Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 63 Steypuskemmdir Húseigandi hringdi: „Fyrir rúmlega fímmtán árum síðan keypti ég íbúð í fjölbýlis- húsi. Nú hefur komið í ljós að um töluverðar steypuskemmdir er að ræða í útveggjum og hefur verið ákveðið að lagfæra þetta í sumar. Mér er tjáð að sá sem húsið byggði sé ekki ábyrgur fyrir þess- um skemmdum og ekki heldur framleiðandi steypunar sem notuð var. Þetta fínnst mér óeðlilegt. Ég tel að þeir sem byggja hús eða selja byggingarefni ættu að vera ábyrgir fyrir einhverri lágmarks endingu, t.d. í 20 til 30 ár.“ Vöruverð Kona hringdi: „Ég þykist hafa orðið vör við að vöruverð sé nokkuð hærra í matvöruverslunum í Breiðholti en annars staðar í Reykjavík. Það þyrfti að gera verðkönnun sem leiddi í ljós hvort vöruverð er hærra þar en annars staðar." Úr Gucci-kvenúr tápaðist í Vestur- ■bænum fyrir skömmu. Þá tapaðist úr með svartri skífu og áföstum tveimur gullhringjum í Keflavík fyrir nokkru. Pinnendur eru vin- samlegast beðnir að hringja í síma 23625. Ekkitil fyrirmyndar Vegfarandi hringdi: „Ég ók Breiðholtsbrautina fyrir skömmu og tók þá eftir bíl sem ók hægt og skrykkjótt á undan mér. Allt í einu fór hann fyrirvara- laust yfír tvær akgreinar án þess að gefa stefnuljóst. Sá ég að þetta var kennslubifreið og var öku- kennarinn upptekinn við að tala í bílasímann. Mér er spum: Er kennarinn ekki fyrirmynd þeirra sem eru að læra? Ef ökukennarar haga sér svona, er þá furða að ökumenn séu sumir uppteknir af öðru en akstrinum? Vonandi eru ökukennarar almennt ábyrgari en sá sem hér átti í hlut.“ Góð tónlist á Stjörnunni Hlustandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir góða og rólega tónlist sem Ami Magnús- son leikur milli kl. 10 og 12 á sunnudögum á Stjömunni. Þetta eru góðir þætti hjá honum og vonandi veriður framhald á.“ Kött vantar heimili Sex mánuða gamlan högna, sem er svartur og hvítur, vantar gott heimili sem fyrst. Þeir sem vilja taka hann að sér vinsamleg- ast hringi í síma 22783 eftir kl. 18 og eða síma 76206 hjá Katta- vinafélaginu að deginum. Við skulum ekki láta blekkjast Til Velvakanda. Bókaútgefendumir í Iðunni hafa gott þeningavit, þeir flýttu sér að gefa út Perestrojkuna og græddu. Þeir vissu sem var að þar sem marxisminn ætti að ráða áfram í Sovét-Rússlandi þá yrði þetta bara ein híalínsdruslan enn utan við úlfs- gæruna, og ætti að villa um fyrir lýðræðisrílqunum, þvf þau væru farin að heimta mannréttindí í kommúnistaríkjum. Boðað var tján- ingarfrelsi og létta átti á verslunar- höftum og bæta aðbúnað á vinnu- stöðum. Og friðinn átti að styrkja með því að draga úr kjamorkuvopn- um. Þetta hafði nokkum árangur í för með sér, því friðardúfumar hertu kvakið og vinstri pressan efld- ist. Og þegar boðað var til kirlqu- þings þá ærðust prelátar lýðræð- isríkjanna og farið var að safna biblíum sem afhenda átti marxist- um, sem hafa haldið uppi trúarof- sóknum í öllum kommúnistaríkjum. Því eins og menntamálaráðherra Khrústsjov sagði, að það væri ekki hægt að sameina kristna trú og Góður upplestur Velvakandi góður. Mig langar til að vekja athygli hlustenda á upplestri Péturs Péturs- sonar á ævisögu séra Áma Þórarins- sonar