Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 ElmGuðmundsdóttir Snæhólm — Minning Fædd 10. apríl 1894 Dáin 6. apríl 1988 Haustdagur fyrir 68 árum í Lax- árdal í Húnavatnssýslu. Ung bónda- kona í dalnum er í öngum sínum. Bóndi hennar þarf að fara út á Blönduós í fyrramálið og hann vant- ar góðan trefil. Hún á að vísu litla sokkapijónavél en ekkert gamið. Hvað er nú til ráða? Unga konan er ekki vön að deyja ráðalaus og í þetta sinn koma henni í hug l.opaplötur sem hún á úti í skemmu. Skyldi vera hægt að setja óspunnið efni í pijóna- vélina? Hún reynir það — og gengur betur en hún þorði að vona. Morgun- inn eftir kemur hún manni sínum á óvart með því að fá honum nýjan og hlýjan trefil þegar hann kveður. Síðan hefur mörg peysan og marg- ur trefíllinn verið pijónuð úr lopa, en hér var ísinn brotinn. Sextíu árum síðar veitti Búnaðar- félag íslands Elínu Guðmundsdóttur Snæhólm viðurkenningu og valdi hana heiðursfélaga sinn fyrir að hafa orðið fyrst íslenskra kvenna til að pijóna flík úr lopa. Þessi kona er kvödd hinstu kveðju í dag. Elín Guðmundsdóttir fæddist vest- ur í Hnífsdal, en foreldrar hennar fluttust með bömin ung að Tanna- nesi í Önundarfirði. Þar ólst hún upp, fimmta bam í hópi sjö systkina. Þaðan átti hún ljúfar endurminning- ar sem leituðu oft á hugann, einkum þegar á ævina leið.' En vorið var skammvinnt, Guðmundur Sveinsson bóndi á Tannanesi veiktist skyndi- lega og hastarlega og féll frá konu sinni og bömunum sjö, því elsta ný- fermdu. Kristín Friðriksdóttir ekkja hans varð því að bregða búi og flutt- ist þá til ísafjarðar með bamahópinn sinn. Þar ólust systkinin upp. Tæplega tvítug að aldri fylgdi Elín eldri systur sinni austur í Húnavatns- sýslu og ráði sig til ársdvalar þar. Sú dvöl varð þó langtum lengri því þar kynntist hún mannsefni sínu, Halldóri Halldórssyni, er hafði tekið sé ættamafnið Snæhólm. Hann var búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal. Ungu hjónin hófu búskap að Sneis í Laxárdal. Þessi sumarfagri en snjó- þungi dalur í hálendið milli Húnaflóa og Skagafjarðar er nú að mestu kom- inn í eyði, en iðaði þá af mannlífi. Ungu hjónin tóku góðan þátt í þessu lífi, húsfreyjan var bókelsk og söngv- in, húsbóndinn félagslyndur og hag- mæltur. Hann beitti sér fyrir stofnun ungmennafélags í dalnum. Það starf- aði af miklu fjöri, á vegum þess stun- duðu menn glímu og sund, á sam- komum þess var reynt að sameina menningu og skemmtun. En smám saman kom í ljós að Halldór þjáðist af heymæði sem ágerðist eftir því sem árin liðu. Af þeim sökum urðu hjónin að bregða búi þegar þau höfðu búið rúman ára- tug að Sneis. Þau fluttust þá til Blönduóss með böm sín þijú: Öldu, Njörð og Kristínu. Á Blönduósi bjuggu þau ekki nema tvö ár. Þaðan lá leiðin til Eyjaflarð- ar, þau settust að í Glerárþorpi og þar fæddust tvö yngstu bömin, Guð- mundur og Edda. Við Eyjafjörð vom ýmis úrræði til lífsbjargar dugmiklu bamafólki, þótt kreppuárin væm erf- ið á margan hátt. Halldór stundaði sjó og búskap á landi jöfnum hönd- um, auk þess sem hann vann í Krossanesi hluta ársins. Og ekki lét Elín sinn hlut eftir liggja, hún var mikilvirk og hagvirk í höndunum, einnig mikil garðræktarkona og bryddi þar upp á ýmsum nýjungum. Árið 1939 fluttust Elin og Halldór til Reykjavíkur. Þar fékk hann fasta vinnu. Þau byggðu síðar hús við Þinghólsbraut í Kópavogi í félagi við böm sín og vom þar meðal fium- byggja. Halldór var orðinn slitinn maður og farinn að heilsu síðustu æviár sín. Hann andaðist 1964. Elín bjó áfram í húsinu við Þinghólsbraut með syni sínum og tengdadóttur, en eftir að hún varð fyrir áfalli fluttist hún til annarrar tengdadóttur sinnar og síðar skiptust dætur hennar á um að skjóta yfír hana skjólshúsi. Þá var langt liðið á ævina og kraftar á þrotum. Þegar elli- og hjúkmnar- heimilið Sunnuhlíð tók til starfa var Elín meðal hinna fyrstu er þar fengu vist og þar dvaldist hún til æviloka. Þegar Elín varð sjötug hvöttu dætur hennar hana til þess að festa á blað eitthvað sem hún hafði sagt þeim á langri ævi. Úr því blaði urðu margar þéttskrifaðar stflabækur, þar sem lífi og háttum á öndverðri öld- inni er lýst á ljósan og lifandi hátt. Alda dóttir hennar hefur flutt nokk- arar þessara frásagna í útvarpi og sumar hafa birst í Húnvetningi, tíma- riti Húnvetningafélagsins. Elín andaðist fáum dögum fyrir 94. afmælisdag sinn. Með henni er gengin mæt kona, hreinljmd og trygglynd, og verður minnisstæð þeim sem kynntust henni. Guðmundur Arnlaugsson 20% afsláttur á GAGGEHA.U Halogen helluborðum * Fengum takmarkað magn sem hægt er að bjóða á þessu verði. Gildirtil 16.4’88 Halogen enn ein byltingin í hraðhitun sem kemur frá GAGGÍNAl Halogen er mun fljótvirkari en venjulegar hellur Kynnið ykkur þessar frábæru vörur og þetta einstaka tilboð. Sjón er sögu ríkari. KRINGLUNNI S. 685440 GAGGENAU Gæði - Glæsiieiki - Góð fjárfesting AEG FX 112 örbylgjuofninn frá AEG er alveg einstakur. Hann er fyrirferðarlítill, en rúmar alveg ótrúlega mikið • 500 W • 11 lítra rými • Tímastillirá30mín. • Sjálfvirk dreifing á á örbylgjum (enginn diskur) • Öryggislæsing á hurð AEG AFKÖST ENDING GÆÐI Og verðið er alveg ótrúlegt Kr. 11.748.- stgr. A E G heimilistœki - því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR ORMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820 ■MiHM mmmrn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.