Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 33 Pakistan: Um 100 létust í sprengjuregninu Islamabad. Reuter. í gærmorgnn höfðu fundlst lík 90 manna, sem biðu bana eftir að eldur hafði komið upp í einu vopnabúra pakistanska hersins. Rigndi sprengjum og eldflaugum yfir Islamabad og Rawalpindi og er raunar óttast, að tala látinna eigi eftir að hækka mikið. Um 1.000 manns særðust í þessum hamförum og eru margir illa haldnir og vart hugað líf. Komið var að þessum dreng í rústum heimilis sins en báðir foreldrar hans fórust. Reuter Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið fyrirskipuð í Pakistan og eru fánar hvarvetna í hálfa stöng. Komið hefur verið upp hjálpar- stöðvum í þeim hverfum, sem verst urðu úti í sprengjuregninu, og al- menningur hefur brugðist vel við áskorun lækna um að gefa blóð. Hafa sum hverfín verið girt af og allir íbúamir fluttir á brott enda er talið víst, að þar sé enn mikið af ósprungnum sprengjum. Eru bandarískir sprengjusérfræðingar komnir á vettvang til að aðstoða við að gera þær óvirkar. Fyrirskipuð hefur verið rann- sókn á slysinu og Mohammad Zia- ul-Haq, forseti Pakistans, kom strax heim frá Kuwait þar sem hann hafði verið í opinberri heim- sókn. Vegna slyssins hefur verið vakin á því athygli, að vopnabúr pakistanska hersins eru víða innan um íbúðarhverfí en stjómvöld hafa nú á orði að flytja þau á óbyggð svæði. Bretland: Róttækar breytíngar á al- marniatryggirigakerfínu St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunbladsins. RÓTTÆKUSTU breytingar, sem gerðar hafa verið á almanna- tryggingakerfinu i Bretlandi í háifa öld, komu til framkvæmda í gær. Þær eru mjög umdeildar. Fyrir þremur árum vora sam- þykkt ný lög ( neðri deild breska þingsins um breyttar reglur um bætur almannatrygginga. Megin- markmiðið með hinum nýju lögum er að einfalda kerfíð, svo að bóta- þegum sé betur ljós réttur sinn. John Moore, núverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segir einnig, að markmiðið sé að venja fólk af því að vera háð ríkinu og styðja það til að hjálpa sér sjálft. Á þessu ári fara tæpir 50 millj- arðar sterlingspunda í trygginga- kerfið (um 3500 milljarðar ísl. kr.). Það era 32% af heildarútgjöldum breska ríkisins. Af þessum 50 millj- örðum fara 50% í ellilífeyri, 17% í fjölskyldubætur, 16% í atvinnuleys- isbætur, 14% ( bætur til sjúkra og fatlaðra og 3% til ekkna og munað- arlausra. Ungt fólk, sem forðast vinnu, fær mun lægri bætur en áður. Ungt fólk í illa launaðri vinnu fær einnig minni bætur. Ástæðan er sú, að ríkið lítur svo á, að foreldram beri Afganistan: að sjá bömum sínum fyrir húsnæði fram að 25 ára aldri. Þangað til er ekki hægt að fá fullar bætur vegna húsnæðiskostnaðar. Ung hjón með eitt bam yngra en ellefu ára, þar sem fyrirvinnan er ein, fá hærri bætur en áður. Sömuleiðis einstæðir foreldrar með tvö böm. Margir þeirra, sem era fatlaðir, fá lægri bætur en áður. Ymsir ellilffeyrisþegar fá minni bætur en áður, en róttækasta breyt- ingin varðandi ellilífeyri er langtímabreyting. Nú er ellilífeyrir miðaður við 25% af launum þeirra tuttugu ára starfsævinnar, sem hver maður fékk hæst laun. Þessi viðmiðun verður lækkuð ( 20% af meðalævitekjum. Lækkunin kemur til framkvæmda í áföngum á áran- um 1998 til 2008. Jafnframt verður fólk hvatt til þess með öðram að- gerðum að leggja sjálft til hliðar fé til elliáranna. Ástæðan til þess- ara breytinga er sfaukið hlutfall aldraðra af þjóðarheildinni og sam- fara því aukin útgjöld vegna ellilíf- eyris. Talsmenn Verkamannaflokksins segja þessar brejdingar vera til marks um smásálarhátt núverandi stjómvalda, að draga úr framlögum til þeirra, sem minnst mega sín, á sama tíma og skattbyrði er lækkuð á þeim tekjuhæstu. Þeir staðhæfa, að mun fleiri tapi en hagnist á þess- um breytingum. Undir þetta taka ýmsir sérfræðingar. Sömuleiðis hafa ekki verið gerðar breytingar á skattalögunum til að vinna með þessum breytingum. Ein af bæjarstjómum Lundúna undir stjóm íhaldsflokksins lét gera úttekt á þeim hópi í sínu umdæmi, sem njóta bóta úr almannatrygg- ingum. Samkvæmt niðurstöðum þeirrar könnunar tapa ríflega 13.000 á breytingunum, en rúmlega 5000 hagnast á þeim. Tapið næmi þreiriur milljónum punda, en hagn- aðurinn 785 þúsund pundum. Stjómvöld staðhæfa, að 88% þeirra, sem njóta bóta úr almanna- tiyggingakerfínu, verði ekki verr settir en áður. Þau segja einnig, að í heild muni fatlaðir verða betur settir en áður. Ýmsir þingmenn íhaldsflokksins hafa áhyggjur af því, að ellilífeyrisþegar verði upp til hópa verr settir eftir þessar breytingar en áður. Stór hluti þeirra styður að