frá Stóra Hrauni í iimgerð Þórbergs Þórðarsonar. Pétur gefur ævisögunni svo sterkan blæ með sinni ágætu meðferð að sagan verður ljóslifandi fyrir huga manns. Ég vil einnig koma fram þakklæti mínu til Péturs, bæði fyrir þennan lestur og allt sem hann hefír flutt landsmönn- um um fjöldamörg ár. Árai Helgason marxismann. Og ekki mátti flytja sköpunina eftir Haydn nema snúa textanum upp á Karl Marx. Áður en Perestrojkan kom út var byijað að styrkja KGB því hátækn- ina áttu njósnaramir að útvega og nóg er af „hugsjónamönnum" eins og Ame Treholt í lýðræðisrflq'um. NATO varð að eyðileggja, svo að friður yrði til þess að halda stríðinu áfram í Afganistan og styrkja þurfti morðsveitir Kastrós í Afríku og sandinistana í Nikaragua, því þeir áttu svo að auðvelda kommúnism- anum að flæða yfir Suður-Ameríku. Til Velvakanda. í ævintýrum Hoffmanns er það næstum hversdagslegt að látnir láti til sín taka með einum eða öðmm hætti löngu eftir dauðann. Tónskáldið Gluck, sem lézt árið 1787 í Vín, leikur verk sín í Berlín árið 1809. Náttúrufræðingurinn Leeuwenhoek, grafínn í Delft árið 1723, temur flær í Frankfurt á þriðja tug nítjándu aidar. í ævin- týrunum kemur líka fram mikill Alræðisvaldið átti að geta haldið þjóðunum í skefjum. Núna eru verk- fóll í Armeníu og þá er ekki hægt að láta eftir „Gasasvæðið" sem tek- ið var af Armeníu því að allt á að vera eins og Lenín hafði gert. Þeir sem halda að Palestínuvandamálið verði leyst í einu vetfangi ættu að fylgjast með því sem nú er að ger- ast í Armeníu. Vopnlausn fámenn þjóð sem býr í Norður-Atlantshaf- inu 'getur ekkert gert fyrir Pal- estínu. Það er ekki löng leið frá Kólaskaga til Grímseyjar. Húsmóðir áhugi á hvers konar vélum, eink- um hvemig þær geta bilað þegar sízt skyldi. Skyldi E.T.A. Hoff- mann sjálfur hafa verið á ferli og bera einhverja ábyrgð á þeim óvenjumiklu vandræðum sem Ríkissjónvarpið átti í með textavél sína að kvöldi föstudagsins langa í sendingu þar sem vélin upp- nefndi hann „Theu Hoffmann"? Reynir Axelsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. E. T. A. Hoffmann BREIÐHOLT Hálsaborg — Hálsaseli 27 Fóstrur, þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk óskast. Einnig eru lausar stöður fyrir aðstoðarfólk. Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 78360. Bakkaborg v/Blöndubakka Fóstrur og aðstoðarfólk vantar strax. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 71240. VESTURBÆR Ægisborg — Ægissíðu 104 Fóstrur og annað starfsfólk óskast til starfa. Um er að ræða heilar og hálfár stöður. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14810. Okkur munar ekkert um að HÉR ER DÆMIUM FERÐA- ÁÆTLUN SKUTLUNNAR: um bæinn Flugleiðaskutlan gengur allan daginn frá kl. 7-17 gestum okkar að kostnaðarlausu. Njóttuþess aðbúaá Móte/isem eranntum gestisína. HÓTELESJA......... KRINGLAN.......... BÍLALEIGA FLUGLEIÐA HÓTEL LOFTLEIÐIR.. MIÐBÆR............ INNANLANDSFLUG.... BÍLALEIGA FLUGLEIÐA HÓTEL LOFTLEIÐIR.. KRINGLAN.......... HÓTELESJA......... OTEL LOFTLPÐIR FLUGLEIDA JV HÓTEL „ Holmur út affyrlr slg “ 10.00 10.05 10.10 10.15 10.20 10.30 10.35 10.45 10.50 11.00 1 8}
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.