Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 47 um vísum og snýr öllu upp í grín. Hann móðgar ættingja hennar, og hún gengur svo langt að undirbúa það að taka kristna trú, en við það brýtur hún allar brýr að baki sér og einangrast frá sinni eigin fjöl- skyldu. Pinkerton fer og segist koma aftur þegar glóbrystingurinn gerir sér hreiður. Butterfly er þunguð og elur son, án þess að Pinkerton viti. Hún býr áfram í húsinu ásamt þjón- ustustúlku sinn, Suzuki. Biðin eftir Pinkerton verður löng, þijú ár líða. Hjúskaparmiðlarinn vill gifta hana ríkum prins, Yamadori, en hún er staðföst sem Madame Pinkerton. Peningarnir eru á þrotum. Þá bregð- ur hún á það ráð að heimsækja bandaríska ræðismanninn, Mr. Sharpless, segir honum sögu sína og spyr, hvenær glóbrystingurinn geri sér hreiðúr í Ameríku, hvort það sé e.t.v. sjaldnar en í Japan. Sharpless tekur henni vel og hrífst af henni, en bölvar Pinkerton í hljóði fýrir þá aðstöðu sem hann hefur komið stúlkunni í. Hann segir, að innan skamms sé von á skipi Pin- kertons til Nagasaki. Gleði Butterfly er mikil og Sharpless sér strax að þetta muni enda með ósköpum, því varla muni Pinkerton ætlá sér að snúa aftur til hennar. Hann ráðlegg- ur því Butterfly að taka boði prins- ins Yamadori, en við það sárnar henni mjög. Þau skilja þó með vin- semd og hún segir: „You the mos’ bes’ nize man in the worl’ . . . aex- cep’“. Skömmu síðar kemur herskip Pinkertons. Spennan er mikil hjá Butterfly. Hún lætur tína öll blómin í garðinum og dreifa þeim um hús- ið. Síðan hefst biðin, en ekki kemur Pinkerton. Eftir viku kemur far- þegaskip inn á höfnina. Daginn eftir sér Butterfly Pinkerton um borð í farþegaskipinu með ljóshærða konu sér við hlið. Morguninn eftir er her- skipið farið. í örvæntingu leitar hún að nýju til ræðismannsins. Hann réttir henni þegjandi umslag með peningum frá Pinkerton, en hún skilur ekki hvað hann er að fara og tekur ekki við fénu. Sharpless getur ekki fengið af sér að segja henni sannleikann og lýgur því til, að Pin- kerton hafi ekki fengið landvistar- leyfi og skipið orðið að fara skyndi- lega til Kína, en muni koma aftur. í þann mund kemur ljóshærð kona til ræðismannsins og spyr, hvort hún geti komið skeyti til mannsins síns, Pinkertons liðsforingja. „Andartak" segir ræðismaðurinn, en það er of seint, Butterfly hafði tekið eftir þessu. Frú Pinkerton les fyrir skeyt- ið: „Var að sjá barnið og fóstru þess. Getum við ekki fengið hann strax? Hann er dásamlegur. Móðirin var ekki heima, býst við að sjá hana á morgun. Hittumst eftir viku. Má ég koma með hann með mér?“ I sama bili sér hún Butterfly: „En falleg, alveg töfrandi, rétt eins og leikfang. Eg skil vel að piltamir okkar falli fyrir þeim." Henni er ekki ljóst hver Butterfly er. Butterfly kveður Sharpless, „you the mos’ bes’ nize man in the whole worl’" og fer heim. Þar tekur hún sverð föður síns og sviptir sig lífi. A sverðið er letrað: „Að deyja með sæmd geti maður ekki lifað með sæmd.“ Þegar frú Pinkerton kemur daginn eftir er húsið autt. ÓPERAN Árið 1900 kom Puccini til Lund- úna til að vera viðstaddur frumsýn- ingu á Tosca. Við það tækifæri var honum boðið í leikhús til að sjá leik- ritið Madame Butterfly eftir Belas- co. Puccini skildi ekki ensku, en hreifst engu að síður af verkinu og anda þess, enda er Cio-Cio-San (Madame Butterfly) um margt iík öðrum kvenpersónum Puccinis, svo sem Manon, Mimi og Líú. Hann tók til við að semja óperu eftir sögunni ásamt textahöfundunum Giacosa og Illica. Óperan var í tveimur þáttum og öll látin gerast í húsi Butterflys. Puccini kynnti sér japanska tónlist og hafði hana til viðmiðunar, en gætti þess þó að hafa hana ekki of framandi fyrir áheyrendur. Frum- sýningin var í La Scala í febrúar 1904. Áheyrendur tóku sýningunni mjög illa og gerðu hróp að henni líkt og ítala er siðun „Sama gamla lagið, þetta höfum við heyrt áður" og: „Stolið frá Mascagni" eru dæmi um hrópin. Puccini lét ekki bugast, enda