jafnaði íhaldsflokkinn. Ólympíuleikaruir: Vilja aflétta hömlumaf innflutn- ingiááfengi Brussel. Frá Krrat&fer Má Kristins- syni, fréttaritara MorgunblaðainB i Belgíu. SAMTÖK áfengisframleið- enda innan Evrópubanda- lagsins hafa beint þeim til- mælum til kóreskra stjóm- valda að þau aflétti hömlum af innflutningi á sterku áfengi. Talsmaður samtak- anna lagði áherslu á að þetta yrði gert áður en Ólymphi- leikamir hefjast í Seoul í haust. Tollar á innfluttu áfengi era mjög háir í Kóreu, þannig kostar t.d. flaskan að skosku viskí 2.600 krónur en flaska af innlendu 325 krónur. En það era ekki einungis háir toll- ar sem kvartað er undan, sala á innfluttu áfengi er takmörk- uð við ferðamannahótel, veit- ingahús og fríhafnarverslanir. Yfirvöld í Kóreu hafa þegar, að einhveiju leyti, aflétt höml- um af léttum vínum en segja alls ekki á dagskrá að rýmka reglur um sterk vín á þessu ári. ERLENT Kjarnorkuvopn og Danmörk: Samvinna NATO-ríkja 1 hættu ef stefna okkar breytist - segir Poul Schliiter, forsætisráðherra. Skæruliðar skjóta niður farþegaflugvél Kaupmannahöfn, Reuter. POUL SchlUter, forsætisráðherra Danmerkur, sagði á laugardag að hert eftirlit með banni við kjamorkuvopnum í Danmörku myndi ógna vamarsamvinnu Dana, Bandaríkj amanna og Breta. Hann vildi ekki útiloka að boðað yrði til þingkosninga ef samþykkt yrði á fimmtudag frumvarp um að bandamenn Dana í NATO yrðu skriflega minntir á bannið í hvert sinn sem herskip þeirra legð- ust við bryggju í Danmörku. Moskvu, Reuter. AFGANSKIR skæruliðar skutu niður farþegaflugvél í norður- hluta landsins á sunnudag. Að sögn sovésku fréttastofunnar Taas létu 29 manns lífið. Flugvélin var af gerðinni AN-26 og vora 23 farþegar um borð auk sex manna áhafnar. Hún var á leið frá Mayama í Faryab-héraði til Mazari Sherif, stærstu borgarinnar í Norður-Afganistan er skæraliðar grönduðu henni með flugskeyti. Utvarpið í Kabúl, höfuðborg Afgan- iistan, sagði átta konur og tvö böm 'hafa týnt lífl í árásinni. Á undan- Ifömum tveimur árum hafa bæði sovéskir og afganskir embættis- menn ítrekað sakað skæmliða um að beita bandarískum flugskeytum af gerðinni „Stinger" gegn far- þegaflugvélum. A laugardag tilkynnti Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, að brottflutn- ingur sovéska innrásarliðsins frá Afganistan hæflst 15. maí næst- komandi í samræmi við samkomu- lag milli stjómvalda í Afganistan og Pakistan sem búist er við að verði undirritað í Genf síðar í þesss- ari viku. Skæruliðar sem halda til í Peshawar í Pakistan hafa fordæmt samkomulagið og heitið áframhald- andi baráttu gegn sovésku lepp- stjóminni í Kabúl. „Ef við einangrum okkur á þennan hátt mun það hafa alvar- legar afleiðingar," sagði Poul Schliiter í sjónvarpsviðtali á laug- ardag. „Þetta þýðir að heimsóknir bandarískra og breskra skipa leggjast endanlega niður og vam- arsamvinnan verður í hættu." Hingað til hafa dönsk yfirvöld litið þannig á, að bandamenn Dan- merkur virtu þá stefnu Dana að í landi þeirra væra ekki kjamorku- vopn á friðartímum. Hafa ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir til að ganga úr skugga um vopna- búnað herskipa frá NATO-ríkjum, þegar þau koma til danskrar hafn- ar. Hvorki Bandaríkjamenn, Bret- ar né Frakkar játa eða neita til- vist kjamorkuvopna í skipum sfnum. Eftir að ríkisstjóm Nýja- Sjálands tók upp þá stefnu að kanna vopnabúnað erlendra her- skipa fyrir komu þeirra til hafna í landinu, hefur verið grunnt á því góða milli stjómarinnar þar og bandarísku ríkisstjómarinnar og vamarsamvinna þjóðanna orðið að engu. Stjórnin í minnihluta? í frumvarpinu sem liggur fyrir danska þinginu er lagt til, að í hvert sinn sem herskip frá NATO- ríki tilkynni komu til danskrar hafnar fái skipstjórinn skriflega orðsendingu, þar sem minnt verði á þá dönsku stefnu að kjamorku- vopn era bönnuð í Danmörku á friðartímum. Dagblaðið Informati- on segir að Terence Todman, sendiherra Bandaríkjanna í Dan- mörku, hafi varað danska stjóm- málamenn við harkalegum við- brögðum, ef frumvarpið yrði sam- þykkt. „Forsætisráðherrann á að hafa sagt sendiherranum, að málið væri svo alvarlegt að hann myndi boða til kosninga, ef meirihluti þingmanna þrengdi stefnuna S ör- yggismálum," segir Information. Oftar en einu sinni hefur ríkis- stjóm Schluters orðið að lúta í lægra haldi í atkvæðagreiðslu á þingi um öryggismál. Innan Atl- anthafsbandalagsins er gjaman talað um utanrikisstefnu Dana á þann veg, að hún sé mótuð í neðan- málsgreinum vegna fyrirvara sem þeir hafa sett neðanmáls í ýmsar lokaályktanir ráðherrafunda NATO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.