Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 44
44____________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988_ Dómur Borgardóms í máli Sturlu Krisljánssonar gegn fjármálaráðherra HÉR Á eftir er birtur í heild sinni dómur Borgardóms Reykjavíkur í máli Sturlu Kristjánssonar gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Mál þetta, sem dómtekið var 5. þ.m. er höfðað með stefnu birtri 13. febrúar 1987 af Sturlu Krist- jánssyni, nnr. 85039277, Akurgerði 7c, Akureyri, á hendur fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs til heimtu skaðabóta að fjárhaeð kr. ,6.000.000, — auk 12,1% ársvaxta frá 13. janúar 1987 til birtingar- dags stefnu en með dómvöxtum skv. lögum nr. 56/1979 frá þeim degi til greiðsludags svo og til greiðslu málskostnaðar skv. gjald- skrá LMFÍ. Af hálfu stefnda er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum stefnanda og malskostnaðar úr hans hendi að mati réttarins. Til vara er þess krafist að stefnukröf- umar verði stórkostlega lækkaðar og málskostnaður verði í því tilviki látinn niður falla. Mál þetta hefur stefnandi höfðað á hendur fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til heimtu skaðabóta vegna þeirrar ákvörðunar þáver- andi menntamálaráðherra, Sverris Hermannssonar, að víkja stefnanda úr starfi fræðslustjóra Norðurlands- umdæmis eystra hinn 13. janúar 1987 með bréfí dags 10. s.m. Held- ur stefnandi því fram að frávikning- in hafí verið fyrirvaralaus og án saka. Af hálfu ríkissjóðs er því hald- ið fram að stefnanda hafí löglega verið vikið úr starfí þar sem hann hafí gert sig sekan um ítrekuð brot á þeirri trúnaðar- og hollustuskyldu sem á honum hafi hvílt sem emb- ættismanni menntamálaráðherra og þar sem hann hafí eigi látið skipast við áminningar. Niðurstaða Stefnandi byggir dómkröfur sínar um bætur úr ríkissjóði á því að hvorki hafí menntamálaráðherra haft efnislegar ástæður til að víkja honum úr embætti fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra né hafí formkröfum verið fullnægt við framkvæmd brottvikningarinnar. Að hálfu stefnda er því haldið fram að stefnandi hafi brotið svo af sér í starfí að brottvikning að fullu hafí verið rétt og nauðsynleg, og að formkröfum hafí verið fullnægt. Dómurinn hefur leitað sátta án árangurs. Fyrir dóminum hafa gef- ið skýrslur stefnandi Sturlu Krist- jánsson frv. fræðslustjóri og vitnin, Þráinn Þórisson skólastjóri, Guð- mundur Ingi Leifsson fræðslustjóri, Helgi Jónasson fræðslustjóri, Már Vestmann Magnússon sálfræðing- ur, Sólrún Jensdóttir skrifstofu- stjóri, Örlygur Geirsson skrifstofu- stjóri, Sigurður Helgason deildar- stjóri, Knútur Hallsson ráðuneytis- sfrjóri, Runólfur Birgir Leifsson deildarstjóri og Sverrir Hermanns- son alþingismaður. Um stjóm grunnskóla er fjallað í 1. nr. 63/1974 um grunnskóla. Fer menntamálaráðuneytið með yfírstjóm þeirra málefna sem lögin taka til. I hverju fræðsluumdæmi landsins er skipað fræðsluráð. Það er skipað af hlutaðeigandi lands- hlutasamtökum. Meðal verkefna fræðsluráðs er að fara með stjóm fræðslumála innan umdæmis síns I umboði menntamálaráðuneytisins og hlutaðeigandi sveitarstjóma. Staða fræðslustjóra er skilgreind í 14. gr. laganna þannig: „Fræðslu- stjóri er fulltrúi menntamálaráðu- neytisins og hlutaðeigandi sveitar- félaga um fræðslumál í umdæm- inu ... Hann er framkvæmdastjóri fræðsluráðs". Samkvæmt þessu er ljóst að fræðslustjóri er fulltrúi að- ila, sem haft geta ólík viðhorf vegna aðskildra hagsmuna. Menntamála- ráðuneytið skipar í embætti fræðslustjóra, skv. 13. gr. grunn- skólalaga. Skipun til starfsins er ótímabundin. Réttur veitingarvaldsins til að víkja starfsmanni úr stöðu þykir samkvæmt lagatúlkun vera óskor- aður, sbr. 7. og 10. gr. 1. nr. 38/1954 