Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.04.1988, Blaðsíða 5
flUrgunÞIajiib /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1988 B 5 SUND Ábót Sumir geta endalaust bætt á sig þegar góðgæti er annars vegar. Ragnhelður Runólfsdóttlr, sunddrottning frá Akranesi, sem keppir nú fyrir Njarðvík, tryggði sér Ólympíufarseðilinn í Osló um helgina. HREYSTl Offita er algengt vandamál Trimm og breytt mataræði koma oft að gagni við megrun Hversu mikil orka er í fæðunni? ikiivægt er að afla sér einhverrar þekkingar á því hvað hinar ýmsu fæðuteg- undir eru orkuríkár. Nauðsyn- iegt er einnig að gera sér grein fyrir því, að oft skiptir matseld- in verulegu máli fyr- ir orkuinntöku. Fæðutegundir, sem eru bragðbættar með sykri, feiti, ol- íum, rjóma, sultum eða sósum, verða mun orkuríkari, t.d. geta kartöflur, sem hafa verið steiktar í feiti, orðið allt að fjórum sinnum orkuríkari en soðnar kartöflur. Ekki má heldúr gleyma því að ýmsir drykkir, sem fylgja máltíð- um, innihalda veru- lega orku. Veislu- mat fylgir oft for- drykkur, eitt eða tvö glös af hvítvíni, eitt eða tvö glös af rauðvíni og eftir- drykkur með kaff- inu. Sé svo bætt við þetta tveim- ur sterkum drykkjum með gosi seinna um kvöldið, þá má reikna með 700—1000 kaloríum í drykkjarföngunum einum! Sú orka getur samsvarað allt að tveggja tíma erfiðri fjallgöngu. Sykur í kaffi eða te getur einn- ig verið lúmskur orkugjafi. Mað- ur, sem fær sér sex bolla af sykruðu kaffi á dag, getur feng- ið þar orku sem samsvarar 4 kg af fítuvef á ári, eða með öðrum orðum, hann ætti að geta grennt sig um fjögur kíló á ári með því einu að sleppa sykrin- um. Margt fólk vill fylgjast með orkuinnihaldi fæðunnar sem það neytir. Það ætti að vera sjálf- sögð þjónusta við neytendur að aliar sérhannaðar matarumbúð- ir séu með áletrun, sem gefur til kynna orkuna í innihaldinu t.d. kaloríuQölda i hveijum 100 g. í ísskápnum mínum standa til dæmis rækilega merktar und- anrennufemur (34 kcal/100 g) og nýmjólkurfemur (67 kcai/ 100 g), en pilsnerdósimar í neðstu hillunni eru án slíkrar merkingar. Með því að fletta upp í töflu get ég þó áætlað að í hverri dós séu um 450 kaloríur (kcal). Til að eyða aftur orkunni úr einni stórri pilsnerdós þarf ég því að skokka eða synda í heila klukkustund! Nokkur dæmi um orkuinnihald fæðutegunda, kaloríur (kcal): Agúrka, heil 45 Appelsína eða epli 65 Banani, meðalstór 100 Brauðsneið 40—70 Brauðsn.+smjör+ostur 200 Egg, soðið/steikt 80—120 Fiskur, 200g 150-350 Gosdrykkur, 1 glas 100-150 Ostborgari og franskar 700-900 Hrökkbrauðssneið 30—40 Jógúrt, 1 bolli 100—150 Offlta Af öllu má nú ofgera. 65 400-800 Kartöflur, 100 g Kjöt, 200 g Kjúklingabringa, 200 g 280 Morgunverðarkom 100—150 Pylsa með öllu 350 Súkkulaði-, konfektmoli 20—50 Súpa, 1 bolli 100-250 Sykurmolar, 10 stk. 60—70 Tertusneið 250-450 Skrifstofumaður er talinn nota um 120 kcal á klst. við vinnu sína, iðnaðarmaður 250—350 og verkamaður við erfiða vinnu allt að 650 kcal. Það er þvf greini- lega auðveldara að safna í sig ^rku en að eyða henni aftur! íþróttamenn geta eytt 500—900 kaloríum á klst. meðan á ströng- um æfingum stendur. Þeir þurfa að hyggja að því að þeir fái næga orku í fæðunni. Sérstak- lega á það við um böm og ungl- inga sem eru að stækka og þroskast. „Næring íþróttafólks“ er heiti bæklings sem er til sölu hjá íþróttasambandi íslands fyr- ir aðeins 100 krónur. Fjallað er um orku og orkuefni, fiörefni (vítamín), sölt, steinefni, vökva og máltíðaskipan. Lögð er áhersla á það, að máltíðir séu reglulegar og fyeðið fjölbreytt og gott. Bent er á' að dýrt sér- fæði og stórir skammtar af vítamínum séu óþarfir. Að sögn höfundar hafa rannsóknir á mataræði ungs íþróttafólks leitt í ljós að fæði þeirra er oft verra en æskiiegt er, ef til vill vegna þess að sælgæti og sjoppufæði kemur oft í stað reglulegra máltfða. íþróttamenn ættu að ná sér í eintak af þessum bækl- ingi og lesa vel. Jóhann Heiðar Jóhannsson. Ragnheiður synti , tvisvar undir Ólympíulágmörkum Sex íslandsmet voru sett á sundmóti í Osló um helgina. Magnús Ólafsson setti þrjú metog erekki langtfrá ólympíulágmörkum RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir náði tveimur Ólympíulágmörk- um á sundmóti í Osló um helg- ina. Ragnheiður synti langt undir lágmarki (2:40.36 mín.) í 200 m bringusundi. Hún kom í mark á 2:38.96 mín., sem er nýtt íslandsmet. Ragnheiður átti sjálf gamla metið, 2:41.36 mín. 1100 m bringusundi kom Ragn- heiður í mark á nýju íslands- meti, 1:13.58 mín., sem er undir ólympíulágmarkinu - 1:14.00 mín. Hún átti sjálf gamla metið, 1:15.10 mín. Magnús með þrjú met Magnús Már Ólafsson setti þijú íslandsmet og var 'ekki langt frá ólympíulágmörkum. Magnús synti 200 m skriðsund á 1:53.46 mín. Átti sjálfur gamla metið, 1:55.09 mín. Olympíulágmarkið er 1:53.00 mín., þannig að Magnús var aðeins 0.46 sek. frá því. I 100 m skrið- sundi synti Magnús á 52.10 sek., en gamla metið hans var 52.36 sek. Ólympíulágmarkið er 51.80 sek. Magnús var aðeins 0.3 sek. frá því, eða broti úr snúningi við bakka. Þá setti Magnús met i 50 m skrið- sundi - 24.09 sek. Gamla met hans var 24.18 sek. Amþór Ragnarsson setti íslands- a a m Magnús Már Ólafsson er ekki langt frá Ólympfulágmörkunum. Hann setti þijú íslandsmet í Osló. met í 100 m bringusundi. Synti á 1:07.66 mín. Gamla metið átti Tryggvi Helgason, 1:07.71 mín., sem hann setti á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Eðvar Þór Eðvaðsson, sem varð sig- urvegari í 200 m baksundi í Osló, 2:09.86 min. og Ragnheiður Run- ólfsdóttir, sem bæði keppa fyrir Njarðvík, eru búin að synda undir hinum ströngu ólympíulágmörg- mörkum sem er í sundi. Það er nú aðeins tímaspursmál hvenær Magnús Ólafsson, Bryndís' Ólafsdóttir, sem keppti í 100 m skriðsundi (59.58 sek.) og 200 m skriðsundi (2:07.49 mín.), og Ragn- ar Guðmundsson lá lágmörkunum. Ragnar tekur þátt f sundmóti í Svíþjóð um næstu helgi. FRJALSAR IÞROTTIR Öruggt hjá Evelyn Ashford Evelyn Ashford, frá S Banda- • ríkjunum, vann öruggan sig- ur í 100 metra hlaupi kvenna á ftjálsíþróttamóti í Órlando um helgina. Hún hljóp á 11.49 sek- úndum og segist ákveðin í að vinna gullverðlaun á Ólympíuieik- unum í Seoul í sumar. „Ég held að undirbúningur minn fyrir Seoul sé rétt tímasettur." sagði Ashford. „Ég er eldri núna og því hefur fólk ekki trú á því að mér takist að sigra í Seoul, en ég á eftir að koma á óvart." Sigur Ashford var öruggur og hún ávallt langt á undan Alice Jackson sem hafnaði í 2. sæti., Bandaríkjamaðurinn Roger King- dom sigraði naumlega í 110 metra grindarhlaupi á 13.42 sekúndum. Hann var 3/100 hlutum úr sek- úndu á undan landa sínum, Art- hur Blake. Brad Cooper sigraði í spennandi keppni í kringlukasti. Hann sigr- aði einvígi við John Powell. Coo- per kastaði 62.38 metra, en Pow- ell hafnaði í 2. sæti með 62.26 metra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.