var hann sannfærður um að þetta væri sín besta ópera. Hann gerði talverðar breytingar á verkinu og í maí 1904 var það sýnt í Bres- cia og vakti þá mikla hrifningu. Segja má að þessi hrifning hafi hald- ist síðan, en Madame Butterfly er með vinsælustu óperum heimsins í dag. Breytingar Puccinis á óperunni miðuðu allar að því að gera verkið aðgengilegra fyrir áheyrendur en um leið dró úr siðferðilegum boðskap þess. Þessum breytingum var ekki lokið fyrr en 1906. Hann skipti óper- unni í þijá þætti, minnkaði hlut ættingja Butterflys og felldi burt niðrandi orð sem Pinkerton lét falla um þá. í lok óperunnar hafði hlutur Pinkertons verið lítill, en það sam- ræmdist illa væntingum Itala um hlutverk tenórsins. Einnig þótti lítill hetjubragur á persónu Pinkertons. Puccini bætti því við aríu fyrir Pin- kerton í lok verksins. Allt þetta mið- aði að því að gera Pinkerton geð- felldari en hann upphaflega var. Þá var hlutur Kate Pinkerton minnkað- ur frá upphaflegri gerð, þar sem hún kom fram sem þóttafull kona með lítinn skilning á aðstæðum Butter- flys. í lokagerð verksins hittast þær ekki, en Butterfly sér hana í fjarska. Hlutverk Butterflys og Sharpless breyttust lítið, en atriðið í lokin, þar sem hann býður henni peninga frá Pinkerton, var fellt burt. Lokagerð verksins er því að vissu marki þunn súpa miðað við þann þykka graut sem óperan upphaflega var. En trú- lega voru áhorfendur í upphafi aldar- innar viðkvæmir fyrir óþægilegum vandamálum af þessum toga. Madame Butterfly er sem fyrr segir ein af vinsælustu óperum okk- ar tíma. Tónlist Puccinis er samfelld og hrífandi frá upphafi til enda með hápunkta í tvísöngnum í lok fyrsta þáttar og aríu Butterflys í upphafi annars þáttar. Uppsetningin frá Verona er mjög falleg með góðum söngvurum í öllum hlutverkum. M}mdbandið er í Hi Fi Stereo og tóngæði því góð. Sænskur texti auð- veldar skilning á því sem fram fer. Góða skemmtun. Höfundur er styrktarfélagi ís- lensku óperunnar. STING er sérstök ú Hann er betur búinn en gengur og gerist-og fjöldi bfla er takmarkaður. Hvort sem á hann er litið, eða í honum ekið, er ljóst að þetta er einfaldlega einstakur bíll. Hér fara saman glæsilegt útlit og hámarks notagildi. Svo gerir þú £ líka góð kaup 365.000kr. 25% útborgun og eftirstöðvar á allt að 30 mánuðum. Þú finnur FIAT í Húsi Framtíðar við Skeifuna. Síminn er 91-685100 og 91- 688850. ' Hafin ritun sögu Tækni- fræðinga- félagsins AÐALFUNDUR Tæknifræðinga- félags íslands fyrir árið 1987 var haldinn í húsnæði félagsins, Lágmúla 7, Reykjavík, fyrir skömmu. Daði Ágústsson, raf- magnstæknifræðingur, formaður félagsins flutti skýrslur stjórnar fyrir liðið starfsár og gat um helstu atriði í starfsemi félagsins. Má nefna að nú er hafin ritun sögu félagsins og hefur Jón Böð- varsson, ritstjóri Iðnsögu íslend- inga, tekið að sér að stýra verk- inu. Formaðurinn ræddi ítarlega um Norrænt tækniár 1988 og skýrði hugmyndir stjómar félagsins um framlag TFÍ til þess. Þá nefndi Daði í skýrslu sinni þá miklu umræðu sem átti sér stað á síðastliðnu ári þegar í ljós koma að þolhönnun ýmissa mannvirkja væri verulega áfátt. Við úttekt á því máli. kom í ljós að engir tæknifraeðingar áttu þar hlut að máli og kvað Daði það ánægjuefni að þeir hefðu ekki lent í hópi svonefndra „fúskara". Endurmenntun var sem áður ríkur þátur í starfí félagsins á starfsárinu og er TFÍ aðili að Endurmenntunar- nefnd Háskóla íslands, þar sem merkilegt starf er unnið. Sameiginlegt málgagn tæknifræð- inga og verkfræðinga, Verktækni, kom reglulega út á starfsárinu og vom félagsmenn hvattir til þess að vera duglegri að skrifa í blaðið. ; Félagsmenn eru nú um 630 tals- ins. í stjóra sitja nú, Daði Ágústs- son, formaður, Sveinn Frímannsson, varaformaður, Júlíus Þórarinsson, gjaldkeri, Eiríkur Þorbjömsson, rít- ari og Hreinn Jónasson, meðstjóm- andi. Varamenn eru Haraldur Sigur- steinsson og Gunnar Sæmundsson. -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.