um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Séu hins vegar ekki lögmætar ástæður til brottvikningar á starfsmaður rétt á bótum. Það er meginregla að áður en komi til frávikningar til fullnað- ar sé starfsmanni vikið úr stöðu um stundarsakir. Sönnunarbyrðin fyrir því að sakir hafí verið svo ótvíræðar eða þörf frávikningar verið svo brýn að réttlætt hafí fulln- aðarbrottvikningu án bóta hvílir á stefnda. í frávikingarbréfí stefnanda eru þessar ástæður tilgreindar fyrir brottvikningunni: „að þér hafíð sniðgengið fyrirmæli ráðuneytisins varðandi fjármálalega umsýslu í fræðsluumdæminu og ítrekað brotið trúnaðarskyldu þá er á yður hvílir sem starfmanni ráðuneytisins.“ Skal nú vikið nánar að þessum brottvikningarástæðum. Aðilar deila um hvort miða eigi við Ijárlög eða fjárheimildir þegar embættisfærsla stefnanda er metin í ljósi greiðslustöðu fræðsluum- dæmisins. Þegar til þess er litið að Qárheimildir ráða ráðstöfunarfé stofnunarinnar samkvæmt fjárlög- um að viðbættum breytingum sem á þeim grunni verða á fjárlagaárinu svo sem vegna þróunar launa, verð- lags, gengis, ráðstafana ríkisstjóm- arinnar og annarra aukafjárveit- inga, þykir rétt að miða við fjár- heimildir. Fjámotkun umfram Qár- heimild er eðli sínu samkvæmt brot á fyrirmælum ráðuneytis. Af fram- lögðum skýrslum og samanburðar- listum er Ijóst að á ámnum 1980 til og með 1986 hefur embætti fræðslustjóra Norðurlands eystra farið framúr fjárheimild öll árin. Þess ber þó að geta að frá og mec1 september 1981 til og með sept- ember 1983 var stefnandi í leyfí Sé litið til annarra fræðsluumdæmE landsins þessi ár og hundraðshluta umframnotkunar hvers, verður ekk: sagt að fræðsluumdæmi Norður- lands eystra skeri sig sérstaklega úr að undanskildu árinu 1986. Umframnotkun það ár nam kr. 10.363.000,- sem samsvarar 4,2% umfram heimildir. Af gögnum málsins er ljóst að á skólaárinu 1985—1986 hafa greiddar kennslu- stundir verið umtalsvert fleiri en gert hafði verið ráð fyrir í tillögum ráðuneytis til fjárlaga eða að þvl er samsvarar u.þ.b. tuttugu stöðu- gildum, að að skipulag kennslu í umdæminu hefði leitt til svipaðrar stöðu á haustönn 1986. Stefnandi er ábyrgur fyrir því að heimila svo verulega kennslu umfram áætlun. Þar sem laun eru greidd fyrst af fjárheimild mánaðar hefur kennsla umfram heimildir fjárlaga þær af- leiðingar að afgangur er ekki nægi- legur til annarra útgjalda svo sem endurgreiðslna til sveitarfélaga. Getur þetta leitt til þess að loka verður skóla um stundarsakir. Sam- kvæmt málskjölum skapaðist slíkt ástand í fræðsluumdæmi Norður- lands eystra. Skilja verður ummæli stefnanda í aðilaskýrslu þannig að hann telji úrskurðarvald um kennslustundafjölda vera á hendi fræðslustjóra. Þessum skilningi stefnanda er hafnað með vísan til 9. gr.og XIV kafla, sbr. V kafla Líður þér illa... að óþörfu? Margir sætta sig við slappleika mánuðum og jafnvel árum sam- an að óþörfu. Ert þú einn þeirra? Þú getur komist að því ef þú reynir bætiefnin frá Lýsi hf. Það er nefnilega ótrúlegt hvað skortur á örlitlu magni af vítamínum, steinefnum eða snefil- efnum getur gert þér lífið leitt. Ef vanlíðan þín er aðeins við- vörun líkamans um að þig vanti bætiefni er MAGNAMÍN góð- ur kostur. MAGNAMÍN miðast nákvæmlega við þarfir íslend- inga! •> ^öígirnir ( LYSI Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík. MAGNAMÍN er sett saman úr 24 vítamínum, steinefnum og snefilcfnum. MAGNA-B inniheldur öll B-vítamínin. B-vítamín vinna gegn blóðleysi, bólgum, útbrotum, streitu og sinnuleysi. MAGNA-C. Líkaminn þarfnast þess stöðugt til að viðhalda heilbrigði bandvefs, t.d. tannholds og til vamar kvefi. MAGNA-E er nauðsynlegt til að líkamanum nýtist önnur vítamín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.