Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1988 ÞRHUUDAGUR 12. APRIL BLAÐ B SKIÐI Margrétin EA sem „strætó" eftir Ung- lingameistaramótið Margrétin EA, fískiskip í eigu Samheija hf. á Akureyri, flutti á annað hundrað keppend- ur á Unglingameistaramótinu á skíðum, frá Siglu- fírði á sunnudaginn. Forráðamenn fýrirtækisins hringdu í Skíðaráðsmenn á Akureyri og buðu fram aðstoð sína til að koma keppendum heim vegna ófærðar. Skipið var statt úti af Norðurlandi, á leið til Akureyrar. Það kom við á Siglufírði, tók hópinn og kom síðan við á Ólafsfírði og Dalvfk, þar sem heimamenn fóru frá borði, og kom skipið til Akur- eyrar klukkan fímm aðfaramótt mánudagsins. Þar stigu akureyrsku krakkamir frá borði, svo og Húsvíkingar sem óku þaðan heim á leið. KNATTSPYRNA Ásgeir Sigurvinsson hættur með landsliðinu? „Kominn tími til að ég víki úr landsliðinu fyrir yngri mönn- um,“ segirÁsgeirSigurvinsson sem lék sinn fyrsta landsleik fyrirsextánárum „ÞAR sem Stuttgart er að leika gegn Leverkusen 3. maí, get ég ekki leikið með landsliðinu vináttuleikinn gegn Ungverjum í Búdapest 4. maí,“ sagði Ásgeir Sigur- vinsson, landsliðsmaður í knattspyrnu í viðtali við Morgunblaðið. Ásgeir sagði að hans tími sem landsliðs- manns væri að öllum líkind- um útrunninn. „Ég mun taka endanlega ákvörðun fljótlega og læt landsliðsnefnd KSÍ þá vita um ákvörðun mína.“ Eg er búinn að leika með lands- liðinu frá 1972 og tel að það sé kominn tími til að ég víki fyrir yngri leikmönnum. Við eigum marga unga og efnilega leikmenn, sem eiga eftir að halda merki ís- lands hátt á lofti í framtíðinni." „Ekki hægt að standa í vegi fyrir framtíðlnnl" Ungu strákamir, sem hafa tekið stöður okkar eldri leikmannanna í síðustu landsleikjum, hafa sýnt að þeir eru verðugir ftilltrúar ís- lands. Það er ekki hægt að standa í vegi fyrir framtíðinni," sagði Ásgeir Sigurvinsson. Ásgelr jarðbundlnn, þrátt fyr- ir að honum só ákaft hampað Ásgeir hefur fengið mikil hrós í blöðum í V-Þýskalandi að undan- fömu og sagði t.d. Udo Lattek, þjálfarinn heimskunni, að .Ásgeir væri besti útlendingurinn í Bun- desligunni. Hvað segir Ásgeir um þá dóma sem hann hefur fengið. „Ég læt þetta ekki hafa áhryf á mig. Svona ummæli læt ég fara fram hjá mér, enda skipta þau mig litlu máli. Aðalmálið er að standa sig með Stuttgart. Ég veit hvenær ég leik vel og hvenær ég leik illa. Þegar ég leik illa, þá er ég ákveðinn að gera betur næst,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson hógvær sem endranær. HANDBOLTI Ólafur verður ekki anram með KR-inga Hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið ÓLAFUR Jónsson verður ekki þjálfari KR-liðsins í handknattleik næsta vetur. Gengið var fró þvf í gær, en Ólafur hefur stýrt liðinu undanfarin tvö keppn- istímabil. Þessum kafla er lokið og mín mál eru í biðstöðu eins og er. Þetta fór allt fram í mesta bróðemi og tveggja ára ánægju- legri dvöl er lokið. Henni lýkur farsællega og ég vona að allir séu ánægðir," sagði Ólafur I samtali við Morgunblaðið (gær. Nokkur félög hafa rætt við ólaf um þjálfun næsta keppnistíma- bil, en hann sagðist ætla að fara mjög hægt í sakimar. „Ég ætla að bíða með að ákveða hvað ég geri.“ HANDKNATTLEIKUR / PORTUGAL Sporting vill lá Þorbjöm og Gunnar PORTÚGALSKA liðið Sporting Lissabon, sem reyndar er þekktara fyrir knattspyrnu, vill fá Þorbjörn Jensson til að þjálfa og leika með liðinu í 1. deildinni í handknattleik í Port- úgal. Þá hefur liðið einnig haft samband við Gunnar Gunnars- son, sem leikið hefur undir stjórn Þorbjarnar hjá IFK Malmö í Svíþjóð, en lið þeirra tfyggði sór sæti í 1. deild fyrir skömmu. Þeir hafa haft samband við mig og vilja fá mig til Portúgal til þess að sjá liðið og gefa álit mitt, eins og þeir kölluðu það,“ sagði Þorbjöm Jensson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég fer líklega út en tel það óiíklegt að ég taki þessu tilboði." Portúgalska liðið vill fá þijá leik- menn IFK Malmö. Þorbjöm, Gunn- ar og Portúgalann Mario Dosantos, en hann hefur leikið mjög vel með liðinu í vetur. Portúgalar hafa fylgt fordæmi Spánveija sem hafa lagt mikla pen- inga í handknattleik. Vandamálið mun þó vera hve slakir þjálfarar em hjá liðunum og hve mikil harka er í deildinni. „Ég reikna ekki með að taka þessu tilboði, enda hef ég ákveðið að koma heim til íslands og vera þar í vet- ur,“ sagði Þorbjöm Jensson. Þorbjöm Jensson Gunnar Qunnarsson UNGLINGAMEISTARAMÓTIÐ A SKIÐUM/B12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.