Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 27 Baldvin Einarsson, framkvæmdastjóri BECO, í hinu nýja húsnæði fyrirtækisins við Barónsstig. BECO flytur á Barónsstíg Starfsmannafélag Sjónvarpsins: Mótmælir úthlutun á verkefnum tíl einkaaðila Saga 10 þúsund farþega til ýmissa áfangastaða og í ár eru kvíamar enn færðar út með ferðum á nýja ákvörðunarstaði, bæði í hóp- og einstaklingsferðum. Öm sagði ferðaáætlunin til Costa del Sol hefði verið efld og endur- bætt og þar væri boðið upp á þægi- legt dagflug með brottför frá Is- landi klukkan 10 að morgni með rúmbetri flugvél Amarflugs. Af nýjum ákvörðunarstöðum, auk Kýpur, bæri helst að nefna Lido di Jesolo á Ítalíu, skammt frá Fe- neyjum. Hér væri um að ræða sann- kallaðan fjölskyldustað, með hag- stæðu verðlagi auk þess sem auð- velt væri að komast í fjölbreytt skemmtanalíf, fyrir þá sem það óskuðu. Einnig yrðu sérstakar ferð- ir til suðurstrandar Frakklands þar sem boðið er upp á glæsilega gisti- staði Pierre et Vacanees. Öm sagði að Túnisferðimar hefðu þegar sannað ágæti sitt og myndi Saga halda áfram að bjóða ferðir þangað í sumar og næsta vetur. í sumar mun Saga bjóða upp á ferðir til Flórída þar sem hægt er að velja um marga ólíka gististaði og ferðamöguleika, auk rútuferðar í ágúst um austanverð Bandaríkin, allt frá New York, um Kanada og suður til Flórída. Eins verður boðið upp á rútuferðir um Frakkland í júní, Austur Evrópu í júlí, Aust- urríki-Ungvetjaland í ágúst og ít- alíuferð í september. Ferðamátinn „flug og bíll" er einnig á boðstólnum hjá Sögu og í tengslum við hann er boðið upp á dvöl í sumarhúsum í grennd við margar helstu borgir Evrópu. Öm gat þess ennfremur að í október yrði endurtekin „Stóra Kínaferðin" og efnt yrði til Ind- landsferðar í nóvember. Þá yrði ' skipulögð sigling um Karabiskahaf- ið í október og sérstök menningar- ferð væri á dagskrá til Mexico í haust. Fyrir ferðaglaða einstaklinga mjmdi Saga ennfremur skipuleggja ferðir með Síberíulestinni austur um Sovétríkin og Thailandsferðir væru á dagskrá allt árið um kring. Auk þjónustu við íslenska ferða- menn erlendis hefur Saga skipulagt innanlandsdeild, sem annast þjón- ustu við erlenda ferðamenn á ís- landi. Öm sagði að áhersla yrði lögð á að efla starfsemi innanlands- deildar og í því skyni myndi Saga reka Hótel Garð nú í sumar auk þess sem ferðaskrifstofan hefur komið sér upp góðri aðstöðu í sum- ■ arhúsum á Flúðum. • Náttúrulækn- ingafélagið: Fundað um ofnæmi fyrir mat Náttúrulækningaf élag Reykjavíkur heldur fræðslufund um ofnæmi fyrir matvælum i Templarahöllinni við Skóla- vörðuholt þriðjudaginn 12. apríl næstkomandi. Fundurinn verður haldinn klukkan 20.30. Á fundinum talar Davíð Gíslason, sérfræðingur í lyflækningum og ofnæmissjúkdómum, um fæðuof- næmi, eðli þess, hvaða fæðutegund- ir valda ofnæmi og kvilla sem leið; af því. Hann mun einnig tala un óþol fyrir aukaefnum í matvælum Davíð starfar á Vífílsstaðaspítal; við meðhöndlun ofnæmissjúkdóma. í fréttatilkynningu frá Náttúru lækningafélaginu segir að ofnæm fyrir matvælum sé erfíður en al- gengur sjúkdómur, og að fundurinn sé til þess ætlaður að fólk geti spurt sérfræðing um efni, 'sem valda of- næmi og hvemig bregðast megi við þeim eða forðast þau. k FYRIRTÆKIÐ BECO, sem ann- ast sérhæfðar myndavélavið- gerðir, hefur flutt starfsemi sína að Barónsstíg 18. Fyrirtækið er 10 ára um þessar mundir og því mun það bjóða upp á sérstaka kynningardaga í júni, þar sem viðskiptamönnum gefst meðal annars kostur á að nýta sér að kostnaðarlausu rafeindastýrðan myndavélagreini, sem segir til um ástand myndavéla. BECO býður nú aukna þjónustu við viðskiptavini sína, meðal annars sölu á