Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 4
4 B flUrairobfaMa /ÍÞRÓTTIR ÞRHXIUDAGUR 12. APRÍL 1988 GOLF / US MASTERS Það voru 46 kylfingar sem tóku þátt í Masters að þessu sinni og eitt af því Qöl- marga sem vakti athygli var að Larry Mize, sigurvegarinn frá því í fyrra, varð að láta sér lynda 45. sætið. Mize lék þó einn dag undir pari en hina þtjá gekk allt á afturfótunum hjá honum. Hann var því ekki beint bros- mildur er hann klæddi Lyle í græna jakkann. Margir áhorfendur fylgdust að venju með keppninni og hér á landi fylgdust áhugas- amir kylflngar með keppninni í skála GR í gegnum gervihnött. Þegar mest var voru um 80 kylfíngar samankomnir í Graf- arholtinu. Foreldrar Sandy Lyle voru meðal áhorfenda á Masters að þessu sinni og voru þau að vonum ánægð með árangur „stráksins" enda full ástæða til því hann lék frábært golf og sigur hans var sanngjam. Curtis Strange fór holu í höggi á öðrum degi keppn- innar. Hann átti gott teigskot á 12. brautinni. Kúlan rétt slapp yfír vatnið sem er við flötina, hoppaði nokkrum sinnum á flöt- inni og rúllaði síðan tignarlega í hoiuna. Áhorfendur fögnuðu að vonum og Strange var einnig ánægður en þegar hann kom að flötinni, gekk hann að hol- unni, tók upp kúluna og henti henni í vatnið! Óvenjulegt, því oftast halda menn upp á þær kúlur sem þeir nota við tæki- færi sem þetta. . Eftir fyrstu þijá hringina vai Seve Ballesteros í sjöunda sæti með 215 högg og gerði sér iitlar vonir um sigur. Hann hef- ur tvívegis unnið Masters og þegar hann vann fyrst árið 1980 var hann yngsti kylfíngurinn til að fá græna jakkann, aðeins 23 ára gamall. „Mér liggur ekkert á að vinna þriðja jakkann - ég hef nægan tíma,“ sagði hann. Fuzzy Zoller vann á Masters árið 1979 og var það í fyrsta sinn sem kylfíngur sigrar f sinni fyrstu Marsterskeppni. Enginn hefúr enn ieikið það eftir. Raymond Floyed á enn lægsta skorið í Marster- keppninni. Hann vann árið 1976 og lék þá á 271 höggi, eða tíu höggum færra en Lyle lék á um helgina. Þrátt fyrir gott veður á með- an Masterskeppnin stóð gekk keppendum ffekar illa ef miðað er við skorið hjá þeim. Fyrsta daginn voru aðeins sex leikmenn sem léku undir pari vallarins. Það var að vfsu dálít- ill vindur þennan dag. Annan daginn voru 16 kyifíngar undir pari og þriðja daginn voru þeir 14. Síðasta daginn léku 13 kylf- ingar undir pari. Fimm kylfíngar léku þijá hringi af fjórum undir pari. Sandy Lyle lék þijá daga undir pari en þriðja daginn lék hann á pari. Mark Calcavecchia lék einnig þrívegis undir pari og þriðja daginn lék hann á pari. Fred Couples lék þrfvegis á pari en fyrsta daginn lék hann á 75 höggum. Craig Stadler lék fyrsta daginn á 76 höggum en hina þijá dagana undir pari. Raymond Floyd lék illa fyrsta daginn, kom inn á 80 höggum, en næstu þijá daga lék hann undir pari. Jack Nicklaus hefur manna oftast unnið Masterskeppn- ina. Þessi stórkostlegi kylfíngur hefur sex sinnum unnið og á því jafn marga græna jakka. Sandy Lyle fyrsti Bretinn sem fær græna jakkann SANDY LYLE varð um helgina fyrsti kylfingurinn frá Bret- landseyjum til að vinna Mast- erskeppnina í golfi. Keppnin var nú haldin í 52. sinn og varð hinn þrítugi Skoti fyrsti kylfing- urinn frá Bretlandi sem klæðist græna jakkanum en það er ein mesta viðurkenning sem kylf- ingi getur hlotnast. Spennan var mikil á síðustu holunum en Lyle náði fugli á síðustu hol- unni með frábæru höggi úr sandglompu og náði þannig að komast einu höggi upp fyrir Mark Calcavecchia frá Banda- ríkjunum sem veitti honum harða keppni. Fyrir síðasta daginn hafði Lyle tveggja högga foiystu á Cal- cavecchia og Ben Crenshaw. Eftir fyrri níu holumar á síðasta hringn- um hafði Lyle aukið forskot sitt um eitt högg með því að leika holumar níu á 34 höggum, eða tveimur höggum undir pari. Cal- cavecchia lék fyrri níu á pari og var því fjórum höggum á eftir Lyle en Craig Stadler hafði skotist upp í annað sætið úr þvf áttunda með góðum leik, fékk tvo fugla og einn fálka á fyrstu níu holunum. Lyle lækkar flugið Það gekk allt samkvæmt áætlun hjá Lyle næstu tvær holur og hann var sjö höggum undir pari vallarins þegar hann kom á 12. teig. En nú fataðist honum flugið, lenti í vatni og varð að taka vfti. Hann lék hol- una á skramba, eða tveimur högg- Skúli Unnar Sveinsson skrífar um yfír pari og nú var Calcavecc- hia búinn að ná honum. Lyle og Crenshaw léku saman í riðli og ógnaði sá síðamefndi meistaran- um aldrei. í næsta riðli á undan