Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 37 ÚTGERÐ OG AFLABRÖGÐ Fyrsti Grindavík- urtogarinn land- ar 130 tonnum Grindavik. FYRSTI Grindavikurtogarinn, Gnúpur GK, kom inn til löndunar í fyrsta skipti með 130 tonn. Gnúpur GK er i eijju Þorbjamar- ins hf. en áður áttu Grindviking- ar hluti í togurunum Guðsteini GK og Jóni Dan GK en þeir lönd- uðu aldrei i Grindavik. Nýi Skúmur GK kom til Grindavikur fyrir helgina úr þriðju veiðiferð- inni frá áramótum með 65 tonn af frosinni rækju. Af vertíðarbátum er það að frétta að þeir lögðu á þriðjudeginum eftir páskastoppið. Oft hefur verið gott í netin í fyrstu lögn eftir páskana en nú var það lítið. Sá bátur sem fékk mest var Gaukur GK með 10,2 tonn og var hann sá eini af 40 bátum sem fékk yfír 10 tonn á heimaslóðum. Aflahæstu bátar þessa viku voru Geirfugl GK með 33,7 tonn, Gaukur GK með 32,9 tonn, Höfrungur II GK með 32 tonn og Skarfur GK með 31,2 tonn. Aflinn hjá þessum bátum var allur fenginn í fjórum róðrum á Selvogsbanka nema hjá Gauknum sem rær í Röstina. Sá netabátur sem landaði mest eftir vikuna var hins vegar Ágúst Guðmundsson GK með 36,5 tonn. Hann fór austur í Meðallandsbugt eftir að hafa aðeins fengið 3,8 tonn í Grindavíkurdýpi í fyrstu lögn. Kópur GK fór einnig austur í Meðal- Skipstjórar og eigendur Þorbjarnarins hf. í brúnni á Gnúp GK. Frá vinstri: Hilmar Helgason skipstjóri, Tómas Þorvaldsson forstjóri, Gunnar Tómasson framleiðslustjóri, Ásgeir Gunnarsson afleysinga- skipstjóri og 1. stýrimaður og Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri. Tekur þú áhættuna? Geymir þú mikilvæg gögn í tölvunni þinni? Hvaö ef þau tapast og margra daga, vikna eöa jafnvel mánaða vinna fer forgörðum? Turbo Backup afritunarforritið leysir vandann! Afritun þarf að vera: Hröð, örugg og ódýr í framkvæmd. Biddu strax unr'kynningardiskling. Sími: / / Sendið mér strax D 514“ D 3Vi" TURBO BACKUP kynningardiskling. / Sendiö mér strax TURBO BACKUP afritunarforritiö D á 5V<" 0 á 3Vi" disklingi meö 14 daga skilafresti. Fyrirtæki: Heimilisfang: Pöstfang: Nafn: Reyndu sjálfur ævintýralega hraðvirkni TURBC BACKUP forritsins á eigin PC tölvu. TORBO BACKUP tekur öryggisafrit á disklinga meö eldingarhraöa 10MB á 4 mlnútum á IBM AT (7 mlnútur á IBM XT) TURBO BACKUP var mest selda forritiö i Danmörku 1987. TURBO BACKUP er Islenskaö aö öllu leyti og þvl einstaklega aögengilegt og einfalt I notkun. Sölustaöir: Andi sf. Heimilistæki Skrifstofuvélar Bókabúó Braga Mál og Menning Tæknival Bókval Microtölvan Tölvuvörur Einar J. Skólason Penninn Örtölvutækni Gisli J. Johnsen STÆKNIVAL Grensásvegi7, 108 Reykjavík, Box8294, S: 681665 og 686064 landsbugt og fékk 29 tonn, einnig í tveim lognum. Ekki var alveg dautt á línuna en Freyja RE fékk 17,9 tonn á 130 bala í Tómasarhaga en hjá öðrum var tregara. Tíu aflahæstu bátar fyrstu þijá mánuði ársins eru Skarfur GK með 544,7 tonn, Hafberg GK með 486,9 tonn, Vörður ÞH með 464,3 tonn, Kópur GK með 449 tonn, Sighvatur GK með 432,8 tonn, Hópsnes GK með 419,8 tonn, Geirfugl GK með 410,3 tonn, Sigurður Þorleifsson með 401,9 tonn, Hrungnir GK með 391,6 tonn og Höfrungur II GK með 375,9 tonn. Af litlu bátunum eru hæstir Hraunsvík GK með 219,5 tonn, Þorbjörn II með 213,8 tonn og Sig- rún GK með 180,2 tonn. - Kr. Ben. Ágætisafli í netin hjá trillunum Keflavík. 