter). Einnig er hægt að taka ofan í sömu myndina. Canon SNAPPY S myndavélin er með fastan skerpustilli, sjálfvirka filmu- þræðingu, sjálfvirka filmu- færslu, sjálfvirka ASA-stillingu og færir filmuna fil baka að filmunni lokinni. Canon TOP SHOT mynda- vélin er alsjálfvirk, sjálfvirkur skerpustillir, sjálfvirk filmu- færsla, sjálfvirk filmuþræðing, sjálfvirk ASA-stilling, sjálfvirkt flass þegar það á við og færir filmuna til baka að filmunni lokinni. 12m. 24m. 36m. V/SA MUNIÐ FERMINGARAFSLÁTINN UOSMYNDABUOiH SENDUM í PÓSTKRÖFU ÖLl VERÐ MÍÐAÐ VlÐ STAÐGREIÐSLU LAUGAVEGI 118 VIÐ HLEMM S. 27744 Hnfrife í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁ RÁÐHÚSTORGI Fróóleikur og skemmtun fyrir háa sem lága!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.