Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 2
2 B PwtttnnMaMb /ÍÞRÓTTIR ÞREXJUDAGUR 12. APRÍL 1988 BADMINTON / EVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ íslenska landsliðlð I badmlnton hefur staðið sig vel á Evrópumeistaramótinu í Kristiansand í Noregi. í gærsigr- aði það ungverska liðið örugglega, 5:0, í liðakeppninni. Frá vinstri: Sigríður M. Jónsdóttir fararstjóri, Georg Mallant þjálfari, Inga Kjartansdóttir, Guðmundur Adólfsson, Þórdís Edwald, Ármann Þorvaldsson, Elísabet Þórðardóttir, Broddi Kristjánsson, Guðrún Júlíusdóttir og Vildís K. Guðmundsson formaður BSÍ. íslendingar sigruðu Ungveija örugglega ÍSLENSKA landsliðið í badmin- ton hefur staðið sig vel það sem af er keppni á Evrópu- meistaramótinu í badminton sem nú stendur yfir f Kristian- sand f Noregi. í gærkvöldi sigr- aði fslenska liðið það ung- verska 5:0 f liðakeppninni. Forkeppnin í einiiðaleik fór fram á sunnudaginn. Þordfs Edwald sigraði þá alla þtjá keppinauta sína og tryggði sér sæti f úrslitakeppn- inni sem fram fer á fimmtudag. Hún sigraði fyrst Noregsmeistar- ann, Wikdahl, 11:1 og 11:2. Síðan sigraði hún frönsku stúlkuna, Mansuy, 11:3 og 11:4. Loks vann hún írsku stúlkuna, Mojmihan, 12:11 og 11:0. Þórdís og Broddi Kristjánsson tryggðu sér einnig sæti í úrslita- keppninni í tvendarleik. Þau unnu fyrst frska parið, Watt og O’Sulli- van, 15:11 og 15:4. Síðan spánska parið, Femandez og Gomez, 15:7 og 15:12. Loks unnu þau ungverska parið, 15:12 og 18:17. Guðrún Júlíusdóttir tapaði fyrir Kumpfmúller frá Austurríki, 8:11, 11:6 og 4:11. Ámi Þór Hallgríms- son tapaði fyrir Bemsten frá Nor- egi, 3:15 og 7:15. Guðmundur Adólfsson tapaði fyrir Rees frá Wales, 7:15 og 12:15. í gær var síðan keppt í liðakeppn- inni við Ungveija og vannst auð- veldur sigur 5:0. Broddi vann Petro- vits 15:8 og 15:10, Þó'rdís vann Forian 11:6, 6:11 og 11:9, Ámi og Ármann Þorvaldsson unnu Kiss og Voros 18:13 og 15:8, Þórdís og Broddi unnu Vigh og Fejes 15:8, 5:15 og 15:10. Loks unnu Elfsabet Þórðardóttir og Inga Kjartansdóttir þær Nagy og Dovalovski 16:18, 15:12 og 15:3. íslenska liðið mætir Norðmönnum f liðakeppninni f dag. ÍBK íslandsmeistari í fyrsta sinn - sigraði ÍR í úrslitaleik Morgunblaóið/Ámi Sæberg Anna Marfa Svalnsdóttlr skorar hér tvö af 26 stigum sfnum í leiknum gegn ÍR í gærkvöldi. Á myndinni til hliðar má sjá hluta af þeim §ölmörgu áhorfendum sem fylgdu Keflavíkurlið- inu til Reykjavfkur í gær. ar, en þá fóru þær heldur betur í gang og breyttu stöðunni í 18-8. Þær leiddu síðan 31-13 í hálfleik og höfðu 20 stiga foiystu mest all- an seinni hálfleik. Öruggur sigur liðsins var í höfn, 63-47. „Eftir að stelpumar náðu loks að setja upp og ná fullri einbeitningu, þá spiluðu þær vel og ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd með sig- urinn," sagði Jón Kr. Gíslason þjálf- ari Keflavíkurliðsins eftir leikinn. „Þetta er búið að vera mjög jafnt mót í vetur og ég er ánægð með að við náðum svo góðum leik. Það var gaman að spiia með svo góðan stuðning frá fólki sem kom hingað til að styðja okkur," sagði Anna María Sveinsdóttir, landsliðskona úr Keflavík, sem átti enn einn stór- leikinn í vetur. Þetta var í fyrsta sinn sem Keflavík verður íslandsmeistari í meistara- flokki kvenna, en flestar hafa stúlk- umar