léku Calcavecchia og Bemhard Langer og þar hafði sá fyrmefndi yfirburði. Þjóðveijinn náði sér aldr- ei á strik. Eftir að Lyle hafði leikið 14 holur var hann á 5 höggum undir pari en á sama tíma kom Craig Stadler inn í skála á 6 höggum undir pari. Spennan var gífurleg. Stadler lenti í vandræðum á síðustu holunni, lenti í glompu út á miðri braut en náði stórkostlegu höggi úr henni og inn á flöt. Hann tók 7 jám og kúlan sveif fallega 145 metra og inn á flöt. Fugl varð staðreynd og Stadler að. vonum ánægður. Reuter Sandy Lyle er fyrsti Bretinn sem klæðist hinum merkilega græna jakka sem veittur er sigurvegaranum í Marsterskeppninni. Reuter Það tökstl Sandy Lyle fagnaði að vonum mikið þegar sigurinn var í höfin. Svona léku þeir 281 Sandy Lyle ....71 67 72 71 282 Mark Calcavecchia.. ....71 69 72 70 283 Craig Stadler ....76 69 70 68 284 Ben Crenshaw ....72 73 67 72 285 Greg Norman ....77 73 71 64 Fred Couples ....75 68 71 71 Don Pooley ....71 72 72 70 286 David F'rost ....73 74 71 68 287 Bemhard Langer .... ....71 72 71 73 TomWatson ....72 71 73 71 288 Seve Ballesteros ....73 72 70 73 Lanny Wadkins ....74 75 69 70 Raymond Floyd ....80 69 68 71 289 Nick Price ....75 76 72 66 DougTewell ....75 73 68 73 290 Mark McNulty ....74 71 73 72 Fuzzy Zoeller ...76 66 72 76 DanPohl ....78 70 69 73 291 Chen Tze-Chung ...76 73 72 70 Hubert Green ...74 70 75 72 292 Jack Nicklaus ....75 73 72 72 ChipBeck ...73 70 76 73 Curtis Strange ...76 70 72 74 293 Mark McCumber ...79 71 72 71 294 Isao Aoki ...74 74 73 73 Payne Stewart ...75 76 71 72 Gary Koch ...72 73 74 75 RobertWrenn ...69 75 76 74 295 Rodger Davis ...77 72 71 75 296 Nick Faldo ...75 74 75 72 SteveJones ...74 74 75 73 Mac O’Grady ...74 73 76 73 297 Tommy Nakajima ... ...74 72 77 74 BobTway ...74 73 74 76 Larry Nelson ...69 78 75 75 298 Andy North ...74 74 75 75 Steve Pate ...75 76 75 72 Ken Brown ...73 78 69 78 300 Joey Sindelar ...79 70 74 77 MarkO’Meara ...74 76 74 76 JaySigel ...77 72 73 78 301 Corey Pavin ...76 75 75 75 Gary Hallberg ...73 69 80 79 302 Tom Kite ...73 76 77 76 304 Larry Mize ...78 71 76 79 JeffSluman ...80 71 78 75 Reuter Craig Stadlar er skemmtilegur kylfingur. Hann lék vel síðasta daginn og endaði í þriðja sæti. Hér missti hann þó pútt á 18. holunni og er greinilega ekki alveg sáttur við sjálf- an sig. Ennþá betra hjá Lyle Ef höggið hjá Stadler upp úr glomp- unni á 18. braut var frábært þá er ekki hægt að lýsa höggi Sandy Lyle upp úr sömu glompu nokkrum mínútum síðar. Lyle notaði einnig 7 jám við höggið og lenti á sama stað á flötinni og Stadler en snún- ingurinn á boltanum var réttur og hann rúllaði nokkra metra til baka og stöðvaðist ekki fyrr en um 4 metra frá holunnum. Lyle púttaði síðan af öryggi og sigurinn var hans við mikinn fögnuð áhorfenda og ekki sfður þeirra fjölmörgu íslensku kylfínga sem fylgdust með mótinu í beinni útsendingu í gegn- um gervihnött í golfskála GR. Fjóröi útlendingurinn Sandy Lyle er fjórði útlendingurinn sem nær þeim árangri að vinna á US Masters en þetta var í sjöunda sinn sem hann tekur þátt í þessu móti. Hans besti árangur í mótinu fram að þessu var árið 1986 er hann varð ellefti í röðinni á 285 höggum. Hinir þrír erlendu kylfing- amir sem unnið hafa US Masters eru Seve Ballesteros frá Spáni, Gary Player frá Suður Afríku og Bemhard Langer frá Vestur Þýska- landi. Eftir þriðja daginn var Lyle spurður hvort hann hefði trú á að hann næði að sigra og svarið var janf hógvært og venjulega hjá þessum geðþekka kylfíngi. „Það er annað- hvort að vinna þetta núna eða aldr- ei. Ég hef aldrei staðið eins vel að vígi í Masters eins og nú og ég geri mitt besta til að vinna. Það er mun betra að hafa tveggja högga forskot fyrir síðasta hringinn en að vera tveimur höggum á eftir.“ Frábært hjá Norman Það lék enginn betur síðasta dag mótsins en Astralinn Greg Norman. Hann lék hreint frábærlega og kom inn á 64 höggum sem er átta högg- um undir pari Augusta National vallarins. Fyrri níu holumar lék hann á 30 höggum og jafnaði þar með met Johnny Miller frá því árið 1975. Norman sagðist ætla að leika á 62 höggum áður en hann lagði í hann síðasta daginn. Það tókst ekki en engu að síður lék hann frábær- lega. Vallarmetið eru 63 högg þannig að hann var aðeins einu höggi frá því. Hann lenti í glomp- unnu frægu á miðri 18. braut og þaðan sló hann í aðra glompu við flötina en náði engu að síður pari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.