'TRILLUR sem eru á netum fengu ágætis afla í síðustu viku og fékk Auðhumla KE, 6 tonna trilla, 21,1 tonn í 4 róðrum. Afli stærri bátanna var tregur fyrstu dagana eftir páskastoppið en hefur glæðst nokkuð að undan- förnu. Trillumar eru með netin rétt utan við hafnargarðinn og því stutt að sækja. Auðhumla fékk 7,4 tonn á miðvikudaginn og 5,5 tonn daginn eftir. Elín KE sem einnig er 6 tonn var með 16,9 tonn og Ásdís GK sem er 4,5 tonn fékk 11,7 tonn. Allir stóru bátarnir að Albert Ólafssyni unðanskyldum eru á net- um og var Stafnes KE með mestan afla eftir vikuna, 45,5 tonn, Búr- fell KE var með 44,4 tonn, Gunnar Hámundarson 29,5 tonn, Vonin KE 23.6 tonn og Happasæíl KE 21,7 tonn. Albert Ólafsson KE var með 20.6 tonn í tveim róðrum. Hand- færabátamir hafa lítið getað að- hafst vegna veðurs, fengu þó einn góðan dag og vom þá að fá allt að 900 kílóum. Stafnes KE er afla- hæsti báturinn í Keflavík frá ára- mótum til apríl með 447 tonn í 55 sjóferðum. - BB Sæborg fékk 97,8 tonn á 4 dögum Keflavík. AFLI hjá Sandgerðisbátum var ágætur í síðustu viku og fékk Sæborg sem er á netum 97,6 tonn i 4 dögum eftir páskastoppið. Af þessum afla voru 42 tonn ufsi. Amey var með 48,8 tonn, Dröfn 35.3 tonn, Hafnarberg 32,3 tonn, Hólmsteinn 27,6 tonn og Sveinn Guðmundsson 27,6 tonn. Eldeyjar-Boði, sem nú er kominn á dragnót, var með 32,9 tonn í 3 róðmm og var efstur af dragnótar- bátunum sem nú stunda flestir veið- ar á Hafnarleimum og er afli þeirra að uppistöðu rauðspretta og eitt- hvað af ufsa. Njáll var með 29,6 tonn, Geir 21,7 tonn, Reykjaborg 18.3 tonn, Amar KE 13,4 tonn og Hvalsnes 13,1 tonn. Víðir II var efstur af línubátun- um, með 25,2 tonn í 2 róðmm, Sandgerðingur var með 11,9 tonn einnig í 2 róðmm. Síðan komu Jón Gunnlaugs með 11,1 tonn og Freyja með 10,7 tonn í einum róðri. Tveir togarar lönduðu í vikunni, Haukur landaði 151 tonni af blönduðum físki þann 5. apríl og Sveinn Jóns- son landaði 90 tonnum þann 7. apríl og var afli hans einnig bland- aður. Þeir höfðu verið að veiðum í 8 daga. -BB Góður afli á Höfn Höfn, Hornafirði. AFLINN var góður á Höfn í vik- unni eftir páska. Skinney SF 30 var með rúm 90 tonn í fjórum róðrum. Freyr með 74,8 tonn og Steinunn með 67,9 tonn. Skinn- eyjarbátar komu því með 232 tonn að landi. Haukafell landaði 86,6 tonnum og Vísir 79 tonnum hjá Faxeyri. 647 tonn bámst til fiskiðju KASK og mestan afla kom Hvanney með, 78 tonn. Sigurður Ólafsson var með 75 tonn og Akurey með 74,4 tonn. Heildaraflinn frá áramótum er nú orðinn 6.216 tonn, var 7.715 tonn í fyrra. Hvanney hefur landað 529 tonnum og Sigurður Ólafsson 515 hjá KASK. Þórhallur Daníelsson hefur land- að til þessa 678 tonnum í 8 sjóferð- um. Handfærabátar (minni bátar) hafa landað í vetur 185 tonnum, þar af 36 í síðustu viku. Allmjög er nú gengið á kvóta flestra Homafjarðarbáta og sumir svo að segja búnir með sína úthlut- un. - JGG ORÐSNILLD 18.4. INNRITUNTIL 15.APRÍL SIMI: 621066 HÆTTA Á STAFSETNINGARVILLUM OG RITVILLUM HVERFUR NÁNAST EF PÚ BEITIR ORÐSNILLD. Orðsnilld inniheldur m.a. orðabók með 106.000 íslenskum orðum sem auka má við eftir þörfum notenda. Allar valmyndir og skipanir eru á íslensku. EFNI: Skipanir kerfisins • Æfingar í notkun Orðsnilldar • Möguleikar orðasafns • Helstu stýrikerfisskipanir. LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TÍMIOG STAÐUR: 18., 19., 20. og 22. apríl kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. MS-DOS 18.4. INNRITUNTIL 15.APRÍL SIMI: 621066 ÞÚ KYNNIST STÝRIKERFI EINKA- TÖLVUNNAR OG MÖGULEIKUM ÞESS. Námskeiðið er gagnlegt hverjum þeim sem notar einka- tölvu og mikil þörf er á að a.m.k. einn starfsmaður á hverjum vinnustað hafi þá þekkingu sem hér er boðin. EFNI: Hlutverk stýrikerfa • Innbyggðar skiþanir og hjálparforrit • Notkun skipanaskráa • Pípur, síur og té • Skráarkerfi MS-DOS og greinar þess • Stýriforrit fyrir jaðartæki • Uppsetning nýrra forrita • Afritataka og daglegur rekstur. LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson, kerfisfræðingur. TÍMIOG STAÐUR: 18., 19., 20. og22. apríl kl. 13.30-17.30 að Ánanaustum 15. VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM. Stjórnunarfélðg Islands TÖLVUSKÓLI Ánanaustum15 Sími: 6210 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.