unnið marga titla í yngri flokkum, enda hefur ÍBK sigrað í 2. flokki kvenna sfðan sá flokkur var fyrst settur á stofn fyrir sex árum. Lið ÍBK er ungt og hefur verið í stöðugri framför undanfarin ár. Liðið er einnig komið í undanúr- slit f bikarkeppninni og jeikur þar við híð reynslumikla lið ÍS. Anna María Sveinsdóttir bar af öðrum á leikvellinum í gær og skor- aði 26 stig fyrir Keflavík, Auður Rafnsdóttir skoraði 10 stig og kom liðinu af stað, Guðlaug Sveinsdóttir var með 9 stig og Björg Hafsteins- dóttir með 8. Lið ÍR byrjaði vel f leiknum, en sfðan fór sóknarleikur liðsins f baklás og þær náðu sér ekki á strik. Liðið átti einfaldlega ekki góðan leik og munu ÍR-stúlkumar ömgglega verða með í baráttunni um meist- aratitilinn næsta vetur. Stigahæst- ar hjá ÍR voru Fríða Torfadóttir og Vala Úlfljótsdóttir með 10 stig. „VIÐ vorum taugaóstyrkar í byrjun, en eftir aö viö náðum okkur á strik var aldrei spurn- ing um að við myndum vinna," sagði Björg Hafsteinsdóttir, fyrirliði Keflavikurliðsins, eftir sigurinn gegn ÍR í úrslitaleikn- um í 1. deild kvenna í gær- kveldi. Leikur ÍR og Keflavíkur í Selja- skólanum var hreinn úrslita- leikur í 1. deild kvenna, eftir mjög jafnt og skemmtilegt mót í vetur. BBMI ÍR-Iiðið varð helst Gunnar að vinna leikinn með Valgeirsson 13 stiga mun eða skrifar meira vegna flók- innar stöðu á toppn- um, þar sem lið ÍS var inn í mynd- inni, en Keflavíkurliðinu nægði ein- faldlega að sigra eða tapa með minna en 13 stigum. Lið ÍR byijaði vel og komst í 6-2. Hið unga lið Keflvíkinga skoraði aðeins tvö stig fyrstu sex mínútum- í kvöld ÍBK og Haukar spila þriðja leik sinn í úrslitakeppni KKÍ í Keflavík í kvöld kl. 20.00. ■ KR og Fram leika f Reykj avíkurmótinu í knatt- spymu á gervigrasinu í Laug- ardal í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20.30. KÖRFUBOLTI / 1. DEILD KVENNA SPURT ER/Hvaða lið verður bikarmeistari í handknattleik karla og kvenna 1988? Leikimir fara fram í Laugardalshöll Gunnar Einarsson „Ég hef trú á að Valsmenn verði bikarmeistarar karla. Þeir hafa meiri reynslu, en þetta verður hörkuleikur. Stjaman verður bikar- meistari kvenna. Það býr mikið í Stjömustelpunum og ég hef trú á þeim.“ kvöld. Viggó Sigurðsson „Leikurinn kemur til með að standa og falla með markvörslu Guðmundar Hrafnkelssonar. Ef hann er í stuði vinnur Breiðablik og ég hef trú á að svo fari. Eg spái Stjömunni sigri í kvennaleiknum." Guðjónsd. „Valsmenn eru sigur- stranglegri. Annars em Blikamirtil alls líklegir. Það verður ömgglega mjött á mununum. Valur vinnur Stjömuna S kvenna- flokki með fíögurra til fímm marka mun.“ Páll Björgvinss „Blikamir verða frekari og vinna Val, 22:21, í jöfnum og spennandi leik. Ég spái sfðan Stjömustúlkunum sigri, 16:15, yfir Val þó svo að ég hafi ekki séð liðin í vetur.“ Brynjar Kvaran „ Valsmenn em sigur- stranglegri, en ég er þó ekki frá því að Breiðablik vinni. Blikamir em þyrstir í titil og það hjálpar til. Ég vona að Stjömustelp- umarverði bikarmeistarar í kvennaflokki." Ólafur Jónsson „Það læðist að mér sá gmnur að UBK verði bik- armeistari. Blikamir hafa aðstæður með sér. Það færist óneitanlega værð yfir lið sem nýlega hefur unnið meistaratitil. Stjam- an sigrar f kvennaflokki."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.