fílmum, rafhlöðum og notuð- um myndavélum. Fyrirtækið annast sölu á Canon, Nikon og Hassel- blad-vélum og einnig leifturljósum frá Bowens og Profoto, auk hvers konar aukabúnaðar fyrir myndavél- ar. Fyrirtækið selur afrafmögnunar- búnað frá breska fyrirtækinu MEECH fyrir hvers konar iðnað og einnig sérbúnað fyrir atvinnumenn. Kynningardagar BECO verða í Reykjavík 11. og 13. júní næstkom- andi, en einnig er fyrirhugað að kynna vörur og þjónustu fyrirtækis- ins á Akureyri og ísafírði. AÐALFUNDUR Starfsmanna- félags Sjónvarpsins mótmælir þeirri stefnu forráðamanna Sjónvarpsins að úthluta í æ rikari mæli verkefnum til vinnslu hjá einkaaðilum. Þessi stefna leiði til dýrari dagskrár- gerðar en ella og óhagkvæmni í rekstri þeirrar þjóðareignar sem Sjónvarpið sé. Komið hafi t.d. fram hugmyndir um að fela íslenska myndverinu, sem sé í meirihlutaeign íslenska sjón- varpsfélagsins, sem reki Stöð 2, tæknivinnslu á leikritinu Næturgöngu. Á sama tíma séu seglin dregin saman i starfsemi tæknideildar Sjónvarpsins og starfsmönnum þar fækkað. Ingimar Ingimarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki búið að ákveða hvort tæknideild Sjónvarpsins eða íslenska myndverið sæi um tækni- vinnslu á leikritinu Næturgöngu. „Sjónvarpið," sagði Ingimar, „lét hins vegar fara fram lokað útboð á tæknivinnslu leikritsins og ís- lenska myndverið, Sýn og Isfílm tóku þátt í því. Tilboð Islenska myndversins var hagstæðast en það gæti hins vegar verið hag- kvæmara að láta tæknideild Sjón- vatjisins vinna verkið. Islenska myndverið hefur óskað eftir að fá nokkra starfsmenn Sjónvarpsins til vinnu við upptöku á Næturgöngu. Sjónvarpið mun ekki amast við að þeir vinni hjá íslenska myndverinu þegar þeir eiga frí hjá Sjónvarpinu. Stefán Baldursson verður leikstjóri Næt- urgöngu og Tage Ammendrup upptökustjóri og þeir verða í vinnu hjá Sjónvarpinu við upptöku leik- ritsins enda þótt íslenska myndve- rið sæi um tæknivinnslu þess. Það er alltaf kannað hvort Sjónvarpið geti unnið tiltekið verk áður en leitað er til einkaaðila. Sjónvarpið bauð, að ég held, fyrst út verk- efni árið 1970 og það er stefna Sjónvarpsins að halda því áfram. Föstu þættimir Maður vikunnar, Helgistund og kynningarþættir eru t.d. allir unnir af aðilum utan Sjónvarpsins. Þegar gerð var fjárhagsáætlun fyrir Sjónvarpið um sl. áramót var sett upp framleiðsluáætlun fyrir þetta ár og m.a. ákveðið að bjóða fleiri verk út en áður. Egill Eð- varðsson sér t.d. um vinnslu leik- ritsins Djákninn á Myrká og Sag- afílm leikritsins Glerbrot að hluta til. Það stefnir hins vegar í að starfsmenn Sjónvarpsins sjái sjálfír um vinnslu leikritsins Dag- ur vonar. Framleiðsluáætlunin fyrir þetta ár fól í sér minni þörf fyrir þjónustu tæknideildar Sjón- varpsins en hún gat boðið og því var nokkrum starfsmönnum henn- ar sagt upp eftir sl. áramót. Það fé, sem sparast vegna þess, fer til framleiðslu á innlendu efni,“ sagði Ingimar. ÁRLEG MENNINGARFERÐ FARANDA Viö heimsgekjum vöggu vestrænnar menningar og skoðum m.a. Aþenu og þar með Akrópólis, véfréttina í Delfí, Ólympíu og eyjarnar Krít, Santorini og Kios. Frá Kios verður farið í eins dags ferð til Efesus á vesturströnd Tyrklands. Brottför er 3. júní og fararstjórn í höndum Dr. Þórs Jakobssonar veðurfræðings. Verð í tvíbýli Kr. 89.700.- SKEMMTISIGLING UM EYJAHAF Erum með söluumboð í sumar fyrir skemmtiferðaskip sem leggja af stað frá hafnarborginni Pireus og sigla um Eyjahaf, Miðjarðarhaf og Svartahaf. Fjölmörg lönd verða heimsótt. 3ja til 21 dags siglingar. Brottfarir hvenær sem er í allt sumar. ðaiandi Vesturgotu 5. Reykjavik simi 622420 =zzt) C= ■ - — c- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.