Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 68
ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Þorstcinn EA í Akureyrarhöfn í gær. Eins og sjá má er trollið úti enda flækt í skrúfu skipsins. Þorsteinn EA 610 verður nokkrar vikur frá veiðum SJÓPRÓF verða haldin í dag- hjá bæjarfógetanum á Akur- eyri vegna óhappsins sem Þor- steinn EA 610 varð fyrir í Reykjafjarðarál aðfaranótt sunnudagsins. Skemmdir á skipinu eru ekki fullkannaðar en það var tekið upp í Slippstöðinni á Akureyri í gær- kvöldi. Þó er ljóst, að sögn Harð- ar Guðmundssonar skipstjóra, að nokkrar vikur munu líða þar til skipið heldur til veiða að nýju. 13 manns voru í áhöfn Þorsteins. Um tíma var skipið talið hætt komið enda flæddi inn sjór stjóm- borðsmegin við skut skipsins. Með því að dæla olíu fram í ballest- tanka tókst að létta það að aftan og eftir það voru skipveijar róleg- ir á leiðinni til heimahafnar, að sögn Harðar. Þangað dró Skaga- strandartogarinn Amar HU 1 skipið og var komið til hafnar um klukkan 7 í gærmorgun, eftir rúmlega sólarhrings ferð. Sjá nánari frásögn og viðtöl á bls. 64. Kuldakastið: Um 20 stiga frost í Þingvallasveit NÆTURFROST mældist mínus 19,7 gráður á Heiðabæ í Þing- vallasveit í fyrrinótt. Þá sömu nótt var 10,4 stiga frost í Reykjavík, 16,5 stig í Skaga- firði og 8,5 stiga frost á Akur- eyri. Það sem af er þessum mánuði hefur frost mælst nokk- uð meira en í meðalári, en svip- uð kuldaköst í aprfl, og jafnvel Játar kyn- ferðislega misnotkun KONA kærði mann fyrir kyn- ferðislega misnotkun um helg- ina. Atburðurinn átti sér stað á hóteli í Reykjavík og hefur maðurinn nú játað verknaðinn. Konan kærði atburðinn til Rannsóknarlögreglu ríkisins, sem varðist allra frétta af málavöxtum þegar Morgunblaðið sneri sér þangað í gær. Þó fengust þær upplýsingar, að ekki hefði verið um nauðgun að ræða heldur, sem fyrr sagði, kynferðislega misnotk- un. Við yfírheyrslur játaði maður- inn atburðinn. meiri, eru þó ekki einsdæmi að þvi er Adda Bára Sigufúsdóttir veðurfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið. Adda Bára sagði að til saman- burðar mætti nefiia að 1. apríl 1968 hefði mælst 16,4 stiga frost í Reykjavík og 22 stig í Skaga- fírði. 2. apríl 1961 hefði mælst mínus 12,7 stiga frost í Reykjavík og 11. apríl 1963 hefði frostið í Reykjavík farið niður í mínus 12,5 stig. Frostið nú er hins vegar held- ur meira en í aprílmánuðum und- anfarinna ára. Arið 1985 mældist mest frost í apríl hinn 1. þess mánaðar, mínus 5 gráður, árið 1986 var það mínus 7,2 gráður 1. og 15. apríl og í fyrra mældist mest frost í apríl mínus 6,3 stig dagana 1. og 2. apríl. Ekkert verkfall hjá HÍK eftir úrskurð Félagsdóms FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði í gær að verkfall Hins íslenska kennarafélags væri ólögmætt. Wincie Jóhannsdóttir, formaður HÍK, sagði i samtali við Morgun- blaðið að hún væri ekki ánægð með úrskurðinn, en engu að sfður myndi HÍK hlfta honum og ekki fara f verkfali á morgun, miðviku- dag, eins og boðað hafði verið. Wincie sagðist ekki búast við að ^annað verkfall yrði boðað á þessu skólaári, en stjóm HÍK kemur saman í dag að ræða úrskurð Félagsdóms. í sfðustu viku úr- skurðaði Félagsdómur verkfall Kennarasambands íslands ólög- mætt, á þeim forsendum að ekki hefði verið rétt staðið að atkvæða- greiðslu um boðun verkfallsins. Forsendur Félagsdóms fyrir því að verkfall HÍK var dæmt ólögmætt voru þær að ekki hefði náðst meiri- hluti fyrir boðun_ verkfallsins I at- kvasðagreiðslu HÍK, þar sem telja ^j>æri auð og ógild atkvæði með. Fylgjandi boðun verkfallsins voru 464 en andvígir 462, en 60 atkvæða- seðlar voru auðir. „Við erum ekki ánægð með það álit dórhsins að það beri að túlka lög um okkar samningsrétt sérstaklega þröngt og við erum ekki ánægð með það sem kemur þama eiginlega fram að auð og ógild atkvæði séu rétt- hærri en já og nei atkvæði," sagði Wincie. Aðspurð sagði hún að hún teldi að samningsréttindi opinberra starfsmanna væru sérlega þröng og að þeir sætu ekki við sama borð og aðrir launþegar í landinu hvað það snerti. Kjararáð Bandalags kennarafé- laga hefur kallað saman viðræðu- og samninganefndir HÍK og KÍ á laugardag, þar sem rætt verður um stöðuna í kjaramálum kennara og samræmingu viðbragða kennarafé- laganna tveggja. Þá sagðist Wincie búast við að svæðisfélög í HÍK myndu boða til funda innan skamms. Wincie sagðist ekki sjá fyrir sér nýja verkfallsboðun eins og málum væri háttað nú, enda væri slíkt tímafrekt og framhaldsskólum yrði flestum lokið áður en það kæmi til framkvæmda, en meirihluti hinna 1.200 félagsmanna HÍK kennir í framhaldsskólum. Landhelgisgæslan: Þyrla sótti sjúkan sjómann BEÐIÐ var um aðstoð Land- helgisgæslunnar í gærkvöldi við að sækja sjúkan sjómann um borð f togarann Svein Jónsson KE, sem staddur var um 85 sjómflur vestur af Snæfellsnesi. Boð bárust frá skipinu um klukkan 21.30 um að þar væri veikur maður og eftir að lækn- ir hafði kannað málið í síma var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunar, TF Sif, að sækja hann. Þyrlan fór í loftið klukkan 22.25 og var áætlað að hún kæmi til Reykjavíkur um klukkan 1.30 í nótt, en skipið var statt um 150 mflur frá Reykjavík. Erfiðleikar vegna mikils útflutnings á kindakjöti á síðasta ári: Útflutningsbótafé uppurið BÚIÐ er að ráðstafa nær öllu þvi fé sem samkvæmt fjárlögum á að renna til útflutningsbóta vegna búfjárafurða, og til Framleiðni- sjóðs landbúnaðarins, alls rúmum milljarði króna. Ástæðan er sú að útflutningsbætur á síðasta ári dugðu hvergi nærri til vegna mik- ils útflutnings landbúnaðarafurða og var bilið brúað með lánum sem greiðast áttu með framlagi þessa árs. Landbúnaðarráðherra segir að leita þurfi svipaðra úrræða nú, en fjármálaráðherra segir að slík „sjálfsafgreiðsla" gangi ekki ef ríkisstjórnin ætli að standa við hallalaus fjárlög. Jón Baldvin Hannibalsson fíár- málaráðherra sagði við Morgun- blaðið að þegar staða veigamikilla útgjaldaliða landbúnaðarmála hefði verið skoðuð fyrir páska hefði komið í ljós að af tæplega 550 milljón króna fíárlagalið til útflutningsbóta voru tæpar 30 milljónir eftir og af tæp- lega 500 milljónum til framleiðni- sjóðs voru eftir um 90 milljónir. Tæplega 100 milljónir hefðu síðan verið komnar fram yfír greiðsluáætl- un til niðurgreiðslna á landbúnaðar- vörum. Samkvæmt búvörulögum er 5% af heildarverðmæti landbúnaðar- vara varið til útfutningsbóta en 4% til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins til að greiða fyrir búháttabreyting- um. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sagði að á síðasta ári hefði útflutningur landbúnaðarvara verið mjög mikill til að reyna að grynnka á birgðum sem væri mjög kostnaðar- samt að sitja uppi með. Fé var þá fækkað í landinu, m.a. með aðgerð- um ríkisvaldsins, og með tilliti til þess að horfur væru á minni fram- leiðslu næstu árin hefði verið talið hagkvæmt og óhjákvæmilegt að flytja þetta mikið út á síðasta ári, m.a. vegna samdráttar í sölu innan- lands 1986. Útflutningsbætur síðustu fjárlaga hefðu ekki hrokkið til, og þær því verið fluttar fram yfir áramót, eins og stundum áður. Jón Helgason sagði að gert væri ráð fyrir að flytja þurfi út um 1800 tonn af kindakjöti á þessu verðlags- ári og miklum hluta þess væri lokið. Þó yrði að taka lán til að brúa bilið og taldi hann að upphæðin næmi nokkur hundruð milljónum króna en viðræður um lausn málsins væru komnar skammt á veg. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að menn hefðu vanist því á undan- fömum árum að hafa allt að því sjálfsafgreiðslu á útgjaldaþáttum til landbúnaðar en það gengi ekki hjá ríkisstjóm, sem tæki fjárlög sín al- varlega og ætlaði að standa við hallalaus fíárlög sem meginforsendu sinnar efnahagsstefnu. Fjármálaráðherra gat þess að hann hefði látið bóka í ríkisstjóm að herða þyrfti eftirlit með niður- greiðslum og hefði viðskiptaráðherra lýst því yfir að svo yrði gert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.